Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 TT~\7~ » sumarhús „Ef fólk ætlar að dvelja í viku í sumarhúsi er gott að hafa eitthvað að dunda við innandyra ef það skyldi nú rigna. Sjálf á ég sumarbú- stað og ég tek alltaf eitthvert föndur með mér þangað og þá ekki síst eitt- hvað sem gaman er að skreyta bú- staöinn með,“ sagði Guðfmna Hjálmarsdóttir myndlistarmaður sem rekið hefur verslunina Litir og fóndur á Skólavörðustíg sl. 15 ár. Við báðum Guðfinnu að koma með tillögur að skemmtilegu föndri fyrir sumarbústaðinn, eitthvað sem er bæði einfalt og skemmtilegt og allir geta gert. Hún brást vel við og hafði samstarfsmann sinn, írisi Arthúrsdóttur, sér til aðstoðar. „Ég reyndi að velja eitthvað fyrir alla aldurshópa því börnin hafa svo gaman af því að föndra með manni. Ég gef hér hugmyndir sem hver og einn getur síðan útfært að eigin smekk eftir því hvað hentar hverj- um. Það er um að gera að nýta það sem maður á þegar það á við,“ sagði Guðfinna. Hér á síðunni birtast svo myndir og skýringartextar af her- legheitunum. -ingo - ótal möguleikar ef fólk vill föndra í sumarbústaðnum Guðfinna og íris halda hér á krönsum sem fara einkar vel uppi á vegg í sumarbústaðnum. Þessa kransa hafa þær skreytt með borðum og smáhlutum og segja upplagt fyrir fólk að nýta það sem það á eða finnur í grenndinni, t.d. greinar, strá og fjaðrir. DV-myndir S Klósettrúllubrúða á baðið. Efnið í pilsið fæst tilbúið ásamt blúndu og leggingum en einnig er tilvalið að nota afganga. Stingið fótum brúð- unnar einfaldlega ofan í rúlluhólk- inn og dragið vír inn í neðanverðan faldinn svo —■* velt sé að rúllu. Smáhlutahilla. Hillurnar fást ómálaðar og getur hver og einn málað þær og útfært að sínum smekk. Hér er upplagt að nýta skemmtilega smáhluti. Hillan á myndinni er rómantísk út- færsla þar sem blúndur, borðar og bióm eru notuð til skrauts. Föndrað úr froðuplasti. Froðuplastið fæst í öllum regn- bogans litum og er einkar meðfæriiegt. Allt sem þarf er lím og skæri og möguleikarnir eru endalausir. Lampar úr leir. Lampafóturinn er búinn til úr vínflösku og dasleir. Fletjið leirinn út með kökukefli þar til hann er hálfs sm þykkur og pakkið flöskunni síðan þétt inn í hann. Mótið fígúrur og þrýstið þeim á lampafótinn. Málið leirinn að vild þegar hann hefur þornað, t.d. með föndurlakkinu Deka lack. Auðvelt er að skreyta hluti úr dasleir með perl- um, steinum, stráum, blúndum o.fi. Klæðið lampagrindina með efnishólk sem er rykktur með teygju að ofan og skreyttur með borðum og blómum að neðan. Málað á gler. Ljósker, krukkur og krúsir eru hentugir nytjahlutir í bústaðinn en þá er hægt að skreyta með glerlitum. Útlínum mynd- arinnar er þá sprautað á gler- ið úr sérstakri túbu og síðan er gagnsær glerlitur málaður á og látinn fljóta innan útlín- anna. Gott er að herða litina í bökunarofni til að þeir þoli betur þvott.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.