Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Side 56
Vertu viðbúinfn) vinningi Vinningstölur 12.4/96 ®@@® KIN r > CZ> ŒD FRETTASKOTIÐ Q= o SÍMINN SEM ALDREI SEFUR S CZ3 'Z=> s: ld *=c ^ - Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. on *—■1 H— LT3 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 Þorskkvótinn: Búist við 10-15 þúsund tonna aukningu í ár „Ef við höldum okkur við jörð- ina þá hygg ég að maður geti vænst þess að þorskkvótinn verði aukinn á milli 10 og 15 þúsund lestir á þessu fískveiðiári. Það myndi töluverðu bjarga,“ sagði Hjálmar Ámason alþingismaður í samtali við DV i gær. Margir þingmenn segja opin- berlega að þeir vilji auka kvóta um allt að 50 þúsund lestir á þessu fiskveiðiári. Flestir voru á því að það væru loftkastalar. Mikið gengur nú á vegna kvót- ans. Það er í annan stað vegna þess hve útkoma í togararalli, og þá ekki síður það sem af er net- aralli Hafró, er góð. Hitt atriðið ' er að ef gera á breytingar á kvóta þessa fiskveiðiárs verður það að gerast, lögum samkvæmt, fyrir mánudaginn 15. apríl. Sjávarútvegsráðherra mun um helgina ræða við hagsmunaaðila um málið. Honum ber að gera það, lögum samkvæmt, áður en hann tekur ákvörðun. -S.dór Sjá bls. 2 Bráðlátur grásleppukarl: Sviptur veiðileyfi Fiskistofa hefur svipt grásleppu- bátinn Sæljóma í Sandgerði grá- sleppuveiðileyfi þar sem skipstjóri hans lagði netin of snemma. Grá- sleppuveiðitíminn hefst 20. mars suðvestanlands en skipstjórinn var byrjaður fyrir þann tíma. Við rann- sókn málsins kom fram að hann hafði lagt netin á hefðbundinni grá- sleppuslóð bæði fyrir og eftir 20. mars. c: verð kr. 1.023.000.- Bílheimar ehf. Sœvarhöföa 2a Sími: 525 90001 HEFÐI HANN FA GET- AÐ HITT Á RANGA NONU? Niöurstaöa í máli fimm sakborninga í kvótamáli vegna Ltibberts GmbH: Frávísanir og skilorð Sýkna eða frávísun frá dómi átti við í ákærum á hendur tveimur af fimm sakborningum í kvótamál- inu stóra sem Héraðsdómur Vest- fjarða kvað upp í gær. Þrír fengu sekt eða skilorðsrefsingar. Ari HaUdórsson, fyrrum starfs- maður Lúbberts í Þýskalandi, vai- dæmdur til að greiða 2ja milljóna sekt og til að sæta 60 daga skilorðs- bundnu varðhaldi fyrir að hafa sem miðlari keypt 660 tonna afla- mark frá Ósvör hf. í Bolungarvík. Þannig gerði hann samning við Gunnarstind á Stöðvarfirði, aðal- lega um að veiða aflann, og síðan Goðaborg á Fáskrúðsflrði um að verka karfa gegn greiðslu. Ari taldist útlendingm- vegna lögheim- ilis erlendis og var því óheimilt að stunda fiskveiðar í íslenskr lög- sögu. Ari var sýknaður af ákæru um að hafa flutt aflamark yfir á Bessa í Súðavík. Ákæru á hendur Björgvin Bjarnasyni, fyrrum framkvæmda- stjóra Ósvarar, um rangfærslur til Fiskistofu var vísað frá dómi. Hon- um var gefið að sök að hafa til- greint Bessa ÍS sem viðtakanda 660 tonna aflamarks frá Dagrúnu ÍS þrátt fyrir að hafa selt afla- markið áður til Lúbberts. Björgvin var sýknaður af umboðssvikum og að hafa misnotað aðstöðu sína með því að flytja 894 tonna aflamark frá Dagrúnu til annarra skipa. Kristján Jón Guðmundsson, fyrr- um útgerðarstjóri Ósvarar, var dæmdur í 4ra mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir skjalafals, með því að hafa í þremur umsókn- um til Fiskistofu um staðfestingu á flutningi aflamarks frá Ósvör til skipa utan byggðarlagsins leigt rúmlega 1.300 tonna aflamark án þess að leita áður innsagnar bæj- arstjóra Bolungarvíkur og for- manns verkalýðsfélags. Dómurinn vísaði einnig frá ákæru á hendur Ingimar Halldórs- syni, fyrrum framkvæmdastjóra Álftfirðings og Frosta hf., um að hafa tekið að sér fyrir Lúbberts að „geyma“ á Bessa ÍS 500 tonna afla- mark sem Álftfirðingur fékk yfir- fært frá Dagrúnu ÍS. Ingimar var alfarið sýknaður af þvi að hafa ranglega tilgreint Hrungni GK í Grindavík sem við- takanda aflamarksins frá skipun- um Bessa ÍS og Haffara ÍS. Reimar Charlesson, fram- kvæmdastjóri RC. og Co, var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið varðhald fyrir að hafa búið til reikninga í nafni félagsins sem út- flytjandi á fiski þrátt fyrir að fyrir- tækið teldist ekki útflytjandi. Dóminn kváðu upp Jónas Jó- hannsson, Amgrímur ísberg og Ingibjörg Benediktsdóttir. -Ótt Margt má sér til gamans gera þegar fer að vora og heitt er í lofti eins og verið hefur á höfuðborgarsvæðinu undan- farna daga. Hitt húsið stóð fyrir nokkurs konar strandveislu meðal ungra Reykvíkinga í Nauthólsvíkinni í gær með blöðrum og öllu tilheyrandi og stóð ekki á unga fólkinu, það mætti kappklætt á staðinn og stóð að sjálfsögðu fyrir fjörinu. Nokkrir vaskir Reykvíkingar notuðu tækifærið til hins ýtrasta og fóru í ýmsa útileiki, meðal annars var efnt til reiptogs við mikinn fögnuð viðstaddra. DV-mynd GS „Rafsuðu- blindur" velti bíl við Litla- Hraun Karlmaður, sem var á leið til Eyr- arbakka á móts við fangelsið Litla- Hraun, velti BMW-bifreið sinni seint á fimmtudagskvöldið og er óhappið rakið til þess að hann var haldinn rafsuðublindu. Maðurinn var að vinna við rafsuðu á Stokks- eyri og gætti þess ekki að nota við- eigandi rafsuðuhjálm. Við svo búið settist hann upp í bíl sinn og ók áleiðis að Eyarbakka þrátt fyrir blinduna sem hann fékk af hinni skæru rafsuðulýsingu. Þegar maðurinn var kominn á móts við Litla-Hraun áttaði hann sig ekki á að þjóðvegurinn sem hann ók eftir endaði við Eyrar- bakkaveg þrátt fyrir að hann sé vel kunnugur staðháttum. Skipti því engum togum að bíllinn fór út af og valt. Manninn sakaði ekki en bíll- inn er verulega skemmdur. -Ótt Veðrið á sunnudag og mánudag: Kaldi eða stinningskaldi Á morgun verður austan- og suðaustanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi. Rigning um suðaustanvert landið en annars þurrt. Hiti 3 til 10 stig. Á mánudaginn verður suðaustangola eða kaldi víðast hvar á landinu. Smáskúrir eða dálítil súld sunnanlands og austan en annars þurrt. Hiti 2 til 10 stig. Veðrið í dag er á bls. 61 Mánudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.