Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Side 36
44 erlendar fréttir
LAUGARDAGUR 13. APRIL 1996
Bandaríska lögreglan telur sig hafa hinn svokallaða „Unabember" undir lás og slá:
Sprengjuvargurinn sem aldr
- átján ára leit lauk miðvikudaginn fyrir páska í afskekktu héraði í Montana
Theodore John Kaczynski lá í bæli
sínu í litla kofanum í Montana þegar
lögreglan lét til skarar skríða gegn
honum miðvikudaginn fyrir páska.
Lögreglan var búin að hafa gætur á
manninum í heilan mánuð áður en
hún handtók hann, manninn sem
grunaður er um að vera hinn svo-
kallaði „Unabomber" sprengjuvargur
og hafa valdið dauða þriggja manna í
sextán sprengjutilræðum á tæpum
tveimur áratugum.
„Ted, við þurfum að tala saman,“
fréttaljós á
laugardegi
sagði einn laganna vörður við hann
við handtökuna,
Hvað þessi 53 ára gamli fyrrum
stærðfræðikennari við Kaliforníuhá-
skóla í Berkeley hugsaði þá og hvað
hann hugsar nú, í klefanum í Lewis
og Clark sýslufangelsinu í Helena í
Montana, er ekki vitað.
Þægindin fyrir öllu
Eitt er þó víst: Kaczynski býr við
öllu meiri þægindi nú en heima í kof-
anum sínum. í fangaklefanum er þó
alltént klósett, vaskur og rúm. í tólf
fermetra kofanum við Humbug
Contour veg, malarveg upp á Skalla-
fjall vestan við vatnaskilin miklu í
vestanverðri Norður-Ameríku, þar
sem Kaczynski hefur búið í fjölda
ára, var hins vegar fátt af því sem
nútímamaðurinn litur á sem sjálf-
sagða hluti. Þar var ekkert rennandi
vatn, ekkert salerni, ekkert rafmagn,
enginn sími. Kaczynski skorti hins
vegar ekki bækurnar og mátti þar
m.a. finna verk eftir Shakespeare og
Thackeray.
Allt frá því Kaczynski var hand-
tekinn hefur lögreglan verið að ieita
að sönnunargögnum í híbýlum hans
og hefur orðið nokkuð ágengt. Lag-
anna verðir hafa fundið þar virka sprengju,
auk annars efnis til sprengjugerðar. Áfram
verður haldið að leita til mánudags að
minnsta kosti og lengur ef þörf krefur.
Fréttamenn virða fyrir sér tólf fermetra kofann þar sem
ár í afskekktu héraði í Montana-fylki.
Theodore Kaczynski, sem grunaður er að sé „Unabomber" sprengjuvargurinn, bjó i mörg herrans
Símamynd Reuter
Hinn fullkomni
felustaður
Einkaspæjari
kallaður til
sprengjuvargsins þar sem hann agnúaðist út í
tæknisamfélag nútímans sem blöðin New
York Times og Washington Post birtu. Þar sá
David hversu lík skrifin voru bréfum sem
hann hafði fengið frá Ted. Hann ákvað því að
Kofi Kaczynskis er í nokkurra kílómetra
fjarlægð frá smábænum Lincoln í Montana
sem er að mati kunnugra hinn fullkomni stað-
ur fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig. Enda
hefur þetta svæði Klettafjallarna alltaf laðað
að sér fólk í leit að einveru. Ekki færri en tug-
ur manna býr við svipaðar aðstæður og
Kaczynski í námunda við Lincoln. Sumir
þeirra eru ef til vill í felum en aðrir þurftu
bara á ódýru húsnæði að halda og íbúarnir
þúsund í Lincoln taka vel á móti hverjum sem
er.
„Unabomber" sprengjuvargurinn, svo kall-
aður vegna þess að hann beindi sprengjum
sínum einkum gegn háskólum og flugfélögum,
hafði komist hjá handtöku allt frá því fyrsta
sprengjan hans sprakk í maímánuði 1978 í há-
skólanum í Evanston í IUinois-fylki. Hjólin
fóru þó ekki að snúast af verulegum hraða
fyrr en yngri bróðir Kaczynskis, David, fór til
lögreglunnar í febrúar með grunsemdir sínar
um að bróðir hans og sprengjuvargurinn
væru ef til vill einn og sami maðurinn. Engar
sannanir eru enn fyrir því en líkurnar á því
þykja yfirgnæfandi.
David Kaczynski, sem er félagsráðgjafi að
atvinnu, hafði fengið það óþægilega sterkt á
tilfinninguna að bróðir hans kynni að vera
sprengjumaðurinn. Hann byggði grunsemdir
sínar á því að fréttir um hvar sumum
sprengnanna hafði verið komið fyrir og vit-
neskja hans um hvar bróðir hans var niður-
kominn komu heim og saman.
Það sem gerði útslagið var stefnuskrá
Theodore Kaczynski, meintur sprengjuvargur,
dúsir nú í sýslufangelsinu í Helena í Montana.
Símamynd Reuter
ráða einkaspæjara til að rannsaka málið fyrir
sig svo lítið bæri á. Einkaspæjarinn fékk svo
til liðs við sig fyrrum atferlisfræðing hjá al-
ríkislögreglunni, FBI.
C.lint Van Zandt, fyrrum sérfræðingurinn
frá FBI, segir að David Kaczynski sé þjóð-
hetja. „David tók erfiðustu ákvörðun sem
nokkur maður gat tekið þegar hann vó og mat
hagsmuni bróður síns gagnvart öryggishags-
munum þjóðarinnar. Ég er viss um að það var
algjör martröð. Við höfum kannski staðfest
verstu martröð hans,“ segir Van Zandt.
Óvenjulegum
gáfum gæddur
Frá þvi að Kaczynski var handtekinn hafa
fjölmiðlar keppst við að reyna að varpa ljósi á
það hvern mann hann hefur að geyma. Það
hefur hins vegar komið í ljós að varla virðist
nokkur maður hafa þekkt hann á meðan hann
var enn virkur þátttakandi í þjóðfélaginu.
Hann sagði fátt og var ráðgáta flestum eða öll-
um þeim sem ungengust hann. Enginn minn-
ist þess að hann hafi nokkurn tíma hlegið,
engan rekur minni til þess að hann hafi nokk-
urn tíma átt vini.
Fyrrum starfsfélagi hans segir hann hafa
verið „sjúklega feiminn". Önnur orð sem not-
uð eru til að lýsa honum eru „hlédrægur“,
„rólyndismaður" og „einlægur".
Það kom snemma í ljós að Teddy John, eins
og fjölskvlda hans kallaði hann, var óvenju-
lega miklum gáfum gæddur. Dag einn, þegar
pilturinn var sex ára gamall, ákvað besti vin-
ur föður hans, barnasálfræðingur að nafni
Ralph Meister, að leggja fyrir hann greindar-
próf. Meister komst að þeirri niðurstöðu að
greindarvísitala drengsins væri einhvers stað-
ar á bilinu 160 til 170 en meðalgreind er ein-
hvers staðar um 100.
Snemma beygist
sprengjukrókurinn
Kaczynski-fjölskyldan bjó í Evergreen Park,
sem er verkamannaúthverfi við Chicago. Fjöl-
skyldufaðirinn, Theodore R. Kaczynski, kall-
aður Turk, vann í pylsufabrikku í suðurhluta
Chicago. Hann og eiginkona hans, Wanda,
voru vel lesin, frjálslynd í skoðunum en voru
ekki í miklum efnum. Yngri sonur þeirra,
David, var sjö árum yngri en Teddy John og
ekki nærri eins hlédrægur.
Teddy John fékk snemma áhuga á sprengju-
efni. Þegar hann var tólf ára, lék hann sér
stundum að því, ásamt félaga sínum, Dale
Eickelman, að búa til sprengjur og sprengja
þær.
„Við vorum vanir að fara út á akur og ég
man að Ted kunni að setja saman hluti eins
og rafhlöður, víra, kalíumnítrat og ég veit
ekki hvað og fá þá til að springa," segir
Eickelman sem nú er mannfræðiprófessor við
Dartmouth-háskóla. „Við sprengdum bara ill-
gresi, ekkert meira,“ sagði hann.
Teddy John lauk menntaskóla aðeins sext-
án ára gamall, tveimur árum á undan áætlun,
og innritaðist í hinn virta Harvard-háskóla
þar sem hann fékk tækifæri til að umgangast
marga af framtíðarleiðtogum Bandaríkjanna.
Hann gerði þó ekkert slíkt heldur forðaðist
hann skólafélaga sína eins og heitan eldinn.
Pilturinn bjó á heimavist en að sögn eins
skólafélaganna flýtti hann sér alltaf eins og
hann gat inn í herbergið sitt að kennslustund-
um loknum og skellti hurðinni á eftir sér. Á
matmálstímum sat hann einn til borðs en ef
skólafélagarnir settust hjá honum, varð hann
órólegur og fór.
„Hann leyfði okkur ekki að kynnast sér,“
segir Patrick S. Mclntosh, stjörnufræðingur í
Kólóradó.
Stuttklipptur
innan um lubbana
Herbergi Kaczynskis var alltaf fullt af drasli
og þaðan lagði stöðugt megnan óþef. Félagar
hans á heimavistinni þurftu margoft að leita
til húsvarðarins og fá hann til að skipa
Kaczynski að taka til hjá sér.
Að loknu stærðfræðináminu í Harvard fór
Kaczynski til framhaldsnáms í Michigan-há-
skóla og lauk þaðan doktorsprófi. Lokaritgerð
hans þótti óvenju glæsileg og fyrir hana hlaut
hann verðlaun. Frá Michigan lá leiðin síðan
til Berkeley í Kaliforníu þar sem Kaczynski
fékk stöðu lektors við Kaliforníu-háskóla.
Þangað kom hann 1967 þegar hinu fræga ást-
arsumri var að ljúka. I Berkeley voru allir á
kafi í pólitík og stærðfræðingarnir voru mjög
virkir í andstöðunni við stríðið í Víetnam.