Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 matgæðingur vikunnar Dóróthea J. Eyland er matgæðingur vikunnar: Indverskur karríréttur sælkerinn Uppskrift að pitsu - fyrir fjóra Brauð með fyllingu borðað s með puttunum - þannig var pits- : an upprunalega hugsuð í Suður- Evrópu og þannig er hún best. Pitsur eru sívinsælar, hollar og góðar hvort sem um helgi er að ræða eða jafnvel í miðri viku sé uppskriftin bara nógu einföld. Hér á eftir kemur grunnupp- skrift að pitsudeigi, tómatsósu og gimilegu áleggi ofan á pits- una og nú eiga allir að prófa. Gjörið svo vei. Uppskrift að deigi 1,5 dl volgt vatn 1 tsk. þurrger sykur á hnífsoddi 225-250 g hveiti Htsk. salt 1 msk. ólífuolía 1 msk. ólífuolía |(til að pensla með) Blandið saman vatni, sykri og geri og látið standa í 5-10 mínút- ur. Sigtið 225 g hveiti og salt í skál og hrærið gerblöndunni og olíunni saman viö smám saman. Hnoðið deigið, ef til vill með aukahveiti, í um 10 mínútur þangað til deigið er mjúkt og teygjanlegt. Hnoðið deigið í kúlu og látiö hefast undir klút í einn og hálf- an klukkutíma. Hnoðið deigið í nokkrar mínútur og skiptið því í tvo hluta. Rúllið hvorn hluta út | á bökunarpappír og setjið á bök- unarplötuna. Brettið aöeins upp á kantana og penslið með olíu. Látið tómatsósu og fyllingu ofan ; á. ■ Tómatsósa 1 dós hakkaðir tómatar 1 finskorinn hvítlaukur 1 tsk. oregano 1 lárberjablað 1 tsk. rauðvíns- eða hvítvínsedik /2 tsk. sykur salt og pipar I. Öllu er blandað saman í með- alstóran pott og soðið á góðum hita í um 20 mínútur meðan hrært er stöðugt í pottinum. Sós- an á að vera þykk. Sósan er sett ofan á pitsudeigið þegar búið er að fletja deigið út í tvær pitsur, um 25 sentímetrar á breiddina. Pitsa með grillaðri papriku og kapers 2 rauð piparaldin j 2 gul piparaldin 1 grænt piparaldin 3-4 msk. kapers 2 tsk. oregano 1 tsk. þurrkaðar chili-flögur 35 g rifinn mozzarella-ostur Fjarlægið kjarnann úr pipar- aldinunum og setjið á grillið í ofninum. Grillið þar til húðin fer að dökkna og hægt er að flysja húðina af. Setjið aldinin í plast- poka og kælið. Flysjiö og skerið í bita. Smyrjið tómatsósunni á deigið, setjið bitana á pitsuna, dreifið kapers yfir, oregano, chiliflögunum og leggið rifinn ost yfir. Pitsurnar eru bakaðar við 250 gráður í 10-12 mínútur. Um 415 kílókalóríur eru í hvorri pitsu. -GHS R»öaM*íBa6a«tíeifflssfcíBB og djöflakaka Rósmary „Ég held að ég verði með eitthvað fljótlegt því að ég er meira fyrir það sjálf. Mér datt í hug að hafa forrétt í hring með kavíar og rækjur í sýrðum rjóma. Þó að ég sé sjálf ekkert agalega hrifin af pott- réttum þá er einn pottréttur mjög vinsæll á mínu heimili. Það er indverskur karrípott- réttur. Svo er ég með djöfla- köku sem ég fékk einu sinni hjá svissneskri konu í Kaup- mannahöfn," segir Dóróthea J. Eydal á Akureyri en hún er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Dóróthea segir að allt mögulegt sé í pottréttinum en ekki þurfi að nota nema kjöt og lauk. „Þetta er virki- lega puntulegur og skemmti- legur réttur,“ segir hún. Uppskriftirnar hennar koma hér á eftir. 3 msk. olía til steikingar Kjötið er skorið í litla ten- inga og þeim er velt upp úr hveiti ásamt salti, pipar og paprikukryddi og síðan er kjötið léttsteikt í olíunni. Laukurinn, púrran og karrí- ið er látið veltast aðeins í olíu, ekki brúnast. Allt er síð- an soðið í um 45 mínútur. Með þessu eru borin fram hrísgrjón og indversk sojasósa. Að auki er borið fram með 1 litlum skálum, sem raðað er í kringum pott- inn eða skálina með kjötinu, niðursneiddir bananar, rús- ínur, kókosmjöl, gróft karrí og mango chutney. Einnig getur verið gott að bera fram salthnetur. Forráttur: Kavíarrönd 250 g majónes /21 sýrður rjómi 18% 1 krukka rauður kavíar (grásleppuhrogn) 200 g rækjur 7 blöð matarlím kryddedik eða sítrónusafi franskt sinnep karrí salt pipar Majónesi og sýrðum rjóma er blandað saman auk kryddtegunda eftir smekk, þá rækjum og kavíar og að lokum útbleyttu og bræddu mat- arlíminu. Blandan er sett í hringform og það kælt. Hringnum er síðan hvolft á fat og fallegt er að setja rækj- Dóróthea J. Eydal er matgæðingur vikunnar og gefur uppskrift að kavíar- og rækjuhring í forrétt, huggulegum og skemmtilegum indverskum pottrétti og svissneskri djöflaköku. DV-mynd Sigurður Hlöðversson ur inn í hringinn og skreyta hann að utan með hálfum eggjum, svolitlum kavíar, tómat- og sítrónubátum. Rétt- urinn er borinn fram með snittu- brauði. Eftirréttur: Djöflakaka Rósmary Aðalréttur: Indverskur karrípottur /2 kg nautakjöt eða annað kjöt 2 sneiddir laukar 2 sneiddir púrrulaukar 1 msk. karrí 3 grófhakkaðir tómatar 2 meðalstórar courgettur (kúrbítar) í sneiðum kjötsoð (úr teningi) 125 g súkkulaöi er brætt í svolitlu vatni. 3 eggjarauður eru hrærðar með tæplega 3 msk. af sykri og súkkulaðinu er bætt út í. 3 eggjahvít- ur eru stífþeyttar og settar varlega saman við. Makkarónukökur eru settar í botn á djúpu fati og bleytt í með Kirch og vatni eða öðru áfengi. Súkkulaðisósunni er síðan hellt yfir og kakan er skreytt með þeyttum rjóma. Kakan er kæld vel. Þeyttur rjómi er borinn fram i skál „því að kakan hrópar á mikinn rjóma,“ segir Dóróthea. Dóróthea skorar á sænska kunn- ingjakonu sína, Eivor Jónsson, sem hefur verið búsett hér á landi í fjölda- mörg ár: „Ég veit að hún á margt gott til í pokahorninu," segir hún. Jónína Gissurardóttir er sælkeri vikunnar: Núðluréttur kryddaður að afrískum hætti „Ég hef búið erlendis og þetta er kryddað með svolítið afrfsku sniði, en maðurinn minn var í þróunar- starfi í Tansaníu um tíma, og svo er hluti af þessu með hollensku ívafi. Hollendingar eru líka mikið með pastarétti eins og við,“ segir Jónína Gissurardóttir en hún er sælkeri vikunnar að þessu sinni. Jónína gefur hér uppskrift að góðum núðlurétti en hún fékk auka- verðlaun fyrir hana í uppskrifta- samkeppni Vöku-Helgafells og Manneldisráðs. í samtali við DV sagðist Jónína hafa verið að þróa uppskriftina í langan tíma. Hún taldi réttinn ekki veislurétt en aftur á móti góðan pastarétt. 200-250 g lamba- eða svínalundir 1 pk. eggjanúðlur 2-3 gulrætur /2 púrra, bæði græni og hvíti hlutinn er notaður 1 laukur baunaspírur olía til steikingar 1-2 egg kjötkraftur (ekki nauðsynlegur) soyasósa Kryddlögur fyrir kjötið 3-4 msk. sætt sinnep 2-3 hvítlauksgeirar 2-3 tsk. cumin 1 tsk. koriander-duft 1 tsk. chili sósa (hot) /2 tsk. salt /2 tsk. piparblanda (rauður pipar) Kjötið er skorið mjög smátt og lát- ið liggja í kryddleginum í að minnsta kosti 3-4 klukkutíma. Eggj- anúðlurnar eru settar í sjóðandi léttsaltað vatn í 4-5 mínútur og tekn- ar strax upp. Grænmetið er skorið í ekki of litla bita og steikt í olíu. Síð- an er kjötið steikt. Grænmetinu er því næst blandað saman við kjötið og kryddað með kjötkrafti og soyasósu. Eggin eru hrærð saman og blöndunni er hellt yfir og hrært vel í. Þá eru baunaspírurnar settar út í. Að síðustu eru núðlurnar sett- ar saman við. Öllu er blandað vel saman. Kjötið notað sem krydd „Þetta er mjög fljótlegur réttur, það er þegar búið er að skera kjötið niður og setja í kryddlöginn. Kjötið Jónína Gissurardóttir er sælkeri vikunnar að þessu sinni og gefur uppskrift að góðum núðlurétti sem kryddaður er að afrískum hætti. er nánast notað sem krydd og er þetta þar af leiðandi léttur og góður réttur. Það er auðvitað smekksat- riði hversu sterkir svona réttir eiga að vera og er alltaf hægt að velta því fyrir sér hversu mikið á að nota af hverju kryddi," segir Jónína í upp- skrift sinni. „Þessi réttur er mjög vinsæll hjá mér og bæti ég stundum út í hann bitum af skinku og einnig má nota annað grænmeti, ég reyni bara að hafa það nógu litríkt," segir hún. -GHS Grillspjót Grillspjót er gott og skemmtilegt að borða, ekki sist nú þegar fer að vora og stöku fjölskylda er jafnvel farin að nota grillið. Þegar grillaö er á spjóti er nauðsynlegt að gæta þess að allir grfllbit- arnir séu tilbúnir sam- tímis og ekkert á spjótinu brenni. Hér kemur tillaga að því sem sniðugt er að hafa á spjótinu en auðvit- að getur hver og einn haft það sem honum þykir best. Uppskriftin Svinakjöt 200 g kalkúnabringa eða kjúklingabringa 200 g kjúklingalifur 1 pakki beikon 1 pakki pylsur 10 litlir laukar 10 litlir tómatar 1 paprika Skerið kjötiö í teninga og kjúklingalifrina í að- eins stærri bita. Pakkið hverjum kjötbita í beikonsneið. Skerið paprikuna í teninga. Smyrjið kjötið og lifrina með olíu. Stráið kryddi yfir, til dæmis timjan, merian, oregano, salvíu, basilíku, steinselju eða öðru kryddi. Hitið lauk- inn í 3-4 mínútur og kælið. Raðið öllum bitun- um upp á spjót. Grillið við mikinn hita og snúið spjótunum þar til kjötið er orðið gott á öllum hlið- um. Borið fram meö kart- öflusalati, blönduðu salati og snittubrauði. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.