Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Qupperneq 37
33V LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996
erlendar fréttir
FBI-maðurinn George Grotz ræðir við fréttamenn nærri fjallakofanum þar
sem hinn meinti „Unabomber" sprengjuvargur var handtekinn.
Allir nema Kaczynski. Hann heyrð-
ist aldrei segja aukatekið orð um
pólitík. Hann slóst ekki í lið með
andstæðingum styrjaldarreksturs-
ins. Hann var ekki með sítt hár og í
sandölum heldur vel rakaður, stutt-
klipptur, í jakka og með bindi. Nem-
endur hans kunnu iUa við hann og
þegar þeir gáfu honum einkunn,
sögðu þeir að tímarnir hjá honum
hefðu verið vita gagnslausir.
Ted Kaczynski sagði óvænt upp
starfi sínu í Berkeley þann 20. janú-
ar 1969, sama dag og Richard Nixon
tók viö forsetaembættinu í fyrsta
skipti. í viðtölum við yfirmenn
deUdar sinnar sagðist hann ekki
vita hvað hann hygðist gera, hann
vildi bara kveðja stærðfræðina fyrir
fullt og aUt.
Fjölskyldan hafði skýringu á upp-
sögninni á reiðum höndum. Faðir-
inn sagði Ralph Meister, félaga sín-
um, að Teddy John hefði hætt
stærðfræðikennslunni af því að
hann hefði ekki vUjað kenna verk-
fræðingum hvemig þeir ættu að
fara að því að smíða kjarnorku-
sprengjur.
Einn í kofa
úti í skógi
Frá Kaliforníu hélt Kaczynski til
vesturhluta Montana þar sem hann
byggði sér kofa á landi sem hann og
David bróðir hans höfðu fest kaup á
og svaf f tjaldi á meðan. Eins og all-
ir sómakærir Bandaríkjamenn hélt
Kaczynski akandi áleiðis til Mont-
ana en paUbUlinn hans bUaði að-
eins þremur dögum eftir komuna
þangað. Upp frá því ferðaðist hann
um á reiðhjóli, sem slökkviliðsmað-
ur einn hafði gefið honum, eða
hreinlega gekk til Lincoln tU að
kaupa sér hveiti tU að baka úr
brauð.
Bæjarstæðið er afskaplega faUegt,
eins og þeir vita sem sáu kvikmynd-
ina A River Runs through It. Hún
gerist á sömu slóðum og fór kvik-
myndatakan meira að segja fram
ekki langt frá.
Kaczynski hafði ekki nema tvö til
þrjú hundruð doUara til að lifa af á
ári og það segir sig því sjálft að
hann varð að afla sér matar úti í
náttúrunni. Hann veiddi ýmis smá-
dýr sér til matar, eins og íkorna, og
hann ræktaði kartöflur og næpur í
garðholu sem hann bar eigin saur á
sem áburð. Uppskeruna geymdi
hann síðan í gryfju sem hann hafði
grafið undir kofanum en hann átti
þó í vök að verjast vegna ágangs
svangra kanína og dádýra sem sóttu
mjög í fæðuna.
Passar við lýsinguna
Hvort Theodore John Kaczynski
Símamynd Reuter
er sprengjuvargurinn sem banda-
ríska lögreglan var búin að leita að
í átján ár skal ósagt látið. Hitt er
víst að myndin sem atferlisfræðing-
ar FBI höfðu gert sér af honum
passar afskaplega vel við Kac-
zynski. Strax í upphafi var álitið að
hér væri á ferðinni gáfaður, ná-
kvæmur einfari sem ólst upp á
Chicago-svæðinu. Fyrst var talið að
sprengjuvargurinn hefði hlotið litla
formlega menntun en síðan var það
endurskoðað og gengið út frá því að
hann hefði gengið í háskóla. Og
undir það síðasta var lögreglan á
því að maðurinn, sem þeir leituðu
að, væri á sextugsaldri.
„Hann passar fullkomlega við
þetta,“ segir Louis Bertram. starfs-
maður FBI í Salt Lake City í Utah,
sem rannsakaði sprengjutilræðin í
mörg ár.
Byggt á Reuter, Washington Post,
International Herald Tribune
og Ottawa Citizen
sviðsljós
Skilnaður Pavarotti-hjónanna í uppsiglingu:
Eiginkonan hefur
látið sannfærast
Ótrúlega margar konur þegja og horfa framhjá
framhjáhaldi makans en þó kemur að því að þær
missa þolinmæðina, óska eftir skilnaði og taka
nafn eiginmannsins af póstkassanum. Þannig er
staðan núna hjá Pavarotti-hjónunum ítölsku eftir
að hinn heimsfrægi óperusöngvari, Luciano
I fyrstu trúði eiginkona hans ekki að sambandið
myndi haldast en nú er hún orðin sannfærð, hefur
krafist skilnaðar og er búin að taka nafn Lucianos
af póstkassanum.
t
Luciano Pavarotti, 60 ára, hefur átt í ástarsambandi með 27
ára gömlum ritara sínum.
Pavarotti, 60 ára, gerði ástarævintýri sitt með einkaritara
sínum, hinni 27 ára gömlu Nicolettu, opinbert.
Fyrst eftir að ástarævintýri Pavarottis og einkaritarans
var gert opinbert fyrir nokkru neitaði eiginkonan Lucianos,
Adua Pavarotti, að trúa því að stórsöngvarinn og fjölskyldu-
maðurinn Luciano ætlaði að snúa baki við hinu ljúfa fjöl-
skyldulífi. Nú hefur hún hins vegar sannfærst og hefur
krafist þess að fá 8 milljarða króna í sinn hlut.
Enginn trúir þó á að skilnaður Pavarotti-hjónanna verði
að veruleika fyrr en búið er að undirbúa skilnaðarpapp-
írana því að Adua hefur víst tekið við Luciano sínum úr
örmum annarrar konu áður.
45
SKRIFSTOFA MÍN
er nú að Síðumúla 14, 2. hæð. Sími 588 1090.
FULLTRÚI ER
Hildur Sólveig Pétursdóttir
LÖGFRÆÐINGUR.
Hörður Einarsson hrl.
Viltu verða
vinur?
Kynningarfundur fyrir verðandi sjálfboðaliða Vinalínunnar verður
haldinn þriðjudaginn 16. apríl kl. 20.30 í Þverholti 15.
Sjálfboðaliðar Vinalínunnar eru ekki sérfræðingar heldur venjulegt
fólk, sem vill deila með öðrum reynslu sinni og tíma. Markmið
okkar er að vera til staðar, hlusta og gera okkar besta til að liðsinna
þeim sem hringja.
Upplýsingar veittar í símum Vinalínunnar fyrir hádegi og á
kvöldin. Allir 25 ára og eldri velkomnir.
VINALÍNAN+
Reykjavíkurdeild Rauða krossins
tfOlM
*» m
Krakkar?
•§
Það verður mikið fjör í Tígrahorninu í Kringlunni
á morgun laugardag.
Tígri, lukkudýr Krakkaklúbbs DV, kemur í
heimsókn kl. 12.30 og kl. 15.00 og lögreglan
kemur kl. 13.00 og sýnir hvernig reiðhjólin eiga
að vera útbúin fyrir vorið.
Allir krakkar fá glaðning frá Krakkaklúbbnum,
blöðrur og nammi.
Þið getið fengið þátttökugögn í Tígrahorninu.
Einnig er hægt að skila inn sögum á sama stað.
Allir krakkar sem skila inn sögu fá verðlaun.
Til að skila inn sögunni þarftu að koma við í
Tígrahorninu í Kringlunni eða senda hana til
Krakkaklúbbs DV, Þverholti 14,
105 Reykjavík.
Komið í heimsókn í
Tígrahornið og heilsið
upp á Tígra.
I ítiJJji
í samstarfi við