Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 Mikill verðmunur er á íslensku grænmeti, tómötum, agúrkum og grænni papriku, en DV kannaði verðmuninn í fimm stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Mestur reyndist munurinn á hæsta og lægsta verði vera á paprikunni, rúmlega 100 prósent. DV-mynd ÞÖK Verðkönnun DV á íslenskum tómötum, agúrkum og grænni papriku: Um 100 prósenta munur á paprikunni - tæplega 80 prósenta munur á tómötunum Neytendur Almannatryggingar: Spurt og svarað Umsjónarmaður Neytenda- síðunnar, Svanur Valgeirsson, tekur við spurningum um al- mannatryggingar í síma 550-5000 og 550-5814 og í bréfasíma 550- 5999 og síðan svara Svala Jóns- dóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir hjá fræðslu- og upplýsingadeild Tryggingastofnunar spurning- um lesenda. Frá Félagi eldri borgara komu nokkrar spurn- ingar. Húsaleigu- bætur 1. Kona nokkur fékk húsa- leigustyrk frá Félagsmála- stofnun á liðnu ári þar sem hún gat ekki greitt háa húsa- leigu af þeim bótum sem hún hafði. í ágúst fékk hún til- kynningu um að hún ætti ógreidda skatta og kom þá í ljós að það var vegna húsa- leigustyrksins. Að auki var bætt við vöxtum af skuld sem hún hafði ekki hugmynd um og tekjutrygging hennar var skert, einnig vegna áður- nefnds styrks. Nú er spurt hvernig standi á þessu. Svar Hér verður að gera greinar- mun á framfærslustyrkjum annars vegar og húsaleigubót- um hins vegar. Hvort tveggja er greitt frá sveitarfélögum og hvort tveggja er skattskylt eins og aðrar tekjur. Skattskyldar tekjur, aðrar en bætur al- mannatrygginga og húsaleigu- bætur, hafa áhrif á tekjutrygg- inguna. Ef um er að ræða styrk frá Félagsmálastofnun, til þess að greiða húsaleigú, en ekki húsaleigubætur, þá skerða þess- ar greiðslur almannatrygging- una. Húsaleigubætur skerða ekki bætur frá Tryggingastofh- un. Ef viðkomandi getur ekki fengið húsaleigubætur er hugs- anlegt að hann geti fengið upp- bót á lífeyri vegna húsaleigu- kostnaðar. Um hann er sótt hjá lífeyrisdeild Tryggingastofnun- ar. Eru í skuld 2. Maður nokkur hefur fengið greiddan fullan eUilíf- eyri frá því að hann varð 67 ára fyrir þremur árum. Kon- an hans, sem varð 67 ára á siðasta ári, fékk sömu bætur en nú nýverið fengu þau hjónin bréf frá Trygginga- stofnun þess efnis að á síð- asta ári hafi þau átt að fá lægri bætur vegna þess að þau hafi bæði fengið eUilíf- eyri. Þau höfðu ekki hug- mynd um þetta og nú er fariö að draga vissa upphæð af þessari skuld af bótum þeirra mánaðarlega. Þau munar verulega um þetta og líta svo á að þetta séu mistök Trygg- ingastofnunar og spyrja hvort þau eigi að gjalda fyrir það. Svar Annað hjóna fær aðeins lægri grunnlifeyri en einstak- lingur sem býr einn, eða 13.373 kr. á móti 12.036 kr. þegar bæði fá lífeyri. Þama munar 1.337 kr. á mánuði sem þið hafið fengið ofgreiddar. Ofgreiðslur geta átt sér stað vegna villna í tölvu- vinnslu, mannlegra mistaka, misskilnings eða þess að veittar eru rangar upplýsingar. Of- greiðslur eru leiðréttar um leið og hið rétta kemur í ljós og yf- irleitt fær fólk riflegan tíma til að borga fjárhæöirnar til baka svo að sem minnst óþægindi hljótist af. -sv íslenskt grænmeti streymir nú inn á markaðinn og stórmarkaðirn- ir og aðrir seljendur auglýsa vöruna í gríð og erg. DV ákvað að kanna verðlag á íslenskum tómötum, agúrkum og grænni papriku og í ljós kom að geysilegur verðmunur er á milli stórmarkaðanna. Mestur reyndist hann á grænni papriku. Fimm staðir Verð var tekið á fimm stöðum í gær, fimmtudag: í Kaupgarði í Mjódd, 10:11, Nóatúni, Hagkaupi og Bóhusi. Þar sem Fjarðarkaup er með sérstakt tilboð sem gildir bara á fimmtudögum var ekki hægt að Um mánaðamótin mars/apríl könnuðu Neytendasamtökin, með að- stoð nokkurra verkalýðsfélaga, verð- lag i 57 matvöruverslunum víðs veg- ar um landið. Eftir að hafa fellt brott 39 óalgengar eða „vafasamar" vöru- tegundir standa 137 vörutegundir eft- ir. Heildarniðurstöður könnunarinn- taka verðið þar með í könnunina. Ekki reyndist unnt að fá uppgefið það verð sem gilti í fyrradag eða það verð sem gilda á fyrir daginn í dag. Rétt er að taka fram að verðið á þessum vörum breytist hjá sum- um í hverri viku, hjá öðrum dag- lega. Ljóst er að verðið hefur lækk- að frá því að varan fór fyrst að fást i búðunum og telja má víst að hún eigi eftir að lækka enn frekar. ís- lensk græn paprika fékkst ekki í Nóatúni. Mikill verðmunur Eins og áður segir reyndist verð- munurinn mjög mikill á milli versl- ar eru í fullu samræmi við könnun sem gerð var í nóv. '95, þ.e. að ákveð- . in tengsl eru á milli verðlags og fjar- lægðar verslunar frá höfuðborgar- svæðinu. Verslanir á Akureyri eru sem fyrr undantekning frá þessu. fBónus í Hafnarfirði kom best út í könnuninni og KEA-Nettó var í öðru ananna og mestur var munurinn á hæsta og lægsta verði á grænni papriku. Hún kostaði það sama í Haugkaupi og Kaupgarði í Mjódd, 798 kr., en i Bónusi kostaði hun 397 kr. Munurinn er um 101 prósent. Munur hæsta og lægsta verðs á tómötum var tæp 80 prósent og 43 prósent á agúrkum. Bónus var alltaf með lægsta verðið. Ekkert mat er lagt á gæði vörunnar, bragð eða út- lit, heldur einungis horft á verðið. Starfsmenn hverrar verslunar staðfestu með undirskrift að það verð sem upp er gefið væri græn- metisverðið á fimmtudaginn. sæti. I KEA voru mun fleiri vöruteg- undir til. Næst á eftir komu KASKÓ í Reykjanesbæ og Skagfirðingabúð. Með hæsta verð voru verslanir á Vestfjörðum, Félagskaup á Flateyri, Heimaval á Suðureyri, Versl. Gunn- ars Sig. á Þingeyri og Kaupf. Dýrfirð- inga á Þingeyri. -sv DV Almannatryggingar: Spurt og svarað 3. Maðurinn minn var tón- skáld og á liðnu ári og fékk ég þrisvar sinnum greiddar smá- upphæðir frá STEF vegna þess að verk hans hafa verið flutt. Það kom mér samt vel því ég hef eingöngu trygginga- bætur mér til framfæris. Ég var algerlega grandalaus um að það skerti tekjutryggingu mína en það kom síðan á dag- inn. Auk þess þurfti ég að greiða skatt af þessari upp- hæð eftir á. Af hverju er þetta svona? Svar Greiðslur fyrir höfundarrétt eru skattskyldar eins og aðrar tekjur, t.d. laun. Þú mátt fá 217.320 kr. greiddar á ári áður en tekjutryggingin þín fer að skerðast, hafir þú engar aðrar tekjur. Tekjutryggingin fellur ekki niður fyrr en þú hefur feng- ið 873.458 kr. greiddar á árinu, um 74.319 kr. að meðaltali á mánuði. Misháar bætur? 4. Ég er gift kona og við hjónin fáum hvort um sig 36.641 kr. frá Tryggingastofn- un á mánuði en vinkona min sem er einhleyp fær 57.445 kr. Hvernig getur staðið á þessu? Mér var bent á að sækja um uppbót en þar sem ég nota sem betur fer ekki lyf var því synjað. Þá fáum við ekki held- ur niðurfellingu á sjónvarps- og útvarpsgjaldi. Við hjónin getum alls ekki komist af með þessar bætur. Svar Ef hjón fá bæði lífeyri frá Tryggingastofnun fær hvort þeirra 90% af fullum grunnlíf- eyri, 12.036 kr. á mánuði í stað 13.373. Þið fáiö hvort um sig jafnháa tekjutryggingu og vin- kona þín, 24.605 kr. á mánuði. Vinkona þín fær einnig heimil- isuppbót og sérstaka heimilis- uppbót, samtals 14.118 kr„ sem þeir sem búa einir, og hafa litl- ar eða engar tekjur aörar en frá Tryggingastofnun, geta átt rétt á. Einstaklingur með fullan elli- lifeyri, tekjutryggingu og óskertar heimilisuppbætur fær nú 52.096 kr. á mánuði. Vinkona þin fær uppbót vegna lyfja eða annars kostnaðar. Þessar 57.445 kr. passa ef miðað er við þær reglur sem giltu um greiðslu uppbótar þar til í febrúar sl. Nú fær vinkona þín líklega 4.680 kr. í uppbót eða samtals 66.776 kr. Aöeins þeir lífeyrisþegar sem hafa uppbót á lífeyri fá undan- þágu frá greiðslu afnotagjalda RÚV samkvæmt útvarpslögum. Ekki kemur fram hversu mikið þið hjónin fáið úr lífeyrissjóð- um en greinilegt er af þeim greiðslum sem vinkona þín fær að hún hefur engar aðrar tekjur en bætur almannatrygginga. Þeir sem ekki geta framfleytt sér af tekjum frá almannatrygg- ingum og lifeyrissjóðum geta leitað til félagsmálayfirvalda síns sveitarfélags eftir flárhags- aðstoð. Hvaö viltu vita? Ef þið hafið spurningar um eitthvað sem varðar komugjöld á sjúkrahús, greiðslu ferða- kostnaðar vegna ferða til lækna innanlands, ellilífeyri, öryrkja- lifeyri, slysabætur eða annað sem varðar greiðslur Trygginga- stofnun sendið þær þá til Neyt- endasíðunnar. Tryggingastofn- un mun síðan svara þeim hér á síðunni við fyrsta tækifæri. -sv -sv Verðkönittm á islensku grænmeli - tómatar, agúrkur og græn paprika - Verökönnun Neytendasamtakanna og verkalýðsfélaganna: Mikill verðmunur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.