Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Page 26
34 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 Afmæli Alda Alfreðsdóttir Alda Alfreðsdóttir ritari, til heimilis að Laufhaga 1, Selfossi, er fertug í dag. Starfsferill Alda fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Póst- og símaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi sem yfirpóstafgreiðslumaður. Seinna stundaði hún nám við Fjölbrautaskólann á Suðurlandi. Alda vann hjá Pósti og síma í Vestmannaeyjum 1974-84, var deildarritari við Sjúkrahús Vest- mannaeyja frá 1984 og þar til hún flutti með fjölskyldu sinni til Sel- foss 1987, starfaði hjá Pósti og síma á Selfossi 1988-92 en er nú ritari á Bæjarskrifstofum Selfoss- kaupstaðar. Alda hefur starfað innan Kvennalistans og hefur hún m.a. verið í framboði. Þá hefur hún starfað með Kvenfélaginu Líkn í Vestmannaeyjum og Kvenfélagi Selfoss. Fjölskylda Sambýlismaður Öldu er Ragnar Ólafsson, f. 3.11.1946, skrifstofu- stjóri við embætti sýslumannsins á Selfossi. Hann er sonur Ólafs Sigurðssonar frá ísafirði, f. 14.11. 1907, d. 6.6. 1974, skipstjóra, og Guðrúnar Sumarliðadóttur, f. 29.11. 1911, d. 28.2. 1986, húsmóð- ur. Böm Öldu og Ragnars eru Ólaf- ur Grétar, f. 24.2. 1979; Sandra Sil- fá, f. 23.02. 1992. Sonur Öldu og Ragnars G. Ragnarssonar er Alfreð Ragnar, f. 27.1. 1973, og á hann einn son, Axel Óla, f. 16.5. 1992. Bróðir Öldu er Guðni Ágúst Al- freðsson, f. 6.3.1942, prófessor við HÍ. Foreldrar Öldu voru Alfreð Þor- grímsson, f. 23.11. 1914, d. 25.8. 1978, vélstjóri í Vestmannaeyjum, og Sigríður Björg Jósafatsdóttir, f. 18.10. 1912, d. 6.1. 1977, húsmóðir í Vestmannaeyjum. Ætt Alfreð var sonur Ágústs Þor- gríms Guðmundssonar, f. í Há- amúla í Fljótshlið, Jónssonar, f. i Nikulásarhúsum, Jóhannssonar, b. á Þórunúpi í Hvolhreppi, Ein- arssonar í Efra-Langholti. Móðir Alfreðs var Guðný Pálína Páls- dóttir, f. að Hlíðarenda í Fljóts- hlíð, Jónssonar úr Landeyjum. Sigríður var dóttir Jósafats Gíslasonar, b. í Fjallaseli, Gests- sonar, á Vöilum í Þistilfirði. Móð- ir Sigríðar var Ólöf Sigmundsdótt- Alda Alfreðsdóttir ir, Gestssonar úr Þistilfirði. Alda verður erlendis á afmælis- daginn. Úlfar Á. Sigmarsson Úlfar sat i stjórn FÍH á árunum Úlfar Á. Sigmarsson, kennari og hljómlistarmaður, Kleifarseli 17, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Úlfar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1962, stúdentsprófi frá MR 1967 og B.Ed.-prófi frá KHÍ 1974. Úlfar hefur verið kennari við Fellaskóla frá 1974. Hann hefur leikið með ýmsum danshljómsveit- um allt frá 1961, lengst af með hljómsveitinni Pónik og Einar. 1972-79. Fjölskylda Úlfar kvæntist 31.7. 1969 Björgu Jósepsdóttur, f. 17.1.1949, skóla- starfsmanni. Hún er dóttir Jóseps Helgasonar og Andreu Helgadótt- ur, fyrrv. sjúkraliða. Börn Úlfars og Bjargar eru Elín Úlfarsdóttir, f. 20.1.1967, hjúkrun- arfræðinemi, en maður hennar er Guðmar Einarsson rafvirkjameist- ari og er dóttir þeirra Elísa Guð- marsdóttir, f. 31.7. 1994; Þórir Úlf- arsson, f. 10.5.1973, hljómlistar- maður, en sambýliskona hans er Lilja Hugadóttir og er dóttir hennar Alexandra Mjöll, f. 21.2. 1991, en sonur Lilju og Þóris er Eyþór Úlfar Þórisson, f. 29.9. 1993; Helga Jóhanna Úlfarsdóttir, f. 29.7. 1976, nemi. Systkini Úlfars eru Helga Har- aldsdóttir, f. 19.7. 1938, starfsmað- ur við Hagstofuna, búsett'í Reykjavík; Rúnar Sigmarsson, f. 3.8. 1941, byggingaverkfræðingur í Reykjavík; Kristinn Sigmarsson, f. 19.8.1948, tannsmiður í Hafnar- firði; Sigrún Sigmarsdóttir, f. 3.7. 1952, hjúkrunarfræðingur i Reykjavík. Foreldrar Úlfars: Sigmar Krist- insson, f. 31.10. 1909, d. 3.3. 1978, húsgagnasmíðameistari í Reykja- vík, og Guðlaug Elín Úifarsdóttir, f. 24.1. 1918, húsmóðir. Ætt Föðurforeldrar Úlfars: Kristinn Árnason og Guðbjörg Árnadóttir. Móðurforeldrar Úlfars: Úifar Jónsson og Kristrún Kristjóns- dóttir. Úlfar tekur á móti gestum i Úlfar Á. Sigmarsson. Tónleikasal FÍH við Rauðagerði í kvöld kl. 18.00-20.00. Kristján T. Kristján T. Tómasson sjómað- ur, Norðurvör 12, Grindavík, varð áttræður sl. miðvikudag. Starfsferill Kristján fæddist á Seyðisfirði en flutti á barnsaldri til Vest- mannaeyja. Þar hóf hann ungur sjómennsku og stundaði sjóinn lengst af. Hann bjó í Vestmanna- eyjum fram að gosi en flutti þá með Lydíu, dóttur sinni, og manni hennar og börnum til Grindavíkur þar sem hann hefur stundað sjómennsku og fisk- vinnslu. Fjölskylda Kristján kvæntist 1955 Lydíu Tómasson — Kristján T. Tómasson. Einarsdóttur húsmóður sem lést 20.4. 1969. Kristján dvelur nú í Víðihlíð 1 í Grindavík. Hann tekur þar á móti gestum sunnudaginn 14.4. milli kl. 15.00 og 17.00 Til hamingju með afmælið 12. aprfli 90 ára 60 ára Christian Jensen Christian Jensen, Norðurvegi 13, Hrísey, er fimmtugur í dag. Starfsferill Christian fæddist í Grimsby á Englandi. Hann átti heima á ís- landi um skamma hríð 1965 og vann þá á Kálbakka. Christian fór síðan aftur til Grimsby en flutti til Ástralíu 1973 en býr nú á íslandi. Fjölskylda Christian kvæntist 13.5. 1989 Lynette Jensen. Börn Christians eru Kathleen Jensen, búsett á Akureyri; Christi- an Jensen, búsettur í Suður-Ástr- alíu; Christopher Jensen, búsettur í Suður-Ástralíu; Rebekka Jensen, búsett á Englandi. Stjúpböm Christians eru Anna Lísa, búsett á Akureyri; Donna Dempsey, búsett í Suður-Ástralíu; Diane Scott, búsett í Victoríu í Ástralíu; Richard Nicholson, bú- settur á Nýja-Sjálandi; Christopher Nicholson, búsettur í Victoríu í Ástralíu; Stuart Nicholson, í Vict- oríu í Ástralíu. Systur Christians eru Carol, Helga, Kathleen og Elna sem allar eru búsettar í Suður-Ástralíu. Foreldrar Christians: Christian og Kathleen Jensen, í Para Vista i Suður-Ástralíu. Christian Jensen. Sigríður Bachmann Egilsdóttir Guðjón Elli Gíslason, Jökulgrunni 3 B, Reykjavík. 75 ára Þórarinn H. Vilhjálmsson, Kirkjuteigi 14, Reykjavík. 70 ára Bóel ísleifsdóttir, Austurbergi 14, Reykjavík, verður sjötúg á morgun. Bóel og fiölskylda henn- ar taka á móti gestum í sal Feröafélags íslands að Mörk- inni 6, Reykja- vík, á morgun milii kl. 17.00 og 19.00. Sigurður Hjartarson, hjúkrunarheimilinu Eir við Gagn- veg, Reykjavík. Guðbrandur Eiríksson, Víkurbraut 23, Grindavík. Sigrún Pálsdóttir, Hlíðarvegi 30, Njarðvík. Hún tekur á móti gestum í safnað- arheimilinu í Innri-Njarðvík í kvöld milli kl. 19.00 og 21.00. Þóranna Kristín Hjálmarsdóttir, Háleggsstöðum, Hofshreppi. Sigurbjörg Guðvarðardóttir, Ferjubakka 8, Reykjavík. Hrefna Friðriksdóttir, Ásgötu 14, Raufarhöfn. Kristinn H. Kristjánsson, Hamarsteigi 9, Mosfelisbæ. Kolbrún Daníelsdóttir, Norðurvegi 1, ísafirði. Jósef Fransson, Hjarðarholti 14, Akranesi. 50 ára Elín Jónasdóttir, Uppsaiavegi 16, Húsavík. Jón Heiðar Steinþórsson, Ytri-Tungu I, Tjömeshreppi. 40 ára Halldóra Húnbogadóttir, Holtsgötu 48, Njarðvík. Hafdís Guðný HaUdórsdóttir, Álfatúni 17, Kópavogi. Tómas Þorkelsson, Ránargötu 32, Reykjávík. Björg Haraldsdóttir, Karlagötu 24, Reykjavík. Ema Agnarsdóttir, Njálsgötu 41, Reykjavík. Sigríður Bachmann Egilsdóttir ljósmyndari, Gyðufelli 12, Reykja- vík, er fimmtug í dag. Starfsferill Sigríður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hún lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík, sveinsprófi í ljósmynd- un og meistaraprófi 1983. Sigríður vann hjá Studíói Guð- mundar í þrettán ár, hjá Sigurgeir Sigurjónssyni hjá Svipmyndum, Hverfisgötu 18, i sjö ár, en hefur sl. sjö ár starfrækt eigin fyrirtæki, Ljósmyndastofu Sigriðar, Garða- stræti 17. Sigriður hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Fjölskylda Sigríður giftist 1972 Valbirni J. Þorlákssyni, f. 9.5.1934, íþrótta- manni. Þau skildu. Dóttir Sigríðar og Valbjörns er Guðrún Linda Valbjörnsdóttir, f. 2.1. 1969, húsmóðir í Kópavogi, en maður hennar er Friðgeir Guð- mundsson trésmiður og eiga þau tvö börn. Systkini Sigriðar eru Ragna Bachmann Egilsdóttir, f. 26.1. 1952, heilsufræðingur; Einar Bachmann Egilsson, f. 15.8.1961, listamaður. Foreldrar Sigríðar: Egill Bac- hmann Hafliðason, f. 15.4.1924, d. 16.11. 1988, þúsundþjalasmiður, og Guðrún Ragnarsdóttir, f. 9.5.1926, verslunarmaður. Sigríður er að heiman. Sigríður Bachmann Egilsdóttir. Áskrifendur fá 1 afslátt af smáauglýsingum DV auglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.