Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 1996 Verk eftir Rúrí sem hún kallar Fjörutíu og tvo metra. Gildin í dag veröur opnuö í Ingólfs- stræti 8 sýning á verkum eftir myndlistarkonuna Rúrí. Verkin á sýningunni hafa ekki verið sýnd áður hér heima en síðast var Rúrí með einkasýningu hér á landi á Kjarvalsstöðum fyrir fjórum árum. Rúrí er landskunn fyrir verk sín, sem eru allt frá gjömingum frá miðjum áttunda áratugnum til útilistaverkanna Regnboga, sem stendur við Flugstöö Leifs Eiríkssonar, og Fyssu sem er i Sýningar Fjölskyldugarðinum í Laug- ardal. Rúrí hefur sýnt víða um heim bæði á samsýningum og verið með einkasýningar og voru verk eftir hana sýnd á síð- asta ári í Hollandi, Ungverja- landi, Finnlandi og Bandaríkj- imum. Sýning Rúríar hefur yfir- skriftina Gildi II og stendur til 25. maí. Opnið er ffá 14.00-18.00 alla daga nema mánudaga. Þá er lokað. Brúðkaup á Astro í kvöld verður kynningar- kvöld á Astro á vegum verslun- arinnar Holtablóma á öllu sem viövíkur brúðkaupi. Margir að- ilar kynna vörur og þjónustu. Kynningin hefst kl. 21.00. Fiskveiðistjórnun - ný kvótaskipting er yflrskrift fundar sem Heimdallur stendur fyrir í Val- höll í kvöld kl. 20.30. Gestir: Þor- steinn Pálsson, Sighvatur Björg- vinsson og Pétur Örn Sverris- son. Kór Átthagafélags Strandamanna heldur vortónleika í Selja- kirkju í kvöld, 2. maí, kl. 20.30. Einsöngvarar eru Svanur Val- geirsson og Erla Þórólfsdóttir sem einnig er stjórnandi kórs- ins. Samkomur ITC-fundur á ensku Landssamtök ITC halda ensk- an fund í dag áð Ármúla 28, 3. hæð, kl. 18.00. Þema fundarins er Education. Allir velkomnir. Sæluvika Skagfirðinga I kvöld verður Unglingadiskó- tek á KafFi Krók og dægurlaga- keppni á vegum Kvenfélags Sauðárkróks. Aglow Reykjavík Fundur er í kvöld kl. 20.00 að Háaleitisbraut 58-60. Halla Jóns- dóttir talar um sjálfsstyrkingu kvenna og Guðný Einarsdóttir syngur. Karma á Kaffi Reykjavík: Efni af væntanlegri plötu Kaffi Reykjavík, sem er i hjarta gamla bæjarins, er einn vinsælasti skemmtistaðurinn í höfuðborginni og er ávallt þéttskipaður um helg- ar. Kaffi Reykjavík er stór skemmtistaður sem er til húsa í gömlu og þekktu húsi sem hefur hýst marga starfsemina á undan- förnum áratugum. Undanfarin tvö kvöld hefur hljómsveitin Karma verið að skemmta á Kaffi Reykjavík og hún Skemmtamr verður þar áfram í kvöld og annað kvöld. Karma flytur hressilega tónlist sem hefur verið vel tekið af gestum staðarins og meðal efnis sem hún flytur þessa dagana eru lög af væntanlegri geislaplötu sem kemur út í sumar. Meðlimir Karma eru Ólafur Þórarinsson, gítarleikari og söngvari, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, söngur, Helena Jón Ómar bassaleikarí á góðri stund. Káradóttir, hljómborð, gítar og söngur, Jón Ómar Erlingsson, bassi, Páll Sveinsson, trommur, og Ríkaharður Arnar IV, hljómborð. Snjóföl á heiðum Vegír á landinu eru yflrleitt vel færir en hálka er sums staðar þar sem vegir liggja hátt og snjófól er á heiðum- á austanveröu landinu. Víða er búið að setja hámarksöxul- þunga á vegi sem eru viðkvæmir á þessum árstíma. Má þar nefna að á Færð á vegum Fljótsdalsheiði er 5 tonna takmörk- un á öxulþunga, 7 tonn á Mývatns- öræfum, Jökuldal og Möðrudalsör- æfum og 4 tonn á Vopnafjarðar- heiði. í Borgarfirði er hámarksöxul- þungi 7 tonn í Hvítársíðu, Reyk- holti-Húsafelli og á Geldingadraga. Á Vestfjörðum er hámarksöxul- þungi 2 tonn á leiðunum Kollaflörð- ur-Flókalundur, Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði. Ástand vega il o ° o # j—O O M O f [3 Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir C^) LokaðrSt°ÖU ® Þungfært (g) Fært fjallabílum Fjórða barn Erlu og Ómars Myndarlegi drengurinn á mynd- inni fæddist á fæöingardeild Land- spítalans 14. apríl kl. 19.10. Þegar Barn dagsins hann var vigtaður reyndist hann vera 3.655 grömm að þyngd. For- eldrar hans eru Erla Ríkarðsdóttir og Ómar Óskarsson. Hann á þrjá bræður sem eru 2ja, 5 og 14 ára gamlir. Eddie Murphy leikur vampíruna sem hefur sest að í New York. Á myndinni með honum er Angela Bassett sem leikur lögreglu- konu. Vampíra í Brooklyn í Vampíru í Brooklyn, sem Háskólabíó sýnir, leikur Eddie Murphy Maximillian sem er síð- asti í röð aldagamallar blóðsugu- ættar. Hann er miskunnarlaus og veit ekki hvað það er að sjá eftir hlutunum. Þá getur hann breytt útliti sínu eins og honum sýnist. Max, eins og hann kallar sig, er nú kominn til New York til að hafa uppi á Ritu Veder, lög- reglukonu, sem hann vill gera að blóðsugu. Það reynist honum samt erfiðara en í fyrstu var haldið. Kvikmyndir Allt er þetta á gamansömum nótum eins og vænta má frá Eddie Murphy. Angela Bassett leikur lögreglukonuna. Leik- stjóri er Wes Craven sem er þekktastur fyrir að hafa kynnt Freddie Krueger fyrir kvik- myndahúsagestum í Nightmare on Elm Street. Nýjar myndir Háskólabíó:Vampíra í Brooklyn Háskólabíó: Hatur Laugarásbíó: Rósaflóð Saga-bió: Herra Glataður Bíóhöllin: Toy Story Bióborgin: Powder Regnboginn: Magnaða Af- ródita Stjörnubíó: Vonir og væntingar Gengið Almennt gengi LÍ nr. 87 2. maí 1996 kl. 9,15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,230 67,570 66,630 Pund 100,550 101,490 101,060 Kan. dollar 49,470 49,780 48,890 Dönsk kr. 11,3680 11,4280 11.6250 Norsk kr. 10,1980 10,2540 10,3260 Sænsk kr. 9,8300 9,8850 9,9790 Fi. mark 13,9020 13,9840 14,3190 .. Fra. franki 12,9700 13,0440 13,1530 Belg. franki 2,1299 2,1470 2,1854 Sviss. franki 53,8700 54,1700 55,5700 Holl. gyllini 39,1700 39,4100 40,1300 Þýskt mark 43,8300 44,0500 44,8700 ít. líra 0,04294 0,04320 0,04226 Aust. sch. 6,2270 6,2650 6,3850 Port. escudo 0,4269 0,4295 0,4346 Spá. peseti 0,5266 0,5298 0,5340 Jap.yen 0,63900 0,64290 0,62540 írskt pund 104,260 104,910 104,310 SDR/t 97,14000 97,72000 97,15000 ECU/t 82,3200 82,8100 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan 1 3 V- l i'" 7 / w 1 r J5 V r iL i* lS \h TcT J r J Lárétt: 1 dramb, 6 eignast, 8 óværa, 9 náttúra, 10 samdi, 11 þræll, 12 fagra, 15 lúga, 17 skólasetur, 18 hvassviðri, 19 pípu, 21 skák, 22 fljótfæmi. Lóðrétt: 2 magra, 3 mjólkurafurð, 4 fjall, 5 flökt, 6 kvennabósa, 7 fljótið, fT heit, 11 ásamt, 13 dreitil, 14 eldstæði, 16 pikk, 20 drykkur. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 fálm, 5 ævi, 7 óreiða, 9 lægð- ina, 10 að, 11 galir, 13 rigning, 16 snauð, 17 ái, 18 átt, 19 marr. Lóðrétt: 1 fólar, 2 áræðin, 3 legg, 4 miðanum, 5 æði, 6 vani, 8 fargir, 12 liða, 14 gat, 15 nár, 16 sá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.