Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. MAÍ1996 Fréttir Hasip Kaplan, lögmaður Sophiu Hansen, svarar spurningum um stöðuna í máli hennar: Samskipti Islands og Tyrklands að spillast telur nauðsynlegt að Davíð Oddsson afhendi forsætisráðherra Tyrklands mótmæli beint Hasip Kaplan, lögmaður Sophiu Hansen, telur að þrátt fyrir veru- lega viðleitni íslenskra stjórnvalda tO stuðnings málstað hennar hafi í raun harla lítið komið út úr þeim viðræðum enn þá - hann telur að málið verði að taka beint upp við æðstu stjórnmálamenn Tyrklands - að Davíð Oddsson afhendi kollega sínum, forsætisráðherra Tyrklands, mótmæli beint. í viðtali Ovið Hasip, sem byggt er á spurningum sem túlkur var beð- inn um að leggja fyrir hann, kemur einnig fram að lögmaðurinn telur að samskipti íslands og Tyrklands séu farin að spillast. Aðeins æðstu menn duga - Hvað telur þú að íslensk yfir- völd geti gert í máli Sophiu í dag? „Ég veit að íslenskir ráðamenn hafa tekið þetta mál upp við tyrk- neska ráðamenn næstum því hvar sem tök hafa verið á. Það er mjög já- kvætt. Þetta mál er þannig vaxið að gott er að kynna það tyrkneskum ráöamönnum áfram. En ég spyr: Hvað hefur komið út úr þessum viðræðum? Ég held harla lítið. Ástæðan er sú að svona mál verður að taka upp við æðstu menn Tyrklands af æðstu mönnum ís- lands. Þá á ég við að forsætisráð- herrar landanna ræði þetta mál. Það eru þeir sem hafa völdin. I fyrsta lagi legg ég til að íslenska forsætisráðuneytið semji greinar- gerð í málinu og að mjög harðorð mótmæli verði lögð fram vegna allr- ar málsmeðferðarinnar. Þannig verði bent á hin miklu mannrétt- indabrot sem framin hafa verið gagnvart Sophiu og börnum hennar. Ég tek fram að þetta snýst ekki um forsjármál heldur staðfestingu á ís- lenskum úrskurðum sem liggja fyr- ir á íslandi - úrskurðum sem yflr- völd hér eru í mestu vandræðum Hasip Kaplan lögfræðingur með Sophiu Hansen. Hann telur að þrátt fyrir viðleitni íslenskra stjórnvalda til stuðnings málstað Sophiu hafi enn sem komið er lítið gerst. Hann óskar því eftir beinum viðræðum æðstu manna. DV-mynd ótt með að koma í framkvæmd. Ég tel síðan að forsætisráðherra fslands eigi að setja sig í beint sam- band við Mesut Yilmac, starfandi forsætisráðherra hér í Tyrklandi, og einnig í samband við mannrétt- indaráðuneytið og þessi mótmæli veröi afhent. Síðan á aö benda tyrk- neskum ráðamönnum á að þetta mál sé farið að spilla verulega fyrir samstarfi rikjanna. Auk þessa tel ég að sjá eigi til þess að öryggi Sophiu verði ávallt tryggt í Tyrklandi, bæði í réttar- höldum og eins utan þeirra. Að síðustu er nauðsynlegt að styðja við bakið á Sophiu fjárhags- lega því dýrt er að þurfa að halda heimili bæði á íslandi og í Tyrk- landi. Þó ég hafi ekki verið að íþyngja Sophiu með beiðni um pen- inga, og mjög oft lagt fram peninga úr eigin vasa, þá veit ég að hún er skuldum vafin og þarf á stuðningi að halda í þeim efnum,“ sagði Hasip. Dómarinn samþykkir loks íslensku pappírana - Hvaða álit hefur þú á síðustu meöferð héraðsdómarans í málinu? „Mér finnst það mjög jákvætt að dómarinn skuli samþykkja álit meirihluta Hæstaréttar og að hann ætli að taka á málinu samkvæmt því. Einnig finnst mér mjög jákvætt að dómarinn samþykki alla nýju pappírana frá íslandi sem lagðir voru fram í réttarhaldinu. Þar kem- ur mjög vel fram að Sophia og Halim voru gefin saman á íslandi af íslenskum dómara samkvæmt ís- lenskum lögum og að þau fengu lög- skilnað samkvæmt íslenskum lög- um. Allir sem þetta mál snýst um, Sophia, Halim og dæturnar, eru ís- lenskir ríksiborgarar." Lagaleg mistök að leiða stúlkurnar fyrir dóm núna - Nú frestaði dómarinn málinu til 13. júní og óskar eftir að dæturnar komi fyrir dóminn, hvað viltu segja um það? „Þetta eru mikil lagaleg mistök dómarans að óska eftir að börnin komi sjálf fyrir dómarann eftir svo langan tíma. Dómarinn veit að Halim hefur brotið mjög oft um- gengnisréttinn og þannig komið í veg fyrir að börnin geti hitt móður sína. Á þessum langa tíma hefur dómarinn ekki aðhafst neitt róttækt i málinu vegna umgengnisréttar- brotana þó að það séu almenn mannréttindi að börnin fái að um- gangast báða foreldra. í komandi réttarhöldum segja börnin örugglega að þau vilji vera áfram hjá foðurnum - þau þora ekki öðru því þau vita að ef þau segja eitthvað annað verður þeim refsað enda fara þau heim með föðurnum eftir réttarhöldin." Lögregla gæti þurft að ná í börnin - Hvað gerist ef Hafim kemur ekki með börnin í réttarhafdið? „Halim gæti tekið upp á því að koma ekki og láta lögmann sinn segja að nú sé komið skólafrí og börnin séu með foður sínum uppi í sveit. Ef þetta gerist verður dómar- inn þvingaður til að setja lögregl- una í málið, finna bömin og koma með þau fyrir dórninn." - Hverja telur þú skýringuna á því að dómarinn tekur þessa stefnu núna? „Dómarinn óskar nú eftir því að börnin komi til að sýna að hann vilji tala við alla sem að málinu koma og lætur líta út fyrir það á yf- irborðinu að hann sé mjög góður dómari og vilji gefa börnunum kost á að segja hug sinn í réttinum. En hann skýtur svo langt yfir markið með þessu þar sem svo langt er um liðið frá því börnunum hefur verið gert kleift að hitta móður sína. Það sem dómarinn gerir nú stenst ekki lög. Þetta er enn eitt lóðið á vogar- skálar okkar í málinu. Ef Hæstiréttur mun eftir dóm héraðsdóms taka á málinu á ein- hvern annan hátt en hann hefur gert áður, sem ég á ekki von á, för- um viö með málið fyrir Mannrétt- indadómstólinn í Strasbourg. Þar vinnum við málið örugglega," sagði Hasip Kaplan. -Ótt Dagfari Samræmdum prófum lauk á þriðjudaginn. Miklar varrúðarráð- stafanir voru viðhafðar af þeim sökum, enda eru samræmd próf orðin tilefni samræmdra skemmti- atriða af hálfu þeirra sem taka þau. Þar er um að ræða fimmtán ára unglinga sem nú á þessum síðustu og verstu tímum eru helstu ógn- valdar þjóðfélagsins. Foreldraráð, lögreglan og samtök um vímulausa æsku efndu til blaðamannafunda og hópeflis og vöruðu við ungling- unum þegar samræmdu prófunum mundi verða lokið. Helst höfðu hinir ábyrgu þjóðfé- lagsþegnar áhyggjur af víndrykkju og hópdrykkju og lýstu því fjálg- lega hvernig bærinn mundi loga í slagsmálum og fylliríi og borgarbú- ar voru varaðir við allsherjarupp- lausn og neyðarástandi í miðbæ borgarinnar. Foreldrar voru sér- staklega beðnir um að hafa gát á sér enda var talið vitað að ungling- ar söfnuðu að sér vínföngum í stór- um stíl til að búa sig undir fögnuð- inn eftir samræmdu prófin. Það var uppi fótur og fit á hverju heim- ili þar sem unglingar í samræmd- um prófum eiga sér lögheimili. Feðurnir leituðu dyrum og dyngj- um hjá börnum sínum og mæöur þefuðu uppi vellyktandi hjá dætr- um sínum og um tíma ríkti umsát- ursástand á hinum bestu heimilum þar sem unglingarnir á heimilun- um lágu undir grun um stórfellda víndrykkju og jafnvel þar sem ung- lingar höfðu aldrei smakkað vín og höfðu fram að þessu verið taldir til fyrirmyndar í reglusemi og hóf- semi voru ásakanir og tortryggni allsráðandi, enda höfðu foreldrar af því miklar áhyggjur ef börnin þeirra tækju upp á þeim sama ósóma og viðgengist hafði á heimil- inu um árabil að vín væri haft um hönd. Unglingarnir vissu ekki hvaöan á sig stóð veðrið og áttu í hinum mestu erfiðleikum að ein- beita sér að próflestrinum fyrir áreitni af hálfu foreldra sem töldu víst að börnin þeirra hefðu það helst fyrir stafni að safna brenni- víni til að detta í það eftir prófin. Spakir menn í félagsvísindum og fjölskyldumeðferðum og mennta- málum létu þær skoðanir í ljósi að samræmd próf fyrir alla í einu væri háskaleikur sem byði hætt- unni heim og kennimenn töldu raunar að besta ráðið gegn afleið- ingum samræmdra prófa væri að leggja samræmd próf niður eða í það minnsta að dreifa samræmd- um prófum yfir lengri tíma til að unglingarnir dyttu ekki allir í það í einu. Svo rann upp þessi stóri dagur þegar samræmdu prófunum lauk og auðvitað biðu unglingarnir spenntir eftir þessari stóru stund og töldu að nú væri spenna í loft- inu og sumir gleymdu jafnvel að standa sig í prófunum í öllum æs- ingnum yfir því hvað við tæki þeg- ar samræmdu prófunum væri lok- ið. Fimm þúsund unglingar söfnuð- ust að sjálfsögðu saman niðri í bæ til að fylgjast með öllum þeim ósköpum sem áttu eftir að dynja yfir þá og lögreglan fylkti liði til að fylgjast með unglingunum sem ætl- uðu að detta í það og foreldraráðin og vímulausu samtökin efndu til hópferða niður í miðbæ til að verða vitni að því hvernig ungling- arnir dyttu í það. Allir hópuðust sem sagt niður í miðbæ til að fylgjast með ósköpun- um og það var spenna í loftinu og rafmagnað andrúmsloft. En viti menn. Fylliríið lét á sér standa og ólætin létu á sér standa og unglingarnir litu hver á annan og spurðu: hvar er fjörið, hvar er fylliríið? En það gerðist ekkert og æskan varð sér til skammar og unga kyn- slóðin týndi glæpnum og fylliríið varð sjálfu sér til minnkunar þegar í ljós kom að það sá varla vín á nokkrum manni og samræmdu prófin voru bara próf sem ungling- arnir tóku án þess að halda meira upp á það en gengur og gerist með- al fullorðna fólksins. Æskan stóðst sem sagt ekki próf- ið. Það var ekki nógu samræmt þegar á reyndi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.