Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Blaðsíða 8
24 SUMARHÚS TIL LEIGU í Hveravík í Reykjanesi við ísafjarðardjúp er 8 manna sumarhús sem leigt verður út í sumar. Yndislegt fjölskylduhús sem mælir með sér sjálft. Upplýsingar gefur Margrét í síma 456 3963. GLÆSILEGUR SUMARBÚSTAÐUR TIL SÖLU Glæsilegur 40 m2 sumarbús- taðurtil sölu, ásamt 18 m2 sólstofu. Bústaðurinn er á 1 hektara eignarlandi, í landi Halkellshóla í Grímsnesi. Mikill og fallegur gróður. Á lóð- inni er einnig 20 m2 upphitað geymsluhús. Upplýsingar í síma 587-3351 eftir kl. 20. TIL SÖLU Sumarhúsalóðir í Grímsnesi, í landi Hests, Seyðishóla og Svínavatns. í landi Miðdals í Mosfellsbæ. í Svarfhólsskógi í Svínadal. í landi Hafrafells og við Bjarkalund í Reykhólahreppi. Einbýlishúsalóð við Ásland í Mosfellsbæ, bygg- ingarhæf, gatnagerðargjöld greidd. Sumarhús, 52,8 ferm sýningarhús með góðum afslætti. Sumárhús, 24,7 ferm tilbúið til flutnings 1. maí. Sumarhús, 60 ferm tilbúið til flutnings 1. júní. SUMARHVS STOFNAÐ 1975 Upplýsingar gefur Ólafur í síma 555-1070 ídag og næstu daga. I I i I I I i 1 SUMARBUSTAÐA EIGENDUR GOTT URVAL Efna til vatns og hitalagna, úr járni, eir eða plasti. Einnig rotþrær o.m.fl. Hreinlætistæki, stálvaskar og sturtuklefar. VATNSVIRKINN ehf. Ármúla 21 - Sími 533-2020 1 I I I I 8 I I I i i l IsllMBMBIBMBJBMBMBMBfBJBJBMBJBMBMBMBMBMBMBMBi 0 marhús MIÐVIKUDAGUR 24. APRIL 1996 Sérverslun fyrir sumarhúsaeigendur „Furu- og reyrhúsgögn í öllum lit- um eru mikið tekin i sumarhúsin og einnig hefur lútuð og bæsuð fura verið mjög vinsæl,“ sagði Alma Ólafsdóttir, starfsmaður í verslun- inni Sumarhúsum KR í Hafnarfiröi, sem sérhæfir sig í vörum fyrir sum- arhúsaeigendur. Aðaláherslan er á húsgögn en verslunin býður jafn- framt upp á gott gjafavöruúrval. Alma sagði að mest væri tekið af kommóðum og skenkum en að einnig væri mikil hreyfmg í borð- stofuborðum og stólum, sófasettum og skrauthillum. Antikmáluð furu- húsgögn eru mjög að ryðja sér til rúms, þ.e. gamli stíllinn, en þau eru eitthvað dýrari því þar er allt handútskorið og handunnið. „Fólk leggur auðvitað mismikið upp úr innbúi en ég held að það sé liðin tíð að í bústöðum sé einhver samtín- ingur af húsgögnum og öðru. Sumir kaupa sér jafnvel sófasett sem gæti Hægt er að kaupa alls kyns hluti til að skreyta sumarhúsið með eins og þessu mynd sýnir. DV-myndir GS eins vel sómt sér í stássstofunni," sagði Alma. Hægt er að fá þarna handút- skorin skilti fyrir bústaða- nöfn, íslenskar blómaskreyt- ingar og fjölbreyttar ís- ■Ml lenskar leirvörur til að hengja upp á vegg. „Ljósakrónur, kertalampar, klukk- ur úr furu og matar- stell er á meðal þess sem við bjóö- . um upp á en við reynum að hafa eitthvað við Alma stendur hér við finnsk furuhúsgögn sem eru mjög vinsæl um þessar mundir. Kamínur vinsælar í sumarhúsin „Kamínur í vínrauðum, dökk- grænum og dökkbláum litum eru að sækja á þó svartar kamínur séu enn algengastar. Það er helst yngra fólk- ið sem kaupir þær lituðu og þá jafn- vel til að hafa heima í stofu,“ sagði Alma Ólafsdóttir hjá Sumarhúsum KR. Árni Bergur Sigurbergsson, versl- unarstjóri í Hólf og gólf í Byko, hafði þó aðra sögu segja. kaupir gerðir af kamínum í dag, það er eng- in ein vinsælli en önnur. Við bjóðum upp á 20-30 tegundir sem fólk get- ur pantað eftir bæk- lingi. Verðið er svona á bilinu 120-250 þús- und krónur eftir útliti og stærð,“ sagði Árni Bergur. Hann sagði stærð kamínanna oft- ast ekki skipta höfuðmáli heldur fara eftir smekk hvers og eins. „Sumarhús í dag eru yflrleitt kynt með rafmagni svo kamínan er frekar notuð til að fá réttu Vínrauðar, dökkbláar og dökkgrænar kamínur eru að sækja á, ur í Sumarhúsum KR í Hafnarfirði. stemninguna. Að sjálfsögðu skiptir stærð kamínunnar máli ef hún er eina kyndingin og þá ráðleggjum við fólki í því efni,“ sagði Árni Bergur. Hann sagði að kamínurnar væru nánast viðhaldsfríar. „Þær geta þó ryðgað ef raki er í húsinu yfir veturinn og kamínan er lítið notuð. Þá má hressa upp á hana með eldþolnu lakki sem hægt er að kaupa á úðabrúsa. Svo þarf alltaf að þrífa glerið í þeim af og til,“ sagði Árni Bergur. Hann benti á að að mörgu væri að hyggja þegar fólk fjárfesti í kamínu, t.d. réttum frágangi á reykrörinu frá þeim, að þær séu í réttri fjarlægð frá brennanlegum vegg og að uppsetningin sé almennt í lagi. „Þessar upplýs- ingar fær fólk allar hjá söluaðila svo það er um að gera að leita eftir þeim,“ sagði Árni Bergur. að sögn Ölmu Ólafsdótt- -ingo DV-mynd GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.