Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Blaðsíða 14
14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centmm.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds.
Björgun Mývatns
Gerð hefur verið framkvæmdaáætlun um friðun 3000-
4000 ferkílómetra lands á öræfum og afréttum Mývatns-
sveitar fyrir ágangi sauðfjár. Markmiðið er að stöðva
gróðureyðingu á einu mesta landrofssvæði jarðarinnar
og koma í veg fyrir, að Mývatnssveit verði að auðn.
Til þess að fá sauðfjárbændur Mývatnssveitar til að
samþykkja áætlunina og taka þátt í henni er gert ráð fyr-
ir, að þeir verði hafðir með í ráðum, fái landgræðslu-
vinnu og verði studdir til að bæta gróður í heimahögum
til að bæta sauðfénu upp missi úthaganna.
Þetta er gömul og viðurkennd aðferð, sem notuð er á
óknyttaunglinga, þegar þeir eru teknir í lögregluna og
verða að nýjum og betri mönnum. Brátt munu þeir verða
gerðir að landvörðum, sem áður fluttu fé sitt í vornótt-
inni á sandinn, „af því að nálin er svo holl“.
Ofbeit Mývetninga hefur stuðlað að sandfoki og magn-
að vítahring gróðureyðingar, sem um þessar mundir
ógnar Dimmuborgum og mun fyrr eða síðar breyta í
sandauðn mestum hluta svæðisins milli Vatnajökuls og
Öxarfjarðar, Laxár í Aðaldal og Jökulsár á Fjöllum.
Auðvitað er það mest Mývetningum sjálfum í hag, að
vítahringurinn verði stöðvaður. Miklir hagsmunir eru í
húfi í ferðaþjónustu, auk þess sem umsvifin í land-
græðslu tryggja atvinnu fyrir fjölda manns. Því má fast-
lega búast við, að þeir fallist á ráðagerðina.
Mývatnssvæðið hefur verið tilnefnt á heimsminjaskrá
Mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem
ein af helztu náttúruperlum heims. Það er óbærileg til-
hugsun, að hinar riku kynslóðir, sem nú byggja ísland,
glutri perlunni úr höndum sér í andvaraleysi.
Raunar er ekki seinna vænna að fara að taka til hönd-
um. Árum saman hefur í leiðurum þessa blaðs verið
hvatt til þeirrar friðunar, sem nú er orðin að áætlun í
ríkiskerfmu. Á meðan hefur landauðnin aukizt hröðum
skrefum í skjóli forgangsréttar sauðfjárræktar.
Undanfarin ár hefur Landgræðsla ríksins haft laga-
heimild til að setja tímamörk á upprekstur sauðfjár á af-
réttir Mývetninga. Sauðfjárbændur hafa jafnan virt þess-
ar reglur að vettugi án þess að Landgræðslan hafi reynt
að fylgja rétti sínum eftir á viðeigandi hátt.
Nú er svo komið, að afréttir Mývetninga eru versta
rofsvæði landsins og sennilega allrar Evrópu. Leita verð-
ur suður til Sahara til að finna sambærilega framsókn
eyðimerkurinnar. Gróðurtapið á afréttum og öræfum
Mývetninga er upp undir 500 hektarar á hverju ári.
Landeyðingin hefur hingað til verið studd af héraðs-
ráðunauti Búnaðarfélagsins, gróðurverndarnefnd Suður-
Þingeyjarsýslu, landbúnaðarnefnd og hreppsnefnd
Skútustaðahrepps. Þessir aðilar hafa opinberlega sagt, að
unnt sé að reka 5000-6000 fjár á sandinn!
Tímabært er orðið að taka ráðin af þessum mönnum,
sem gefa skít í náttúruna, þjóðina og umheiminn. Á þetta
reynir enn einu sinni í vor, þegar sauðfjárbændur vilja
sturta fé sínu í sandrokið í trássi við lög og reglur. Von-
andi næst áður samkomulag um landgræðsluáætlunina.
Um leið er nauðsynlegt að minna á, að fagrar ráða-
gerðir stjórnvalda á pappír draga ekki úr þeirri skyldu
þeirra að sjá um, að lögum og rétti sé fylgt á afréttum
Mývetninga fram að tíma hinnar algeru friðunar fyrir
sauðfé, sem gert er ráð fyrir í landgræðsluáætluninni.
Fróðlegt verður að fylgjast með,. hvort sauðfé Mývetn-
inga verður að þessu sinni hleypt á nálina í sandinum og
hvort það verður á sama tíma og undanfarin ár.
Jónas Kristjánsson
FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 1996
Samkomulag sjávarútvegsráöu-
neytisins og Landssambands smá-
bátaeigenda (LS) er mikið áfall
fyrir frjálsan atvinnurekstur í
landinu. Miklar líkur eru á að það
muni innan skamms leiða til enda-
loka smábátaútgerðar sem heflr
verið kjölfesta atvinnu manna í
fiskiþorpunum víðs vegar um
landið. Stjórn Landssambandsins
hefir samið af sér, langt umfram
það sem henni ætti að vera frjálst
samkvæmt eðli málsins. Þetta
samkomulag ætti því að vera
dautt og ógilt fyrirfram því að all-
ir íslendingar eiga rétt til að sækja
sjó utan netlaga við strendur
landsins samkvæmt Jónsbók frá
árinu 1281. Enginn getur tekið
þennan fæðingarrétt Islendinga af
þeim þótt Fiskistofa sé þessa dag-
ana sett þeim til höfuðs sam-
kvæmt sérstöku leyfi Alþingis.
Verndun ekki á dagsskrá
Sameiginlegur hámarksafli
krókabátanna er nú festur við
21.500 tonna lágmark fyrir þorsk-
veiðar eða 13,5% af leyfðum heild-
arafla ársins sem er nýmæli. Þetta
þýðir að úthluta má 86,5% ársafl-
ans til annarra veiða innan
fiskilögsögunnar án takmarkana
,Nú má nota allar stærflir skipa til krókaveiða,“ segir m.a. í grein Önund-
Skipbrot smá-
bátaveiðanna
um veiðiaðferðir eða veiðislóðir.
Djúpveiðitogarar geta þannig
haldið áfram að skafa botninn á
helstu hrygningarslóðum landsins
og upp í fjörur, ef leyfíst að orða
þetta svo. Vemdun umhverfis
fisksins er sýnilega ekki lengur á
dagskrá.
Framsal kvóta er áfram leyft.
Þetta þýðir ekki aðeins að stórút-
gerðin með sjóða- og bankakerflð
að baki sér getur haldið áfram að
kaupa upp þorskkvóta heldur er
krókabátunum teflt saman inn-
byrðis. Því stærri kvóta sem menn
komast yfir því stærri hlutur
hvers af þessum 21.500 tonnum og
þvi færri smábátar á krókaveið-
um.
Nú skiptir það meginmáli að
komast yfir sem mest af króka-
kvótum. Krókaveiðar eru nefni-
lega ekki bundnar við smábáta eða
landróðrabáta heldur er þróunin
slík að nú má nota allar stærðir
skipa til krókaveiða, líka til
vinnslu og frystingar eða söltunar
um borð. Krókaaflinn þarf þannig
ekki að koma til lands til vinnslu
svo sem áður var. Þetta er því
jafnframt bein aðfór að vinnslu-
stöðvunum i landi sem gætu fyrir-
varalítið misst allt sitt hráefni.
Nýtísku aðhald
Fjöldi smábáta á krókaveiðum
hefir minnkað úr um 2.000 niður í
um 1.100 nú en talsmenn fiski-
ráðuneytisins hafa lýst því að
þeim þurfi að fækka um 300 til við-
bótar og verða þá um 800. Meðal-
talskvótinn yrði þá um 27 tonn á
Kjallarinn
fyrrv. forstjóri Olís
bát eða miðað við söluverð 100
kr/kg um 2,7 milljónir á ári eða ef
miðað er við stórfisk, 140 kr/kg,
3,8 milljónir sem duga þarf tO
launa og alls úthalds. Þetta nægir
engan veginn en er notað af fiski-
ráðuneytinu til að berja niöur all-
an mótþróa hjá þessu „vandræða-
fólki“.
Þetta er eins konar nýtísku að-
hald og minnir á stjórnsýslu fyrri
alda þegar fiskimönnum var út-
hlutað ákveðinn krókafjöldi á bát
og þótti ekki gott. Fiskiráðuneytið
hefir á undanfórnum árum skorið
niður fjölda róðrardaga árlega hjá
smábátunum með ýmsum aðferð-
um.
Ekki aðeins var þeim meinað að
róa allar góðviðrishelgar ársins
heldur voru raunverulegir róðrar-
dagar komnir niður í 86 lögheimil-
aða daga á ári eða 1,5 daga á viku.
Síðan skar fiskiráðuneytið þetta
niður vegna „umframafla" þannig
að raunverulegir róðrardagar
voru áætlaðir um 40 dagar á næsta
flskveiðiári eða minna en einn
vinnudagur á viku. Enginn getur
komist af með slík vinnukjör.
Þetta er það steinbítstak sem
fiskiráðuneytið hefir beitt gagn-
vart smábátunum og LS. Þetta er
sú samningsaðstaða sem boðið var
upp á gagnvart LS. Ofbeldið er
augljóst. Stjórn LS er full vor-
kunn. Spurningin er hvort Alþingi
samþykki slík vinnubrögð í stjórn-
sýslunni. Alþingi er æðsta vald.
Verður áfram haldið með að drepa
niður smábátaútgerðina og fiski-
þorpin? Önundur Ásgeirsson
„Þetta er steinbítstak sem fiskiráðuneytið
hefur beitt gagnvart smábátunum og LS
Þetta er sú samningsstaða sem boðið var
upp á gagnvart LS. Ofbeldið er augljóst.“
Skoðanir annarra
Neyðin í sveitunum
„Það þarf að bregðast við neyðinni í sveitunum.
Vel kann aö vara aö grípa þurfi til sérstakra aðgerða
til að létta undir með þeim sem verst eru staddir. En
langtímalækning fæst ekki fyrr en hið helsjúka kerfi
er skorið upp. Vitanlega á að afnema opinbera fram-
leiðslustýringu og leyfa mönnum að framleiða að
vild. Landbúnaður, eins og aðrar atvinnugreinar, á
að búa við frelsi og samkeppni ... Færri en öflugri
bú, sem fá að keppa á forsendum frjálsra viðskipta-
hátta, geta dafnað. Það geta hins vegar ríkisstýrðu
kotbýlin ekki.“
Úr forystugrein Alþbl. 30. apríl.
Tekjuskattar fyrirtækja
„Umræður um tekjuskatta fyrirtækja eru vel
þekktar og minnka ekki þagar vel gengur. Um það
mál er það eitt að segja að nauðsyn ber tU að haga
skattlagningu fyrirtækja hér með líkum hætti og er
í samkeppnislöndunum. Það er miklu betra fyrir rík-
isvaldið að fyrirtækin verji hagnaði sínum til at-
vinnuuppbyggingar og hækkunar launa heldur en
að seUast í hagnað þeirra í formi aukinna tekju-
skatta."
Úr forystugrein Tímans 30. apríl.
Umhverfi og náttúra
„Á íslendingum, líkt og öðrum þjóðum, hvUir sú
skylda að varðveita umhverfi sitt og náttúru. Því
miður hefur sú skylda ekki verið rækt sem skyldi,
eins og gróðureyðing undanfarinna áratuga sýnir.
Afréttir Mývetninga eru þannig eitt verst stadda rof-
svæði landsins, ekki sízt vegna þess að þröngir hags-
munir bænda hafa orðið hag náttúrunnar - og um
leið þjóðar og heimsbyggðar - yfirsterkari.“
Úr forystugreinum Mbl. 30. apríl.