Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Blaðsíða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 JLlV SUMARBÚSTAÐARLAND TIL SÖLU Sumarbústaðarland í Vaðneslandi við Hvítá til sölu. Landið er afgirt, undirstöður komnar. Heitt og kalt vatn. Teikning fylgir. Upplýsingar í síma 482 1670 eða 482 2574. Sumarbústaður Vorum að fá í sölu vandaðan sumarbústað í landi Norðurness í Kjósarhrepp. Bústaðurinn er á steyptum grunni og klæddur að utan með stáli. Rafmagn og vatn í bústaðnum. Möguleikar á skiptum. Verð 4 milljónir. Borgareign, sími 588 8222 Félagasamtök - einstaklingar Sumarbústaður til leigu á Barðaströnd, um 3 km frá Hótel Flókalundi. Bústaðurinn er 40 ferm., ásamt 20 ferm. svefnlofti. Uppl. í síma 426 7330 LAUGARVATN - ORLOFSHÚSAÞJÓNUSTA Framleiði heilsársorlofshús, stöðluð eða sérsmíðuð. Get séð um alla verkþætti, frá undirstöðum til loka frá- gangs á húsi, pöllum, skjólveggjum o.fl. Hef einnig til sölu ódýr gróðurhús á sumarhúsalóðir. TRÉSMIÐJA KARLS EIRÍKSSONAR s: 486 1236, 486 1296, 854 5496. SUMARBÚSTAÐUR TIL SÖLU 53 m2 sumarbústaður með geymslu til sölu. Afhendist fokheldur, fullfrágenginn að utan með lituðu stáli á þaki. Kúlupanill að utan. Fullfrágengið gólf og loft á innan - er einangraður. Mjög vandaður sumarbústaður - smíðaður af húsasmíðameistara. Upplýsingar f síma 562-5815 og 567-2312. SUMARBÚSTAÐARLAND TIL LEIGU Sumarbústaðarland til leigu á fallegum stað, suðvestan í móti, í Biskupstungum. Bæði heitt og kalt vatn. Vegur og frárennslislagnir. Upplýsingar í síma 486 8736. SUMARBÚSTAÐALÓÐIR TIL SÖLU Sumarbústaðalóðir til sölu í landi Kambshóls í Svínadal, Hvalfjarðarstrandarhreppi (gegnt Vatnaskógi), 95 km frá Reykjavík. Lóðirnar eru í kjarri vöxnu landi, á fallegum stað og verða tilbúnar til afhendingar með frágengnum akveg- um, bílastæðum og vatnslögnum að lóðamörkum. Stutt í sundlaug, golf og veiði. Upplýsingar í síma 433-8828. VAL-óUMAE.LIÚ6 ehf Flugumýri 6, 270 Mosfellsbæ. S. 566 8820 og 554 0628. Smíðum traust og falleg sumarhús eftir óskum hvers og eins. Komið og leitið tilboða. Gott verð og skjót afgreiðsla. Verið velkomin. iéimarhús Ráðleggingar varðandi viðhald sumarhúsa: Haldið yfirborði við- arins alltaf mettuðu „Ég ráðlegg fólki að skoða sumar- húsin vel að utan á vorin og athuga ástand þeirra. Það er mjög mikil- vægt að halda yfirborði viðarins mettuðu svo að ef bústaðurinn er orðinn þurr borgar sig að bera vel i hann. Ef því er frestað verður vandamálið mun stærra á næsta ári,“ sagði Jón Bjarnason, efnaverk- fræðingur hjá Málningu hf„ þegar við báðum hann að ráðleggja sum- arbústaðaeigendum varðandi við- hald húsanna. Jón sagði að það þyrfti að bera oftar á áverðurshliðar, sem eru suð- ur- og austurhliðar hér vestanlands. „En ef bústaðurinn er vel á sig kom- inn þarf e.t.v. ekki að bera á skjól- hliðarnar á hverju ári og jafnvel að þynna Kjörvarann til helminga á hinar hliðarnar. Þetta verður fólk að meta,“ sagði Jón. „Flest sumarhús eru með furup- anel aö utan, ýmist standandi eða liggjandi, og eru því yfirleitt með- höndluð með olíubæsi, þ.e. Kjörvara 14. Hann er til í öllum litum, m.a. furulit vilji fólk halda í ljósa litinn á nýjum bústöðum. í þeim tilvikum má alls ekki bera eingöngu glær efni í bústaðinn því það hleypir út- fjólubláum geislum sólarinnar í gegn svo viðurinn flagnar. Liturinn gefur ákveðna sólarvörn. Glær efni má hins vegar nota í viðhald til að koma í veg fyrir að bústaðurinn dökkni við hvern áburð,“ sagði Jón. Hann sagði meðalhófið best í þessum efnum því ef fólk ber of vel í bústaðinn myndast lakkhúð sem hætta er á að springi og flagni af. Einnig er mikilvægt að viðurinn sé Jón Bjarnason hjá Málningu ráðleggur lesendum hvernig halda á sumarhús- inu við. vel þurr þegar borið er á hann því ef viðarvarnarefni er borið í blaut- an við verður hann að sögn Jóns næstum örugglega til vandræða. Innandyra og í pallana Jón mælti með vatnsþynnanlegu akrýllakki, t.d. Kópal leifturlakki, á furu- eða grenipanil innan í sumar- húsunum. „Það er til í tveimur gljá- stigum svo það þarf ekki að sjást að borið hafi verið í. Ef fólk vill halda ljósa litnum á panilnum þannig að hann gulni síður er hægt að setja örlítið hvítan lit út í lakkið," sagði Jón. Hann sagði að það þyrfti oft að bera oftar í viðarpallana en sjálfan bústaðinn því þar er meira slit og meira vatnsáiag. „Þá er best að nota sérstakar pallaolíur eins og Kjör- vara 12 en gæta þess einnig að bera ekki of mikið í þá,“ sagði Jón. Þess má að lokum geta að einnig er hægt að bera þekjandi liti í bú- staðinn sem dugar í 5-10 ár. „Þá er fyrst borinn í bústaðinn glær Kjör- vari 14 til að metta viðinn og síðan einhver litur af Kjörvara 20 sem er vatnsþynnt málning, sérstaklega ætluð íyrir við. Mála þarf tvær um- ferðir," sagði Jón að lokum. -ingo Smásagnakeppni um Tígra í umferðinni Tígri er um þessar mundir að læra umferðarreglurnar. Hvernig ætli honum gangi að fara yfir göturnar, ætli hann kunni á umferðarljósin? Skyldi hann eiga reiðhjól og endurskinsmerki? Það er margt sem getur komið fyrir Tígra í umferðinni ef hann fer ekki varlega. Ef þú ert 12 ára eða yngri getur þú tekið þátt í því að skrifa smásögu um Tígra í umferðinni. Allir sem senda inn sögur fá að gjöf teinaglit á reiðhjólið. 50 sögur verða valdar og gefnar út í einni bók, Tígrabókinni. Þeir sem eiga sögur í bókinni eiga möguleika á að vinna vegleg verðlaun. Komið verður upp Tígrahorni í Kringlunni dagana 9.-14. apríl " ar sem þú getur fengið öll átttökugögn. Þú getur einnig haft samband við Krakkaklúbb DV, Þverholti 11, Í05 Reykjavík, eða Umferðarráð, Borgartúni 33, 105 Reykjavík, og við sendum þér gögnin. Skilafrestur er til 6. maí. Það er leikur að skrifa um Tígra í umferðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.