Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Síða 25
FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 33 Sviðsljós Svo bregðast krosstré sem önnur tré vestur í Hollywood: Bo Derek harðneitar að koma kviknakin fram Öðruvísi mér áður brá. Banda- ríska leikkonan Bo Derek neitar að koma nakin fram í kvikmynd. Hún vílaði slíkt þó ekki fyrir sér hér á árum áður, eins og fjölmargar bíó- myndir hennar eru fagurt vitni um. En ekki er nóg með að hún neiti að koma nakin fram heldur hefur hún nú rofið samning sem hún gerði þar um. Ekki eru allir jafnkát- ir með þá ákvörðun hennar og hef- ur henni því verið stefnt fyrir til- tækið. Bo og framleiðslufyrirtæki henn- ar, Crackajack, sömdu um og fengu sextán milljónir króna í fyrirfram- greiðslu í júni á síðasta ári fyrir klukkustundarlanga kvikmynd sem Demi Moore vill fá að dansa við dauðann Demi Moore hefur mikinn áhuga á að leika aðal- hlutverkið í kvikmynd- inni Bad Death. Um er að ræða hlutverk spæjara fyr- ir tryggingafélag sem grunar að ekki sé allt með felldu í meint- um dauða manns nokkurs. Mað- urinn er sagður hafa sprungið í tætlur í bát sínum en Demi tel- ur að um svindl sé að ræða, kauði sé hreint ekki dauður og ætli að næla sér í eigin dánar- bætur. Við frekari rannsókn kemst Demi að því að maðurinn hefur leikið sama leik margoft áður. Skemmst er frá því að segja að konan finnur manninn og verður svo ástfangin af hon- um. Upphaflega stóð til að Julia Roberts og Tim Robbins færu með aðalhlutverkin en það gekk ekki eftir einhverra hluta vegna. átti að sýna á kapalstöð þar sem áhorfendur ráða hvaða myndir þeir glápa á og borga sérstaklega fyrir þær og ekki aðrar. Til stóð að gefa hana einnig út á myndbandi. í myndinni átti Bo Derek að spranga um á Evuklæðunum einum saman í heilar tólf mínútur. Reikn- ingsglöggir lesendur sjá að það er ansi hátt hlutfall af heildarlengd. Eig- inmaður leikkonunnar fógru, hinn aldraði John Derek, féllst á að skrifa handrit myndarinnar, leikstýra henni og sjá um að safna saman nauðsynlegu fé til framleiðslunnar. Bo ákvað hins vegar að láta samn- inginn um kapalmyndina sigla sinn sjó þegar henni bauðst miklu ábata- Bo Derek var ekkert að fela kropp- inn fyrr á árum. samari samningur við framleiðendur Bijan ilmvatnsins um að taka þátt í mikilli auglýsingaherferð. Fregnir herma að stúlkan fái margar milljón- ir dollara fyrir snúð sinn. Sjónvarpsfyrirtækið, sem Bo ætl- aði að vinna fyrir, hefur nú stefnt leikkonunni og fyrirtæki hennar og krefst skaðabóta. Bo Derek er að sjálfsögðu frægust fyrir leik sinn í kvikmyndinni 10 þar sem hún fór með hlutverk ungr- ar stúlku sem heillaði miðaldra karl, Dudley Moore, upp úr skón- um. Bo lék einnig í öðrum frægum en ekki jafn góðum, myndum, svo sem um Tarsan og Rudolf Val- entino. Leikkonan Sharon Stone stillir sér upp fyrir framan myndavélarnar með doktor Mathilde Krim, öðrum stofnanda Am- Far, stofnunar sem annast rannsóknir á alnæmi. Þær stöllurnar voru viðstaddar sérstaka hátíðarsýningu á síðustu mynd Sharon Stone, Last Dance, í New York fyrr í vikunni til styrktar AmFar. Kvikmyndin verður frumsýnd um gjörvöll Bandaríkin í dag. Burt gæti misst húsið vegna vanskila Burt Reynolds má muna fífil sinn fegri, maðurinn sem einu sinni óð í peningum en er nú í blankara lagi Hann á m.a.s. á hættu að missa húsið sitt í Flór- ída þar sem hann hefur ekki staðið í skilum með mánaðarleg- ar afborganir upp á um hálfa milljón króna. Karlinn hefur ekki greitt siðan í ágúst á síð- asta ári og eru lánardrottnar orðnir órólegir. Whoopi dauð- langar á sviðið Whoopi Goldberg langar, eins og svo marga starfsbræður hennar og systur í leikarastétt, afskaplega mikið að fá að spreyta sig eina ferðina enn á leiksviði. Það var vegna frammi- stöðu hennar á sviði sem hún var fengin til að leika í Color Purple Spielbergs á sinum tíma. Nú eru likur á að hún fá óskina uppfyllta og leiki með Frank Langella í Two for the Seesaw.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.