Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Blaðsíða 20
32 FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 1996 Fréttir DV Lögreglan telur að ástandið í miðbænum hafi verið með besta móti í fyrrinótt: Við gefum unglingunum ágætiseinkunn fýrir þetta - segir Geir Jón Þórisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík Landa eða öðru áfengi var hellt niður hjá nokkrum gestanna í miðbænum. Ölvun var ekki áberandi og fór samkoman hið besta fram. DV-mynd ÞÖK Góð samstaða eftirsam- ræmdu prófin „Ég er bara að sýna smákrökkun- Hann varí miðbænum í fyrrinótt um samstöðu. Alltaf gaman að ásamt Steinunni Helgu Guðmunds- skemmta sér með ungviðinu," sagði dóttur úr Hagaskóla en hún hafði Guðmundur Árni Þorsteinsson, raunverulega ástæðu til að fagna menntskælingur úr Kópavogi, sem í því samræmdu prófin hennar voru fyrra lauk samræmdu prófunum. rétt að baki. -GK Guðmundur Árni og Steinunn Helga voru að fagna í miðbænum. „Við gefum unglingum áætisein- kunn fyrir þetta. Það fór allt vel fram og mér sýnist að ástandið nú hafi verið betra en oft áður að lokn- um samræmdu prófunum," sagði Geir Jón Þórisson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Reykjavik, í smatali við DV í gær. Hann segir að um fimm þúsund unglingar hafi verið í miðbænum á öðrum tímanum í fyrrinótt þegar unglingar úr Reykjavik og ná- grannasveitarfélögunum voru að fagna lokum samræmdu prófanna í grunnskólunum. Eftir klukkan tvö um nóttina dreifðist hópurinn mik- ið. Af þessum fimm þúsund ungling- um þurfti lögreglan að hafa afskipti af 20 til 30 sem voru teknir úr um- ferð og fluttir á miðbæjarstöðina. Þangað gátu foreldrarnir sótt þá. „Það eru auðvitað alltaf einhverj- ir sem eru til vandræða og geta ekki skemmt sér með hinum en 20 til 30 af 5000 er ekki há tala,“ sagði Geir Jón. Hann sagði að nokkuð hefði borið á landa hjá unglingunum og hefði honum verið hellt niður sem og öðru áfengi sem haft var í frammi. Lögreglumenn á staðnum sögðust ekki leita á unglingunum en þegar farið væri að víngsa ílátunum skær- ust þeir í leikinn og helltu innihald- inu niður. Viðbúnaður lögreglu var eins og um venjulega helgi. Geir Jón sagði þó að umtalið um próflokin hefðu lokkað fleiri í miðbæinn en ella heföi verið. Margir kæmu vegna forvitni og þegar búið væri að byggja upp spennu vegpa einhvers sem ætti að gera í miðbænum þá væri erfitt fyrir foreldrana að halda unglingunum heima. Að þessu sinni var spenningur- inn svo mikill að krakkar komu jafnvel frá Selfossi til að vera í mið- bæ Reykjavíkur. Þá voru krakkar úr Hafnarfirði og Kópavogi áber- andi þar. -GK Þegar flest var voru um fimm þúsund manns í miðbænum aðfaranótt 1. maí. Flestir voru að fagna lokum samræmdu prófanna og komu krakkar úr nágrannasveitarfélögunum til að taka þátt í gleðinni sem fór vel fram. Unglingar með mannalæti í miðbænum eftir samræmdu prófin: „Hurðu, djöfull ertu fullur" „Hurðu, djöfull ertu orðinn full- ur,“ hrópar einn af æskumönnum landsins og svo er fallist í faðma í miðju Austurstrætinu. Félagarnir standa gleiðir og bera sig manna- lega. Að próflokakveðjunum af- stöðnum ganga þeir i burtu og sér vín á hvorugum. Þannig gengur það þegar tíundu bekkingamir eru að fagna lokum samræmdu prófanna í miðbæ Reykjavíkur; það er full ástæða til að hafa í frammi mannalæti en allt fer þó friðsamlega fram og drykkjan er aðeins lítið brot af því sem áhyggjufullir landsfeður halda fram. Einn og einn úr umferð Þótt um fimrn þúsund manns hafi komið saman í miðbænum að- faranótt 1. maí, á einni af þessum óskipulögðu og alræmdu útihátíð- um í borginni, fór allt vel fram í öll- um aðalatriðum. Að vísu tók lög- reglan einn og einn úr umferð, vökvi úr nokkrum flöskum rataði beina leið niður í göturæsið og stöku foreldri varð að sækja sitt barn á lögreglustöðina vegna drykkju. En meira var það ekki. Unglingarnir reyna að sjáfsöðu að haga sér eins og fullorðið fólk. Það er sláttur á þeim sem hafa hvolft í sig úr einni bjórdollu og menn taka stórt upp í sig. „Vert þú ekkert að reyna að gera gott úr þessu. Erum við að rífast eða ekki?“ spyr einn sem er ekki alveg viss um hvert deiluefnið var. Það fer og svo að ekkert verður úr rifr- ildi þótt fullorðið fólk hefði varla látið svo kjörið tækifæri til illdeilna sér úr greipum ganga. En þannig er æska þessa lands; þetta er víst kyn- slóð hinna glötuðu tækifæra. Flest var fólkið í miðbænum um eitt um nóttina. Þá var þéttskipað frá Lækjargötu og yfir á Ingólfstorg. Tíundubekkingarnir að sjálfsögðu mest áberandi en einnig margir sem komu til að sjá ungviðið og margir til að samgleðjast því. Það eru eink- um þeir sem þreyttu samræmdu prófin í fyrra og hitteðfyrra. Foreldrar og lögga Foreldrar eru einnig íjölmennir á vakt. Enginn þeirra kannast þó við að þeirra unglingar eigi við vanda að stríða en það er vissara að fylgjast með. Fólk frá Rauða kross- inum hefur einnig komið sér fyrir í Austurstrætinu. Unglingur hefur snúið sig á fæti og þarfnast unnönn- unar en fleiri og stærri verkefni eru ekki þessa nótt. Lögreglan heldur sig í útjaðri samkomunnar en grípur inn í þegar með þarf. Ef einhver er farinn að veifa brúsanum sínum of mikið þá er hann stöðvaður og brúsinn tæmdur á götuna. Skemmtistaðirnir eru að sjálf- sögðu lokaðir ungviðinu. Þar stend- ur eldra fólk í röðum yfir utan og horfir hálfskelkað á krakkana á einni af fyrstu æfmgum næturlífs síns í Reykjavík. Eftir klukkan þrjú eru þau ungu farin heim og full- orðna fólkið fær að hafa Austur- strætið í friði til óláta fram eftir nóttu. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.