Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Síða 38
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 i 46 sviðsljós Yasmin Le Bon, eiginkona Simons Le Bon, er 30 ára fyrirsæta: Á fullu í tískuheiminum með börnin sín þrjú Yasmin Le Bon, eiginkona rokk- stjörnunnar Simons Le Bon, er ein af frægustu fyrirsætum heimsins og ein af skærustu stjörnum Elite- fyr- irsætufyrirtækisins. Yasmin nýtur nokkurrar sérstööu í tískuheim- inum því að þær eru ekki margar fyrirsæturnar sem hafa verið giftar í tíu ár og eiga þrjú lítil börn. Fyrir- sæturnar þurfa að halda sér grönn- um og fallegum þrátt fyrir þá streitu og þann þeyting sem fylgir fyrirsætustarfinu. Yasmin Le Bon hefur þó tekist að samræma allt þetta; hún sinnir börnum og búi og henni gengur vel í faginu þrátt fyr- ir barnaskarann sinn. Þegar Yasmin Le Bon varð mamma í fyrsta sinn fyrir sex árum tók hún þá óvenjulegu ákvörðun að taka börnin með sér í vinnuna og hasla sér völl þar. Síðan hefur hún tekið krakkana með sér í myndatök- ur og sex árq dóttir Yasminar og Simons, Amber, er nú orðin vön fyr- irsæta en þau minni, Saffron, 4 ára, og Tallulah, 1 árs, eru tiltölulega ný- byrjuð í faginu. Þau kynntu haustog vetrartískuna með mömmu sinni fyrir Marks og Spencer búðirnar í Bretlandi nýlega. Þegar Yasmin byrjaði sjálf að sitja fyrir 18 ára var hún harðákveð- in í því að gifta sig ekki fyrir þrí- tugt, hvað þá eignast börn. En það var ást við fyrstu sýn þegar hún hitti Simon Le Bon í fyrsta skipti. „Ef einhver hefði sagt þegar ég var 18 ára að ég ætti eftir að giftast 21 árs og yrði komin með þrjú börn um þrítugt þá hefði ég hlegið," seg- ir Yasmin. Yasmin er fædd í Bretlandi, dótt- ir enskrar konu og íransks manns. Sem unglingur átti hún sér tvö markmið; að ferðast eins mikið og hægt væri og læra eins mikið og hún gæti áður en hún yrði þrítug. Yasmin velti því ekki mikið fyrir sér að verða módel en lét slag standa þegar henni var bent á það. Hún hefur tekið sér nokkrum sinn- um frí frá vinnunni til að fylgja Simoni eftir á ferðalögum og til að eignast börnin. Þess á milli hefur hún unnið sem fyrirsæta og farið með fjölskyldunni í frí ti1 Jamaíka. Sean Bean, breski leikarinn sem leikur erkióvin 007 í Gullauga, á í vandræð- um með hjónabandið því að eiginkona hans er óánægð með það hvað hann ver miklum tíma í knattspyrnu. Bean er mikill áhangandi Sheffield United. Yasmin Le Bon er ein af skærustu stjörnum fyrirsætufyrirtækisins Elite. Hún er gift Simoni Le Bon, söngvara Duran Duran. fc Yasmin og Simon Le Bon eiga þrjú börn saman og hefur Yasmin látið þau öll sitja fyrir á myndum með sér. Þessi mynd var tekin þegar Yasmin og Simon voru með börnin í fríi á Jamaíka nýlega. Amber, 6 ára, og Tallulah, 1 árs, eru farin að sitja fyrir hjá tískuljósmynd- urum. Sean Bean er ákafur Sheffield-aðdáandi: Hjónabandið í hættu vegna sjúklegs áhuga á knattspyrnu Breski leikarinn Sean Bean, sem lék erkióvin 007 í nýjustu James Bond-myndinni Gullauga, hefur .stofnað hjónabandi sínu með leik- konunni Melanie Hill í hættu vegna óbilandi og allt að því sjúklegs áhuga á knattspymu. Bean er ákaf- ur aðdáandi Sheffield United og sækir alla leiki liðsins sem hann kemst á og hefur þetta gengið svo langt að eiginkonan talar um að fá skilnað og hefur vísað kappanum í gestaherbergið. Eiginkona Beans, sem leikur eig- inkonu á móti honum í nýrri mynd sem heitir When Saturday Comes og fjallar einmitt um knattspyrnu, hef- ur kvartað mikið yfir áhuga eigin- mannsins á fótboltanum við vini sína og umgengni hans á heimilinu. Hún segir að hann sé fjarri heimil- inu í sex mánuði á ári vegna vinnu sinnar. Þegar hann loks komi heim sinni hann engum heimilisverkum og sé rokinn á knattspyrnuleiki strax og færi gefst. Þetta vill hún ekki sætta sig við. „Ég er dauðþreytt á þessu og vil hann út af heimilinu. Hann kemur fram við mig eins og fótaþurrku," segir Melanie um sambúðina við eiginmanninn. Bean glottir hins vegar í kampinn og segir að sér hafi þótt stór- skemmtilegt að leika á móti kon- unni sinni í nýju myndinni því að þar hafi hann getað beðið konuna sína um að strauja skyrtuna fyrir sig - nokkuð sem hann ekki kopist upp með heima. ... að Eddie Fulong, stjarnan úr Terminator 2 myndinni, ætl- aði að giftast sinni heittelsk- uðu, Jacqueline Domac, sem er 32 ára, nú þegar hann er orðinn 18 ára. Þau kynntust við töku á Terminator-myndinni þegar hann var 13 ára en hún 26. . . . að Sean Penn hefði náð sér í nýja dömu. Sú er ekki af verra taginu - sjálf Elle Macp- herson ofurfyrirsæta. Þau sáust nýlega saman á kaffihúsi í New Orleans en áður hafði sést til þeirra við svipuð tækifæri i Los Angeles og New York. . . .að spekingarnir í Holly- wood hörmuðu nú dauða Al- freds Hitchcocks. Hann hefði getað gert enn eitt snilldarverk- ið þegar Sharon Stone er ann- ars vegar. Von er á nýrri mynd með Stone innan skamms þar sem hún leikur á móti Isabelle Adjani í mynd eftir Jeremiah Chechik, sem leikstýrði Benny and Joon. . . .að hjartaknúsarinn Ant- onio Banderas væri ótrúlega til- finninganæmur maður. Nýlega lét hann hafa eftir sér að þrátt fyrir troðfulla fataskápa hefði hann tekið slíku ástfóstri við tvennar buxur sem hann ætti að hann gæti ekki fleygt þeim þrátt fyrir að þær væru slitnar og komnar úr tísku. . . .að fyrirsætan og kvik- myndastjarnan Halle Berry gæfi lítið fyrir mótmæli Jesse Jackson við óskarsverðlaunaaf- hendinguna á dögunum. Jackson var að mótmæla því hve fáir blökkumenn hefðu ver- ið tilnefndir en Berry gaf þá yf- irlýsingu að hún ætlaði að vera jákvæð gagnvart þessarri stað- reynd. Það gæfi líklega betri raun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.