Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Blaðsíða 32
44 FIMMTUDAGUR 2. MAÍ1996 Reykjanesbær er nafn á Keflavik sem fáir innfæddir sætta sig við. Bærinn verður að hætta að nota nafnið „Ég á nafnið Reykjanesbær og er skráður eigandi þess. Bærinn verður því að hætta að nota nafnið og finna annað nafn.“ Steinþór Jónsson, í DV. " Á heima í Keflavík „Ég veit það ekki vegna þess að ég á heima í Keflavik." Rúnar Júlíusson, í DV, um hvernig hon- um liöi í Reykjanesbæ. Ummæli Sammála um að vera sammála „Sálfræðingar og sagnfræðing- ar geta dundað við í framtíðinni að finna lausn á því af hverju ís- lendingar urðu sammála um að vera sammála um Ólaf Ragnar Grímsson.“ Hrafn Jökulsson, í Alþýðublaðinu. Ekki svo vitlaus... „Hún er ekki svo vitlaus að vilja koma til íslands.“ Halim Al, um dóttur sína, í DV. Tuttugu og fimm „Ég hef verið mjög hægur í þessu. Nú er þetta komiö upp í tuttugu og flmm.“ Guðmundur Rafn Geirdal forsetafram- bjóðandi um meðmælendasöfnun, í Al- þýðublaðinu. Stórar herflugvélar þurfa að taka bensín á flugi þegar þær eru í langferðum. Eldsneytistaka í lofti Eldsneytistaka í lofti er mun eldri athöfn heldur en flestir gera sér grein fyrir en fyrsta eldsneytistakan í gegnum slöngu á lofti átti sér stað í San Diego í Kaliforníu í júní árið 1923. Sú þolraun sem Bandaríkjamaður- inn Wesley May leysti af hendi verður þó að teljast frumraun á þessu sviði. í nóvember 1921 stökk hann af væng á Lincoln Standard flugvél yfir á væng á JN-4 með bensínbrúsa bundinn á bak sér. Hann náði góðu taki á hreyfilhlífinni og hellti bensíni í geyminn með mikilli varúð. Blessuð veröldin Umhverfis hnöttinn án þess að lenda Dagana 28. febrúar til 2. mars 1949 flaug bandaríski höfuðs- maðurinn James Gallagher fyrstur manna umhverfis hnött- inn án þess að lenda og tók hann eldsneyti á lofti á ferð sinni. Hann flaug í vél af gerðinni Boeing B 50 er kölluð var Lucky Lady II. Ferðin tók nákvæmlega 94 klukkustundir og 1 mínútu. Víða dálítil rigning 1.005 mb. lægð er um 700 km suð- vestur af Reykjanesi og hreyfist suð- austur. Fyrir austan land er dálítill hæðarhryggur og yfir Norður- Grænlandi er 1.030 mb. hæð. í dag verður suðaustlæg átt, gola Veðrið í dag eða kaldi. Skýjað en að mestu þurrt á Norðurlandi en dálítil rigning í öðrum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu er suð- austan gola eða kaldi og rigning með köflum. Hiti verður 3 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.56 Sólarupprás á morgun: 4.52 Síðdegisflóð í Reykjavfk: 17.56 Árdegisflóð á morgun: 6.08 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaó -2 Akurnes hálfskýjað -4 Bergsstaðir skýjaö 0 Bolungarvík skýjaö 2 Egilsstaðir léttskýjað -5 Keflavíkurflugv. léttskýjað 1 Kirkjubkl. skýjað 1 Raufarhöfn skýjað -4 Reykjavík hálfskýjaó -0 Stórhöfði Úrkoma í grennd 3 Helsinki þokumóóa 1 Kaupmannah. léttskýjaó 6 Ósló skýjaö 5 Stokkhólmur léttskýjaö 7 Þórshöfn skýjað 2 Amsterdam skýjað 10 Barcelona léttskýjaö 12 Chicago skýjað 8 Frankfurt þokumóða 8 Glasgow rigning 4 Hamborg léttskýjað 5 London rign. á síð.klst. 8 Los Angeles heiðskírt 20 Lúxemborg skýjað 7 París skýjaó 9 Róm rign. á síð.klst. 15 Mallorca þokuruðningur 14 New York Nice léttskýjað 13 Nuuk rigning -0 Orlando léttskýjaó 21 Vín hálfskýjað 14 Washington Winnipeg heiðskirt 2 Veðrið kl. 6 i morgun Osmo Vánská stjórnar Sinfóníu- hljómsveitinni i síðasta sinn í kvöid sem aðalstjórnandi. Síðustu tón- leikar Vánská í kvöld verða Sinfóníutónleik- ar í Háskólabíói. Flutt verða þrjú verk, Adagio eftir Jón Nor- dal, Píanókonsert nr. 3 eftir Lud- wig van Beethoven og konsert fyrir hljómsveit eftir Béla Bartók. Tónleikar þessir eru þeir síðustu, sem Osmo Vánska stjórnar sem aðalhljómsveitar- sfjóri SÍ, en því starfi hefur hann gegnt síðastliðin þrjú ár og hefur frægðarsól hljómsveitarinnar aldrei verið meiri en einmitt nú. Vanská tekur nú við stöðu aðal- hljómsveitarstjóra skosku BBC Tónleikar Kjartan Másson knattspyrnuþjálfari: Ég vil sjá meira gras í Keflavík DV, Suðurnesjum: „Það er búið að vera meirihátt- ar veður og er allt annað líf að vera að þjálfa núna en á sama tíma í fyrra en það hefur samt ver- ið erfitt að skipuleggja æfingar og leiki vegna þess að maður er alltaf smeykur við íslensku veðráttuna,“ segir Kjartan Másson sem tekinn er við þjálfun 1. deildar liðs Kefla- víkur í knattspymu að nýju, en hann þjálfaði ÍBK á árunum 1991-1993. Kjartan segir að þótt veðrið sé gott þá nægi það ekki ef góð að- staða sé ekki fyrir hendi: „Viö Maður dagsins erum mjög illa staddir og höfum nánast ekkert gras til að æfa og spila á. Ég er búinn að leggja drög að því að leika síðasta leikinn fyr- ir mót 16. maí á Stokkseyri en þann völl hef ég fengið lánaðan til að geta spilað á grasi. Hér hef ég engan vöU. Ég vil sjá meira gi-as í Keflavík og einnig gervigrasvöll. Það er ömurlegt að sjá litla krakka vera að leika á malarveUinum og Kjartan Másson. vita af þeim annaðhvort með skóna fulla af sandi eða renn- blauta og druUuga. Þetta er bara svona hjá okkur, hvergi í kringum okkur.“ Kjartan vonast eftir góðu veðri í allt sumar en þá er hann sann- færður um að boltinn verði mjög skemmtilegur og góður: „Ég held samt að við séum á tímamörkum og náum ekki meiri árangri fyrr en við getum spilað á alvöruvöll- um aUt árið. Þetta hefur sýnt sig annars staðar að árangur verður betri við slíkar aðstæður. Vetur- inn var mjög mildur í þetta skipt- ið þannig að liðin ættu að koma vel undirbúin til leiks. í fyrra komust menn ekki út fyrr en í maí.“ Kjartan er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og hefur verið þjálfari meistaraflokks frá árinu 1974, að þremur árum undanskild- um. Þá hefur hann einnig þjálfað meistaraílokk karla og kvenna í handknattleik: „Þetta er búið að vera skemmtilegur tími, það koma að vísu tímabil þegar maður er bú- inn að fá upp í háls af þessu en það er fljótt að jafna sig.“ Kjartan er íþróttakennari að mennt og kennir í Holtaskóla í Keflavík. Þegar hann er spurður um áhuga- mál stendur ekki á svarinu: „Það er knattspyrna, það kemst ekkert annað að, enda hef ég ekki tíma til að hugsa um neitt annað. Á vet- uma fylgist ég hins vegar með körfuboltanum og handboltanum.“ Eiginkona Kjartans er Sigfríður Sigurðardóttir og eiga þau tvær dætur, Bryndísi, 30 ára, og Gunn- heiði, 25 ára. -ÆMK sinfóníuhljómsveitarinnar í Glasgow. Einleikari í píanókonsert Beethovens er Henri Sigfridsson en tónleikagestir muna hann ef- laust frá fyrri heimsókn hans hingað til lands í haust en þá tók hann þátt í Nordsol, norrænni keppni ungra einleikara, og fór þar með sigur af hólmi. Sigrid- son hefur að undanfornu sópað að sér verðlaunum og var nýlega valinn listamaður ársins af yngri kynslóð í Finnlandi. Hon- um er fleira til lista lagt því hann er góöur skákmaður og keppti á Skákmóti skóla á Norð- urlöndum árið 1989 sem haldið var í Reykjavík. Bridge Björn Eysteinsson og Sverrir Ár- mannsson höfðu sigur í Lands- bankamótinu í tvímenningi um síð- ustu helgi og eru því íslandsmeist- arar í bridge. Björn og Sverrir mættu Islandsmeisturum síðasta árs í áttundu umferð úrslitakeppn- innar og höfðu töluvert betur í þeirri setu. í þessu spili fengu þeir 28 stig af 30 mögulegum. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og NS á hættu: * ÁK53 W K7 * G9765 4 84 4 G * Á432 4 ÁKD842 * K7 4 97642 * 65 4 -- 4 ÁDG965 Suður Vestur Norður Austur Sverrir Helgi S. Björn ísak pass pass 14 dobl 14 2* 24 34 4* pass 44 5* 54 p/h pass pass dobl Sagnir einkenndust af mikilli baráttu og eins og glögglega sést standa ekki nema fjórir spaðar með bestu vörn. Fjögurra hjarta samn- ingurinn er heldur erfiðari með hinni slæmu tígullegu og ekki er fimm hjarta samningurinn skárri. Sverrir var ekki á því að gefa eftir samninginn með þetta mikil skipt- ingarspil og keyrði alla leið upp í 5 spaða. Nú valt allt á útspilinu og vestur, sem vissi að austur átti tíg- ullit, ákvað að spila út tígultíunni. Sverrir trompaði, tók tvo hæstu í spaða og svínaði laufi. Þegar sú svíning gekk og kóngur féll hlýðinn í ásinn var laufum spilað. Vestur vildi ekki fórna trompdrottning- unni strax og Sverrir fékk yfirslag í spilinu með því að henda báðum hjörtunum í blindum. Ef vestur hefði hitt á hjartadrottningu út hefðu AV fengið hreinan topp í spil- inu, því enginn spilari átti tölu í AV-áttirnar. ísak Örn Sigurðsson 4 D108 * DG1098 4 103 * 1032

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.