Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 35
unglingaspjall LAUGARDAGUR 13. APRJL 1996 ' 1 1>V Þórunn Brandsdnttir, furmaður sknlafélagsins í Idnsknlanum í Reykjavík: Vil tengja fálagslífið náminu í skólanum sumarbústað og sveitina í sumar - segir Jón Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Islandsmeistara Vals Jón Kristjánsson er þjálfari og fremstur í dag að þínu mati? leikmaður nýkrýndra íslands- Þolfimimaðurinn Bjarni Ákason. meistara Vais. Jón hefur undan- Uppáhaldstímarit: PC-Magasin. farin ár unnið nokkra ís- landsmeistaratitla sem leikmaður með meistara- flokki Vals en settist í sæti Þorbjöms Jenssonar á síð- ustu leiktíð og stýrði sín- um mönnum til sigurs í úr- slitaleikjum við KA á dög- unum. Jón Kristjánsson sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Jón Ríkharð Kristjánsson. Fæðingardagur og ár: 4. júní 1967. Sambýliskona: Gyða Kristmannsdóttir. Fóstursonur: Krist- mann Freyr. Bifreið: Brasilískur eð- alvagn. Starf: Þjónustustjóri hjá ACO ehf. og þjálfari. Laxm: Ekkert til að skrifa heim yfir. Áhugamál: Tölvur, skák, ýmis hugarleikfimi og íþróttir. Hefur þú unnið í happ- drætti eða lottói? Fjórar réttar í lottói. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með fjölskyldunni og sinna áhugamálum. Hvað finnst þér leiðin- legast að gera? Vaska upp. Uppáhaldsmatur: Kótelettur og grillað svina- kjöt. Uppáhaldsdrykkur: Malt. Hvaða íþróttamaður stendur Jón Kristjánsson fagnar íslandsmeistaratitlinum ásamt Ólafi Stefánssyni. DV-mynd BG Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Ummmm? Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Bill Gates. Uppáhaldsleikari: A1 Pacino. Uppáhaldsleikkona: Engin sérstök. Uppáhaldssöngvari: Stefán Hilmarsson, Vals- ari. Uppáhaldsstjórnmála- maður: Enginn. Uppáhaldsteikni- myndapersóna: Engin. Uppáhaldssjónvarps- efni: Spennumyndir. Uppáhaldsmatsölu- staður: Punktur og pasta. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Persuit og wow eftir Tom Pet- ers. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Engin sérstök. Uppáhaldsútvarps- maður: Gunnar Níels- son, frístundaíþróttaf- réttaritari á Bylgjunni. Á hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest? Sjón- varpið. Uppáhaldssjónvarps- maður: Enginn sérstak- ur. Uppáhaldsskemmti- staður: ACO. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Valur. Stefnir þú að ein- hverju sérstöku í framtiðinni? Já! Mörgu. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Vinna, fara i sumarbústað og í sveitina. -GHS in hliðin Þórunn Brandsdóttir, 16 ára nemi í Iðnskólanum í Reykjavík, hefur nýlega náð kjöri til embættis for- manns skólafélagsins í Iðnskólan- um. Þórunn er nemandi á fyrsta ári í iðnhönnun og stefnir að því að klára námið innan tveggja ára en segir að sér seinki sennilega eitt- hvað vegna annríkis í skólafélag- inu. Þórunn hefur mikinn áhuga á félagsmálum og er harðákveðin í því að sjá til þess að félagslífið í Iön- skólanum verði blómlegt og skemmtilegt næsta vetur. „Við erum með töluverða klúbba- starfsemi í skólanum, myndbanda- klúbb, tölvuklúbb, ljósmyndaklúbb, hestaklúbh, leiklistarklúbb, ferða- klúbb, RPG-klúbb,“ segir Þórunn og útskýrir að starfsemi þess síðast- nefnda gangi út á hlutverkaleiki þar sem ramminn er settur í upphafi og síðan eru þrautir lagðar fyrir þátt- takendurna. Hún telur upp enn fleiri klúbba og nefnir að nemendur úr skólanum hafi lent í fimmta sæti í keppni í hestamennsku milli hestaklúbba framhaldsskólanna nýlega. Félagslífið á eftir að aukast Nýstofnaður er tónlistarklúbbur í Iðnskólanum og segir Þórunn að vonast sé til þess að takist að þjálfa upp plötusnúða þannig að plötu- snúðar úr skólanum sjái um tónlist- ina í félagslífinu næsta vetur. „Ég hef trú á að félagslífið eigi eft- ir að aukast mikið og ég hef unnið hart að því. Ég vil tengja félagslífið náminu þannig að nemendur geti fengið vinnu við félagslífið metið í skólanum, til dæmis ef þeir vinna við leikmynd eða búninga fyrir leik- listarklúbbinn. Þetta hefur fengið góðan hljómgrunn hjá deildarstjór- um,“ segir hún. Fjölbreytt nám er í boði í Iðnskó- lanum. Brautimar eru meðal ann- ars Málmiðnaðardeild, Bygginga- deild, Rafiðnaðardeild, Tölvudeild, Tækniteiknun, Almenn deild, Mat- væladeild, Bókagerð og Iðnhönnun- ardeild. Strákarnir eru enn sem komið er í meirihluta í skólanum, naumum meirihluta, en stelpurnar eru einnig fjölmargar, sérstaídega í sumum deildum skólans. Þórunn Brandsdóttir er nýkjör- inn formaður skólafélagsins f Iðnskólanum í Reykjavík. Þór- unn vonast til þess að geta fengið skólayfirvöld til að meta vinnu við félagslífið til eininga í skólanum. Hanna póstkassa Þórunn segir að skólinn hafi ný- lega byrjað að bjóða upp á nám í iðnhönnun. Námið gangi mikið út á teikningu, lita- og formfræði, efnis- fræði og listasögu, svo nokkuð sé nefnt. Nemendumir sæki hönnun- arverkstæði og hanni til dæmis póstkassa. Hún segir að ekki sé hægt að fullmennta sig í faginu hér og vonast því til þess að fara í fram- haldsnám til Bretlands að náminu loknu. -GHS íslensk hjörtu geta glaðst því að von er á breska rokksöngvaranum David Bowie til íslands í lok júní með fríðu foruneyti 25 manna og heldur hann hér tónleika i Laugar- dalshöll að kvöldi flmmtudagsins 20. júní. Bowie kemur hingað meðal annars með sjö manna hljómsveit sinni og eiginkonunni og ljós- myndafyrirsætunni Iman. Rokksöngvarinn er á hljómleika- ferðalagi og kemur hingað til lands á kvenréttindadaginn þann 19. júní beinustu leið frá Moskvu. Hann stoppar hér aðeins í þrjá daga. Til- gangurinn meö heimsókninni er að spila á listahátíð í Höllinni. Að tón- leikunum loknum fer Bowie strax áfram til Berlínar. Miðasala vegna hljómleika Bowies er að hefjast þessa dagana og verða miðamir seldir á óvenju- lega nýstárlegan hátt eða í hrað- bönkum um allt land til að aUir Bowie-unnendur sitji við sama borð með að nálgast miða á tónleika rokkhetjunnar. -GHS Rokksöngvarinn David Bowie og eiginkona hans, Iman, koma hingað til lands í júní. Bowie verður með tónleika í Laugardalshöll 20. júní. Listahátíð í Reykjavík: Bowie og Iman koma í júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.