Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 Fréttir DV Skoðanakönnun DV um fylgi ríkisstjórnarinnar: Stuðningur eykst með hækkandi sól - nær 6 af hverjum 10 kjósendum styðja stjórnina Fylgi ríkisstjórnarinnar Niöurstööur skoðanakönn- Ef aöeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu unarinnar uröu þessar: veröa niöurstöðurnar þessar: Svara ekki Stuðningur við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar eykst á ný eftir afturkipp fyrir mánuði síðan þegar stjórnin hafði nauman meirihluta kjósenda á bak við sig. Þetta eru helstu niður- stöður skoðanakönnunar DV um fylgi ríkisstjórnarinnar. Könnunin fór fram í fyrrakvöld. Úrtakið í skoðanakönnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja sem og landsbyggðar og höf- uðborgarsvæðis. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur ríkisstjórn- inni?“ Skekkjumörk í könnun sem þessari eru tvö til þrjú prósentustig. Miðað við svör allra í könnuninni sögðust 47 prósent styðja ríkis- stjórnina, 33,7 prósent voru henni andvíg, 17,3 prósent voru óákveðin og 2 prósent neituðu að svara. Þetta er örlítið hærra hlutfall óákveðinna en í síðustu könnun DV í byrjun mars sl. Ef aðeins er tekið mið af þeim sem tóku afstöðu til ríkisstjórnar- innar sögðust 58,3 prósent styðja hana en 41,7 prósent voru henni andvíg. Miðað við marskönnun DV hefur fylgi ríkisstjórnarinnar aukist um rúm 5 prósentustig sé tekið mið af þeim sem tóku afstöðu. Andstæðing- um stjórnarinnar hefur að sama skapi fækkað um 5 prósentustig. Þegar fylgi við ríkisstjórnina er skoðað eftir búsetu kjósenda kemur í ljós mjög svipuð niðurstaða. Ef eitthvað er þá eru fylgismenn henn- ar aðeins fleiri á höfuðborgarsvæð- inu. í fyrri könnunum DV hefur munað meiru á landsbyggð og höf- uðborgarsvæði. Sé fylgið skoðað eftir kynjum kemur í ljós meiri munur en eftir búsetu. Talsvert fleiri konur en karlar eru andvígar ríkisstjóm Dav- íðs Oddssonar á meðan kynbræður Davíðs eru fjölmennari í hópi stuðn- ingsmanna stjórnarinnar. -bjb Stuðningur Sjómannasambandsins við að auka ekki kvóta: Mikil ólga í mönnum í Vestmannaeyjum - segir Elías Björnsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns „Það er mikil ólga í sjómönnum vegna þess að kvótinn var ekki auk- inn. Þeir eru einnig gramir út í for- mann Sjómannasambandsins vegna þess að hann mælti með því að kvót- inn yrði ekki aukinn. Sjómenn hér í Vestmannaeyjum urðu æfir. Menn voru almennt búnir að reikna með einhverri viðbót vegna þess að allt mælti með því. Eins er ljóst að ef kvótinn hefði verið aukinn hefði verðið á honum lækkað. Úrkastið úti á sjó myndi minnka, því menn henda ekki þorski meðan þeir eiga kvóta. Það er einnig ljóst að megnið af kvóta- aukningunni hefði farið á bátaflot- ann. Úthafsveiðiflotinn er búinn að ráðstafa sér alveg til haustsins. Og ég verð að játa það að þessi afstaða formannsins kom mér á óvart, ekki síst þar sem ég á sæti í sambands- stjórn SÍ og þar hafði þetta ekki ver- ið tekið fyrir,“ sagði Elías Björns- son, formaður Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum í samtali viö DV. Mikil ólga er í sjómönnum víða um land vegna þeirrar ákvörðunar Sævars Gunnarssonar, formanns Sjómannasambandsins, að mæla með því við sjávarútvegsráðherra að kvótinn yrði ekki aukinn á þessu fiskveiðiári. „Auðvitað verð ég var við óá- nægju enda skiptar skoðanir innan sjómannastéttarinnar um þetta mál. Hins vegar á afstaða mín ekki að koma nokkrum manni á óvart. Það hefur verið stefna Sjómannasam- bands íslands, alveg síðan kvóta- kerfið var tekið upp, að meðan við hefðum ekki annað betra við að styðjast en fiskifræðingana mynd- um við styðjast við þá,“ sagði Sæv- ar Gunnarsson, í samtali við DV. Hann sagðist því engu vera að breyta og það væri ekkert nýtt í þessari afstöðu sinni. Hann benti á að í maí í fyrra, þegar ráðgjöf fiski- fræðinganna kom og lagt var til að skera kvótann niður úr 190 þúsund tonnum í 155 þúsund tonn, sagðist hann hafa lýst yfir stuðningi við til- lögu fiskifræðinganna. Hann sagðist enga gagnrýni hafa fengið þá. „Nú var bara búið að byggja upp svo miklar væntingar. Þess vegna kemur þessi óánægja fram,“ sagði Sævar Gunnarsson. -S.dór Dagfari Að taka Við höfum engan her og það finnst ýmsum miður. Björn Bjarna- son menntamálaráðherra orðaði það í fyrra að sniðugt væri að koma upp íslenskum her en það fékk lítinn hljómgrunn. Ekkert skal um það sagt hvort mennta- málaráðherrann hefur dreymt um að verða fyrsti varnarmálaráð- herra íslands. Það er auðvitað illt til þess að vita að við, sem ein af stofnþjóðum NATO, eigum engan varnarmálaráðherra. Þaö sæti er því autt þegar aðrir varnarmála- ráðherrar hittast í fínum selsköp- um í Evrópu. En þótt við eigum ekki her eig- um við okkar flota og byssubáta. Landhelgisgæslan er okkar her. Þetta er sá her sem við höfum montað okkur hvað mest af. Það var sama hvort við færðum land- helgina út í 12 mílur, 50 eða 200 mílur. Alltaf treystum við flotan- um okkar. Hver man ekki land- helgisstríðin þar sem við lögðum ekki minna veldi að velli en breska heimsveldið? Það var sama hversu margar freigátur þeir sendu, alltaf stóðu uppi sem sigurvegarar þeir Ægir, Týr, Óðinn og Þór. Jafnvel smábátar eins og Albert og Árvak- ur sáu við breskum bryndrekum og dráttarbátum. Þess var að vísu ekki getið að herskip hennar hátignar máttu ekki skjóta. Þau máttu bara sigla á bátana okkar. Þetta var svipað og i leikfimi í gamla daga. Þá var stundum skipt í lið milli stráka og stelpna í brennibolta. Leikreglur ganga út á það að skjóta í andstæð- inginn sem er þar með úr leik. Leikfimikennari stúlknanna bjó hins vegar til nýjar reglur til þess að jafna leikinn milli kynjanna. Þær fólust í því að stelpurnar máttu skjóta hvar sem var í strák- ana en þeir máttu hvorki skjóta í skvísurnar fyrir ofan né neðan mitti. Piltar voru svo prúðir að þeir spurðu aldrei þeirrar spurn- ingar sem þó brann á vörum. Mátti aðeins skjóta í miðjuna á meyjun- um yndisfögru? í þá daga urðu til stríðshetjur. Eiríkur Kristófersson var hetja okkar í hinu fyrra stríð við Breta og Guðmundur Kæmested í hinu síðara. Þetta voru sæúlfar sem gáfu sig hvergi og skutu á veiði- þjófa ef þurfa þótti. Væntanlega fengu þeir þó til þess stuðning frá forystu Landhelgisgæslu og ráð- herra dómsmála. En síðan eru liðin mörg ár, eins og segir í danslaginu fræga. Nú á dögunum stóðu menn frammi fyrir því að rússneskur veiðiþjófur var nappaður innan tvö hundruð míln- anna. Flugvélar fylgdu þrjóti þess- um út fyrir mörkin þar til varðskip kom á vettvang. Landslýður allur spenntist upp. Nú var komið að því. Við höfðum lagt stórveldið breska. Rússneski björninn var næsta fórnarlambið. Skipherrar varðskipanna sáu fyrir sér gósentíma. Þeir yrðu stríðshetjur eins og Eiríkur og Kærnested. Allt var til reiðu. Varðskipið í humátt á eftir rússneska togaran- um og nýja og flotta þyrlan albúin að láta sérsveitir okkar síga um borð og sigla dallinum í land. Hann var að vísu sagður hár á sjó og margir Rússar um borð. Menn treystu því þó að vopnað skip og þyrla færu létt með óvopnaðan togarann. Allra augu beindust því að eiginlegum varnarmálaráðherra íslands, Þorsteini Pálssyni. Hann þurfti bara að gefa eina skipun: Taka skipið og skjóta ef þarf. En þyrlan fór aldrei á loft og púðrið er enn í varðskipsbyssunni. Varnarmálaráðherrann vOdi ekki. Rússinn sigldi sína leið. Síðan gera rússneskir togarar sér það helst að leik að eyðileggja veiðarfæri ís- lenskra skipa. Ekki þarf að óttast herveldið ísland. Hins vegar sétti þvílíkan hroll að einum skipherra Landhelgis- gæslunnar að hann gaf stjórnvöld- um langt nef og sagði upp. Svona aumingjaskapur þýddi það eitt að stétt stríðshetja á íslandi var liðin undir lok. Skipherrann gat eigin- lega hvorki hlegið né grátið. Trillukarlar í Hafnarfirði gátu þó hlegið fyrr í vikunni þegar ís- lenskur byssubátur fann sér verk- efni við hæfi. Bryndrekinn kom inn með trilluhom sem var svo lágt í sjó að viðráðanlegt var. Trillukarlinn hafði framið þann glæp að leggja rauðmaganet í sjó fimm dögum of snemma. Hans bíð- ur nú tugthúsvist fyrir glæpinn. Hætt er við að Rússar hafi glott í kampinn þegar þeir fréttu af skipstökunni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.