Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 Fréttir Rannsóknir á gönguhegðun sjóbirtings í Grenlæk í V-Skaftafellssýslu: Skila mæliferlum á heims- Gönguhegðtm sjóbirtings úr Greniæk - út frá tíma, dýpi á fiskinum og vatnshita á því dýpi - ágúst 25 4 mai Ferskvatn 15 13 S2 11 ~ Gengur úr sjó Gengur í sjó Jóhannes Sturlaugsson og Magnús Jóhannsson sem standa fyrir rannsóknunum. DV-mynd JBen ustu sjóbirtingsá landsins. Mælimerkingum stýrir Jóhannes Sturlaugsson á Veiðimálastofnun en þær njóta fjárstuðnings frá Rannsóknarrráði íslands og Stjörnu Odda. Þessar rannsóknir eru unnar í samvinnu við aðrar rannsóknir á svæðinu sem Magnús Jóhannsson á Veiðimálastofnun Suðurlands stýrir og styrktar eru af Fiskræktarsjóði. Fyrstu niðurstöður rannsókn- anna hafa verið kynntar hagsmuna- aðilum og verða auk þess kynntar á vísindaráðstefnu Alþjóða hafrann- sóknaráðsins sem haldin verður í Reykjavík í haust. Á grafi, sem fylg- ir, er hægt að sjá að þegar sjóbirt- ingurinn hefur verið í ferskvatni í rúmar 300 daggráður gengur hann í sjó. Ef vatnshiti er að meðaltali 5°C er fiskurinn um 60 daga að verða tilbúinn til sjógöngu en ef vatnshiti er 10°C er hann aðeins 30 daga að verða tilbúinn. Einnig heldur fisk- urinn sig grunnt í sjó á um 5 metra dýpi og veitir það upplýsingar um fæðuöflun. Sigmar Guðjónsson er nú að hanna rafeindamerki sem hægt verður að festa á seiði í eitt ár. Verður þá hægt að afla ómetanlegra upplýsinga um ferðir gönguseið- anna sem eiga eftir aö koma til góða fyrir þá aðfla sem starfa að ræktun göngufisks. -JB visu yfir góngu DV, Hvolsvelli: I Grenlæk í V-Skaftafeflssýslu er unniö að merkflegum rannsóknum á gönguhegðun sjóbirtings í sam- vinnu við bændur og stangaveiði- menn sem þar veiða. Menn frá Veiðimálastofnun hafa hafið þar viðamestu rannsóknir á sjóbirtingi sem gerðar hafa verið hér. Þetta er gert í því skyni að kanna hvernig sjóbirtingur þessa vatnakerfis verði nýttur á sem bestan hátt. Hafa þeir • unnið að merkingu sjóbirtings sem nú er að hefja sumargöngur sínar í sjó. Rannsóknirnar byggjast á að fá góða mynd af lífsháttum sjóbirt- ings og af veiðiálagi á svæðinu. Á fiskinn er fest lítið rafeindamerki sem skráir tíma og þegar hann veiðist í haust er merkið sent til veiðimálastjómar. Þar er lesið úr upplýsingum um ferðir fisksins en mælimerkið er með 8000 minnispunkta. Þeir gefa nákvæmar upplýsingar um hvað fiskurinn var lengi í ferskvatni, hvenær hann gekk í sjó, á hvaða dýpi fiskurinn var í sjónum og hvenær hann gekk aftur í fersk- vatn. Með mælingum fæst nokkuð nákvæm mynd af lífsháttum sjó- birtings og af veiðiálagi á svæðinu. Rafeindamerkin, sem eru í raun lít- il tölva, eru þróuð af Sigmari Guð- björnssyni í Stjömu Odda. Mælitækin hafa vakið athygli og voru fyrst reynd á sjóbirtingi 1995. Þau hafa þegar skilað mæliferlum á heimsvísu yfir göngumynstur ferskvatnsfisks þar sem fram kem- ur hegðun fisksins allan göngufer- ilinn. Þegar upplýsingar liggja fyr- ir verður hægt að meta hvemig best er að nýta sjóbirting, með hlið- sjón af viðgangi fisks og arðsemi veiða. Til dæmis hefur verið deilt um hvort rétt sé að stunda veiðar á miklu magni að vori, eins og nú er gert, i stað þess að leyfa fiskinum að ganga út á fæðuslóð í sjó og veiða síðan meira af feitum fiski í ánni um sumarið og fram á haust. Veiðimenn frá Stangaveiðifélagi Ármanns veiddu á 4 dögum hátt á fimmta hundrað sjóbirtinga sem síðan voru merktir. Það eru gleði- tíðindi fyrir veiðimenn því hafin er sjóbirtingsveiði í Grenlæk, aflasæl- vatnafiska Dagfari Sápuópera á Landspítalanum Það á ekki af aumingja Landspít- alanum að ganga. Fyrst voru það rjómabollurnar og iðrakveisan ill- ræmda í kjölfar þeirra. Enn sér ekki fyrir endann á salmonellunni þeirri. Á annað hundraö manns veiktist, bæði sjúklingar og starfs- menn. Það sér hver maður hve óheppflegt það er fyrir spítala ef menn fara þangað inn tfl þess að fá bót meina sinna en veikjast í stað- inn. Spítalinn á nú í samningavið- ræðum við bakaríið sem sendi þeim bollurnar. Þar reynir hann að fá fjárhagslegt tjón sitt bætt vegna sýkingarinnar. Miskann vegna salmonellunnar er erfiðara að bæta. Það er óvíst að rjómabollur verði ofarlega á vinsældalista spít- alans á næstunni og sennilega verða boðnar kleinur næsta bollu- dag. En bollurnar voru bara byrjun- in. Um helgina spurðist út næsta áfall þeirra Landspítalamanna. Þá kom í ljós að bakteríusýking var í sápunni sem notuð er á sjúkrahús- inu. Þá urðu fleiri hissa en Dag- fari. Hreinlæti er grundvallaratriði á sjúkrahúsi. Það á jafnt við um að- gerðir allar og daglegt líf á slíkum stofnunum. Enginn efast um að spítalamenn fara eftir öllum regl- um um snyrtmennsku og hrein- læti. Það gerir maður með því að þvo sér oft og vel og nota næga sápu. Sápulyktin er merki hrein- lætis. Hvern átti þá að gruna að óvin- urinn væri í sápunni sjálfri? Smit- hætta væri helst fólgin í því að fara og lauga hendur sinar. Betra væri að vera bara skítugur á höndunum og meö sorgarrendur undir nöglun- um. Það verður að vísu að segja það eins og er að heilbrigðisstarfs- maður sem er áberandi skítugur er ekki traustvekjandi. Það er því von að starfsfólk spítalans hafi komist í vanda. Sjúklingarnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Bar að þvo kropp- inn eða sleppa því? Sýkill þessi fannst í mjúksápu á spítalanum. Mjúksápa er fljótandi handþvottasápa og var í notkun á flestum snyrtiherbergjum spítal- ans og við handlaugar. Sýkillinn greindist í sápuleginum á spítalan- um og einnig hjá framleiðanda sápunnar. Sýklafræðingur spítal- ans, sem er orðinn landsfrægur eft- ir salmonelluna, sagði að „lífið“ í sápunni hefði komið verulega á óvart og ekki síst hve sýklamagnið var mikiö. Fyrst sprelllifandi sápur koma sérfræðingum á óvart er óhætt að segja að alþýða manna slær sér á lær. Hún taldi fráleitt að sápur gætu verið smitberar. En krosstré brotna eins og aðrir raftar, eins og sagði í dægurljóðinu. Sá var mun- urinn á sápunni og rjómabollunum að nú var hægt að grípa þrjótinn. Þegar sýkingin kom í kjölfar bollu- átsins setti það menn í vanda að engar leifar fundust. Menn höfðu úðað í sig rjómabollum í góöri trú. Þaö var hins vegar nóg til af sápu eins og vera ber á spítala. Mjúksáp- an fékk aö kenna á því og var snar- lega skipt út fyrir venjulega hand- sápu eins og maður fær á hótelher- bergjum. Sýklasérfræðingurinn hefur sagt í viðtölum eftir að sápufárið kom upp að venjulega sé sápa tengd við hreinlæti og þrif. Þetta geta ófag- lærðir fallist á. Hann segir hins vegar að mjúksápan hafi ekki ver- ið með bakteríudrepandi efnum og því fór sem fór. Þeir sem nokkuð eru komnir til ára sinna muna eft- ir frægri sápu sem hét „Þrettán þrettán". Hún þótti nokkuð sérstök og náði aldrei almennilega alþýðu- hylli. Það stóð hins vegar utan á henni að hún væri bakteríudrep- andi. Það héldu menn að væri sjálf- sagður hlutur þegar sápur eiga í hlut. Nú hefur komið í ljós að svo er ekki. Miðaldra menn sakna því vinar í stað þar sem „Þrettán þrett- án“ sápan var. Sýklafræðingurinn á Landspíal- anum heldur því fram að nú sé aft- ur óhætt að þvo sér um hendurnar innan veggja þeirrar mætu stofn- unar. Það er léttir. En hvað með aðra sem nota svona mjúksápu? Hún er vel þekkt á heimilum og í fyrirtækjum um land allt. Er óhætt að þvo sér um hendurnar eftir sal- ernisferð? Talið er að fjöldi manna haldi að sér höndum vegna þessa. Allt er þegar þrennt er, segir máltækið. Hvað gerist næst eftir þessa sápuóperu á Landspítalan- um? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.