Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Blaðsíða 16
32 sumarhús MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 Margrát Jóhannsdóttir hjá Ferðaþjónustu bænda: Hægt að leigja bústað af bændum „Við erum með bækling yfir sumarbústaði vítt og breitt um landið sem eru í eigu bænda. Þeir eru ýmist langt frá sveitabænum eða rétt við hann. Við skiptum bú- stöðunum niður í fjóra flokka (eft- ir aðbúnaði) og tvær stærðir en þeir eru allt frá því að vera mjög einföld hús og upp í mjög vel búna sumarbústaði," sagði Margrét Jó- hannsdóttir, ráðunautur í ferða- þjónustu hjá Ferðaþjónustu bænda. Bændurnir leigja þessi sumarhús út sem getur verið góð- ur valkostur fyrir þá sem ekki eiga bústað. í sumum tilvikum er boðið upp á ýmsar uppákomur eins og hesta- og veiðiferðir og sauðburð á vorin. Aðspurð sagði Margrét mikinn verðmun vera á ódýrustu bústöð- unum og þeim dýrustu en að það munaði ekki miklu á verði fyrir algengustu bústaðina. „Sem dæmi má nefna að verðmunur á bústöð- um yfir háannatímann (júlí) er á bOinu 19-39 þúsund krónur fyrir vikuna en þá er e.t.v. verðbOið 35-39 þúsund langalgengast," sagði Margrét. Hún sagði mikla eftirspurn eftir bústöðum, jafnt hjá íslendingum sem útlendingum, og að yfirleitt væri um fjölskyldur að ræða. „Það borgar sig að panta með góðum fyrirvara ef maður hefur ákveð- inn tíma í huga og veit hvar mað- ur vOl vera. Ég mundi t.d. ekki bíða lengi með að panta fyrir sum- arið,“ sagði Margrét. Aðspurð sagði hún engan einn stað vera vinsæOi en annan, bú- staðirnir væru það dreifðir um landið að það færi bara eftir ósk- um og þörfum hvers og eins. Ferðaþjónustan gefur út bækling með upplýsingum um alla bústað- ina fyrir þá sem hafa áhuga. -ingo Álskilti endast mun lengur en flest annað. Merkingar sumarhúsa: Endingargóð álskilti Stimplagerðin í Skipholtinu sér- hæfir sig í gerð álskOta til ýmissa merkinga í sumarhúsabyggð. Skilt- in eru með sérstakri húðun sem gerir það að verkum að letrið máist ekki af þó skiltin rispist og þau hafa því mjög góða endingu jafnt; ut- andyra sem innan. Hægt er að láta útbúa stórt skilti með yfirlitskorti yfir sumarbústaða- byggðina, með nöfnum sjálfra sum- arbústaðanna eða götuheitum í þétt- um sumarbústaðakjörnum. Einnig er hægt að láta útbúa skiltj með leiðbeiningum varðandi vatns- og hitalagnir inni í bústöðunum, skilti með neyðarnúmerum slökkviliðs, sjúkrabifreiðar og lögreglu eða skilti með símanúmerum helstu upplýsinga- og/eða þjónustuaðila í nágrenninu, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er tilvalið að láta útbúa skilti með húsreglum fyrir félagsbú- staðina sem oft eru ritaðar á pappír eða hafðar í brothættum glerrömm- um. Skiltin eru ekki eins vandmeð- farin og endast mun betur. Hægt er að fá skiltin í mörgum litum og auð- velt er að hafa á þeim mynd eða annað skraut að smekk hvers og eins. -ingo SKEMMTILEGIR OG FALLEGIR OFNAR sem gefa réttu stemmninguna ♦M* J0TUL L Blikksmiðjan Funi framleiðir Sóló eldavélar í bátinn og sumarbústaðinn Framleiðum allargerðir afreykrörum BLIKKSMIÐJAN FUNI DALVEGUR 28 • 200 KÓPAVOGUR SíMI 564 1633 • FAX 564 1622 Sumar- og garðhús á ótrúlegu verði ★ 6 ára reynsla á íslandi ★ Vottuð af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins ★ Auðveld í uppsetningu Garðhús, leikskemma, verð 95.900,- Sumarhús, KS 145, með verönd, verð 308.600,- Sumarhús, KS 210 Camping, með verönd, verð 638.400,- Sumarhús, KS 99, verð 245.600,- Skemma, KS 71, tvöföld hurð, verð 172.500,- Garðhús, KS 55, verð 142.900,- Sjálfval sími: 588-8540

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.