Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 25 íþróttir íþróttir Knattspyrna: Birkir stóð sig vel en Brann heppið Birkir Kristinsson fékk góða dóma í norskum blöðum fyrir frammistöðu sína með Brann gegn Viking í úrvalsdeildinni í fyrradag en liðin skildu jöfn, 1-1. Hann var sagður einn af þremur bestu hjá Brann, bæði í Verdens Gang og Dagbladet. Ágúst Gylfason kom inn á sem varamaður 8 mínútum fyrir leikslok og nældi sér í gult spjald á þeim tíma. Brann var mjög heppið en iið- ið lék illa og jafnaði 3 mínútum fyrir leikslok. Um 20 þúsund áhorfendur troðfylltu vöilinn í Bergen og urðu fyrir miklum vonbrigðum með liðið. Gestur Gylfason lék ekki með Strömsgodset þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Bodo/Glimt á útivelli. Lilleström er með 10 stig, Ros- enborg 9 og Bodo 8. Brann er í 6. sæti með 5 stig og Strömsgodset í 7. sæti, einnig með 5 stig. -VS Saunders til West Ham Allt útlit er fyrir að Dean Saunders gangi til liðs við West Ham fyrir næsta keppnistímabil. Saunders, sem gekk til liðs við tyrkneska félagið Galatasaray frá Aston Villa, er metinn á 120 milljónir króna. Redknapp framlengir Meira úr herbúðum West Ham. Harry Redknapp, stjóri West Ham, hefur framlengt samning sinn við félagið til árs- ins 2001. Þá er Redknapp að und- irbúa tilboð í Króatann Robert Jarni hjá Sampdoria. Jarni er 28 ára vamarmaður sem leikið hef- ur með landsliði Króatíu. Rösler til Bayern? Þjóðverjinn Uwe Rösler, sem leikur með Maþchester City, er einn þeirra leikmanna sem Bayern Múnchen hefur mikinn áhuga á að fá i sínar raðir og hef- ur Franz Beckenbauer, stjóri Bæjara, staðfest það. Margir vilja Vialli Glasgow Rangers og Middles- brough berjast nú um að fá ítal- ann Gianluca Vialli frá Juventus til liðs sig sig. Fregnir herma að Vialli sé hrifinn af 600 milljóna króna tilboði frá Rangers en Bryan Robson, stjóri Middles- brough, hefur ekki sagt sitt síð- asta og flaug hann til ítalíu í gær til viðræðna við Vialli. Kluivert í fangelsi Patrick Kluivert, hinn 19 ára gamli leikmaður Ajax og hol- lenska landsliðsins, var í fyrra- dag úrskurðaður í 6 mánaða fangelsi. Kluivert er gert að sök að hafa orðið manni að bana áf gáleysi en glæfralegur akstur hans í september á síðasta ári varð til þess að hann ók bifreið sinni á aðra með þeim afleiðing- um að ökumaður lést. Þá var Kluivert gert að eyða 240 kiukku- stundum í vinnu í þágu samfé- lagsins. Dahlin í bann Aganefnd þýska knattspyrnu- sambandsins úrskurðaði í gær sænska landsliðsmanninn Mart- in Dahlin, leikmann Borussia Mönchengladbach, í 8 leikja keppnisbann. Ástæöa bannsins er sú að Dahlin gaf leikmanni Kaiserslautern olnbogaskot í andlitið í leik liðanna í síðasta mánuði. Þar með hefur Dahlin leikið sinn síðasta leik með Gladbach. Þrjár umferðir eru eft- ir í þýsku úrvalsdeildinni og hann hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir félagsins. Frjálsar íþróttir: Guörún valin best í lowa Guðrún Arnardóttir frjálsíþrótta- kona stóð sig vel á móti í Des Moins í Iowa um síðustu helgi. Hún sigr- aði í 400 metra grindahlaupi á tím- anum 57,9 sekúndum og í 100 metra grindahlaupi á tímanum 13,42 sek- úndur. ílok mótsins var hún svo kosin iþróttakona mótsins. Hún hlaut 19 atkvæði af 20 mögulegum og þar með skaut hún ekki ófrægari frjálsíþróttakonu en Gwen Tor- rence, aftur fyrir sig. Þess má geta að Michael Johnson, heimsmeistari í 200 og 400 metra hlaupi, var kos- inn besti íþróttamaður mótsins. -GH Sænska knattspyrnan: Rúnar kjörinn maður leiksins - skoraöi þriöja markið í 3-0 sigri DVi Sviþjóö: Rúnar Kristinsson var útnefndur maður leiksins eftir sigur Örgryte á Djurgárden, 3-0, í úrvalsdeildinni í gærkvöld. Rúnar átti drjúgan þátt í tveimur fyrstu mörkunum og skor- aði siðan það þriðja úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Rúnar lék nú inni á miðjunni en ekki á vinstri kantinum eins og í fyrstu leikjunum. Hann nýtti tæki- færið vel og var allt í öllu í miðju- spili Örgryte. Úrslitin í úrvalsdeildinni í gær- kvöld: Oddevold-Gautaborg...............0-2 AIK-Malmö........................0-1 Norrköping-Trelleborg ...........3-1 Halmstad-Öster...................2-2 Örgryte-Djurgárden ..............3-0 Helsingborg er efst eftir 3 umferð- ir með 9 stig. Gautaborg er með 7, Örgryte 7, Malmö 7, Oddevold 6, Halmstad 5, Norrköping 4, AIK 4, Umeá 3, Öster 1, Örebro 1, Djur- gárden 1, Degerfors 1 og Trelleborg er neðst án stiga. -EH/VS U-18 ára landsliðið í knattspyrnu: Eiður með í Dublin Guðni Kjartansson, þjálfari U-18 Ólafur Þór Gunnarsson .........ÍR ára landsliðs karla í knattspyrnu, Tómas Ingason...... ..........Val hefur valið 16 leikmenn sem leika ívar Ingimarsson .............Val gegn írum í Dublin þann 7. maí en Rúnar Ágústsson..............Fram leikurinn er í 16-liða úrslitum Valur F. Gíslason ...........Fram Evrópumótsins. Þorbjörn A. Sveinsson........Fram Síðari leikurinn fer fram hér á Siguröur E. Haraldsson......Fram landi 14. maí en sigurliðið kemst í Árni Ingi Pjetursson...........KR úrslitakeppni átta liða um Edilon Hreinsson ..............KR Evrópumeistaratitilinn. Ásgeir Ásgeirsson ..........Fylki Þetta er sama liðið og vann Heiðar Siguijónsson.......Þrótti mótið á ítaliu svo glæsilega fyrir Amar Viðarsson.................FH rúmum mánuði en nú bætist Jóhann B. Guðmundsson .. Keflavík atvinnumaðurinn Eiður Smári Arngrímur Amarson........Völsungi Guðjohnsen í hópinn. Njörður Steinarsson......Selfossi Hópurinn er þannig skipaður: Eiður S. Guðjohnsen...........PSV Fær Ferguson gylliboö? Stjórnendur Manchester United ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda í framkvæmda- stjórann Alex Ferguson og vilja gera nýjan þriggja ára samning við hann. „Við erum mjög ánægðir með störf Fergusons og enn á ný hefur hann sannað hversu góður stjórn- andi hann er. Við erum sérstaklega ánægðir með hvernig ungu strák- arnir í liðinu hafa blómstrað undir hans stjórn,” sagði Martin Edwards, stjórnarformaður Manchester Unit- ed. Blöð í Englandi fullyrða að Ferg- uson fái gylliboð frá United en þau tala um að hann fái 50 milljónir króna fyrir samninginn á ári og verði þar með hæst launaði knatt- spyrnustjórinn í ensku knattspyrn- unni. -GH Draumalið DV - sjá bls. 27 PSV í úrslit PSV, lið Eiðs Smára Guðjohn- sens, er komið í úrslit hollensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Roda í gærkvöldi. Roda var lengi yfir en Cocu, Nilis og Eyk- elkamp svöruðu fyrir PSV á síð- ustu 25 mínútunum. Ronaldao lék á ný með PSV eftir langvinn meiðsli en meiddist aftur og fór af velli. PSV mætir Spörtu í úr- slitaleiknum þann 16. maí. Fiorentina vann Fiorentina sigraði Atalanta, 1-0, í fyrri úrslitaleik liðanna í ítölsku bikarkeppninni í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Gabriel Batistuta skoraði sigurmarkið á 51. mínútu. Liðin mætast aftur á heimavelli Atalanta í Bergamo 18. maí og leggja eflaust allt í söl- umar því Atalanta hefur ekki unnið titil í 33 ár og Fiorentina ekki í 21 ár. : Gunnar samdi við Elverum - til þriggja ára. Óskar Þorsteinsson fer líklega með honum Gunnar Gunnarsson þjálfar Elverum í Noregi næstu þrjú árin en hyggst leggja handboltaskóna á hilluna sjálfur. naBBBBnMwnaBBMHBMttráaaifrBwmiiwwinnnnnaBHWBBBaiwnawwmnwnannni Gunnar Gunnarsson var í gærkvöldi ráðinn þjálfari norska handknattleiksliðsins Elverum til þriggja ára. Gunnar þjálfaði Hauka og lék með þeim á liðnum vetri. „Ég fór til Noregs um síðustu helgi og leist mjög vel á mig hjá félaginu og ákvað að slá til. Ég get sagt samningnum upp eftir eitt ár og ég fékk eins árs leyfi frá vinnu minni hér heima en annars er hann til þriggja ára. Það verður góð tilbreyting að þjálfa í fullu starfi í stað þess að vera í tvöfaldri vinnu eins og hér heima,“ sagði Gunnar við DV í gærkvöldi. Gunnar lék með Haukunum í vetur en á ekki von á því að taka fram skóna í Noregi. „Ætli maður sé ekki búinn með þann þátt núna og ég reikna alls ekki með því að leika með Elverum," sagði Gunnar. Elverum komst í 1. deildina fyrir tveimur árum, undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem hafði verið með liðið í þrjú ár og náð frábær- um árangri. ívetur endaði það í 7. sæti. „Stefnan hefur verið sett á að styrkja liðið og komast í toppbaráttuna næsta vetur,“ sagði Gunnar. Óskar líka til Elverum? Allt bendir til þess aö Óskar Þorsteinsson fylgi Gunnari til Élverum en Óskar hefur ver- ið aðstoöarmaður hans undanfarin þrjú ár, fýrst tvö ár hjá Víkingi og siðan hjá Haukum. Hann mun þá þjálfa kvennalið félagsins, sem leikur í 2. deild, og unglingalið karla en það spilar í 3. deild meistaraflokks. „Það er mjög líklegt að ég fari fyrst Gunnar er búinn að ganga frá þótt það sé ekki endan- lega ákveðið enn þá,“ sagði Óskar við DV í gærkvöld. Elverum er sannkallað íslendingafélag. Þór- ir þjálfaði þar í þrjú ár eins og áður hefur komið fram, Grimur bróðir hans lék með El- verum, einnig Hermundur Sigmundsson og Matthías Matthíasson, nýráðinn þjálfari ÍR, hefur spilað með Elverum undanfarin þrjú ár. -VS ' ' ' - , Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt: Meistararnir slógu LA Lakers út - Houston mætir Seattle í 2. umferð - Indiana náði í oddaleik Hoddle sagði já - þjálfar enska landsliðið næstu fíögur árin Glenn Hoddle verður yngsti landsliðsþjálfari Englands frá upphafi. Glenn Hoddle verður næsti þjálfari enska landsliðsins í knatt- spyrnu. Hann tekur við starfi Terry Venables eftir Evrópu- keppnina í Englandi í sumar og stýrir liðinu næstu fjögur árin. Fyrsta verkefni Hoddles með liðið er 1. september en þá leika Eng- lendingar gegn Moldövum í und- ankeppni HM. Hoddle verður þar með yngsti þjálfari enska landsliðsins frá upp- hafi en hann er 38 ára. Hoddle átti farsælan feril sem knattspymu- maður. Lengst af lék hann með Tottenham og síðar fór hann til Monaco í Frakklandi. Fyrir 5 ámm gerðist hann spilandi fram- kvæmdastjóri hjá Swindon og það- an fór hann til Chelsea þar sem hann hefur stjórnað liðinu undan- farin tvö ár. Hoddle var fastamað- ur í enska landsliðinu í mörg ár og lék 53 landsleiki „Ég hef ákveðnar hugmyndir um hvernig ég vil að knattspyma sé spiluð og ég mun ekkert breyta því. Ég hef litla ánægju af að sjá boltann á lofti frá öðmm enda vall- arins til hins,” sagði Hoddle þegar Ijóst var að hann tæki við starfinu. Hoddle fær dágóð laun fyrir starfið eða 25 milljónir króna fyrir hvert ár. United á grænni grein - eftir jafntefli Newcastle og Nottingham Forest LA Lakers og Sacramento féllu úr leik í úrslitakeppni NBA í riótt. Lakers varð að láta í minni pokann fyrir meisturum Houston og Sacra- mento tapaði fyrir Seattle. Indiana tókst hins vegar að jafna metin í 2-2 í einvígi sínu við Atlanta og odda- leikur liðanna fer fram í Indiana á sunnudagskvöldiö. Úrslitin í nótt urðu þessi: Atlanta-Indiana...........75-83 Smith 19, Blaylock 17 - Smits 17, Mckey 14. Houston-LA Lakers .......102-94 Olajuwon 25, Horry 17 - Ceballos 25, Campbell 15, Van Exel 15. Sacramento-Seattle ......87-101 Simmons 22, Edney 14 - Payton 29, Kemp 23. Hakeem Olajuwon átti einna stærstan þátt í sigri Houston á Lakers. Hann skoraði 25 stig í leikn- um, tók 11 fráköst átti 7 stoðsend- ingar, varði 4 skot og skoraði mikil- vægar körfúr á lokakaflanum þegar Houston sigldi fram úr. Berum mikla virðingu fyrir Lakers „Lykilinn að sigrunum i tveimur síðustu leikjunum var frábær varn- arleikur og þá sérstaklega í fjórða leikhlutanum. Robert Horry var hreint frábær, bæði í sókn og vörn, og skoraði mikilvægar 3ja stiga körfur. Við berum mikla virðingu fyrir Lakers sem hefur mjög góðu liði á að skipa,” sagði Olajuwon eft- ir leikinn. Svíar meistarar í borðtennis Svíar sigruðu Frakka, 4-1, í úrslitaleiknum í Evrópukeppni karla í borðtennis sem fram fór í Bratislava í gærkvöldi. Frakkar, sem voru handhafar titilsins, unnu fyrsta leikinn en síðan tóku Svíar völdin með Jan Ove Waldner í fararbroddi og sigr- uðu i hinum fjórum leikjunum. Magic náði sér ekki á strik Það munaði miklu fyrir Lakers að Magic Johnson náði sér aldrei á strik og skoraði aðeins 8 stig. Hann eyddi síðustu 6 mínútunum á bekknum og fylgdist með félögum sínum falla úr keppninni. „Þetta var einfaldlega ekki dagur Magic og þvi fannst mér rétt að láta hann sitja á bekknum undir lokin og treysta á ungu mennina í liðinu. Þetta var hörkueinvígi en við náð- um samt aldrei að sýna okkar réttu hliðar,” sagði Del Harris, þjálfari Lakers. „Ég held að honum hafi fundist liðið vera að leika vel og það væri, gott án mín. Þeir voru að gera góða hluti og ég vildi ekki trufla það,” sagði Magic Johnson eftir leikinn. „Fyrst af öllu langar mig að segja að ég ber mikla virðingu fyrir liði Lakers. Við Del Harris höfum verið vinir lengi og lið hans er mjög gott,” sagði Rudy Tomjanovic, þjálfari Houston. Houston mætir Seattle í 2. umferð úrslitakeppninnar og fer fyrsti leik- urin fram í Seattle annaö kvöld. Oddaleikurinn í Indiana Indiana tryggði sér oddaleik með því að leggja Atlanta að velli. Leik- mönnum Atlanta voru mjög mis- lagðar hendur í sókninni og hittni þeirra í leiknum var afar slök, til að mynda aðeins 22% í fjórða leikhlut- anum. „Nú er möguleikinn meiri okkar megin því oddaleikurinn er á okkar heimavelli. Við sýndum góðan karakter og börðumst sem einn maður og það skilaði okkur sigri. Við náðum hraðaupphlaupum, tók- um fleiri fráköst og töpuðu boltarn- ir lentu okkar megin," sagði Rik Smits, Hollendingurinn 1 liði Indi- ana, eftir leikinn. „Það er alveg á hreinu að við verðum að gera miklu betur í næsta leik til að eiga möguleika á að fara áfram. Við vorum á köflum eins og áhorfendur og baráttan var lítil. Við höfum unnið í Indiana og menn eru sér meövitandi um það,” sagði Wil- kens, þjálfari Atlanta. Eftir að hafa fallið úr leik í 1. um- ferð úrslitakeppninnar síðustu tvö árin tókst nú Seattle að yfirstíga þá hindrun með því að vinna öruggan sigur á Sacramento. Gary Payton og Shawn Kemp áttu báðir frábæran leik í liði Seattle og frammistaða þeirra gerði það öðru fremur að verkum að sigurinn var öruggur. „Við komum einbeittir til leiks og tókum leikinn mjög alvarlega. Shawn var hreint frábær og sýndi að hann er okkur mjög mikilvæg- ur,” sagði Þjóðverjinn Detlef Schrempf í liði Seattle eftir leikinn. Það var mikil blóðtaka fyrir Sacramento að þeirra besti maður, Mitch Richmond, gat ekki leikið síð- ari hálfleikinn vegna meiðsla á ökkla sem hann hlaut eftir 5 mín- útna leik I öðrum leikhluta. -GH Meistaratitillinn blasir við Manch- ester United eftir að Newcastle gerði 1-1 jafntefli við Nottingham Forest á útivelli i úrvalsdeildinni í gærkvöld. United dugir nú jafntefli i Middles- brough á sunnudaginn, svo framarlega sem Newcastle vinnur ekki Tottenham með 6-7 marka mun. Bæði mörkin í gærkvöld voru stór- glæsileg. Peter Beardsley kom New- castle yfir á 32. minútu með því að bijótast upp á eigin spýtur í gegnum vörn Forest. Ian Woan jafnaði með stórkostlegu skoti í markvinkilinn af 30 metra færi á 75. mínútu. Á síðustu mínútu leiksins komst Phillipe Albert inn fyrir vöm Forest en Mark Crossley varði frá honum. Tottenham vann Leeds, 3-1, á úti- velli og náði Arsenal að stigum í 5.-6. sæti en liðin berjast um UEFA-sæti ásamt Everton og Blackburn. David Wetherall kom Leeds yfir en Chris Armstrong jafnaði og Darren Anderton skoraði síðan tvívegis fyrir Tottenham. -VS íslandsmótið í pílukasti íslandsmeistaramótið i pfiu- kasti verður haldið að Garða- torgi 1, Garðakránni, 9.-13. maí. Þátttaka tilkynnist Benedikt H. Benediktssyni í síma 896 4635 og einnig er hægt að skrá sig á keppnisstað í síðasta lagi 30 mín- útum fyrir keppni. Þátttökugjald er 1.500 krónur og sama gjald er fyrir hvert par i tvímenningi. Heimsfrægur pílukastari Jamie Harvey, sem er í dag 5. stigahæsti pílukastari í heimi í karlaflokki, er staddur hér á landi þessa dagana. Áhugamönn- um um pílukast gefst kostur á að hitta hann og ræða við hann um íþróttina og sjá hann leika listir sínar. í kvöld verður kappinn á Ránni í Keflavík klukkan 1930, á Grand Rokk á Klapparstíg í Reykjavík á laugardaginn klukk- an 16, á Glaumbar klukkan 19.30 á laugardag, í Garðakránni klukkan 14 á sunnudag og í Haf- urbiminum í Grindavík klukk- an 19.30. Deildabikarinn: ÍA mætir ÍBV á morgun Sex lið eru nú eftir í deildabik- arkeppni karla í knattspyrnu og hefur þeim verið skipt í tvo riðla. í A-riðli eru: ÍA, ÍBV og Fram og í B-riðli Grindavík, Fylkir og Breiðablik. Leikin verður einföld umferð í riðlun- um og efstu liðin leika til úrslita 15. eða 16. maí. Tveir leikir eru í keppninni á morgun. Á Akranesi leika heimamenn við ÍBV og verður spilaö á aðalleikvanginum þar. Grindvikingar fá Fylkismenn í heimsókn. Báðir leikirnir hefiast klukkan 14. Á þriðjudag er önnur umferð. ÍBV og Fram leika í Eyjum og Fylkir og Breiðablik leika á Kópavogsvelli. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.30. Síðasta umferðin er svo fostudaginn 10. maí en þá leika Fram og ÍA og Breiðablik fær Grindavík í heimsókn. Fjórir Framarar ekki með í Eyjum Fjórir leikmenn úr Fram verða fjarri góðu gamni þegar liðið mætir ÍBV í deildabikarn- um á þriðjudagskvöldið. Þeir Þorbjöm Atli Sveinsson, Valur Fannar Gíslason, Rúnar Ágústs- son og Sigurður E. Haraldsson leika allir með unglingalandslið- inu gegn írum sama dag. Þor- björn Atli hefði reyndar ekki leikið hvort eð er þar sem hann tekur út leikbann. -VS Tuttugu mörk Blikastúlkna Breiðablik hefur skoraö tutt- ugu mörk í tveimur síðustu leikjum sinum í deildabikar- keppni kvenna. Blikastúlkumar unnu KR, 8-2, um síðustu helgi og Aftureldingu, 12-0, á þriðju- daginn. ÍA vann Hauka, 4-2, Valur vann Stjömuna, 5-1, og Stjaman vann Hauka, 3-1. Tveir síðustu leikir riðla- keppninnar eru á morgun en þá mætast Valur-ÍA og KR-ÍBA. Á sunnudag verður leikið um 5.-8. sæti. Stjaman og Aftureld- ing leika um 5. sætið og ÍBA og Haukar um 7. sætið. Undanúrslitin verða á mánu- dagskvöld. Þar leika Breiðablik og KR gegn ÍA og Val en ekki er ljóst fyrr en á morgun hvaða lið mætast. -VS Sigurður og Oli Þór með Keflvíkingum? Sigurður Björgvinsson og Óli Þór Magnússon, knattspymumennirnir þraut- reyndu, hafa æft af krafti að undanfomu með 1. deildar liði Keflavíkur. Líkur eru á að þeir spili með því í sumar. Óli Þór hafði ákveðið að hætta og Sigurður lék með Reyni í 4. deild í fyrra. Ljóst er að þeir myndu styrkja hið unga lið Keflvík- inga talsvert. -ÆMK/VS Muresan með mestar framfarir Gheorghe Muresan, Rúmen- inn risavaxni hjá Washington, var í gær kjörinn sá leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta sem sýndi mestar framfarir í vetur. Muresan, sem var með bestu skotnýtinguna í deildinni, hlaut 50 atkvæði en George McCloud frá Dallas kom næstur með 23. Souness rekinn frá Galatasaray Graeme Souness var í gær rek- inn úr starfi sínu sem þjálfari tyrk- neska knattspymufélagsins Gal- atasaray en hann hafði verið þar í eitt ár. Fatih Terim, landsliðsþjájf- ari Tyrkja, tekur líklega viðaf hon- um í dag. Galatasaray varð bik- armeistari um síðustu helgi en missti af meistaratitlinum. GOLF - GOLF - GOLF - GOLF - GOLF - GOLF OPNA ENDURVINNSLUMÓTIÐ í golfi verður haldið á Strandavelli laugardaginn 4. maí. Leikinn verður 18 hótu höggleikur, með og án forgjafar. MnrÍJT FRÁ KL. 8. Skráning rástíma hjá Golfklúbbi Hellu í síma 487-8208

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.