Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Síða 26
26
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 13
Myndirnar hans Jóa listó lykta af raunveruleika:
Of mikið um tilskóluð,
háakademísk sófaverk
- lífslistamaðurinn ræðir um lífið, listina og ævintýralegar fantasíur
„Ég hef gaman af því að spinna upp hluti til að hneyksla menn. Menn hafa blandað því dálítið saman hvað er raunhæft af því sem ég segi og hvað ekki og
í samfélagi eins og hér grípa menn svona hluti á lofti. Samt sem áður er hægt að setja hluti upp á alla vegu. Við verðum að muna að það besta sem gert
hefur verið var einhvern tíman talið vera brjálæði eða yfirgengileg heimska," segir Jói listó eða Jóhann Jónsson lífslistamaður.
DV-myndir pp
Hann er kallaður Jói listó af Vest-
mannaeyingum en heitir fullu nafni
Jóhann Jónsson og er sannkallað
náttúrubarn í listinni. Framan af
var hann lítt lærður í myndlist en
fékkst við hana samhliða fisk-
vinnslu og stillingu flökunarvéla í
frystihúsi í Eyjum. Síðan fór hann í
myndlistarnám og lærði undir
handleiðslu Þórðar Ben, Gunnlaugs
Stefáns Gíslasonar og fleiri kenn-
ara. Nú hefur hann viðurværi sitt af
myndlistinni í einu eða öðru formi.
Eftir að kreppti að í þjóðfélaginu
hefur verið minna um eiginlega
myndlistarsköpun af hans hálfu.
Því hefur Jóhann snúið sér meira
að hönnun og vinnu fyrir fyrirtæki.
Vatnslitapenslarnir, sem hann held-
ur mest upp á, eru þó alltaf skammt
undan. Hann liggur ekki heldur á
skoðun sinni þegar kemur að því að
tjá sig um stöðu myndlistarinnar i
dag.
„Þetta er orðið þannig þjóðfélag,
finnst mér, að það fer í taugarnar á
fólki ef það þarf að hugsa. Það hang-
ir bara á fjarstýringunum og lætur
mata sig. -Þá kemur maður að þess-
um myndlistarheimi á íslandi sem
maður fylgist með úr ijarlægð því
ég er ekki í þessari elítu ef hún er
þá til. Það er mikið málað af tilskól-
uðum, háakademískum sófaverk-
um. Þetta er fín list að meðaltali fyr-
ir fagurkera. Það vantar hins vegar
eitthvað inni á milli í myndlistina.
Eitthvað sem skiptir máli fyrir all-
an almenning í landinu og tekur í
lurginn á stöðnun og vanahugsun
embættismanna og flettir ofan af
lygi og blekkingum stjórnmála-
manna,“ segir Jóhann.
Hann er einnig lítið hrifinn af
þeirri mynlistarumfjöllun og um-
ræðu sem finna má í fjölmiðlum.
„Maður verður að veiða froðuna
ofan af froðunni í þessari myndlist-
arumfjöllun og umræðu. Þetta er
orðin ein samfelld flatneskja. Eftir
að það fór að koma svona mikið af
listfræðingum er búið að sjóða allt
niður - það er búið að flokka allt í
réttar skúffur og hillur - og engu
verður breytt héðan af. Maður sér
engar deilur um eitt né neitt leng-
ur,“ segir Jóhann.
Á fjórða áratug í
myndlistinni
Jóhann, sem er fæddur árið 1948 í
Kelduhverfi í N-Þingeyjarsýslu, hef-
ur átt við myndlist í hátt á fjórða
tug ára en fáar sýningar haldið. Þó
eru myndir hans bæði á einkasöfn-
um, bæði hérlendis og utan. Fyrir
nokkrum árum hélt hann einkasýn-
ingu í Eyjum og seldust allar mynd-
ir hans upp á skömmum tíma.
Jóhann segir allt of lítið um nýj-
ungar í myndlist. Oft þegar hann
fari á sýningar hér hafi hann til
dæmis séð sömu hluti í erlendum
myndlistartímaritum. Sama sé að
segja um suma innlenda myndlist-
argagnrýni. Hann sé stundum að
lesa sömu frasana hér og í erlendum
tímaritum.
„Það er helst að hann Bragi Ás-
geirsson myndlistargagnrýnandi sé
að erta menn svolítið með því að
benda á ýmislegt sem ég verð að
segja áð eigi rétt á sér. Það er stór-
hættulegt þegar menn eru farnir að
segja að myndlist framtíðarinnar
verði eitthvað stærri og betri af því
að hún er kennd í stærra og betra
húsnæði. Þetta er hroðalegt. Ég
hrífst af einfaldleikanum og nefni
sem dæmi neðanjarðarlist frá
kommúnistalöndunum sem ég hef
verið að kynna mér lítillega undan-
farið. Ég vil sjá miklu færri fara í
listnám. Það er allt of mikið af fólki
sem er árum saman í myndlistar-
námi og kann fátt. Eins og Bragi
segir þá kunna sumir af þeim ekki
einu sinni að strekkja striga á
ramma, það kann ekki tæknina og
efnafræðina sem er nauðsynlegt að
kunna skil á til að málverk endist
og fúni ekki. Uppistaðan er að
kunna handverkið. Þrátt fyrir að ég
segi þetta þá verður að viðurkenn-
ast að innan um eru að gerast mjög
góðir hlutir.“
Bragi til áminningar
Það segir kannski dálítið um Jó-
hann að hann heldur mikið upp á
Braga og hans skoðanir án þess að
hafa nokkurn tímann hitt hann. Jó-
hann er með vinnuaðstöðu í kjall-
ara undir heimili sínu og á vegg,
fyrir ofan teikniborðið, hangir stór
og táknræn mynd af Braga. „Ég hef
hana hér mér til áminningar. Hann
er strangur og ég hef alltaf dáðst að
honum. Þótt ég hafi aldrei hitt hann
þekki ég menn sem eru myndlistar-
skólagengnir og hafa lært undir
hans handleiðslu."
Fyrst og fremst teiknari
„Mér finnst ég fyrst og fremst
vera teiknari. Mest af því sem ég
hef gert á siðustu 15 árum eru
vatnslitamyndir sem ég vil sjálfur
kalla vatnslitateikningar. Vatnslitir
eru þannig efni að þeir eiga það