Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Qupperneq 32
Aíla laugaráagaj Vertu viShátnfnj! uifiningU * @@(23) KIN Vinningstölur 2.5/96 @@@ KIN FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 3. MAÍ1996 Dollaraseðill í flöskuskeyti við Hornafjarðarós: Gullbrúðhjón á Flórída vilja íslensk hjón í heimsókn DV, Höfn: „Við vorum á gangi skammt frá Hornafjarðarósnum þegar ég sá dollaraseðil í flösku sem lá í sandinum. Þegar við opnuðum flöskuna var bréfmiði þar líka,“ sagði Guttormur Rafnkelsson í Ámanesi í Hornafirði en hann var þar á gangi ásamt eiginkonu sinni, Svanhvíti Kristjánsdótt- ur, fyrir skömmu. Á bréfmiðanum stóð að flösk- unni hefði verið kastað frá skipi í Mexíkóflóa - milli Mexíkó og Kúbu - í nóvember 1994. Finn- andi var beðinn að hafa sam- band með því að hringja í síma- númer sem gefið var upp. Svanhvít fékk vinkonu sína til að hringja og tilkynna fund- inn. Um kvöldið hringdu svo hjón sem að þessu höfðu staðið. „Þeim fannst það mjög spenn- andi að flaskan skyldi finnast hjá fólki með víkingablóð i æðum. Það var víst toppurinn en þau voru að halda upp á gull- brúðkaup sitt, 50 ára hjúskap- arafmælið um borð í skemmti- ferðaskipi. Hann er norskur, 76 ára að aldri, en frúin 72 ára af þýskum og írskum ættum. Þau hafa bæði unnið í Appolo-geim- stöðinni á Flórída og búa þar skammt frá. Þau ætla að senda okkur bréf og vilja endilega fá okkur í heimsókn til sín. Við ætlum að senda þeim myndir héðan og kannski verður land- kynning af þessu öllu saman,“ sagði Svanhvít. Flórída-hjónin hringdu síðan aftur. Þá voru þau komin með kort af íslandi og vildu vita hvar Hornafjörður væri og hve langt væri þangað frá Reykjavík. Þeim fannst þetta greinilega allt saman mjög áhugavert og aö flaskan skyldi fara alla þessa leið á aðeins 17 mánuðum sem gefur líka vel til kynna hve Golfstraumurinn er sterkur. -JI DV-mynd Júlía Guttormur og Svanhvít með flöskuna og dollarann. Helgarblað DV: Viðtal við Guðmund J. í helgarblaði DV á morgun má finna margvislegt lesefni. Þar er viðtal við verkalýðshetjuna Guð- mund J. Guðmundsson en hann hef- ur átt við heilsuleysi að stríða, lá á gjörgæsludeild og var hætt kominn um tíma. í blaðinu er einnig viðtal við ís- lenska söngvarann Hrein Líndal sem starfar að mannúðarmálum í einni elstu riddarareglu í heimi og grein um bók þýskrar ferðakonu * sem kom hingað til lands fyrir 150 árum. -GHS fŒHH! í gærkvöld var generalprufa í Reiðhöllinni fyrir sýningu norðlenskra og sunnlenskra hestamanna sem haldin verð- ur um helgina. Alls verða þrjá sýningar og hefst sú fyrsta í kvöld. Hestamaðurinn frækni, Sigurbjörn Bárðarson, beit- ir hér einum gæðinga sinna fyrir kerru en margir fagrir fákar munu sjást á sýningunni. DV-mynd GS Sophia Hansen og Sigurður Pétur Harðarson komu til landsins frá Ist- anbúl í gær. Þau munu nú undirbúa Sophiu fyrir réttarhöld ytra þann 13. júní en þá eiga dætur hennar að mæta fyrir dómara. Hinn 11. maí mun Ólafur Egilsson sendiherra fara til Ankara til að leggja fram mót- mæli og í Ijósi árangurs þeirrar ferð- ar munu íslensk stjórnvöld ákveða framhaldsaðgerðir til stuðnings Sophiu. DV-mynd ÆMK íslendingur fórst í Taílandi Friðrik Gislason, 31 árs Hafnfirð- ingur, lét líflð í slysi í Taúandi á laugardaginn. Hann mun hafa fallið úr járnbrautarlest en ekki er vitað nákvæmlega um tildrög slyssins. Friðrik var ókvæntur og barnlaus. pETTA ER EIGINLE^A' HALFGERT DOLLARAGRIN! Veðrið á morgun: Léttskýjað suðvestan- lands Á morgun verður norðaustan- gola eða kaldi og slydduél um landið norðanvert, skúrir suð- austan til en léttskýjað suðvest- anlands. Hiti verður á bílinu 0 til 9 stig, hlýjast sunnanlands en kaldast við ströndina norðan til. Veðrið í dag er á bls. 44 Utgerðarmenn Tökum á móti trollvír i^HRINGRÁSHF. ENDURVINNSLA brother. Litla merkivélin loksins með Þ og Ð Nýbýlavegi 28, sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.