Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Síða 5
FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 5 pv_________________________Fréttir Heimsmarkaðsverð á olíu hætt að stiga: Höfum ekki ákveð- ið verðbreytingar - segir Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs Olíu- og bensínverðhækkunum úti í heimi hefur linnt í bili. Gasolía hefur lækkað lítillega en bensín ekki. „Olíu- og bensínverðhækkunum úti í heimi hefur linnt í bili. Gasol- ía hefur lækkað lítiliega en bensín ekki. Við fylgjumst með þessu og höfum engar ákvarðanir tekið um verðbreytingar," segir Kristinn Björnsson, forstjóri olíufélagsins Skeljungs, við DV. Kristinn segir að ástæða bensín- hækkananna sé fyrst og fremst lág birgðastaða í Bandaríkjunum og Kanada, sú lægsta frá því að mæl- ingar hófust. „Þeir hafa verið að kaupa geysilega mikið af bensíni frá Evrópu þannig að það magn sem ætti að vera til þar hefur hreinlega verið sogið yfir til Ameríku," segir Kristinn. Þá hafi bandarískar olíu- hreinsistöðvar keypt mikið af gróf- ari tegundum olíu og búið til úr þeim bensín og hafi það leitt til þess að slík olía, sem m.a. er flutt hingað til nota á íslensk fiskiskip, hafi hækkað verulega í verði. Bensín hliðarafurð Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur skipað rannsóknarnefnd sem á að kanna hvað hæft er í ásökun- um um að olíukaupmenn leyni bensínbirgðum í því skyni að hækka bensínverð sem mest áður en sumarfrí byrja í Bandaríkjunum. Bensín sem hefur hækkað verulega undanfarnar vikur í verði á heims- markaði vegna mikilla hækkana í Bandaríkjunum er farið að siga aft- ur. Þetta þykir skjóta skökku við það að miklar bensínbirgðir söfnuð- ust upp í Evrópu einmitt vegna þess að vetur hefur verið harður og mik- ið framleitt af gasolíu til húsahitun- ar en bensín er hliðarafurð sem verður til þegar jarðolía er unnin. Þess vegna búast nú margir við verulegri verðlækkun á bensíni vegna þessara miklu birgða. Það sem hins vegar virðist trufla það að markaðslögmálin nái að virka á Evrópska bensínmarkaðnum nú er að eftirspurn er mikil eftir bensíni í Bandaríkjunum. Bensínverð í Bandaríkjunum er nú mjög hátt og svipað og var meðan á Persaflóa- stríðinu stóð, eða 25-35 sent á gallon, misjafnt eftir landsvæðum. Að sögn Rögnvalds Gíslasonar, efnaverkfræðings á Iðntæknistofn- un, fer vinnslan á olíu þannig fram í grófum dráttum að jarðolían er eimuð og léttustu og rokgjörnustu efnin eru fyrst skilin frá, þeirra á meðal er sú efnablanda sem er uppi- staðan í bensini. Þannig liggi í hlut- arins eðli að þegar mikið hefur ver- ið framleitt af gasolíu til húsahitun- ar hafi orðið til mikið af bensíni. Bjarni Bjarnason, fulltrúi for- stjóra Olíufélagsins hf., segir marg- ar skýringar á hækkunum á bensíni á heimsmarkaði og ein sé sú að olíu- verð hafi farið hækkandi að undan- fornu. Þá sé mikil eftirspurn eftir bensíni í Bandaríkjunum og hafi það einnig aftur áhrif á heimsmark- aðsverð olíu. Bjarni bendir hins vegar á þátt ríkisins í bensínverði hér á landi og nefnir sem dæmi að ef bensínlítrinn kosti 70 krónur þá fái ríkissjóður í vörugjaldi, veggjaldi og virðisaukaskatti yfir 50 krónur í sinn hlut. Hækki innkaupsverð hvers bens- ínlítra um 1,20 krónur verður hækkun til neytenda 3,00 krónur ■vegna þess að ofan á hið nýja inn- kaupsverð leggst prósentuálagning vörugjalds, veggjalds og 24,5% virð- isaukaskatts ofan á allt saman. Rík- ið fær einfaldlega 1,80 króna hagnað af 1,20 króna erlendri bensinhækk- un. Mjög mikil hækkun varð á heims- markaðsverði á jarðolíu og olíuaf- urðum þegar Persaflóastríðið skall á. Þá ákvað þáverandi fjármálaráð- herra að lækka vörugjald af olíuvör- um til þess að hækkunin á inn- kaupsverði margfaldaðist ekki vegna álaga rikisins og ruglaði verðlag í landinu, vísitölur og þar með forsendur kjarasamninga. Pró- sentulækkun vörugjaldanna varð ekki til þess að tekjur ríkisins af álögum á olíuvörur lækkuðu, vegna þess að lægri vörugjaldsprósenta lagðist á hærra grunnverð. Árni Sigfússon, formaður FÍB, hefur rit- að fjármálaráðherra bréf og farið fram á slíka prósentulækkun nú. Að sögn Runóífs Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra FÍB, voru viðbrögð ráðherra jákvæð við erindinu, að því tilskildu að slík lækkun yrði ekki til að rýra tekjur ríkissjóðs af bensíngjöldum. -SÁ Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur 1996 verður haldinn að Faxafeni 12 fimmtudaginn 9. maí kl. 20. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin S D B EHF. JAFNASEL 6, 109 REYKJAVÍK, SÍMI: 5874747. FAX: 5874748 ACIER SUMARHJ ÓLB ARÐ AR (ECO TYRES) FRÁ BRETLANDI FRAMLEIDDIR TIL AÐ UPPFYLLA FYLLSTU ÖRY GGISKRÖFUR SÝNISHORN ÚR VERÐSKRÁ. STÆRÐ 155R13 STÆRÐ 165R13 STÆRÐ175/70R13 STÆRÐ 175/70R14 KR. 2.695.-STAÐGR. KR 2.934.-STAÐGR. KR 2.995.-STAÐGR. KR 3.595.- STAÐGR. OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁKL. 08.00 TIL 19.00 LAUGARDAGA FRÁ 09.00 TIL 17.00 SÍMI5874747

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.