Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 Sviðsljós Handtöku- skipun á hendur Divine Divine Brown, sem handtekin var fyrir ósiðlegt athæfi ásamt leikaranum Hugh Grant í aftur- sæti bíls hins síðarnefnrta í fyrra, viröist enn á leið í vandræði. Hún mætti ekki fyrir dómara í vik- unni þar sem hún átti að sýna fram á að hún hefði framkvæmt samfélagsþjónustu í Fimm daga og gengist undir alnæmispróf. Dóm- arinn gaf út handtökuskipun á hendur henni Sinead O'Connor alein með nýfædda dóttur sína: Kallar föður- inn sæðara írska söngkonan Sinead O’Connor er þekkt fyrir að fara eig- in leiðir og kærir sig kollótta um hvað öðrum flnnst. Hún eignaðist nýverið dóttur sem hún hefur nefnt Brigidine Roisin Waters. Sú litla er annað bam Sinead sem fyrir á sjö ára strák, Jake. Hann á hún með trommuleikaranum John Reynolds en þau skildu í febrúar. Hún er því ein með bæði börnin. Stúlkuna litlu á Sinead hins veg- ar með blaðamanninum John Wa- ters. Hún valdi hann sérstaklega með tilliti til gáfnafars og fleiri at- riða og ákvað að hann gerði hana ófríska. Hún hafði hins vegar ekki í hyggju að búa með honum. Hann var þó nálægur í kring um fæðing- una og fylgdist eðlOega með fram- förum þeirrar litlu. En honum of- bauð hins vegar þegar Sinead kom fram í útvarpi og lýsti því hvemig hann hefði verið valinn og kallaði hann sæðara. Hann ákvað að hafa engin frekari afskipti af söngkon- Sinead O’Connor með nýfædda dóttur sína í poka framan á sér og fulla plastpoka af vörum úr verslunum Mothercare í London. Uppblásinn jólasveinn í búðarglugga leggur hér sitt af mörkum í baráttu gegn reykingum í Kína. Kínverjar framleiða mest af tóbaki og reykja mest af þjóðum heims en þar hefur barátta gegn reykingum ekki hlotið mikinn hljómgrunn. Þannig reykir allt að þriðjungur barna í sumum skólum. En yf- irvöld reyna að sporna við þróuninni og hafa ákveðið reykingabann á opin- berum stöðum í Peking frá og með 15. apríl. Símamynd Reuter Alexandra prinsessa við nýja Peugeot-bílinn sinn. Með tennisdellu Sarah Ferguson, hertogaynja af York og fyrrum eiginkona Andr- ésar Bretaprins, varð næstsíðust í reiðkeppni í Qatar á dögunum. En þó illa gangi að ná verðlaunasæti á hestbaki hefur Fergie tryggt sér fyrsta sæti . í llfi austurrrísku tennisstjörnunnar Thomasar Muster. m í sjöunda himni Antony Hopkins er í sjöunda himni. Eiginkona hans, sem hann fór frá um tíma, er komin aftur. Anthony átti í ástarævintýri með Joyce Ingalls, tveggja barna móð- ur, en sá að sér þegar hann sá að hún vildi bara næla í peningana hans. Alexandra fékk tvo bíla í brúðargjöf: Val og Cindy alltaf saman Hníf- urinn gengur vart milli Val Kilmer og Cindy Craw- ford. Þau hafa reynt að halda sam- bandi sínu leyndu en ekki tekist það. Val hefur boðið eiginkonu sinni, Joanne, öll launin sín fyrir næstu kvikmynd vilji hún skilja en ekk- ert svar hefur borist. Val vann ný- lega að mynd í Suður-Afríku og fylgdist Cindy þá með. Alexandra fékk tvo bíla Alexandra prinsessa, eiginkona Jóakims prins, þarf ekki að vera í vandræðum með að komast milli staða. Hún fékk tvo bíla í brúð- argjöf. Bíllinn, sem hún fékk fyrst, / 1 / >C • •• c i bruoargjof er kolsvartur Audi blæjubíll en hinn, sem hún fékk nýlega, er Peu- geot 306 með blæju. Hann er blá- grænn að lit og valdi Alexandra sjálf litinn. Bíll með þeim lit var ekki tO á lager svo sérpanta þurfti gripinn. Ekki er alveg laust við öf- und hjá eiginmanninum en hann ekur „bara“ Peugeot 106 SX. En Alexandra verður að bíða svo- lítið með að keyra vélfáka sína. Hún vandist því að keyra á vinstri vegar- helmingi í Hong Kong og þarf því að laga sig að hægri umferð. hafa sér- valdir menn innan dönsku hirðar- innar verið fengnir til að gera Alex- öndru hægri sinnaða í umferðinni. KVIKMYNDAs/mi Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Kvikmyndasíma DV til að fá upplýsingar um allar sýningar kvikmyndahúsanna * KVIKMYNDAs/mi 9 0 4 . 5 0 0 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.