Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Síða 15
FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996
15
Sjúkraflutningar og
ferðakostnaður
í grein Sigurðar Gunnarssonar
læknis í DV þann 23. aprU sl. eru
nokkur atriði sem nauðsynlega
þarf að leiðrétta.
Hið fyrsta er þar sem hann seg-
ir að sjúklingur geti „haft fjár-
hagslegan hag af því að láta flytja
sig með sjúkraflutningi þótt það
beri ekki brýna nauðsyn tU“. Um
þátttöku almannatrygginga í
greiðslu sjúkraUutnings fer eftir
36. gr. laga um almannatrygging-
ar, staUið i. Þar segir að sjúkra-
tryggingar skuli greiða: „Óhjá-
kvæmilegan Uutningskostnað
sjúkratryggðs í sjúkrahús [....]
enda sé Uutningsþörf svo bráð og
heUsu hins sjúkratryggða svo
varið að hann verður ekki Uuttur
eftir venjulegum farþega- og
Uutningsleiðum ....“
Ljóst má vera að löggjafinn sel-
ur hinum sjúkratryggðu ekki sjálf-
dæmi um mat á Uutningsþörf eða
heUsufari. Það getur því ekki ver-
ið sjúklingur, sem af hagkvæmnis-
ástæðum lætur Uytja sig þannig,
heldur er það þriðji aðili og í lang-
Uestum tilvikum læknir sem
ákvarðar slíkt. Um þetta gilda
ekki aðrar reglur en viðkomandi
lagagrein.
Reglur um ferðakostnað
Reglur um ferðakostnað sjúk-
linga eru settar samkvæmt staUið
j. í tUvitnaðri grein almannatrygg-
ingalaga, en þar segir að sjúkra-
tryggingar skuli greiða: „Óhjá-
kvæmilegan ferðakostnað með
takmörkunum og eftir reglum sem
tryggingaráð setur og ráðherra
staðfestir fyrir sjúkratryggða sem
þarfnast ítrekaðrar meðferðar hjá
lækni eða í sjúkrahúsi með eða án
innlagningar." Síðasta málsgrein
36. greinar heimilar ráðherra að
ákveða víðtækari hjálp en greinin
mælir fyrir um. Tryggingaráð hef-
ur sett reglur samkvæmt þessari
grein og hefur þeim verið breytt
Kjallarinn
Vigfús Magnússon
aðstoðartryggingayfirlæknir
nokkrum sinnum, alltaf að ég
hygg til rýmkunar með skírskotun
tU heimUdar ráðherra. Síðasta
breyting var staðfest af ráðherra
28. mars síðastliðinn og tók gUdi 1.
aprU. Hinar breyttu reglur voru
sendar til aUra heUsugæslustöðva
fyrstu vikuna í aprU. Ákvarðanir
um greiðsluþátttöku sjúkratrygg-
inga eru eitt af verkefnum trygg-
ingayfirlæknis.
Kallar á lagabreytingu
Af grein Sigurðar læknis má
ráða að hann hafi ekki lesið hina
nýju útgáfu reglnanna, en í þeim
eru þær breytingar helstar að
sjúkratryggingar skulu taka þátt í
kostnaði vegna bráðaferða, þ.e.
þegar Uutningsþörf er bráð, en
heUsu sjúklings þó þannig varið
að hann verði Uuttur eftir venju-
legum farþega- og Uutningsleiðum.
Þá er nú heimiluð greiðsluþátt-
taka vegna heimferðar sjúklings,
sem sendur hefur verið með
sjúkraUugi (bU), en slíkt var ekki
heimUað áður. Enn fremur vegna
tUtekinna afbrigða á meðgöngu og
loks heimferðir um helgar fyrir
sjúklinga, sem dveljast fjarri
heimahögum lengur en 4 vikur
vegna læknismeðferðar.
Hvað varðar ábendingu læknis-
ins, er snýr að reglubundnu eUir-
liti með sjúklingum, sem getur t.d.
falist í læknisskoðun og töku blóð-
sýna, er það laukrétt að slíkt eftir-
lit getur hæglega farið að miklu
leyti fram á heimaslóð i samvinnu
heUsugæslulæknis og viðkomandi
sjúkrahúss og/eða sérfræðings. í
því sambandi má benda lækninum
á það nýmæli í reglum trygginga-
ráðs að nú skal læknir sá sem
sendir sjúkling til rannsóknar eða
meðferðar rita skýrslu vegna
ferðakostnaðar.
Áður var aUur gangur þar á og
oftar en ekki skýrsla rituð af þeim
lækni, sem sjúklingur (iðulega að
eigin frumkvæði) hafði leitað tU
um mislangan veg. Með þessari
breytingu er stefnt að því að lækn-
ir á heimaslóð, sem í slíkum tU-
vikum er í senn trúnaðarmaður
sjúkratrygginga og sjúklings, úr-
skurði um nauðsyn ferða. Trygg-
ingayfirlækni er á hinn bóginn
ætlað að taka af tvímæli um hvort
tilfellið heyri undir reglurnar.
BreytingartUlaga læknisins um
fyrirkomulag þessara mála kaUar
á lagabreytingu, sem er utan verk-
sviðs undirritaðs, en vissulega
væri æskilegt að einfalda þetta
sem mest má.
Vigfús Magnússon
í langflestum tilvikum er það læknir sem ákvarðar og metur flutningsþörf, segir m.a. í greininni.
„Tryggingaráð hefur sett reglur sam-
kvæmt þessari grein og hefur þeim verið
breytt nokkrum sinnum, alltaf að ég hygg
til rýmkunar með skírskotun til heimild-
ar ráðherra.“
I leit að óvini
Undanfarna mánuði hefur HaU-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
verið að semja við Bandaríkja-
menn um áframhaldandi erlenda
hersetu á fslandi. óg einn morgun
snemma að liðinni páskahelgi
skaut hér upp aðstoðarráðherra úr
Bandaríkjastjórn til að undirrita
samninginn. Sá fullyrti skv. frétt-
um RÚV 9. aprU sl. að núna fynd-
ist engin hernaðarógnun á Norð-
ur-Atlantshafí. Það vissu reyndar
aUir nema HaUdór Ásgrímsson.
Enn á herliðið samt að heita
„varnarlið" og samningurinn
„varnarsamningur“. Það verður æ
örðugra fyrir íslenska valdamenn
að fóðra þessar nafngiftir og finna
þeim rök.
Undarlegur málatilbúnaður
Þessi málatilbúnaður hlýtur að
teljast mjög undarlegur, að ekki sé
meira sagt, með tiUiti tU þess að
tyUiástæða hersetunnar er löngu
horfin með andláti Rússagrýlunn-
ar og leit að nýjum óvini hefur
enn engan árangur borið.
Um tíma hefur litið svo út að
Kjallarinn
Sigurður Flosason
bifreiðarstjóri
Norðmenn gætu orðið sá óvinur
sem okkur vantar (vegna deilu um
fiskveiðar) en ekki hafa enn
heyrst þau rök að við þyrftum að
hafa hér erlendan her af þeim sök-
um.
Það er ljóst, og hefur raunar
aUtaf verið, að hemámssinnar
hafa ekki einu sinni sjáifír trúað
eigin rökum fyrir erlendri hersetu
á fslandi, enda saga síðustu fimm-
tíu ára ólygnust.
Ekki stórmannleg afstaða
Ástæða undirlægjuháttarins
gagnvart erlendu herveldi hefur
aUtaf verið efnahagsleg og runnin
frá þeim sem sáu gróðaveg í afsali
landsréttinda.
Og nú þegar Bandaríkjamenn
eru í fjárhagsþrengingum vegna
kostnaðar við vígbúnaðarbrjálæð-
ið og eru þess vegna víða að leggja
niður herstöðvar koma íslensk
stjórnvöld á Qórum fótum og biðja
þá að leggja ekki niður herstöðina
á Miðnesheiði, enda þótt margt
bendi til að þeir vilji það af fjár-
hagsástæðum.
Stórmannleg getur þessi afstaða
varia talist, enda mun sagan
geyma muninn á viðhorfum
Bjama frá Vogi og félaga, sem
sömdu um fuUveldið 1918 og lýstu
yfir ævarandi hlutleysi íslands, og
viðhorfum HaUdórs Ásgrímssonar
og félaga sem virðast hafa það
áhugamál helst að semja um ævar-
andi erlenda hersetu á íslandi.
Sigurður Flosason
„Ástæða undirlægjuháttarins gagnvart er-
lendu herveldi hefur alltaf verið efnahags-
leg og runnin frá þeim sem sáu gróðaveg
í afsali landsréttinda.“
Með og á
móti
A að leggja Kvikmynda-
sjóð niður í núverandi
mynd?
Guðný Halldórs-
dóttlr kvikmynda-
gerðarmaður.
Dýr yfirbygg-
ing yfir ekki
neitt
„Kvikmynda-
sjóður íslands
er stofnun sem
er farin að
snúast um sig
sjálfa, dýr yflr-
bygging yfir
ekki neitt. Það
er ekki við
stofnunina að
sakast, enda
setur hún ekki
fjárlög. Það
gerir Alþingi.
Þessi skoðun mín er viðbragð
við ummælum menntamálaráð-
herra sem voru á þá leið að
Kvikmyndasjóðurinn yrði aldrei
öflugri. Fínt - en þá verðum við
að fara betur með peningana
sem ríkið lætur af hendi og búa
til myndir fyrir þá. Það hefur
enginn innan veggja Kvik-
myndasjóðs nokkuð um það að
segja hvernig eða hvaða myndir
eru gerðar á íslandi. Því ráða út-
lendingar sem leggja alvöru fjár-
magn í myndirnar. Þó er þessi
listgrein líklegast sú eina sem er
ábatasöm fyrir íslenska ríkið og
kvikmyndagerð stendur að ein-
hverju leyti undir öðrum list-
greinum, sama hvað hver segir.
Þess vegna finnst mér að kvik-
myndagerðarmaður ætti að setja
homsteininn í nýtt tónlistarhús
því það er enginn betur að því
kominn."
Eilíf barátta
um fjármagn
„Kvikmynda-
sjóöur hefur
sannað gildi
sitt. Það sem
háir honum
mest er að
hann þyrfti að
hafa meira fé
milli hand-
anna til þess
að gegna hlut-
verki sínu eins
vel og hann
getur gert. Þetta er samfelld bar-
átta um fjármagn handa sjóðn-
um. Það hefur verið mikil
gróska í íslenskri kvikmynda-
gerð á undanfornum árum og
Kvikmyndasjóður hefur verið
mikill örlagavaldur i þeirri
grósku. En það verður að taka
tillit til þess að Kvikmyndasjóð-
ur hefur mörg önnur verkefni á
sinni könnu en að úthluta styrkj-
um til kvikmyndagerðar og ef
þeim verkefnum væri létt af
sjóðnum þá væri hann að sjálf-
sögðu betur í stakk búinn til að
að styrkja kvikmyndagerð í
landinu. Sjóðurinn hefur haft þá
stefnu á undanfomum árum að
styrkir til kvikmynda fari ekki
yfir fjórðung af heildarkostnaði.
Þetta er nauðsynlegt til þess að
lenda ekki í þeirri gryfju að
kvikmyndirnar séu búnar ein-
vörðungu fyrir smekk úthlutun-
amefndar þannig aö þeir sem
setja einnig peninga í myndirnar
hafi trú á þvi að þær höfði
einnig til áhorfenda." -HK
Vilhjálmur Egilsson,
formaöur stjórnar
Kvikmyndasjóðs.
Kjallarahöfundar
Æskilegt er að kjallaragreinar
berist á tölvudiski eöa á netinu.
Hætt er við að birting annarra
kjallaragreina tefjist.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is