Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 25
TBf^J LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 25 Ungir og stæltir strákar í hefð- bundnum karlastörfum, eins og bif- vélavirkjun og trésmíði, virðast passa vel inn i karlmennskuímynd- ina og veljast kannski frekar til fyr- irsætustarfa en fólir og slappir skrifstofumenn og grúskarar. Þetta á að minnsta kosti við um Atla Þór Alfreðsson, sem nýlega var kjörinn herra Hafnarfjörður, en hann er 21 árs trésmíðanemi og vinnur jafnt í sólskini og blíðu sem slyddu og slag- viðri við að setja klæðningu utan á húsið við Tryggvagötu 15 í Reykja- vík. Atli Þór var kjörinn herra Hafn- arfjörður í fyrirsætukeppni sem tiskuverslunin Herra Hafnarfjörður stóð fyrir í Miðbæ Hafnarfjarðar fyrir nokkru. Strákarnir fengu tvær vikur td að undirbúa sig, fara í ljós og líkamsæfingar. Það voru tuttugu ungir menn sem tóku þátt í keppn- inni og níu þeirra komust í úrslit. Atli Þór segist í fyi stu hafa neitað að taka þátt í keppninni því að sér hafi þótt það púkalegt en hann hafi þó að lokum látið tilleiðast og borið sigur úr býtum eftir harða keppni. Atli Þór Alfreðsson, herra Hafnarfjörður 1996, var við vinnu sína uppi á efstu hæð húss við Tryggvagötu nú í vikunni þegar DV heimsótti hann. Vinnufélag- ar hans brugðust vel viö bón um að sitja fyrir. Á myndinni eru trésmiðirnir Guðmundur Sigurgeirsson, Sigurður Grétarsson, Jónas Þórðarson og Gestur Yngvason og svo hillir í Birgi Þór Birgisson bak við Atia Þór, sem er í forgrunni. DV-mynd GS Atli Þór Alfreðsson, 21 árs Grafarvogsbúi, er herra Hafnarfjörður 1996: Trésmíðanemi sem passar við karlmennskuímyndina Fá&u þér miöa f’yrir kl. 20.2() i kvölcl hvernig skyldi fólk taka því þegar ungir karlmenn taka þátt í fyrir- sætukeppni? „Það er rosalegt misjafnt. Gaurarnir hér í vinnunni sam- þykkja þetta ekki alveg en vinir manns óska manni til hamingju og mútta er náttúrlega yfir sig hrifin. Maður útskýrir fyrir þeim að þetta sé ekki fegurðarsamkeppni, Mr. Beauty, þá tekur fólk þessu ágæt- lega. Það eru bara þessir öfund- sjúku sem hlæja. Fólk í tískubrans- anum horfir líka á þetta allt öðrum augum en aðrir,“ segir hann. Atli Þór fékk í verðlaun vöruút- tektir fyrir 85 þúsund frá ýmsum fyrirtækjum í Miðbæ Hafnarfjarðar, þar af var fataúttekt fyrir um 50 þúsund þannig að hann ætti tví- mælalaust að vera vel gallaður næstu árin. -GHS Vanur tískusýningum Það er engin tilviljun að leitað var til Atla Þórs með þátttöku í fyr- irsætukeppninni því að hann hefur sótt námskeið hjá Kolbrúnu Aðal- steinsdóttur í Módelskóla Johns Casablanca og unnið talsvert við það að sýna fatnað á tískusýningum und- anfarin þrjú ár. En hvemig skyldi það vera, hyggst tré- smíðaneminn hasla sér völl i fyrirsætu- bransanum í fram- tíðinni? „Ég er í tískusýn- ingum eins og er en ekki svo mikið í myndatökum. Ef einhver tilboð koma þá íhugar maður málin og náttúrlega vona ég að það verði eitthvað að gera í þessu. Þetta er bara erfiður bransi hér, fila borgað, og valið stendur í rauninni um það að fá lítinn pening fyrir margar sýningar eða mik- inn pening og enga sýningu. Fyrirsætu- fyrirtæki sem vilja borga módelunum vel eru bara undir- boðin,“ segir hann og kveðst ekki myndu slá hendinni á móti því að fara utan til að vinna sem fyrirsæta en sækist ekki neitt sérstaklega eftir því. Atli Þór segir að sig dreymi um að komast til útlanda til að læra arkitektúr og hönnun og bendir á að trésmíðin sé' ágætur undirbúningur undir slíkt nám. Hann á eftir hálft ár á samningi og klárar bóklega námið í trésmíðinni eftir eitt ár. Áður hefur hann meðal annars stundað nám í MK, enda fæddur og uppalinn Kópavogsbúi þó að hann búi nú í Grafarvoginum. Andlit fyrirtækisins Þegar DV heimsótti Atla Þór í vinnuna nú í vikunni var hann með Atli Þór bar sigur úr býtum í módelkeppni í Miðbæ Hafnarfjarðar fyrir tveimur vikum og hlaut titilinn herra Hafnarfjörður. Hann hefur starfað nokkuð við tískusýningar undanfarin ár auk trésmíðinnar. DV-mynd TJ félögum sínum önnum kafinn uppi á efstu hæð að festa klæðningu utan á hús Myndlistaskólans í Reykjavík sem verið er að gera upp. Vinnufé- lagar hans voru með létt spaug, tengt því að sitja fyrir, og sögðu meðal annars að Atli Þór væri and- lit fyrirtækisins en þeir fengust þó tO að taka þátt í myndatökum DV og stóðu sig með prýði í þeim. En Þrefaldur , vinningur! -vertu viðbúinm) vinningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.