Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Side 14
14 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 J3' V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórl: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ofbeit hrossa Minnkandi kvótar í ríkisreknum hlutum landbúnað- arins hafa leitt til offramleiðslu í greinum, sem standa utan við kvóta og ríkisrekstur. Um leið og sauðfé og nautgripum fækkar, fjölgar hrossum langt umfram auknar þarfir markaðarins og burðargetu sumra bú- jarða. Offramleiðsla reiðhrossa hefur lækkað markaðsverð miðlungshrossa niður fyrir framleiðsluverð þeirra. Hrossarækt byggist í vaxandi mæli á nógum tíma fólks, sem reiknar sér ekki mikið kaup við ræktun og tamning- ar, en hefur grundvallartekjur sínar af öðru. Því miður er hluti þessarar óarðbæru ræktar stjórn- laus með öll. TU eru bújarðir, þar sem hrossum fjölgar nánast með viUtum hætti, án þess að bóndinn stundi neitt ræktunarskipulag að heitið geti. Sumir þessara bænda hafa hreinlega orðið gjaldþrota á slíku. Þekktar eru nokkrar jarðir á landinu, sem eru nauð- beittar af hrossum. Á mörgum fleiri jörðum eru tU of- beitt hólf, sem sums staðar stinga mjög í augu við þjóð- vegi landsins. Þessi mikla beit er minnisvarði um mis- vitra hrossabændur, sem hafa misst ræktunartökin. Að vísu þarf að gera greinarmun á þessari ofbeit og of- beit sauðfjár, sem stunduð er á afréttum, þar sem ríkir uppblástur og landeyðing. Ofbeit hrossa er stunduð í heimahögum, þar em ekki er hætta á uppblæstri og land- eyðingu. Hún er því ekki sams konar vandamál. Ofbeit hrossa er eigi að síður vandamál og þar að auki gersamlega ástæðulaust vandamál. Markaðurinn þarf ekki öU þessi hross og engir opinberir sjóðir koma þeim bændum til bjargar, sem sitja uppi með ofbeitta haga og hundruð hrossa, er enginn viU kaupa. Af þessari ástæðu er nauðsynlegt að herða opinbert eftirlit með hrossahaldi og burðargetu bújarða, ef tU viU á svipaðan hátt og löngum hefur verið með skepnuhaldi og vetrarfóðri. Unnt þarf að vera að grípa fyrr í taumana hjá þeim, sem ekki finna fótum sínum forráð. Samtök á borð við Félag hrossabænda og hrossarækt- arsambönd héraðanna þurfa að taka miklu öflugra frum- kvæði í'þessum efnum. Með því gættu þau almennra markaðshagsmuna félagsmanna og um leið hagsmuna ruglukoUanna, sem ofbeita sér til tjóns. Almenn samtök hestamanna þurfa líka að taka tU hendinni vegna almennra hagsmuna í greininni. Nauð- beit nokkurra jarða og fjölmargra hrossahólfa kemur óorði á hestahald og stuðlar að ýktum hugmyndum hjá fólki um meinta skaðsemi hrossa í náttúrunni. Margir telja tU dæmis, að hross haldi tU á afréttum og stuðli að uppblæstri og landeyðingu. Þeir telja, að ferða- lög með hross um óbyggðir séu óeðlUegt álag á landkosti þessara staða. Hvort tveggja er misskUningur, sem stafar af sýnilegri ofbeit hrossa í heimahögum. Ekki er hægt að sjá, að sumarumferð manna með hrossahópa um merkUega gróðurstaði á borð við Marar- dal við HengU og Þjófadali á KUi hafi nokkur skaðleg áhrif á gróðurfar. Auðvitað eru hrossagötur aUs staðar í landslaginu eins og þær hafa verið í þúsund ár. Nú er svo komið, að þúsund ára gamlar hrossagötur hafa verið merktar sem gönguslóðir og reynt að banna umferð hesta um þær. Þetta gerist í skjóli óorðs, sem fer af hestamennsku vegna ástæðulausrar ofbeitar á aUt öðrum stöðum í landinu, í heimahögum við þjóðvegi. Hagsmuna sinna vegna þurfa því samtök ræktenda, seljenda, leigjenda og notenda hrossa að taka upp hvass- ari stefnu gegn staðbundinni ofbeit hrossa. Jónas Kristjánsson Hizbollah tekur við að þjarma að Peres Fyrstu daga vikunnar dundi hríð Katjúsha-eldílauga frá stöðv- um skæruliða Hizbollah í Suður- Líbanon á nyrstu byggðum ísra- elsmanna í Galíleu. Fólk í borg- inni Kirjat Shemona og nálægum þorpum varð að hírast í loftvarna- byrgjum og tugir særðust. Á fimmtudag svaraði Israelsher með loftárásum á stöðvar Hiz- bollah í Bekaa-dal austarlega í Lí- banon og í suðurúthverfum höfuð- borgarinnar Beirút. Utanríkisráð- herra ísraels lýsti yfir að enginn staður í Líbanon gæti verið óhult- ur fyrir hefndarárásum meðan Lí- banonsstjórn léti Hizbollah hald- ast uppi árásir á ísrael. Viðsjárnar eru þær mestu á þessum slóðum frá innrás ísraels í Líbanon 1982. Og þær blossa upp í aðdraganda kosninga í Israel. Úr- slit þeirra geta svo ráðið úrslitum um afdrif friðarsamkomulags nú- verandi stjórnar ísraels og Frelsis- samtaka Palestínumanna. Eftir að ofstækisfullur andstæð- ingur friðarsamkomulagsins í Isr- ael myrti Rabin forsætisráðherra sinn til að koma því fyrir kattar- nef, ákvað Shimon Peres, eftir- maður hans, að flýta kosningum frá því í október til 29. maí. Sæk- ist hann eftir endurnýjun umboðs kjósenda til að ljúka þeirri friðar- gerð sem hafln var undir forustu Rabins. ísraelsmenn báru mikið traust til Rabins, að hann væri réttur maður til að sjá fyrir öryggi þeirra, bæði vegna hermennsku- ferils síns og skörulegrar fram- komu. Peres hefur aldrei notið slíks persónutrausts. Nú er í fyrsta sinn í ísrael val- inn forsætisráðherra í almennri kosningu jafnframt því sem kosið er til þings. Fyrst í stað eftir boð- un kosninga voru yfirburðir Peres Eriend tíðindi Magnús Torfi Úlafsson í skoðanakönnunum 30 af hundraði umfram helsta keppi- nautinn, Benjamin Netanyahu, foringja Likud-samsteypunnar. Kom þar bæði til samúðarbylgja með Verkamannaflokki Rabins eftir morðið og andúð á Netanya- hu fyrir að hafa átt þátt í að skapa jarðveg fyrir ódæðið með illskeytt- um árásum Likud á fallna forsæt- isráðherrann fyrir friðargerðina. Þessi staða breyttist í kjölfar sjálfsmorðssprenginga erindreka Hamas, samtaka heittrúaðra Palestínumanna, á almannafæri í ísrael. Eftir að sex tugum óbreyttra vegfarenda hafði verið banað með þessum hætti tók gagn- rýni að beinast að Peres og ríkis- stjórn hans en Netanyahu rétti við í fylgiskönnunum að sama skapi. Aðgerðir ísraelskra og palest- ínskra yfirvalda gegn Hamas virð- ast hafa borið nokkurn árangur, að minnsta kosti hafa hryðju- verkasveitir þeirra haldið að sér höndum upp á síðkastið. Þá kem- ur Hizbollah til skjalanna. Á tveim tungum leikur hvaðan Hamas berst fé, efniviður og þjálf- un til aðgerða sinna gegn friðar- samkomulaginu. Enginn vafi er hins vegar á að Hizbollah, en nafnið merkir Flokkur guðs, er sköpunarverk útbreiðsluarms írönsku klerkastjórnarinnar fyrir það sem hún kallar íslamska bylt- ingu. Hugmyndafræðingar íranska klerkaveldisins láta einskis ófreistað til að ónýta friðargerð milli ísraels annars vegar og Palestínumanna og nágrannaríkja þess hins vegar. Ævarandi barátta gegn ísrael er forsenda og tilveru- skilyrði útbreiðslu boðskaparins um íslamska byltingu. Fjárstreymi, vopnasendingar og stjórn frá Teheran er þó ekki Hiz- bollah nóg til að geta haldið uppi árásum á nyrstu héruð ísraels. Sýrlandsstjórn, sem ræður því sem hún vill í Líbanon, og líbönsk stjórnvöld þurfa líka að veita hreyfingunni svigrúm. Harðar árásir Israelshers á lí- banskt land í vikunni eru til þess sniðnar að þrýsta á þessa aðila að hafa hemil á Hizbollah. Önnur meginárásin var gerð á tvennar búðir við Baalbek í Bekaa-dal, en þar eru höfuðstöðvar sýrlenska hersins sem dvalið hefur í Lí- banon á annan áratug. Árásin á úthverfl Beirút hlýtur að koma við auman blett á Lí- banonsstjórn, því meginverkefni hennar er og verður um langa framtíð að reisa borgina og at- vinnulíf hennar úr rústum borg- arstríðs og ísraelskrar innrásar. Til þess þarf að laða að erlenda fjárfesta, og fyrsta krafa þeirra er um öryggi. ísraelsmenn í Kirjat Shemona skýla sér í loftvarnabyrgi fyrir eldflaugaárás Hizbollah. Símamynd Reuter skoðanir annarra f Hjónabönd samkynhneigðra „Hjónabönd samkynhneigðra valda tilfmninga- hlöðnum ágreiningi. Andstæðingar vilja gera slík hjónabönd ólögleg eins og reyndar hefur gerst í Ge- orgíuríki. Slíkum lögum hefur verið hafnað í 12 ríkjum en óvissa rikir 15 ríkjum. Sú fáránlega staða getur orðið að löglegt hjónaband verður ólöglegt sé farið yfir ákveðin ríkjamörk. Baráttan gegn hjóna- böndum samkynhneigðra sýnir skort á umburðar- lyndi og ógnar grunvallaratriði stjórnarskrár sem segir að ríki virði að fullu lög annarra ríkja.“ Úr forustugrein New York Times 8. apríl. Ógnun úr norðri „Þrátt fyrir ógnanir við landamærin eru Norður- Kóreumenn í veikri stöðu, heftir af kreppu og ein- angrun. Rætt er um að þjóðfélag þeirra hrynji vegna þessa og yfirvofandi hungursneyðar. En slík þróun er ekki vís og þrátt fyrir veika stöðu getur rúmlega milljón manna her valdið hræðilegu tjóni. Stjórnvöld í Washington gera þó rétt í að taka síð- ustu atburðum á Kóreuskaga með ró, ýkja ekki gildi þeirra og gefa þannig Norður-Kóreumönnum ástæðu til að ætla að þeir muni græða á öllu saman við samningaborðið.“ Úr forustugrein Washington Post 10. apríl. Ríkið gælir við yfirmenn „Enn á ný er staðfest að ríkið er mjög góður vinnu- veitandi, sérstaklega fyrir yfirmenn. Nýlega opin- beruð gögn sýna að yfirmenn hjá ríkinu hafa fengið ævintýralegar launahækkanir og hlunnindi eftir starfslok. Dæmi eru um að yfirmenn fái full laun í eitt ár eftir starfslok, 80 prósenta biðlaun í 5 ár og frí- an bil og símastyrk að auki. En hvað skyldi gerast þegar áætlanir ríkisins um niðurskurð og uppsagnir verða að veruleika? Verða boðin biðlaun?" Úr forustugrein Verdens Gang 9. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.