Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Qupperneq 2
16 sjBnskir dagar " ■" 1 ■ — —■ ■ — ■ MIÐVHÍUDAGUR 17. APRÍL 1996 £> "V Stokkhólmur hefur veriö kölluð Feneyjar Norðurlanda. Borgin er byggð á 14 eyjum þar sem vatnið Málaren rennur út í Eystrasalt. Vatnið í borginni er svo hreint að hægt er að veiða lax í henni miðri og baða sig. Elsti hluti Stokkhólms er lítil eyja, Gamli bærinn. Þar eru sumar . götumar svo þröngar að hægt er að snerta húsin beggja megin við þær rétti maður út handleggina. Húsin eru frá miðöldum og hæst gnæfir konungshöllin með sínum 600 her- bergjum og fjölmörgu söfnum. í Gamla bænum eru skemmtiieg- ar verslunargötur þar sem úir og grúir af antikverslunum, tísku- verslunum minjagripaverslunum, listaverkasölum og veitingastöðum. Mest er örtröðin á Vásterlánggatan. Samhliða henni liggur Prástgatan sem er ein fallegasta gatan í Gamla bænum. Þar ríkir hins vegar kyrrð og friður. Veitingastaður Bellmans og Taubes Á Österlánggatan í Gamla bæn- um er veitingastaðurinn Gyldene Freden. Þangað kom stundum skáldið Carl Michael Bellman. Síð- an hafa ýmsir listamenn vanið komur sínar á staðinn, þar á meðal skáldið og söngvarinn Evert Taube. Á Járntorget í Gamla bænum stendur stytta af Evert Taube, mitt á milli veitingarstaðarins Gyldene Freden og fyrrum heimilis Taubes. Aðrir skemmtilegir borgarhlutar eru Södermalm, Östermalm, Kungs- holmen og Djurgárden en á þeim síðastnefnda er Skansen, sem er stór dýragaröur og byggðasafn, og tívolí. Þar eru einnig nokkur söfn, þar á meðal Vasasafnið með skip- inu Vasa sem sökk í jómfrúferð sinni 1628. Flakinu var bjargað 1961 og hafði það þá legið á hafsbotni í 333 ár. Með gufuskipi í skerjagarðinn Bátsferðir í kringum Djurgárden Elsti borgarhluti Stokkhólms er Gamli bærinn. Stokkhólmur: Nóbelsmatur í Ráðhús- kjallaranum Nóbelshátíðin í desember fer fram í Ráðhúsi Stokkhólms. Þar er setið undir borðum og dansað að lokinni afhendingu Nóbelsverðlaunanna. Sá sem vill leika kóng eða drottningu eða Nóbelsverðlaunahafa eina kvöldstund getur pantað hvaða Nóbelsmáltíð sem er, allt frá ár- inu 1901, í Ráðhúskjallaranum. Panta þarf með nokkurra daga fyrirvara. Rúmlega 4 þúsund verslanir Verslanirnar í Stokkhólmi eru rúmlega 4 þúsund. Helstu verslunargötumar eru í kring- um Hamngatan, Drottninggat- an, Sergels Torg og í Gamla Stan. Nýjasta „kringlan" er Sturegallerian þar sem eru 20 verslanir og nokkrir veitinga- staöir. Vöruhúsið NK á Hamngatan er einnig heim- sóknar virði. Frá einni af stöðvum neðanjarð- arlestarinnar í Stokkhólmi. Lengsta lista- sýning í heimi Neðanjarðarlestarkerfið _ í Stokkhólmi er 110 kOómétra langt og eru stöðvarnar alls 100. Stöðvarnar eru í raun listasýn- ing því listamenn hafa fengið að spreyta sig við að skreyta þær. í neðanjaröarlestakeifinu er því að sjá lengstu listasýn- ingu í heimi sem vakiö hefur alþjóða athygli. • s :fRSKA Stokkhólmskortið: Veitir veru- legan afslátt Með því aö kaupa svokallað Stokkhólmskort, sem kostar 175 sænskar krónur og gildir í einn dag fyrir 1 fullorðinn og 2 börn undir 18 ára, er hægt að spara talsvert. Með kortinu er ferðast ókeypis í neðanjarðarbrautinni og strætisvögnum. Frítt er í ákveðnar skoðunarferðir með strætisvögnum og bátum. Auk þess veitir kortið ókeypis að- gang að 70 söfnum. Kortið veit- ir afslátt á mörgum veitinga- stööum og gisti menn á hóteli í Stokkhólmi veitir kortið 50 krónu afslátt af leikhúsmiða sé hann keyptur á síðustu stundu. Flóamarkaður í Skárholmen Á flóamarkaðnum í úthverf- inu Skárholmen í suðurhluta Stokkhólms er hægt að kaupa allt á milli himins og jarðar. Þar standa hundruð Stokk- hólmsbúa ög selja muni sína. Opið er alla daga vikunnar en mest er um að vera um helgar. Feneyjar Norðurianda eru vinsælar og sömuleiðis ferðir undir brýr í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm eru 24 eyjanna og Stokkhólms og er hægt að ferðast um Stokkhólms. þúsund eyjar. Reglulegar ferðir eru milli margra í nýtískulegúm bátum og gufuskipum. Tilvalið er að leigja sér lítil sumarhús á eyjunum vilji menn dvelja þar. Þar er einnig að finna hótel, gistihús og farfuglaheimili. Einnig er hægt að tjalda í skerjagarðinum. Vilji menn ráða ferð sinni um skerjagarðinn er hægt að leigja sér kajak eða seglbát. Övenjuleg og vinsæl skoðunarferð er ferð í loftbelg yfír borg- ina. Stokkhólmur er eina höfuðborgin í heimin- um þar sem slíkar ferðir eru leyfðar. Gamaldags jólamarkaðir Á mörgum eyjanna er heilmargt um að vera allt árið. Gamaldags jólamarkaðir í skerjagarðin- um eru vinsælir og jólahlaðborðin þar svigna undan kræsingum alveg eins og í borginni. Jóla- markaðir í Gamla bænum og á Skansen á Djurgárden eru sérlega heillandi. Á veturna nota margir tækifærið og skauta á vötnum á þar til gerðum skautum. Skautana er hægt að leigja al- veg eins og svigskíði og gönguskíði. I Stokkhólmi eru alls yfir 200 hótel, stór og smá. Farfuglaheimilin í borginni flest með fjöl- skylduherbergi og þar býr fólk á öllum aldri. Far- fuglaheimilin eru bæði i miðborginni og úthverf- unum. -IBS Reglulegar feröir eru út í eyjarnar í skerjagarðinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.