Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 1996
Utlönd
DV
Hefði viljað
deyja fyrir
Díönu
James Hewitt, liösforinginn
sem átti í fimm ára ástarsam-
bandi við Díönu prinsessu, segir
að hann hafi verið reiðubúinn að
deyja fyrir hana. Þessi orð lætur
liðsforinginn falla í 45 mínútná
sjónvarpsþætti sem sýndur verð-
ur í Bretlandi síðar í mánuðinum
og Bretar bíða spenntir eftir.
Kemur fram í þættinum að ást-
arsamband Hewitts við Díönu
hafi verið komið í slíkar ógöngur
að hann hafi talið að betra væri
að deyja í orrustu í Flóabardagan-
um 1991 en að horfast í augu við
framhaldiö. Hewitt fær um 100
milljónir króna fyrir þáttinn.
Reuter
Danmörk:
Harðari viðurlög
við vopnaburði
Pálmi Jónasson, DV, Kaupmannahöfn:
Mun harðar verður tekið á
ólöglegum vopnaburði í Dan-
mörku í kjölfar stigmagnaðs
stríðs mótorhjólagengjanna Vít-
isengla og Banditos. Björn Westh
dómsmálaráðherra tilkynnti þetta
á þriðjudag eftir neyðarfund með
yfirmönnum lögreglunnar og
ákæruvaldsins. Samtímis var
ákveöið að setja á stofn samræm-
ingarhóp fyrir allt landið til að
sameina aðgerðir gegn mótor-
hjólagengjunum. Þær felast meðal
annars í fyrirvaralausri vopna-
leit. Samvinna verður einnig auk-
in milli Norðurlandanna og sér-
stök nefnd skattayfirvalda á að
rannsaka gríðarlegt misræmi í
uppgefnum tekjum meðlima
gengjanna og lífsstíl þeirra.
Sveitarstjórnarkosningar á Englandi í dag:
John Major spáö
herfilegum ósigri
íhaldsflokki Johns Majors, forsæt-
isráðherra Bretlands, er spáð herfi-
legum ósigri í sveitarstjórnarkosn-
ingum sem fram fara á Englandi í
dag. Stjórnmálasérfræðingar gera
því skóna að íhaldsflokkurinn muni
tapa ríflega helmingi þeirra 1200
sæta í bæjar- og sveitarstjórnum
sem hann hefur nú og hafa miklar
vangaveltur verið í fjölmiölum um
að Major kunni að hrökklast úr
embætti af þeim sökum.
Allir helstu valdamenn flokksins
hafa skipað sér að baki Majors sem
var borubrattur í gær þegar hann
lýsti því yfir að hann ætlaði að
halda sínu striki þrátt fyrir orðróm
um að verið væri að brugga honum
launráð.
„Sem forsætisráðherra verð ég að
mæla fyrir þjóðarhag, eins og hann
kemur mér fyrir sjónir, og það mun
ég gera, sama hvað sagt er á bak við
tjöldin og sama hvaðan það kemur,“
sagði Major í ræðu sem hann hélt á
fundi ritstjóra dagblaða í gær.
Sveitarstjórnarkosningarnar í
dag eru síðasti stóri prófsteinninn á
fylgi flokkanr.a fyrir næstu þing-
kosfiingar sem verður að halda inn-
an eins árs.
Landsmálin hafa verið í fyrir-
rúmi í kosningabaráttunni og hefur
klofningur í röðum íhaldsmanna
vegna afstöðunnar til samstarfsins
innan Evrópusambandsins skaðað
flokkinn mikið.
frá 1. maí höfum við —' "ý,,'i"uu,úmer
J 540 50 60
opið frá kl. 8-16
fax 540 5061
Skandia
LAUGAVEGI 170, SÍMI 540 50 BO
John Major á ekki von á góðu.
Bresku blöðin eru ekki 1
nokkrum vafa um úrslit kosning-
anna í dag fyrir íhaldsflokkinn.
Metsölublaðið Sun segir að Major
sé viðbúinn því „að vera þurrkað-
ur út í kosningunum".
Major fékk þó stuðning frá
Michael Heseltine, næstráðanda í
flokknum, og hægrimanninum
John Redwood sem keppti við
hann um leiðtogasætið i fyrrasum-
ar eftir slæma útreið í sveitar-
stjórnarkosningum þá.
í dag er kosiö um 3000 sveitar-
stjórnarsæti á Englandi og sér-
fræðingar segja að íhaldsflokkur-
inn muni tapa um 650 sætum.
Ekki er kosið í London, Skotlandi,
Wales eða á Norður-írlandi.
Reuter
Herskáir vinstrimenn með rauða fána og hnefann á lofti leiða hér kröfu-
göngu í Istanbúl í Tyrklandi 1. maí, á hátíðisdegi verkalýðsins. Til harðra
átaka kom milli vinstrimanna og öryggislögreglu meö þeim afleiðingum að
tveir létu lífið og fjölmargir særðust. Símamynd Reuter
Óskir ættingja fórnarlambanna á Tasmaníu virtar:
Kaffihúsið í Port Arthur verður rifið
Yfirvöld á áströlsku eyjunni
Tasmaníu hafa ákveðið að rifa kaffi-
húsið í fyrrum fanganýlendunni í
Port Arthur þar sem 20 af 35 fóm-
arlömbum fjöldamorðingjans Mart-
ins Bryants féllu um síðustu helgi.
Það voru fjölskyldur fórnarlam-
banna og starfsfólk þessa vinsæla
cÁðasti . - &
* ^Sur á só%^
ferðamannastaðar sem fóru fram á
að það yrði gert.
„Það er mikflvægt í margra aug-
um að við byrjum upp á nýtt í Port
Arthur og að kaffiterían, sem minn-
ir á hrylling helgarinnar, verði'fiar-
lægð,“ sagði Tony Rundle, forsætis-
ráðherra Tasmaníu, í yfirlýsingu
sem hann sendi frá sér í höfuðborg-
inni Hobart.
Ray Groom, feröamálaráðherra
Tasmaníu, sagði að fara yrði að ósk-
um þeirra sem eiga um sárt að
binda eftir harmleikinn en ekkert
yrði þó gert fyrr en gengið hefði ver-
ið frá öllum lagalegum hliðum máls-
ins.
Gamla fanganýlendan er nú lokuð
en ættingjum fórnarlambanna og
þeirra sem særðust verður leyft að
fara þangað á laugardag. Þann 19.
maí verður svo haldin minningar-
guðsþjónusta í kirkjunni sem refsi-
fangar byggðu á sínum tíma. Reuter
Sendimaður til Bosníu
Sendimaður Bandaríkja-
sfiórnar fer tU Bosníu á sunnu-
dag til að reyna að leysa vanda-
mál sem ollu átökum þegar
bosnískir flóttamenn reyndu að
snúa heim.
Peres aftur heim
Simon Peres, forsætisráð-
herra ísraels, sneri heim eftir
heimsókn sína tU Bandaríkj-
anna og Frakklands og hóf að
kynna kjósendum hugmyndir
sínar um friö og öryggi.
Fékk rauða dregilinn
BiU Clinton
Bandaríkja-
forseti var
afar ánægður
með þá
ákvörðun
þings Palest-
ínumanna að
afmá úr
stefnuskrám
að eyða skuli
Israelsríki og
veitti Yassir Arafat því höfðing-
legar móttökur í Washington
með rauðum dregli og öllu tU-
heyrandi.
Milljarðar á banka?
Svissneskir bankar láta und-
an alþjóðlegum þrýstingi og
stofna nefnd sem rannsaka á
hvort milljarðar króna, sem
ekki hefur verið vitjaö um, hafi
verið í eigu fórnarlamba helfar-
ar nasista.
Herskip nærri iandi
Eftir árásir á sendiráðið sitt í
Monróvíu hafa Bandaríkjamenn
ógnað stríðandi fylkingum í Lí-
beríu með því að sigla herskip-
um sínum nær landi. Charles
Taylor, annar uppreisnarleið-
toganna í Líberíu, sakar Banda-
ríkjamenn um að reyna að ráða
sig af dögum.
Minni hætta
Talsmenn Hvíta hússins segja
að Norður-Kóreumenn hafi haf-
ist handa við að gera 8 þúsund
kjarnorkurafskaut í einu kjarn-
orkuvera sinna óvirk.
Mótmæitu Castró
Kúbanskir
andófsmenn í
Flórlda sigldu
á litlum bát-
um að lögsögu
Kúbu, hentu
þar blómum
og mannrétt-
indabækling-
um í sjóinn til
að mótmæla hátíðahöldum
Fiedels Castrós 1. maí.
Slátra nautgripum
Bretar ætla að hefla slátrun
þúsunda nautgripa í tilraun til
að auka traust neytenda á
nautakjöti í kjölfar útbreidds
ótta um kúariðu.
Reynolds í vanda
Leikarinn Burt Reynolds er á
leið í gjaldþrot vegna vanskila á
greiðslum fyrir búgarð sinn í
Flórída.
Sprelllifandi
Zelimkhan
Jandarbíjev,
leiðtogi upp-
reisnarmanna
í Tsjetsjeniu,
kom hress og
baráttuglaður
fram í sjón-
varpi og sagði
fréttir um
dauða sinn óskhyggju
valda í Kreml.
stjóm-
Skotnir til bana
Yfir 20 voru skotnir til bana í
landi Zúlúmanna í Suður-Afríku.
Gagnrýnir Kínverja
Jung Chang, höfundur bókar-
innar Villtra svana, gagnrýndi
stjómvöld í Kína fyrir að leyfa
frelsi á sviði sfiómmála og
menningar ekki þróast jafnhliða
efnahagsvexti. Reuter
■51