Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Blaðsíða 6
22 sinmariws___________________________________ Jakob á Horninu léttir okkur undirbúninginn: „Matseðillinn er svolítið í einfald- ari kantinum, svona eins og við höf- um þetta sjálf. Okkur finnst gott að hafa brauð með öllum þessum rétt- um, oftast gróft brauð sem við bök- um jafnvel í bústaðnum. Með lambi og fiski höfum við gjarnan græn- meti líka, t.d. smjörbaunir, spergilkál eða gulrætur," sagði Jak- ob H. Magnússon, matreiðslumeist- ari og eigandi veitingastaðarins Homsins í Hafnarstrætinu. Við báðum Jakob að koma með tillögu að matseðli fyrir vikudvöl í sumarhúsi, svona til að létta okkur hinum undirbúninginn. Sjálfur er hann búinn að eiga sumarbústað við Meðalfellsvatn í Kjós í ein 12 ár ' sem hann sækir mikið á sumrin en minna á veturnar. „Ég er vel kunn- ugur á þessum slóðum því foreldrar mínir áttu bústað á sama stað og MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 Sonur Jakobs, Jakob Reynir, hefur gaman af því að veiða með pabba sínum þegar hann er í sumarbústaðnum. amma mín, bróðir hennar og dætur byggðu bústaðinn minn,“ sagði Jak- ob. Bústaðurinn er því kominn til ára sinna og hafði hvorki vatn né rafmagn hér á árum áður. „Við höf- um endurnýjað hann svolítið, m.a. sett í hann rafmagn, tvöfalt gler og einangrun en enn sækjum við vatn- ið í brunninn," sagði Jakob. Að- spurður um áhugamál í bústaðnum sagðist hann stunda lax- og silungs- veiði í vatninu þegar færi gæfist og matreiða þá gjarnan aflann. „Svo hef ég gaman af því að fara í göngut- úra með konunni og börnunum. Þarna nær maður alveg að kúpla sig út úr amstrinu." Hér til hliðar birtast tillögur Jak- obs að matseðli fyrir vikudvöl í sumarhúsi en þær miðast allar við ijóra. —segir Anna E. Ólafsdóttir hjá Næringarráðgjöfinni sf. „Sólblómafræ eru ágæt sem nasl. Þau eru góð eins og þau koma fyrir úr pakkanum en enn betra er að rista þau á þurri pönnu eða í ofni í stutta stund. Þá eru þau hreinasta sælgæti," sagði Anna Elísabet Ólafs- dóttir, matvæla- og næringarfræð- ingur hjá Næringarráðgjöfinni sf., er við báðum hana að koma með hugmyndir að hollu og góðu snakki í sumarbústaðinn. „Fræin eru nokkuð feit en fitan í þeim er mjúk og því ekki slæm heilsunni. Fitan gefur að vísu mikla orku þó hún sé mjúk, svo ekki er um neitt megrun- arfæði að ræða, en fræin eru einnig auðug af B-vítamínum og járni,“ sagði Anna. „Svo eru líka möndlur (gjarnan ristaðar), blandaðar saman við rús- ínur, ágætisnasl. Ef blandan er 50:50 er orkuinnihald um 450 kkal. í hverjum 100 g. Töluverð fita er í hnetum en nánast engin í rúsínum þar sem kolvetnin eru allsráðandi. Þetta nasl gefur töluvert af trefjum og járni. Saltaðar hnetur í pakka eru feitar eins og allar hnetur. Þær eru mikið saltaðar og því getur ver- ið erfitt að hætta því áti þegar mað- ur hefur einu sinni byrjað því salta bragðið kallar á meira. Mikil salt- neysla stuðlar hins vegar að hækk- uðum blóðþrýstingi." Hún sagöi að mjólkurís, harðfisk- ur og poppkorn væri einnig ágæt- isnasl. „Popp er ágætt því það gefur trefjar, en þó ekki næstum eins mik- ið og sólblómafræ, hnetur og rúsín- ur. Það inniheldur töluvert af salti og er ekkert sérstaklega vítamínauðugt," sagði Anna. Hún benti á að allt þetta nasl væri orkuríkt og því óhentugt þeim sem þurfa að huga að línunum. „í þeim tilfellum er langsniðugast að fara á grænmetismarkaðinn og kaupa sér gulrætur, blómkál, sellerí eða sambærilegt, saxa niður fingur- langa bita og nota sem nasl. Þó við notum ídýfu er þetta langhollasta og fyrir marga besta naslið. í 100 g af gulrótum eru 40 kkal. sem er meira en 10 sinnum minna en í áðurnefnd- um fæðutegundum. Þær innihalda enga fitu, eru trefjaríkar og auðugar af bætiefnum, sérstaklega A- vítamíni. Að sjálfsögðu standa ávextirnir alltaf fyrir sínu. Þá má brytja niður í ávaxtasalat og blanda e.t.v. saman við það súkkulaðispæni og borða með mjólkurís." Kartöfluflögur og súkkulaði er það fyrsta sem mörgum dettur í hug þegar þeir hugsa um snakk. „Fita og sykur saman gefa gott bragð, eins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.