Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Side 15
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996
15
Það fóru fjórir á mig,“ svaraði hin og hún var álíka stolt í framan og móðir á ættarmóti á Ströndum sem kynnir börn sín fyrir fjarskyldri amerískri frænku sem hún hittir í fyrsta sinn.
„Hvar er Vestmannaeyingurinn
sem lenti utan á mér?“ spurði mið-
aldra kona á appelsínugulri kápu.
Skvaldur þeirra tuga gesta sem
voru samankomnir á Litlu kafii-
stofunni yfirgnæfði rödd hennar
og hún fékk ekkert svar. Þá hækk-
aði hún rödd sína og kallaði
mjórri röddu. „Veit þá einhver
hvar Stokkseyringurinn sem lenti
aftan á mér er?“ Það urðu fagnað-
arfundir þegar maður, sem reynd-
ar stóð við hlið hennar, gaf sig
fram.
I samstuði
Það ríkti undarleg stemmning
þennan skírdag. Langflestir, sem
voru samankomnir á þessari af-
skekktu veitingastofu, áttu það
sameiginlegt að hafa með einum
eða öðrum hætti lent í árekstri.
Sumir höfðu aðeins haft náin
kynni af einum bíl en aðrir lentu í
samstuði við allt að fjóra bíla.
Stemningin var ekki ósvipuð því
sem gerist á ættarmótum; að vísu
var það ekki sameiginlegur forfað-
ir sem rak þessa hjörð saman
heldur samstuð á þriðja tug bíla.
Dagurinn byrjaði svo sem nógu
sakleysislega. Veðrið í austur-
hluta Reykjavíkur var með þokka-
legu móti og húsbóndi nokkur bar
upp tillögu: „Er ekki rétt að
bregða undir sig betri fætinum og
skella sér austur fyrir fjall?"
Veðurfarslega
milt svæði
Hugmyndin fékk dræmar undir-
tektir og það var ekki fyrr en eftir
nokkra eftirgangsmuni að elsti
niðjinn fékkst til að leggja í leið-
angurinn. Hundurinn fylgdi svo
með enda hvorki með vit né
þroska til að segja nei. Stungið var
upp á vetrargöllum með í ferðina
en verðandi farþegi hafnaði því
umsvifalaust á þeim forsendum að
þetta veðurfarslega milda svæði
kallaði ekki á slíkan útbúnað.
Sannir Vestfirðingar létu ekki sjá
sig á öðru en lakkskóm og léttum
sumarjökkum. Þetta sjónarmið
varð ofan á og á leiðinni út úr
borginni ræddu feðgamir sín í
milli hversu slakir ökumenn suð-
vesturhornsins væru þegar snjóföl
festir á jörðu. „Það á að banna
þessu liði að fara á bílum sínum
þegar spáir snjókomu," sagði far-
þeginn við góðar undirtektir öku-
mannsins. Hundurinn var óvenju
stressaður aftiu- í bílnum og gaf
frá sér hin undarlegustu hljóð.
Hann fékk reglulega skammir sem
hrukku af honum sem vatn af gæs.
Ökumaðurinn var enn að dásama
hæfileika hinna harðgerðu Vest-
firðinga til að komast af í verstu
vetrarveðrum hvort sem var ak-
andi eða gangandi þegar skyndi-
lega sáust afturljós á bíl örfáa
metra fyrir framan. Hann kloss-
bremsaði en hraðinn breyttist
ekkert og það var ljóst að í
ákeyrslu stefndi að óbreyttu. Á
síðustu stundu hugkvæmdist hon-
um að sleppa bremsunni og
þannig náði hann á ný stjóm á
bílnum og gat sveigt frá hættunni.
Öruggur
í hálkunni
„Þama munaði litlu,“ sagði bíl-
stjórinn þegar hann náði sér á
strik eftir mesta áfallið. „Það vill
til að maður er öruggur í
hálkunni," bætti hann svo við. Að-
stoöarökumaðurinn kom með
óþarflega meinlega athugasemd
um að nýlega væri afstaðin klöss-
un upp á tæp 200 þúsund sem
sKrifaðist á reikning þess sem nú
hafði meö snarræði bjargað eigin
bíl og annarra frá tjóni. Honum
var umsvifalaust gert ljóst að um-
ræðuefnið væri ekki við hæfi og
heppilegra væri að hann stæði
stímvaktina og reyndi að vara við
þeim hættum sem leynast kynnu í
hinum sunnlenska veðurofsa.
„Það er bíll framundan," kallaði
hann og nú gafst meira tóm til að
bregðast við hættunni. Það kom í
ljós að bíllinn fyrir framan var
Laugardagspistill
Reynir Traustason
stopp og ekkert annað að gera en
að stöðva líka. Hundurinn ólmað-
ist sem aldrei fyrr og hlaut að
launum dagblað sem fleygt var í
hann. Það dugði eitt andartak til
að það sljákkaði í honum en svo
byrjaði ballið. Bíll kom á fljúgandi
ferð út úr sortanum og geystist út
fyrir veg til hliðar við bil hinna
vestfirsku ökuþóra. „Þarna slupp-
um við naumlega," stundi öku-
maðurinn upp en orðin héngu enn
í loftinu þegar högg kom á bílinn
og iskur skar i eyru. I einni hend-
ingu mátti greina ameriskan smá-
bíl sem geystist stórskemmdur
fram með vinstri hlið bílsins. Það
var grafarþögn og feðgarnir litu
hver á annan. „Hundurinn er
þagnaður, ætli það hafi eitthvað
komið fyrir hann?“ sagði sonur-
inn. Þegar þeir litu aftur í bílinn
sá þeir að hundurinn sat sem
myndastytta með eyrun þráðbeint
upp í loftið og minnti einna helst á
hugljúft póstkort af hinum ís-
lenska fjárhundi.
Aðför
að hundi?
Honum var greinilega brugðið
og af svip hans mátti lesa að
djöflaganginum væri beint gegn
sér. Þetta væri „persónuleg aðfór“
og nú hefði hann loksins gengið
feti of langt. Það var á þessu nýja
látbragði hans að skilja að nú yrði
hann hér eftir nýr, betri og hljóð-
látari hundur. Það var ljóst að bif-
reið feðganna var enn orðinn spít-
alamatur. Ökumaðurinn lét hug-
ann reika mánuð aftur í tímann,
þegar áfallið, sem sonurinn hafði á
ósmekklegan hátt rifjað upp
skömmu áður, dundi yfir. Þá hafði
þessi sama bifreið og nú hafði
laskast hlotið alvarlega áverka.
Sjálfrennireið
Fyrst þegar bifreiðar komu til
landsins var leitað logandi ljósi aö
nýyrði sem gætu prýtt þennan arf-
taka hestsins, þarfasta þjónsins.
Meðal þeirra orða sem þá skaut
upp, þó ekki næði það fótfestu í ís-
lenskri tungu var sjálfrennireið.
Þessi ágæti bíll, sem nú var lask-
aður í stórviðri á sunnlenskum
fjallvegi, hafði gefið þessu nýyrði,
sem dæmt var til að deyja, nýja og
dýpri merkingu. Af einhverjum
ástæðum sem enn hafa ekki verið
skýrðar tók bíllinn upp á því að
fara af stað án ökumanns sem
hafði eitt andartak brugðið sér
undan stýri og inn í nærliggjandi
hús. Þegar hann hugðist vitja öku-
tækisins á ný var það horf-
ið.Fyrstu viðbrögð voru þau að
bílnum hefði verið stolið en við
nánari skoðun þá kom í ljós að
hann var uppi á gangstétt svo sem
hundrað metrum og fjórum
akreinum frá þeim stað þar sem
honum hafði verið lagt. Þar stóð
hann kirfilega klemmdur milli
ljósastaurs og handriðs. Þegar
kom að „sjálf-renni-reiðinni kom í
ljós að hún hafði hlotið sann-
gjarna fótlun í framhaldi þess að
þekkja ekki mun á gangbraut og
akbraut og hafa ekki vit á að bíða
húsbónda síns. Báðar hliöar voru
skemmdar og bíllinn svo fast-
skorðaður að kalla varð til krana-
bíl til aðstoðar.
Leitað í skjól
Hann hrökk upp af hugrenning-
um sínum og það var ákveðið að
snúa við og fara í húsaskjól til
skýrslugerðar. Skoðunarferðir út í
veðurofsann til að meta tjónið
höfðu tekið sinn toll og feðgarnir
voru báðir orðnir kaldir og hrakt-
ir: „Þetta er bara eins og fyrir
vestan á þokkalegum vetrardegi,“
sagði sonurinn við undirleik
glamrandi tanna. Þegar ferðin til
*■ baka hófst kom í ljós að á þriðja
tug bíla voru meira og minna
laskaðir í mismunandi stórum
grúppum. Hundurinn sat stilltur
og prúður í aftursætinu og það
tókst áfalla- og hávaðalaust að
komast í áfangastað.
„Hvað lentir þú saman við
marga?" spurði konan í appelsínu-
gulu kápunni kynsystur sína á
svipuðu reki. „Það fóru fjórir á
mig,“ svaraði hin og hún var álíka
stolt í framan og móðir á ættar-
móti á Ströndum sem kynnir börn
sín fyrir fjarskyldri amerískri
frænku sem hún hittir í fyrsta
sinn.