Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Síða 20
2» %éttir LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 Hefur kært greiðslukortafyrirtækin fyrir að mismuna söluaðilum: Viðskiptavinir greiði allan kostnað við kortanotkunina - Samkeppnisstofnun Qallar um málið „Bæði kreditkortafyrirtækin mis- muna verslunareigendum með ósanngjamri gjaldskrá. Kostnaður hverrar verslunar miðast við veltu og samkvæmt raunhæfum dæmum sem ég hef sett saman og reiknað út sýnist mér munurinn á hæsta og lægsta þrepi í gjaldskrá hjá Eurocard vera 250%, munurinn er 333,3% hjá Visa og munurinn í debetkortaviðskiptunum er 400%. Þetta skapar mjög óeðlileg og ójöfn skilyrði fyrir söluaðila,“ segir Sig- urður Lárusson söluturnseigandi sem kært hefur kreditkortafyrir- tækin og bankakerfið fyrir að mis- muna verslunareigendum með því að láta þá borga misháan færslu- kostnað eftir því hversu velta fyrir- tækjanna er mikil. Kostnaðurinn 60 kr. á móti 20-25 kr. Sigurður segir að með því að ganga út frá ákveðnum líkum geti hann reiknað það út að hver færsla hjá sér kosti um 60 krónur á móti 20-25 krónum hjá öðru fyrirtæki sem borgi lægri kostnað, fyrirtæki sem hann sé i bullandi samkeppni við eins og t.d. bensínstöðvamar. Hann segir að auk þessa sé söluaðil- um mismunað eftir einhvers konar áhættukerfi. Þegar hann hafi verið með Visa hafi posinn alltaf hringt og tékkað af færslur sem fóru yfír Greiðslukortafyrirtækin semja við hvern og einn: Það er eðli frjálsra viðskipta - segir Einar Einarsson, forstjóri Visa íslands: „Það er alrangt að við séum að mismuna okkar viðskiptavinum. Það er eðli frjálsra viðskipta að semja við hvern. Alls staðar í versl- unum er mönnum veittur magnaf- sláttur og góðir viðskiptavinir fá staðgreiðsluafslátt. Okkur er engin óþökk í því að Samkeppnisstofnun skoði þessi mál í heild sinni því það vill svo vel til að við höfum ekkert að fela,“ segir Einar Einarsson, for- stjóri Visa íslands. Einar sagði að þetta væri kross- ferð eins manns gegn greiðslukorta- fyrirtækjunum og honum væri vita- skuld heimilt að hafa sina skoðun á því hvemig þessir hlutir ættu að vera. „Þeir viðskiptahættir sem hér em stundaðir með greiðslukort em alls ekki neitt séríslenskt fyrirbrigði. Þetta er krossferð eins manns og við gemm okkur ekki neina rellu út af því þótt hann hafí á þessu aðrar skoðanir en við,“ segir Einar. -sv Góðir vordagar eru tilvaldir til að bregða sér niður á tjörn og seðja sárasta sult anda, gæsa og álfta. Garðar Svansson átti brauðafganga í poka og sá ekki eftir bitanum í gæsirnar. DV-mynd sv þúsund krónur og síðan annað slag- ið lægri upphæðir. í stórmörkuðum t.d. sé hringt miklu sjaldnar og við hærri fjárhæðir. Þessi flokkun sé söluturnum dýr og því enn eitt dæmið um óréttlætið í þessu. Hugmyndafræöin gölluð „Hugmyndafræðin á bak viö þessi viðskipti er meingölluð líka. Ég kalla kreditkortafyrirtækin verð- bréfafyrirtæki og ekkert annað. Kostnaðurinn við verðbréfín er geysilega mikill og það er alveg ljóst að vömverð þarf að hækka til þess að standa straum af honum. Mér finnst allt annað en eðlilegt að þeir sem borga með peningum borgi hærra verð vegna þeirra sem borga með verðbréfum." - Samkeppnisstofnun hefur þetta mál til meðferðar og Sigurður segist óttast að úrskuröurinn í málinu verði takmarkaður þar sem hér á landi skorti lög um greiðslukort. „Ég veit ekki við hverju á að bú- ast en ég geri mér ekki von um full- an sigur. í honum fælist að við sæj- um eðlilega samkeppni milli greiðslumiðla og hún getur aldrei átt sér stað nema svo aðeins að kort- hafinn sjálfur greiði allan þennan kostnað. Það er enda bara sjálfsagt mál að sá sem biður um ákveðna þjónustu borgi fyrir hana,“ segir Sigurður Lárusson. „Það er nokkuð síðan við fengum þetta mál inn á borö til okkar og við höfum haldið óformlega fundi með greiðslukortafyrirtækjunum. Ég vil segja það eitt að við skoðum þetta mál eins og önnur með opnum huga,“ sagði Guðmundur Sigurðs- son, hjá Samkeppnisstofhun, við DV í gær. Hann sagði þó að vegna þessa erindis og annarra hluta yröu greiðslukortaviðskipti almennt skoðuð ofan í kjölinn. Sú rannsókn tæki eflaust einhvem tíma en hafist yrði handa á næstu dögum. -sv Aðalframkvæmdastjóri UNESCO í opinberri heimsókn: Til Þingvalla og Nesjavalla í dag Aðalframkvæmdastjóri Menn- ingarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, Spánverjinn Federico Mayor, er staddur hér á landi í opinberri heimsókn í boði Bjöms Bjamasonar menntamála- ráðherra. í fylgd með honum er kona hans, Angeles Mayor, og Horst Gödicke, deildarstjóri hjá UNESCO. Mayor hefur verið aðalfram- kvæmdastjóri UNESCO frá árinu 1987. Hann er doktor í lyfjafræði og hefur starfað sem prófesor og háskólarektor. Um skeið var hann þingmaður og gegndi starfi menntamálaráðherra Spánar frá 1981-1982. Þetta er í annað sinn sem aðal- framkvæmdastjóri UNESCO heimsækir ísland en fyrirrennari Mayors, M’Bow, kom hingað sum- arið 1977. í gær ávarpaði Mayor málþing í Viðeyjarstofu um sáttmála UNESCO um vemdun menning- ar- og náttúmminja heims en ís- land gerðist aðili að sáttmálanum í desember 1995. Að loknu hádegisverðarboði hjá forseta íslands að Bessastöð- um heimsótti Mayor Háskóla ís- lands og flutti fyrirlestur um hlut- verk háskóla í nútímasamfélagi. Síðan heimsótti Mayor Þjóðar- bókhlöðuna og í dag heimsækir hann Árnastofnun. Þá fer hann í skoðunarferð til Nesjavalla og Þingvalla. Þingvellir er einn þeirra staða sem væntanlega verður óskað eftir að komist á heimsminjaskrá UNESCO um merka menningar- og náttúru- minjastaði. Mayor heldur utan ásamt fylgd- arliði sínu í fyrramálið. -ÞK Hagnaður Spron tvöfaldaðist Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis, SPRON, fyrir árið 1995 var haldinn í gær. Þar kom fram í ræðu fráfarandi sparisjóðs- stjóra, Baldvins Tryggvasonar, að hagnaður sjóðsins á árinu nam 115 milljónum króna. Þetta er nærri tvöfalt betri afkoma en árið 1994 þegar hagnaðurinn nam 60 milljón- um króna. Betri afkoma er einkum rekin til minni afskrifta. Heildarinnlán hjá SPRON, með verðbréfaútgáfu, námu 10 milljörð- um á síðasta ári og hækkuðu um tæpa 2,2 milljarða milli ára. Þetta er langt umfram meðaltalsaukningu innlána hjá bönkum og sparisjóðum á síðasta ári sem var 3,9%. Heildar- útlán sjóðsins námu 9,1 milljarði og jukust um 20% milli ára. Á af- skriftareikning voru lagðar tæpar 24 milljónir samanborið við 69 millj- ónir árið áður. SPRON er sem kunnugt er stærsti sparisjóður landsins. Baldvin lætur af störfum í sumar sökum aldurs og Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings, tekur þá við. -bjb Forsetaframboð: Skorað á Ólaf Egilsson með undirskriftum - Guðmundur Rafn Geirdal byrjar í dag „Ég er að íhuga framboð en er ekki búinn að tímasetja ákvörðun í þeim efnum, af eða á,“ sagði Ólafur Egilsson sendiherra í samtali við DV frá Helsinki i Finnlandi í gær. Ólafur staðfesti að í gangi væri und- irskriftasöfnun um að skora á hann í framboð. Hann hefði þó ekki feng- ið neina lista í hendur með nöfnum stuðningsmanna. Guðmundur Rafn Geirdal, nudd- ari og forsetaframbjóðandi, fer af stað með undirskriftasöfnun í dag til að fullnægja kröfum um að telj- ast fullgildur frambjóðandi. Að lág- marki 1.500 nöfn þarf á listana en að hámarki 3.000 manns. Guðmundur Rafn sagði í samtali við DV að kosn- ingaundirbúningur væri farinn af stað fyrir alvöru. Framimdan væru fundir með ýmsum hópum þjóðfé- lagsins, m.a. með háskólanemend- um og MH-ingum á þriðjudaginn. -bjb Happdrætti DAS: 3,8 milljóna Nissan Patrol gekk út Kona á besta aldri á höfuðborgar- DAS þegar dregið var út á fimmtu- miðann góða hjá Vídeómarkaðnum í svæðinu fékk jeppa af gerðinni Niss- dag. Verðmæti jeppans er 3,8 millj- Kópavogi en hún vill að svo stöddu an Patrol í vinning í Happdrætti arðar króna. Konan endurnýjaði halda nafni sínu leyndu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.