Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 JLlV Vekjaraklukkan reif mig upp kl. 6 sem er ekki minn venjulegi fóta- feröartími. Ég var þess vegna svolitla stund að átta mig á því hverju þetta sætti. En ástæðan fyr- ir því að ég þurfti fram úr á þess- um ógurlega tíma var sú að þeir höfðingjar Leifur og Björn í Morg- unútvarpi rásar 2 höföu séð það af visku sinni að brýna nauðsyn bæri til þess að kynna nýjan þingmann fyrir þjóðinni og því ætti ég að vera mætt í morgunspjall klukkan hálfátta. Þegar maður býr í Kefla- vík, Reykjanesbæ, ætti ég raunar að segja, fylgja því viss óþægindi að mæta morgunhress inn í út- varpshús klukkan hálfátta. Auk þess hafði ég kviðið þessu spjalli nokkuð því þegar varaþingmaður hleypur þannig í skarðið með litl- um fyrirvara er hann misvel inni í þingmálum sem sum hver hafa verið þaulrædd lungann úr vetri. Og þó þessi tiltekni varaþingmað- ur hefði setið við yfir páskana að lesa sér til vissi ég vel að í ýmsum málum var ég verr heima en skyldi og aðgangsharðir spyrlar gætu komið mér í bobba. Ég mætti svo á tilteknum tíma með tilheyr- andi hjartatitring en svo reyndist þetta aðeins þægilegt spall um allt og ekki neitt og vonandi hefur sá hluti þjóðarinnar sem vaknaður var haft notaleg kynni af nývökn- uðum þingmanni sínum. Styrkjum úthlutað Úr útvarpshúsinu fór ég niður í Vonarstræti 12 en þar hafði verið útbúin fyrir mig skrifstofa í gamla húsinu sem þau byggðu á sinni tíð, Dagur í lífi Sigríðar Jóhannesdóttur, þingmanns Alþýðubandalags: Lestur þingmála og kennsla útlendinga Skúli Thoroddsen og Teódóra. Það er góður andi í því húsi. Þar náði ég að lesa enn slatta af þingmálum og umræðum áður en ég mætti á fundi í stjórn Menningarsjóðs klukkan hálftíu. Við, þessar þrjár konur sem sitjum í þeirri stjórn, höfðum það verkefni með höndum að skipta 13 milljónum króna milli 130 umsækjenda sem sækja um styrki til ýmiss koriar útgáfu. Flestir sem um þessa styrki sækja eru að gefa út eða semja ágæt verk sem full þörf er á að styrkja en hlutverk okkar sem sitjum í stjórn Menningarsjóðs er að skera niður og þeir sem á annað borð fá ein- hverja úrlausn fá allflestir mun minna en þeir sóttu um, oftast minna en þeir eiga skilið, og marg- ir munu verða óánægðir, sumir sárir. Eftir fundinn í Menningarsjóði lá leiðin enn niður í Vonarstræti að lesa meira í þingmálum en klukkan 12 náði ég þó hádegisverði með þingflokksformanni okkar, Svavari Gestssyni, og nokkrum ágætum félögum og eftir fundinn áttum við Svavar stuttan fund. Klukkan 2 fór ég svo á fund í menntamálanefnd en þar var til umfjöllunar framhaldsskólafrum- varpið og var sá fundur mikil lífs- reynsla fyrir undirritaða. Hann stóð til klukkan 4 og enn var hald- ið niður á skrifstofuna í Von- arstæti til að lesa enn meira um þingmál en klukkan 6 var keyrt til Keflavíkur, þar sem fjölskyldan snæddi mjög fljótgerðan kvöld- verð, og klukkan 8 var ég mætt i skólann til að kenna útlendingum íslensku. Káinn var heimilisfastur Útlendingahópurinn minn er núna 10 manns. Þetta er allt sérs- takt indælisfólk og kemur úr ýms- um áttum en hefur sameiginlegan áhuga á að læra íslensku. Ég lið- sinni þeim eitt kvöld í viku og það verð ég að segja að þetta starf mitt með útlendingunum hefur veitt mér mikla lífsfyllingu. Einmitt þetta kvöld sagði ein stúlkan, sem er af íslehskum ættum frá Dakóta, að Káinn hefði í áratug verið heim- ilisfastur hjá afa hennar og ömmu. Þetta kom upp fyrir tilviljun þegar ég var að kenna þeim litla vísu eft- ir Káinn sem hún kunni, þó að hún kunni að öðru leyti ekki mik- ið í íslensku, og var maður þar enn minntur á hve lítill heimurinn er. Klukkan 10 lauk kennslunni og þá fór ég á fund með kennslukonunni sem ætlar að taka við af mér með- an ég sit á þingi. Við vorum nefni- lega svo stálheppin að fá umsvifa- laust ágætan reyndan kennara til þess að hlaupa í skarðið fyrir mig svo börnunum verður að mínu mati vel borgið þó ég verði við annað bundin á næstunni. Um kiukkan hálftólf var ég svo komin heim. Þar biðu mín nokkur símtöl sem verða flest að bíða til morguns. Meira að segja reyfar- inn, sem ég er að lesa og lá á nátt- borðinu mínu, fékk að liggja í friði þó æsispennandi sé. Vonandi verða ekki allir þing- mannsdagar mínir með þessum hætti. Finnur þú fimm breytingar? 354 Kveikja, rafkerfið og blöndungurinn eru í góðu lagi en mér sýnist sem þú sért með of háan blóðþrýsting. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fimmtugustu og aðra getraun reyndust vera: 1. Nanna Gísladóttir Wium 2. Ingibjörg Halldórsdóttir Skólavegi 2 Ásgarði 12 230 Keflavík 108 Reykjavík Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þeg- ar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðnum' birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: ELTA útvarpsvekjari að verðmæti kr. 4.275, frá Bræðrunum Ormsson, Lág- múla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1.790. Vinningarnb- verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 354 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.