Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Blaðsíða 13
DV MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 sumarhús Borgarplast hf. leiðbeinir varðandi rotþrær: Mikilvægt að vanda vel til verksins Að mörgu er að hyggja þegar setja á niður rotþró við sumarbú- staðinn og getur það m.a. vafist fyrir fólki hvemig standa skuli að niðursetningu og frágangi henn- ar. Við fóluðumst eftir slíkum upplýsingum hjá Borgarplasti hf. Notið eingöngu viðurkenndar rotþrær Mikilvægt er að nota eingöngu rotþrær sem samþykktar hafa verið af Hollustuvernd ríkisins og ganga frá þeim í samræmi við gildandi reglugerðir um mengun- arvarnir. Einnig skal fylgja ákvæðum byggingareglugerðar en samkvæmt henni á heilbrigðis- fulltrúi viðkomandi svæðis að taka út rotþrær áður en þær eru teknar í notkun og setja reglur um tæmingu þeirra. Fúsk getur valdið ómældum óþægindum og fjárútlátum síðar meir ef ekki er staðið rétt að verki í byrjun því fæstir kjósa að eyða drjúgum hluta sumarsins í að grafa upp ónýta rotþró og koma nýrri fyrir. Hollustuvernd mælir með þriggja hólfa rotþróm, hvort sem það er útfært sem einn þrískiptur tankur eða þrlr raðtengdir brunn- ar. í hana skal leiða allt fráveitu- vatn frá venjulegu heimilshaldi, s.s. frá baðherbergi, eldhúsi og þvottaherbergi. Þakvatn og annað yfirborðsvatn skal leiða framhjá rotþró. Þannig er farið að Nauðsynlegt er að byrja á því að fjarlægja allan lífrænan jarð- veg úr þróarstæðinu og grafa nið- ur á fast jarðlag, sé það hægt vegna jarðvegsdýptar. Fylla skal undir þróna með ólífrænum jarð- vegi, gandi, rauðamöl eða grús sem þjappast vel en næst þrónni skal þó vera u.þ.b. 5 sm sandlag eða fín grús. Þess þarf að gæta að undirlagið sé algerlega lárétt áður en þróin er sett niður. Rotþróin má ekki standa grynnra en svo að það séu a.m.k. 80 sm frá jörðu og niður að vatns- yfirborði hennar. Á öllum þremur hlutum hennar eiga að vera stút- ar með lokum svo hægt sé að tæma hana á tveggja til þriggja ára fresti. Sé jarðvegsdýpt það mikil að ógerlegt sé að komast niður á fast er hægt að útbúa jarðvegspúða undir þróna. í hann er notuð grús eða hraun og þaö þjappað vel. Púðinn þarf að ná 1 m niður fyrir botn þróarinnar og breiddin þarf að vera jafnmikil og dýptin út fyr- ir þróna á alla vegu. Sami háttur er hafður á við frágang á afrennsl- inu (púkkinu) þvi annars getur það sigið niður í moldina og misst upphaflegt markmið. Rotnun komið af stað Áður en rotþróin er tekin í notkun þarf að fylla hana af vatni og til að koma rotnun af stað er hægt að setja í hana tilbúna gerla eða koma þar fyrir kjöt- eða fisk- stykki. Ekki er ráðlegt að hleypa af- rennsli hitaveitu út í rotþrær úr plasti því ef stjórnbúnaður hita- veitunnar bilar og of heitt vatn (yfir 50°) kemst í þróna getur hún misst styrk og fallið saman undan jarðvegsþrýstingi. Hæfílegt rúmmál rotþróar fyrir einn sumarbústað er talið um 1500 lítrar en um 3000 lítrar sé um or- lofsbústað að ræða. Ekki eru gerð- ar kröfur um fjarlægö hennar frá bústað en þróin má ekki vera nær lóðamörkum samliggjandi lóða en 10 metrar. Þá er ekki ráðlegt að hafa afrennsli rotþróa nær sumar- bústaðnum en í 10 metra fjarlægö. -ingo SUMARBÚSTAÐAEIGENDUR OG AÐRÍR HÚSBYGGJENDUR ROTÞRÆR úr polyethylene, viðurkenndar af Hollustuvernd ríkisins, 1.800-30.000 lítrar að stœrð VATNSGEYMAR staðlaðir og sérsmíðaðir, 100-20.000 lítrar að stœrð Er auðvelt að finna sumarbústaðinn þinn? Það er stefna RARIK að veita sem besta þjónustu með þarfir og óskir viðskiptavina sinna að leiðarljósi. Forsenda þess að unnt sé að þjóna eigendum sumarbústaða sem skyldi er að auðvelt sé að ftnna tiltekimt biístað og kotnast að honttm. Erindið getur verið að leggja heimtaug, lesa af mæli eða koma til aðstoðar ef eitthvað fer úrskeiðis. Greiður aðgangur er ekki síst aðkallandi þegar þörf er á skjótri viðgerðar- þjónustu. STUÐLAHÚS Framleiðum sumarhús af ýmsum stærðum. Vönduð hús á góðu verði. Þjónusta og viðhald á sumarhúsum. Glugga- og hurðasmíði og önnur þjónusta fyrir sumarhúsaeigendur og -byggjendur. Margra ára reynsla við allt er varðar sumarhús. Stuðlar ehf. Grænumýri 5, 270 Mosfellsbæ s: 566 8580 og 893 9899 Því mælumst við til þess að t igendur siimarbústaða ttterki greiitilega bústaði sína setn og gotulieíti og uúmer. Þannig tryggja þeir að okkar menn komist rakleiðis á staðinn. Umsókn um heimtaug Umsókn um heimtaug þarf að berast með góðum fyrirvara, en að jafnaði eru heimtaugar aðeins afgreiddar að sumarlagi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar í Reykjavík, á umdæmisskrifstofum okkar og útibúum. Hafðu vinsamlega samband við þá skrifstofu okkar sem þér hentar best. Starfsfólk okkar veitir þér fúslega allar nánari upplýsingar. RARIK Mý/McUáfí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.