Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 45 DV Kvennakór Reykjavíkur heldur fyrstu vortónleika sína í Hafnar- borg. ísland er land þitt Kvennakór Reýkjavíkur held- ur sína árlegu vortónleika í Hafnarborg í Hafharfirði í kvöld og í Langholtskirkju 10., 11. og 12. maí. Tónleikamir bera yfir- skriftina ísland er land þitt og verður flutt fjölbreytt dagskrá Tónleikar sem samanstendur af íslenskum og erlendum lögum. Meðal ann- ars verður á tónleikunum frum- flutt verk sem Þorkell Sigur- björnsson hefur skrifað fyrir kórinn við ljóð Jóns úr Vör, Konur. Félagar í Kvennakór Reykja- vikur eru nú um 120 talsins. Auk kórsins munu minni hópar kórkvenna flytja einstök lög. Stjórnandi er Margrét Pálma- dóttir og undirleikari er Svana Víkingsdóttir. Að læra þátíð sagna Að læra þátíð sagna. Saman- burður á norskum og íslenskum börnum er nafn á fyrirlestri sem Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor heldur í dag kl. 16.15 í stofu M-301 í Kennarháskóla ís- lands. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Hófu stórveldin stríð til varnar sóma sínum 1914? Dr. Avner Offer flytur opin- beran fyrirlestur í boði Heim- spekideildar Háskóla íslands í dag kl. 17.15 i stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn sem er á ensku nefnist Going to War in 1914: A Matter of Honour? Foreldrafélag misþroska barna Rabbfundur verður haldinn í Æfingaskóla Kennaraháskóla ís- lands í kvöld kl. 20.30. Allir vel- komnir. Samkomur Stofnfundur Hins ís- lenska kvikmyndafræða- félags verður haldinn á Komhlöðu- loftinu Bankastræti 2 í kvöld kl. 20.00. Fundurinn opinn öllum þeim sem áhuga á málefnum og starfi félagsins: Fyrirlestur um rannsóknarverkefni Sigrún Ragna Helgadóttir heldur fyrirlestur um rannsókn- arverkefni sitt til meistaraprófs í verkfræði í dag kl. 16.00 í stofu 158 í VR II, Hjarðarhaga 2-6. Verkefnið heitir: Tölvugreind meðhöndlun boða í raforkukei-fi Landsvirkjunar. Vímuefnafræðsla Alla miðvikudaga kl. 16.30- 19.00 eru umræður fyrir for- eldra um Vímuefnafræðslu að Hverfisgötu 4a. Fjölskylduráð- gjafi Tinda, Ragnheiður Óladótt- ir, heldur fyrirlestra og stjómar umræðum. Gengið Vegna mistaka birtist rangt kort göngukort með þessari grein í mánudagsblaðinu. Hún er því endurbirt og nú er rétt kort með. Það felst oft mikil tilbreyting í að ganga með fram strönd. Þetta eru yfirleitt léttar göngur sem eru öllum færar. Fjaran við og í nágrenni Þorlákshafnar er tilvalin til að ganga eftir og það Umhverfi er við hæfl að hefja gönguna við Strandarkirkju og er þá hægt að gera áheit á staðnum. Sagan segir að Strandarkirkja hafi í upphafi verið byggð vegna áheits í sjávarháska. Gengið er á hrauni alla leið til Þorlákshafnar og víða á leiðinni eru sérkennilegir klettar og skvompur meitlaðar af briminu. Eins má sjá hvernig sjórinn hef- ir hreinsað klappirnar og hent heljarbjörgum langt upp á land. Þorlákshöfn: með ströndinnl Latur PV Skötubót Ef mikill sjógangur er gerir það gönguna enn mikilfenglegri og ævintýralegri. Öll leiðin er tæpir 20 kílómetrar og hæfilegt er að ætla 5 til 6 tíma til göng- unnar. ErkiTíð '96 á Sóloni íslandusi: íslensk samtímatónlist og ný erlend tónlist Skemmtanir Þessa dagana er haldin tónlist- arhátíðin ErkiTíð ’96 á Sóloni ís- landusi og lýkur henni á laugar- daginn. ErkiTíö var fyrst haldin 1994 í tilefni 50 ára afmælis lýð- veldisins. Þá var meginþema há- tíðarinnar íslensk raftónlist í 50 ára. Flutt voru mörg helstu raf- og tölvuverk íslenskra tónskálda frá upphafi. Aðalstef ErkiTíðar ’96 er annars vegar íslensk samtimatónlist og hins vegar ný erlend tónlist. Litið verður til beggja átta og landslag- ið borið saman í tónum og tali. Nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík flytja íslenska sam- tímatónlist undir leiðsögn kenn- ara en atvinnuhljóðfæraleikarar, þar á meðal Caput hópurinn, flyt- ur erlenda tónlist. í lok hverra tónleika er efnt til pallborðsum- ræðna þar sem tónskáld og aðrir viðstaddir bera saman bækur sín- ar. Meðal flytjenda á ErkiTíð '96 er Caput. Mörg íslensk tónskáld eiga verk á hátíðinni. Má þar nefna Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigur- björnsson, Jón Nordal, Hjálmar H. Ragnarsson, Leif Þórarinsson, Karólínu Eiríksdóttur, Áskel Más- son, Hróðmar I. Sigurbjömsson og Árna Egilsson. í kvöld verða raftónleikar sem hafa yfirskriftina Litið til beggja átta, annað kvöld kammertónleik- ar með yfirskriftinni í andliti sól- ar. Caput hópurinn er á fostudags- kvöld og söngtónleikar á laugar- dag. Tónleikamir hefjast kl. 20.00 nema á laugardaginn hefjast þeir kl. 16.00. Öxulþungi víða takmarkaður Þjóðvegir á landinu eru yfirleitt vel færir. Vegavinnuflokkar eru nú farnir að vinna við nokkrar leiðir, má nefna að á leiðinni Reykjavík- Akureyri er vegavinnuflokkur að störfum á leiðinni Varmahlíð-Norð- Færð á vegum urárdalur og er þar hraðatakmörk- un, þá er verið að lagfæra leiðina Sandskeiö-Bláfjöll. Mjög víða eru hámarkstakmark- anir á öxulþunga þar sem vegir em blautir og viðkvæmir. Á Vestfjörð- um eru nokkrar leiðir takmarkaðar við 7 tonn og það sama má segja um leiðir á Norðausturlandi og Austur- landi. Systir Viktors Antons og Jóns Litla stúlkan, sem er á mynd- inni, fæddist á fæðingardeild Land- spítalans 3. maí kl. 10.50. Þegar hún var vigtuð reyndist hún vera 3040 Barn dagsins grömm að þyngd og mældist 47 sentímetra löng. Foreldrpr hennar eru Hanna Björk Jónsdóttir og Eg- ill Egilsson. Hún á tvo bræöur, Viktor, sem er 13 ára, og Jón Ant- on, sem er sjö ára. Powder (Sean Patrick Flanery) leitar huggunar hjá skólastjóran- um, Jessie Caldwell). Powder Bíóborgin hefur undanfarið sýnt hina athyglisverðu mynd, Powder. í myndinni segir frá unglingspilti sem hefur verið frá fæðingu geymdur í kjallara á sveitabæ í Texas. Hann er upp- götvaður af lögreglustjóra smá- bæjar í nágrenninu og fljótt kem- ur í ljós að hann er ekki eins og flestir aðrir. Enginn veit hvað hann heitir en bæjarbúar kalla hann Powder vegna þess hve hann hefur hvíta húð. Hann vek- ur undrun og fordómarnir gagn- vart honum eru miklir. Ekki eru samt allir hræddir eða haldnir fordómum gagnvart honum. Skólastjóri skóla fyrir erfið börn og kennari einn gera sér grein Kvikmyndir fyrir að Powder er óvenju gáfað- ur og hefur miklar samkennd með meðbræðrum sínum. Sean Patrick Flannery leikur unga manninn en margir kann- ast örugglega við hann úr þátta- röðinni Young Indiana Jones þar sem hann lék titilhlutverkið. Verndara hans og vini leika Mary Steenburgen og Jeff Gold- blum. Leikstjóri er Victor Salva. Nýjar myndir Háskólabíó:Sölumennirnir Laugarásbíó: Bráðabani Saga-bíó: Powder Bíóhöllin: Last Dance Bióborgin: Dead Presidents Regnboginn: Endurreisn Stjörnubíó: Kviðdómandinn Gengið Almennt gengi LÍ nr. 91 8. maí 1996 kl. 9,15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 67,000 67,340 66,630 Pund 101,220 101,730 101,060 Kan. dollar 49,080 49,380 48,890 Dönsk kr. 11,3680 11,4290 11,6250 Norsk kr. 10,1930 10,2490 10,3260 Sænsk kr. 9,8110 9,8650 9,9790 Fi. mark 13,9770 14,0590 14,3190 Fra.franki 12,9820 13,0560 13,1530 Belg. franki 2,1333 2,1461 2,1854 Sviss. franki 53,8200 54,1200 55,5700 Holl. gyllini 39,2300 39,4600 40,1300 Þýskt mark 43,8700 44,0900 44,8700 it. lira 0,04289 0,04315 0,04226 Aust. sch. 6,2340 6,2730 6,3850 Port. escudo 0,4270 0,4297 0,4346 Spá. peseti 0,5274 0,5306 0,5340 Jap. yen 0,63630 0,64010 0,62540 írskt pund 104,680 105,330 104,310 SDR/t 97,00000 97,58000 97,15000 ECU/t 82,4200 82,9100 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan 1 i 3 i?i p'"- V 8 I )0 JT“ li rr ji1 )y fl r Fi ■ io I 2, yr 43 w Lárétt: 1 lasleiki, 5 spil, 8 hyskin, 9 virðing, 10 bæn, 12 átt, 13 stórþjóf, 16 lævís, 18 ílát, 19 stúlka, 21 bjédfi, 23 púkann, 24 kall. Lóðrétt: 1 hestur, 2 eftirtektarsöm, 3 borða, 4 káf, 5 málmur, 6 hugur, 7 óhreinka, 11 enduðu, 14 hrósa, 15 tak, 16 vanvirða, 17 fljótfærni, 20 tryllt, 22 kusk. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 greind, 8 logn, 9 ýra, 10 æf, 11 gnauð, 13 titt, 15 una, 16 af, 18 rugga, 20 klúra, 22 ið, 23 rói, 24 æðra. Lóðrétt: 1 glæta, 2 rofi, 3 egg, 4 inntu, 5 ný, 6 drungi, 7 taö, 12 augaö, 14 trúi, 17 fló, 19 aða, 20 KR, 21 ræ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.