Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 13. APRIL 1996 ekki skilið að sumar mynda minna séu kallaðar vatnslitamyndir. Ég er meira að lita teikninguna og er mik- ið í ofurraunsæi eða realisma. Ég nota hluti sem mótiv og uppstill- ingu.“ Sem dæmi hefur Jóhann notað gamla hluti eins og bíla, sprungna húsveggi, gömul landbúnaðar- og byggingatæki og marga fleiri hluti sem mótív í myndum sínum. Hlut- ina teiknar hann frá ýmsum sjónar- hornum og sýnir þannig m.a. for- gengileika tímans. „Ég hef til dæmis málað fram- hlutann af gömlum bU og kalla það portrett. Þótt maður sé að teikna eitthvað ofurraunsæilegt spinnur maður samt alltaf eitthvað upp - maður verður að hugsa myndina abstrakt til að höfða tU ákveðinna tilfinninga. Ég er þó meira að fást við það sem sumir skynja eins og lyktina - svipað og í ljóðum og bók- menntum. Ef vel er ort um sveitina þá finnur fólk lyktina af moldinni, oliunni og fólkinu. Sama er með myndirnar mínar. Ef vel tekst til þá skynja ég alla þessa hluti og fleiri tU. Það er þessi blúsaði fílingur, þessi ljúfsári tregi sem ég er að reyna að ná fram. Ég segi oft að besta mynd sem ég hafi gert sé af sprungu í vegg húss hér niðri í bæ.“ Listamaður frá barnæsku Jóhann vinnur myndir sínar þannig að hann- veltir viðfangsefn- inu fyrir sér, stillir því jafnvel upp á einhvern máta og ljósmyndar það. Síðan vinnur hann eftir ljósmynd- inni en bregður þó jafnvel út frá upphaflegri uppstillingu og litum til að fá betra jafnvægi í myndirnar. Aðspurður um listhneigð sína segist Jóhann hafa verið svona síð- an hann man eftir sér. Hann fluttist tU Vestmannaeyja 18 ára og lítur í dag á sig sem Vestmannaeying, enda er mikið af myndefni hans sótt til bygginga, stokka og steina í Eyj- um. í dag er Jóhann ekki að fást við sín hugðarefni heldur tekur hann að sér flestöll verk tU að hafa í sig og á. Hann sinnir ákveðnum verk- efnum fyrir fyrirtæki í Eyjum, svo sem hönnun skilta og umbúða, svo að fátt eitt sé nefnt, og málar mynd- ir eftir óskum viðskiptavina. í hjá- verkum málar hann minjagripi með myndir af lundum sem hann segir að seljist eins og heitar lummur til aðkomumanna. Innbyggð hvöt - Hvað gefur það þér að mála? „Þetta er einhver innbyggð hvöt. fyrir þá sem vilja mikið fyrir litið! orð mín eru líka aö vera bjartsýnn þangað tU annað kemur í ljós. Þetta „annað“ er bara alltaf að koma fram í dagsljósið. Það skyggir á gleðina." PP Umhverfis- og náttúruvernd eru ofarlega í huga Jóhanns. Fyrir nokkrum árum setti hann til dæmis saman bækling þar sem hann safn- aði saman ljósmyndum af nokkrum Umhverfis- og náttúruverndarmaður „Það er þessi blúsaði fílingur, þessi Ijúfsári tregi, sem ég er að reyna að ná fram. Ég segi oft að besta mynd sem ég hafi gert sé af sprungu í vegg húss hér niðri í bæ,“ segir Jóhann um myndir sínar. Mynd Jói 28" LITASJÓNVARP Kolster litasjónvarp með Black Line myndlampa, fjarstýringu, 2x20 W Nicam Stereo með Surround hát. tengimögui, aðgerðir á skjá, textavarp með ísl. stöfum, 2x Scart tengi, Pal möttaka. ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 6ð.9DO STGR. o o SIÐUMULA 2 • SIMI 568 9090 • OPIÐ LAUGARDAGA Margir myndu kalla það bUun, sem það kannski er, en það er ofsalega gaman að geta haft tekjur af því sem jafnframt er áhugamál manns. Hins vegar er það mjög erfitt í svona þröngu samfélagi sem er hér í Eyj- um að mörgu leyti. Ekki síst ef höfð er í huga hin gamla kenning um að enginn sé spámaður í sínu föður- landi. Ég held samt að í hugum fólksins sé ég einhver þúsundþjala- smiður. Annars er voðalega erfitt að tjá sig af viti um sjálfan sig. Ég er samt sagður hugsjónamaður." Ævintýralegar fantasíur Talið berst að því sem Jóhann kallar ævintýri og fantasíur. Blaða- mann rekur minni til þess aö hafa heyrt af því að einhvern tímann kom Jóhann fram með þá hugmynd að bora gat í Stórhöfða og setja í hann lyftu fyrir ferðamenn. „Ég hef gaman að því að spinna upp hluti til að hneyksla menn. Menn hafa blandað því dálítið sam- an hvað er raunhæft af því sem ég segi og hvað ekki og í samfélagi eins og hér grípa menn svona hluti á lofti. Samt sem áður er hægt að setja hluti upp á alla vegu. Við verð- um að muna að það besta sem gert hefur verið var einhvern tímann talið vera brjálæði eða yfírgengileg heimska. Ég get til dæmis hugsað upp þannig dæmi að hingað kæmi mold- ríkur Ameríkani sem hrífist svo af staðnum að hann myndi setja í hann gífurlegar fjárhæðir. Þá yrð- um við að vera klár með eitthvað. En vissulega var hugmyndin fantasía. Þetta er eins og með mínar bestu hugmyndir og myndir - eng- inn hefur viljað kaupa þær og hlusta á þær af alvöru. Samt verð ég að segja að hug- myndin um Stórhöfða var ekki al- veg út í hött þegar ég fékk hana fyrst. Það var fyrir gos þegar við vorum að verða uppiskroppa með efni til uppfyllingar og það var allt eins dýrt að sækja það í Heimaklett eins og annað. í kringum 1970 var líka kjarnorka og kjarnorkubyrgi í umræðunni og plássleysið var mik- ið. Hugmyndin sjálf kann að hafa verið fáránleg en kringumstæðurn- ar voru það ekki. í stórborgum úti í heimi voru byggð neðanjarðarkerfi til að spoma gegn því að borgir hættu að þróast. Af hverju gat ekki sami hlutur átt sér stað hér. Hug- myndin var umhverfísvæn en á þessum tíma minntist ég ekki á hana af ótta við að það yrði hlegið að mér. Að auki hafði grjót úr Heimakletti verið notað til bygginga hér í Eyjum fyrr á öldinni." stöðum í Heimaey þar sem rask hafði verið unnið af mannavöldum en ekkert gert í því að reyna að fegra umhverfið á ný. Framtakið hlaut dræmar undirtektir bæjaryf- irvalda, að sögn Jóhanns. Svo mikið náttúrubarn er hann að hann hefur haldið þeirri hugmynd á lofti að vel komi til greina að hann láti jarða sig inni í Heimakletti til að taka ekki pláss undir gröf sína á svæði sem annars gæti notið sín ósnortið. En vikjum aftur að Jóhanni og myndlistinni. Hann segist hafa mjög gaman af því aö nostra við myndir en grípur þó í það sem til fellur. „Ég verð að gera það. Eins og ég sagði þá er það óraunhæft fyrir mig að segja að mér finnist það skítt að geta ekki lifað af listinni. Ég er raunsæismaður og hef aldrei náð flugi fyrir sjálfan mig þótt mér finn- ist gaman að fara í huganum í fantasíuferðalög. Ég hugsa aldrei: „Ef ég fengi happdrættisvinning- inn.“ Ég þakka frekar fyrir að fá að vera það sem ég er og gera það sem ég fæ að gera. Ég trúi því að hver sé sinnar gæfu smiður og kenni sjálf- um mér um ef illa fer. Einkunnar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.