Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Side 50
58 afmæli LAUGARDAGUR 13. APRIL 1996 Olöf Ketifbjarnardóttir Ólöf Ketilbjarnardóttir húsmóð- ir, Baldursgötu 16, Reykjavík, verð- ur níutíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Ólöf fæddist að Klukkufelli í Reykhólasveit en fór þriggja ára með foreldrum sínum að Saurhóli í Saurbæ í Dalasýslu þar sem hún ólst upp. Ólöf kynntist öllum al- mennum sveitastörfum í foreldra- húsum. Hún fór til Reykjavíkur 1919, lærði þar kjólasaum hjá Stefónu Björnsdóttur 1923 auk þess sem hún lærði útsaum og balder- ingu hjá Jónínu Benediktsdóttur. Hún stundaði um skeið nám við skóla Ásgríms að Bergstaðastræti 3, fór síðan til Bandaríkjanna og lauk þaðan prófi frá lýðháskóla í Hartford 1928 og frá Hartford Grammar School 1930. Hún var sæmd heiðursmerki og heiðurs- skjali American Legion Auxiliary fyrir ritgerðir og góða frammistöðu í námi í Hartford. Ólöf var búsett í Bandaríkjunum 1925-31 en flutti þá til Reykjavíkur. Hún starfaði hjá Ríkisútvarpinu í níu ár eftir heimkomuna auk þess sem hún stundaði einkakennslu í ensku. Þá starfaði hún hjá Sláturfé- lagi Suðurlands í Reykjavík 1958-78. Ólöf hefur gefið út eftirtaldar ljóðabækur: Gullregn, útg. 1988; Mánaskin, útg. 1991, og Stjörnu- blik, útg. 1993. Fjölskylda Olöf giftist 19.5. 1933 Indriða Halldórssyni, f. 13.2. 1908, d. 3.10. 1990, múrarameistara. Hann var sonur Halldórs Indriðasonar, út- vegsb. í Grundarfirði, og k.h., Dag- fríðar Jóhannsdóttur frá Kverná. Börn Ólafar og Indriða eru Hall- dór Indriðason, f. 29.11. 1933, d. 1980, múrarameistari og stýrimað- ur í Reykjavík, var kvæntur Sig- rúnu Stefánsdóttur húsmóður og eru dætur þeirra tvær; Kolbrún Dóra Indriðadóttir, f. 26.11. 1938, verslunarstjóri í Reykjavík, gift Guðmundi Guðveigssyni lögreglu- þjóni og eiga þau fimm börn. Dætur Halldórs og Sigrúnar eru Oddný Björg, f. 11.4. 1956, skrif- stofumaður í Reykjavík, var gift Bjarna Friðrikssyni og eiga þau eina dóttur, Birgittu; Ólöf Berg- lind, f. 11.12. 1959, þroskaþjálfi í Reykjavík, og á hún einn son, Hall- dór Hrafn Jónsson. Börn Kolbrúnar Dóru og Guð- mundar eru Ólöf, f. 26.2.1958, skrif- stofumaður í Reykjavík, gift Peter Joseph Broome Salmon fram- kvæmdastjóra og eiga þau tvö börn, Thomas og Tönju; Eggert Snorri, f. 1.1. 1961, húsasmiður og brunavörður, kvæntur Jóhönnu Guðbjörnsdóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn, Hafstein, Herdísi og Önnu Björk; Indriði, f. 24.8. 1963, múrari, kvæntur Nínu Edvards- dóttur fóstru og eiga þau tvo syni, Alexander og Edvard; Guðmundur Sævar, f. 20.4. 1970, múrari en sam- býliskona hans er Edda Sigur- bergsdóttir og eiga þau eina dóttur, Thelmu; Halldóra Katla, f. 24.12. 1971, ritari en sambýlismaður hennar er Magnús Helgason rekstrarstjóri og eiga þau eina dótt- ur, Kolbrúnu Dóru. Ólöf átti sjö alsystkini og flmm hálfsystkini, samfeðra. Af alsystk- inum hennar komust þrjú til full- orðinsára en þrír hálfbræður. Ólöf er nú ein á lífi af systkinunum. Foreldrar Ólafar voru Ketilbjörn Magnússon, f. 25.6. 1865, d. 1915, b. á Saurhóli í Saurbæ í Dölum, og s.k.h., Halldóra Snorradóttir, f. 18.4. 1865, d. 30.4. 1945, húsfreyja. Ætt Ketilbjörn var sonur Magnúsar, hreppstjóra og fræðimanns í Tjaldanesi, Jónssonar, b. á Kleif- um, Ormssonar. Móðir Magnúsar var Kristín Eggertsdóttir, óðalsb. í Hergilsey, Ólafssonar og Guðrúnar Jónsdóttur, af Djúpadalsætt. Móðir Ólöf Ketilbjarnardóttir. Ketilbjarnar var Ólöf Guðlaugs- dóttir, prests í Vatnsfirði, Sigurðs- sonar, prests i Lundum, Þorbjarn- arsonar, ríka í Lundum, Ólafsson- ar. Móðir Ólafar var Rannveig Sig- urðardóttir, sýslumanns á Hvítár- völlum, Jónssonar. Halldóra var dóttir Snorra Árna- sonar, dbrm. í Arnarstapa, Eyjólfs- sonar. Móðir Halldóru var Ingveld- ur Jónsdóttir frá Haukatungu, syst- ir Oddnýjar, móður séra Ingvars Nikulássonar. Ólöf og fjölskylda hennar taka á móti gestum hjá Biindrafélaginu, Hamrahlíð 17, Reykjavík, 2. hæð, á morgun, sunnudag, milli klukkan 16 og 19.00. Til hamingju með afmæíið 14. apríl 95 ára Jóhannes Jóhannsson, Snorrabraut 58, Reykjavík. 85 ára Guðbjörg Pétursdóttir, Bakkatjörn 7, Selfossi. 75 ára Kristján Finnbjörnsson, Bleikjukvísl 11, Reykjavík. Kristján er að heiman. Sigurjón Jónsson, Aspaifelli 8, Reykjavík. 70 ára Guðlaug Hallbjörnsdóttir, fyrrverandi matráðskona hjá Skeljungi í Skerjafirði, Reynimel 84, Reykjavík. Hún mun taka á móti gestum á Aflagranda 40, í dag, laugardaginn 13.4. kl. 17.00. Dýrleif Jóns- dóttir, Jökulgrunni 12, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Grand hótel við Sigtún á afmæl- isdaginn kl. 19.00-22.00 Birgir Frímannsson, Barðaströnd 27, Seltjarnarnesi. Kristinn Jónsson, Birkivöllum 32, Selfossi. Atli Snæbjörnsson, Aðalstræti 90, Patreksfirði. 60 ára Jórunn Axelsdóttir, Tunguseli 3, Reykjavík. Salaleiga Höíum sali sem henta fyrir alla mannfagnaði HÖTETt^nND 5687111 Þórður Hannesson, Rauðkollsstöðum, Eyja- og Mikla- holtshreppi. Óskar Jóhannesson, Ásvallagötu 3, Reykjavik. 50 ára Marsilía Ingvarsdóttir, Sólborgarhóli, Glæsibæjarhreppi. Gunnar Kjartansson, Orrahólum 7, Reykjavík. Ásgerður Ágústsdóttir, Heiðarlundi 6 D, Akureyri. Margrét Rannveig Guðmunds- dóttir, Furulundi 13C, Akureyri. Hildur Svavarsdóttir, Efstasundi 73, Reykjavík. Júlíus Berg Júlíusson, Norðurvegi 15, Hrísey. Ingveldur Brimdís Jónsdóttir, Dalsgerði 5G, Akureyri. Guðmundur Óskar Guðmunds- son, Lerkilundi 38, Akureyri. Garðar Gestsson, Vallholti 45, Selfossi. Guðlaug Lára Björgvinsdóttir, Hjallabraut 92, Hafnarfirði. Kurt Sigurd Nielsen, Sogavegi 115, Reykjavík. Sigríður H. Þorvaldsdóttir, Álftalandi 7, Reykjavík. 40 ára Arnar Eiríkur Gunnarsson, Reykjaskóla, Staðarhreppi. Eyjólfur Valur Gunnarsson, Brú, Bæjarhreppi. Haraldur Sigurðsson, Orrahólum 7, Reykjavík. Gunnlaugur Sigurðsson, Klaufabrekkum, Svarfaðardals- hreppi. Gunnar Rúnar H. Óskarsson, Klausturhvammi 2, Hafnarfirði. Guðný Kristín Heiðarsdóttir, Stekkjargerði 2, Akureyri. Þröstur Stefánsson, Kambahrauni 32, Hveragerði. Egill Þorsteinn Sigmundsson, Stórholti 9, ísafirði. Ásgerður Jóhannesdóttir, Hverfisgötu 104A, Reykjavík. Viggó Hólm Valgarðsson, Miðholti 3, Hafnarfirði. ólafur Jakobsson, Austurgötu 27, Hafnarfirði. Björn H. Sigurliðason, Birkihlíð 2B, Hafnarfirði. Hjördís Davíðsdóttir Hjördís Davíðsdóttir húsmóðir, Álakvísl 84, Reykjavík, er fimmtug í dag. Fjölskylda Hjördís fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún giftist 10.10. 1964 Rúnari Jóhannesi Guðmundssyni, f. 12.2. 1941, bifreiðastjóra. Hann er sonur Guðmundar Kristins Falk Guðmundssonar, f. 19.9. 1913, d. 25.8. 1965, skipstjóra og útgerðar- manns í Kópavogi, og Helgu Hjör- dísar Hjartardóttur, f. 29.6. 1915, d. 24.8. 1986, húsmóður. Börn Hjördísar og Rúnars Jó- hannesar eru Geirlaug, f. 2.8. 1964, búsett í Svíþjóð, gift Roger Sahlén og eru börn þeirra Sandra Alma Bergrós, f. 13.7. 1992, og Frida Isa- bella Elínrós, f. 31.7. 1995, en börn hennar frá því áður eru Jóhannes Rúnar Hjelm, f. 12.2.1982, og Sigríð- ur Hjördís Sigursteinsdóttir, f. 3.3. 1989; Valgerður Hjördís, f. 13.2.1966 og er dóttir hennar Sóldís Dröfn Kristinsdóttir, f. 28.5. 1990; Sigur- borg, f. 7.9. 1967, stúdent og hús- móðir á Húsavík, gift Hermundi Svanssyni sjómanni og eru börn þeirra Herdís Eva, f. 9.12. 1988, Sævar Falk, f. 7.9. 1990, og Elísa Rún, f. 24.8. 1994. Systkini Hjördísar: Sigríður Kristin, f. 25.10. 1930, búsett í Reykjavík, gift Gylfa Traustasyni; Grímur, f. 22.12. 1933, búsettur í Reykjavík, kvæntur Svanhildi H. Sigurfinnsdóttur; Jóhann, f. 20.8. 1937, búsettur í Keílavík, kvæntur Laufeyju Ósk Guðmundsdóttur; Ósk, f. 1.1. 1948, búsett í Reykjavík, gift Guðmundi I. Kristóferssyni; Hólmfríður, f. 5.7. 1952, búsett í Kópavogi, gift Sigurði Eiríkssyni. Foreldrar Hjördísar voru Davíð Óskar Grímsson, f. 12.4. 1904, d. 16.3.1985, húsgagnasmíðameistari í Reykjavík, og Sigríður Geirlaug Kristinsdóttir, f. 5.9. 1911, d. 3.3. 1988, húsmóðir. Ætt Davíð var sonur Gríms, b. í Langeyjarnesi á Skarðsströnd og í Rúfeyjum á Breiðafirði Þorláksson- ar, hreppstjóra, silfursmiðs og hafnsögumanns á Melum í Skarðs- hreppi Bergsveinssonar, b. í Saur- látri, Eyjólfssonar. Móðir Þorláks var Katrín Þorláksdóttir. Móðir Gríms var Þorbjörg Eggertsdóttir, b. í Fremri-Langey, Oddssonar, b. þar Ormssonar, ættföður Ormsætt- arinnar Sigurðssonar. Móðir Þor- bjargar var Þorbjörg Eyjólfsdóttir, b. i Svefneyjum, Einarssonar og Guðrúnar Jóhannsdóttur. Móðir Davíðs var Jóhanna Kristjana Jóhannesdóttir, b. á Snartarstöðum í Lundarreykjadal, Oddssonar, b. á Reykjum, Jónsson- ar. Móðir Jóhannesar var Kristrún Davíðsdóttir. Móðir Jóhönnu Krist- Hjördís Davíðsdóttir. jönu var Salgerður Þorgrímsdóttir, í Akurgerði í Reykjavík, Eyleifs- sonar. Móðir Salgerðar var Þóra Torfadóttir. Sigríður Geirlaug var dóttir Kristins, bifreiðastjóri í Reykjavík, Jónssonar, Bjarnasonar. Móðir Kristins var Kristín Guðmunds- dóttir. Móðir Sigríðar Geirlaugar var Sigríður, húsfreyja í Ólafsdal í Saurbæjarhreppi í Dölum, Guð- jónsdóttir. Hjördís og Rúnar taka á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 17.00 í dag. Hrafnhildur Þórs Ingvadóttir Hrafnhildur Þórs Ingvadóttir, stjórnarráðsfulltrúi í menntamála- ráðuneytinu, Heiðargerði 43, Reykjavík, er fimmtug í dag. Fjölskylda Hrafnhildur fæddist í Reykjavík. Hún giftist 1.7. 1978 Sævari Vigfús- syni, f. 4.9. 1939, tæknifræðingi og forstöðumanni skrifstofusviðs hjá Siglingamálastofnun. Hann er son- ur Vigfúsar Þórarins Jónssonar, f. 13.12. 1899, d. 1.11. 1977, fram- kvæmdastjóra á Akureyri, og Sig- ríðar Huldar Jóhannesdóttur, f. 19.12. 1917, d. 31.7. 1988, kaup- manns. Börn Hrafnhildar og Sævars eru Rósa Ágústa, f. 24.6. 1964, gift Pétri Péturssyni bílasala og eru börn þeirra Halldór Örn Kjartansson, f. 3.4. 1985, og Anna Rakel Pétursdótt- ir, f. 2.9. 1994; Valgeir Sigurður, f. 4.7.1966; Áslaug Kristín, f. 9.7.1968; Inger Rut, f. 12.4. 1975 og er dóttir hennar Hrafnhildur Alice, f. 4.6. 1995; Sævar Örn, f. 2.5. 1979. Systkini Hrafnhildar: Inga Þórs, f. 4.2. 1942, d. 23.2. 1986; Guðlaug Þórs, f. 27.6. 1950; Valgerður Júlía Þórs, f. 1.7. 1951, d. 11.9. 1968; Ing- unn Ása Þórs, f. 14.2. 1956; Einar Þór, f. 24.8. 1957. Foreldrar Hrafnhildar voru Ingvi Þór Einarsson, f. 11.2. 1922, bifreiðastjóri í Reykjavík, og Val- gerður Margrét Valgeirsdóttir, f. 8.3. 1922, húsmóðir. Hrafnhildur tekur á móti ætt- ingjum og vinum í Rafveituheimil- inu í Elliðaárdal í kvöld milli kl. 18.00 og 21.00. Hrafnhildur Þórs Ingvadóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.