Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 2. MAI 1996 Misstu ekki af spennandi aukablöðum I í maí Aukablöð DV eru löngu orðin landsþekkt. Blöðin eru bæði fræðandi og skemmtileg og fjalla um margvísleg og gagnleg sérsvið. 8. maí HUS €AEÐÁR ✓ I blaðinu verða holl og góð ráð varðandi vorverkm í garðinum. Þar á meðal verða upplýsingar um gróðursetningu, klippingu, áburðargjöf, nýjungar í plöntusölu og margt fleira. 15. maí GÆLUDYE Eru íslendingar dýravinir? Fjallað verður á skenuntilegan hátt um gildi gæludýra, aðstöðu borgarbúa til hundahalds, páfagaukarækt og birtur verður vinsældalisti gæludýrabúðanna. 22. maí BLAÐIÐ 22. maí ítarleg kynning á 1. deildar liðunum í knattspyrnu fyrir komandi keppnistúnabil. BRUÐKAUF Skemmtileg umfjöllun um brúðkaup og allt sem viðkemur midirbúiúngi þess. Jafnfraint verður tilveran þriðjudaganna 14. og 21. maí tileinkuð umfjöllun uni brúðkaup. HVERAGERÐI 23. maí 50 ára blómstrandi afinælisbær. Hveragerði er 50 ára á þessu - "VÁÍ"' ári ^V1 Ulefni ætla Hvergerðingar að efna til ><£ hátíðahalda dagana 24. til 27. maí. í þessu blaði verður íjallað um Hveragerði og hátíðardagskrána þessa daga. DV - Qölbreytt útgáfa á hverjum degi T*Tm iyrir þjg Fréttir i>v Neytendasamtökin ósátt viö bensínhækkanir: Krefjast rann- sóknar Sam- keppnisstofnunar - þurfum viö að biðja um náð Irvingfeðga? spyr Jóhannes Gunnarsson „Við höfum óskað eftir því með formlegum hætti að samkeppnisyf- irvöld rannsaki það hvort grund- völlur sé fyrir bensínhækkunum olíufélaganna hér á landi og þátt erlendra verðhækkana í þeim, seg- ir Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasamta- kanna. Jóhannes minnir á fund sem ol- íufélögin héldu með fulltrúum Neytendasamtakanna og FÍB fyrir ekki löngu þar sem félögin lofuðu verðlækkun á bensíni í kjölfar hag- ræðingar vegna þess að hætt var að selja 98 oktana blýbensín. Neyt- endur verði hins vegar ekki varir við annað en verðhækkanir og hót- anir um enn meiri verðhækkanir, segir Jóhannes. Jóhannes segir greinilegt að samskipti olíufélaganna viö neyt- endur séu nú önnur en þegar von var á Irvingfeðgum hingað til lands í olíuviðskipti. Spurning sé hvort íslenskir neytendur verði nú að hverfa til fortíðar og gera eins og landsmenn gerðu þegar mikil óáran gekk yfir landið, að senda bréf til konungs og biðja um mis- kunn og aðstoð. „Er virkilega svo komið á þeim fákeppnismarkaði sem hér er með bensín að íslensk- ir neytendur þurfi að senda náðar- bréf til Irvingfeðga og biðja þá náð- arsamlegast að bjarga sér úr þeirri úlfakreppu sem fákeppni á bensín- markaði hefur komið bíleigendum í og biðja þá að koma inn á íslensk- an olíumarkað," segir Jóhannes enn fremur. -SÁ Uppboð á óskilamunum hjá lögreglunni á laugardaginn: Aðeins þriðjungur kemst til skila - segir Þórir Þorsteinsson, varöstjóri hjá lögreglunni „Það kemst um þriðjungur af óskilamununum til skila þegar fólk kemur hingað að leita. Hitt er boðið upp,“ segir Þórir Þorsteinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Reykja- vík. Á laugardaginn verður árlegt uppboð á óskilamunum sem hafnaö hafa með einum eða öðrum hætti í vörslu lögreglunnar. Uppboðið hefst klukkan 13.30 og verður í Vökuport- inu. Þarna verður til sölu allt milli himins og jarðar. Mest ber þó á reið- hjólum en einnig slæöist nú með hjólastóll og prjónavél hefur einnig oröið viðskila við eiganda sinn. „Það er aldrei of seint að koma og leita. Við geymum allt sem finnst í eitt ár áður en það er selt,“ segir Þórir. Það kemur og oft fyrir að fólk rekur upp stór augu og hrópar jafn- vel upp yfir sig þegar það kemur í geymslur lögreglunnar við Borgar- tún og sér gamla hjólið sitt. Þannig brást í það minnsta Agnes Baldvins- dóttir við þegar hún sá hjólið sem hún fékk í afmælisgjöf þegar hún varð sjö ára. -GK Laxá á Asum: Eins og svart og hvítt Þegar rétt er mánuður þangað til dýrasta veiðiá landsins verður opn- uð er staöan allt önnur en á sama tíma í fyrra þegar himipháir skaílar voru við ána og veiðimenn fengu lít- ið fyrstu dagana. En núna er jörö marauð og stutt í að laxarnir fari að láta sjá sig. „Þetta er bara eins og svart og hvítt núna við Laxá. I fyrra veiddum við í Dulsunum fjórða veiðidaginn og fengu mest snjó og klaka á lín- una,“ sagði veiðimaður sem veiðir í Laxá fyrstu daga veiðitímans núna, en við allt aðrar aðstæður en í fyrra. „Það er ekki mikið vatn í ánni þessa dagana og gæti orðið litið þeg- ar líður á veiðitímann,“ sagði veiði- maður enn fremur. -G.Bender Agnes Baldvinsdóttir, 7 ára, og Þórir Þorsteinsson varðstjóri í geymslum lögreglunnar fyrir óskilamuni. Þarna fer mikið fyrir reiðhjólum og einnig hef- ur hjólastóll lent í óskilum. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.