Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Side 31
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996
tónlist 3»
ísland
— plötur og diskar-
| 1. ( 1 ) Pottþétt 3
Ýmsir
t 2. (12) The Score
Fugees
| 3. ( 2 ) Grammy Nominees 1996
Ýmsir
j 4. ( 4 ) Presidents of the USA
Presidents of the USA
I 5. ( 3 ) Jagged Little Pill
Alanis Morissette
t 6. ( 7 ) The Bends
Radiohead
f 7. ( 5 ) Greatest Hits
Take That
I 8. ( 6 ) Antology 2
The Beatles
| 9. ( 8 ) Mercury Falling
Sting
110. (14) Music forthe Jilted Generation
Prodigy
111. ( 9 ) All Eyez on Me
2Pac
112. (20) Murder Ballads
Nick Cave and The Bad Seeds
113. (Al) Mellon Collie & The Infinite...
Smashing Pumpkins
114. (16) Drullumall
Botnleðja
It 15. (17) Croucie D’ou La
Emelíana Torrini
116. (10) (What's the Story) Morning Glory?
Oasis
117. (- ) Wildest Dreams
Tina Turner
118. ( - ) Golden Heart
Mark Knopfler
119. (19) Expecting to Fly
Bluetones
120. ( - ) ln Sound from Way Out!
Beastie Boys
London
—-lög-
J 1. (1 ) Firestarter
The Prodigy
J 2. ( 2 ) The X-Files
Mark Snow
t 3. ( 4 ) Return of the Mac
Mark Morrison
$ 4. ( 3 ) Children
Robert Miles
t 5. ( 6 ) Ohh Ahh...Just A Little Bit
Gina G
t 6. ( - ) California Love
2Pac Featuring Dr. Dre
$ 7. ( 5 ) Give Me a Little More Time
Gabrielle
t 8. ( - ) Bulls on Parade
Rage against The Machine
4 9. ( 8 ) X-Files
Dj Daco
$ 10. ( 9 ) How Deep Is Your Love
Take That
NewYork p
-lög-
J 1. (1 ) Because You Loved Me
Celine Dion
J 2. ( 2 ) Always Be My Baby
Mariah Carey
J 3. ( 3 ) Nobody Knows
The Tony Rich Project
t 4. ( 5 ) Ironic
Alanis Morissette
| 5. ( 4 ) Down Low (Nobody Has to now)
R. Kelly Featuring Ronald Isley
J 6. ( 6 ) Sittin' up in My Room
Brandy
t 7.(10) 1,2,3,4 (Sumpin' New)
Coolio
$ 8. ( 7 ) Not Gon' Cry
Mary J. Blige
t 9. (12) Doin It
LL Cool J
* 10.(11) Follow You down
Gin Blossoms
Bretland
— plötur og diskar —
| 1. (1 ) Greatest Hits
Take That
J 2. ( 2 ) (What'sThe Story) Morning Glory?
Oasis
J 3. ( 3 ) Falling into You
Celine Dion
r t 4. ( - ) Wildest Dreams
Tina Tumer
J 5. ( 5 ) Jagged Little Pill
Alanis Morissette
t 6. ( 7 ) Bizarre Fruit/Bizarre Fruit II
M People
$ 7. ( 6 ) Hits
Mike and the Mechanics
t 8. ( - ) Maximum High
Slied Seven
« 9. ( 8 ) Garbage
Garbage
J 10. (10) Different Class
Pulp
Bandaríkin
— plötur og diskar —
t 1.(2) Jagged Little Pill
Alanis Morissette
# 2. (1 ) Anthology 2
The Beatles
J 3. ( 3 ) Falling into You
Celine Dion
t 4. ( - ) Tíny Music...
Stone Temple Pilots
I 5. ( 4 ) The Score
Fugees
t 6. (- ) The Coming
Busta Rhymes
| 7. ( 6 ) Daydream
Mariah Carey
4 8. ( 5 ) All Eyez on Me
2Pac
« 9. ( 8 ) (What's the Story) Morning Glory?
Oasis
$10. ( 7 ) Waiting to wxhale
Úr kvikmynd
villtustu draumar
linu Turner
Tina Turner: Fyrsta hljómleikaferðin í sjö ár um Evrópu hefst í maíbyrjun.
Nýja platan með Tinu Turner
fékk hvorki nafnið Stiletto né
Rock’n’Roll Suicide eins og spáð
hafði verið á aðdáendasíðu söng-
konunnar á veraldarvefnum síðast-
liðið sumar. Og lagið Bring Me
some Water eftir Melissu Etheridge,
sem fullyrt hafði verið að yrði eitt
aðallagið á plötunni, er ekki með.
Þess í stað hefur platan fengið nafn-
ið Wildest Dreams eða Villtustu
draumar og á henni er að finna úr-
val laga eftir fólk á borð við Arthur
Baker, Mike Chapman, Terry Britt-
en og Graham Lyle, John Waite
Sheryl Crow og Pet Shop Boys pilt-
ana Neil Tennant og Chris Lowe svo
að nokkrir séu nefndir.
Og að sjálfsögðu má ekki gleyma
liðsmönnum U2, Bono og The Edge.
Þeir sömdu fyrsta lagið á Wildest
Dreams sem út var gefið á smá-
skífu, - James Bondlagið Gold-
eneye. Nokkru áður en platan kom
út kom síðan smáskífa númer tvö,
Whatever You Want, eftir Arthur
Baker. Til að fylgja því eftir var
samstarfsmaður Bjarkar og Red Hot
Chili Peppers, Stephan Sednaoui,
fenginn til að útbúa myndband og
var það frumsýnt í MTV síðla í
mars.
Wildest Dreams er sögð vera
fyrsta plata Tinu Turner síðan For-
eign Affair kom út fyrir sjö árum.
Þá er sleppt úr safnplötunni Simply
the Best sem var gefin út 1991 og
What’s Love Got to Do With It sem
kom út tveimur árum síðar. Á
henni voru lög úr kvikmynd með
sama nafni sem unnin var eftir
sjálfsævisögu hennar I, Tina. Báðar
fengu þær plötur góðar viðtökur.
Simply The Best seldist í fjórum
milljónum eintaka og hin litlu
minna upplagi.
Trevor Horn við stjórnvölinn
Tina Tumer var búin að biða
lengi eftir tækifæri til þess að vinna
með upptökustjóranum Trevor
Horn þegar hún bað hann að hafa
yfirumsjón með hljóðritun fjögurra
laga á Wildest Dreams. Hann hefur
náð góðum árangri með lagasmiðn-
um og söngvaranum Seal á undan-
fomum árum og hefur mörg afrekin
unnið önnur á löngum ferli sínum.
Þegar Horn var búinn að hljóðrita
fjögur lög var hann beðinn um að
vinna áfram að plötunni og á endan-
um stýrði hann upptöku tíu laga af
sautján sem tekin voru upp vegna
útgáfunnar. Aðrir sem koma að
stjórn takka og tóla við upptökuna
eru Terry Britten sem á tvö lög á
plötunni, Neil Tennant og Chris
Lowe stýra upptökum síns lags og
Nellie Hooper sá um Goldeneye.
Upptaka plötunnar fór að öllu
leyti fram í Englandi. Vinna við
hana hófst í ágúst í fyrra og í febrú-
ar var hún endanlega hljóðblönduð.
Af lögunum sautján sem voru hljóð-
rituð komust tólf á plötuna. Sum
hinna - jafnvel öll - verða væntan-
lega notuð til að hafa með smáskíf-
um sem koma út í vor og sumar til
að kynda undir sölu plötunnar og
hljómleikaferð um Evrópu sem
hefst í maí.
Hljómleikaferðin
Evrópuferðarinnar hefur reyndar
lítillega verið getið í DV áður. Hún
hefst sem sagt í París 3. maí. Þar
verða þrennir tónleikar og er löngu
uppselt á þá alla. Sömu sögu er að
segja um fjölmarga tónleika ferðar-
innar sem á að standa allt fram til
jóla. Tina ætlar að koma fram átta
sinnum í Rotterdam í Hollandi.
Uppselt er í öll skiptin. Sömu sögu
er að segja af Fimm tónleikum í
Brussel í Belgíu, þrennum í Stokk-
hólmi og þannig mætti lengi telja.
Tina hefur ekki farið í Evrópuferð
síðan hún fylgdi Foreign Affair eft-
ir árið 1990 og aðdáendurnir virðast
hafa verið orðnir óþolinmóðir að
bíða eftir nýrri ferð.
Fyrir löngu er búið að velja í
hljómsveitina sem fer með Tinu í
Evrópuferðina. John Miles og
James Ralston verða gítarleikarar í
sveitinni þeirri. Kenny Moore sér
um píanóleikinn og Alan Clarke úr
Bire Straits um annan hljómborðs-
leik. Jack Bruno verður trommu-
leikari, Bob Feit sér um bassann og
vöðvabúntið Timmy Cappello leikur
á saxófón, ásláttarhljóðfæri og
hljómborð. Allir hafa þeir áður unn-
ið með Tinu að Alan Clarke undan-
skildum.
Tina, sem er á 57. aldursári, seg-
ist ekki kviða langri hljómleikaferð-
inni. „Ég hef fengið góða hvíld og
hlakka til að snúa aftur. Ég veit að
ég er með góða plötu og á henni eru
nokkur lög sem verða á dagskránni.
Ég hlakka til að fást við þau.“
Tina hefur löngum notið meiri
vinsælda í Evrópu en heimaland-
inu, Bandaríkjunum. Enda er hún
flutt til Evrópu, býr ýmist i Frakk-
landi eða Sviss. Söngferillinn er
orðinn talsvert langur. Hann hófst í
lok sjötta áratugarins og fátt bendir
til annars en að hann geti staðið
fram á næstu öld.