Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skritstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskritt: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX> Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Afleitur síldarsamningur Samningur strandríkja íslandshafs um veiðar á norsk- íslenzku sildinni er okkur afar óhagstæður og kemur ekki í veg fyrir ofveiði, af því að Evrópusambandið stendur utan við samninginn og hefur ítrekað, að það muni halda fast við 150 þúsund tonna veiði sína. Færeyingar, íslendingar, Norðmenn og Rússar verða nú að fara sameiginlega bónarveg að Evrópusambandinu og biðja það um að semja um minni síldarkvóta fyrir sig á næsta fiskveiðiári. Ekki er enn vitað um neinn ádrátt um slíkt af hálfu Evrópusambandsins. Ekki bendir heldur nein reynsla til þess, að Evrópu- sambandið sé veikt fyrir rökum um stofhverndun og skipulega fiskveiði. Hingað til hafa áhrif bandalagsins jafnan leitt til aukinnar ofveiði á hafsvæðum bandalags- þjóðanna, svo sem í Norðursjó og á Biskayaflóa. Samkvæmt samningnum veita íslendingar Norðmönn- um og Rússum einhliða leyfi til síldveiða í fiskveiðilög- sögu íslands. Þessi furðulega heimild kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og er í algerri þversögn við grundvallarforsendur landhelgisbaráttu okkar. Á móti fá íslendingar hvorki leyfi til síldveiða í norskri né rússneskri fiskveiðilögsögu. Samkvæmt Jan Mayen samkomulaginu frá 1980 höfum við þegar heimild til slíkra veiða á því svæði, sem er utan fiskveiðilögsögu Noregs, og þurfum ekki nýja heimild til þess. Samkomulag náðist upp á þau býti, að íslendingar gáfu eftir 54 þúsund tonn af 244 þúsund tonna kröfu sinni og fara niður í 190 þúsund tonn. Norðmenn og Rússar gefa hins vegar ekki eftir nema 24 þúsund tonn af 851 þúsund tonna samanlögðum kröfum sínum. Þegar íslendingar gefa eftir 23% af kröfu sinni og Norðmenn og Rússar gefa eftir 4%, hlýtur að vakna sú spuming, til hvers var aj.lt þetta samningaþóf. Ef ætlun- in var alltaf að gefast upp, var hægt að gera það strax og ná betri tíma til undirbúnings að veiðunum. Samkvæmt samningnum eiga íslendingar 17% af síld- inni, unz samið verður um hlut Evrópusambandsins, en þá lækkar hlutur okkar sennilega í 14%. Þetta er afar lágt hlutfall í sagnfræðilegum samanburði, því að í gamla daga höfðum við 30-40% af norsk-íslenzku síld- inni. Óljóst er það ákvæði samningsins, sem vekur þá ímyndun íslenzku samningamannanna, að semja megi síðar um hærri hlut íslendinga, ef norsk-íslenzka síldin fer að ganga í miklu magni inn í lögsögu íslands. Slíkt yrði háð velvilja hinna erlendu viðsemjenda. Samningamenn okkar verja undirskrift sína með því að segja mikilvægast að ná samkomulagi um takmörkun veiða, svo að síldin nái að verða sjö ára og eldri, þannig að hún fari í meira mæli í fiskveiðilögsögu íslands, eins og hún gerði á áratugum síldarævintýrisins. Þar sem Evrópusambandið stendur utan hins nýja samnings og segir hann hljóma sem flugusuð í eyrum sér, eru engar sérstakar ástæður til að ætla, að hann leiði til stækkunar síldveiðistofnsins og betri aldursdreifingar síldarinnar. Um það er enn öldungis ósamið. Mjög hefur lækkað risið á íslendingum í fjölþjóðlegum samningum um fiskveiðilögsögu og fiskveiðiréttindi, síð- an þorskastriðin voru háð við Breta og nokkrar þjóðir á meginlandi Evrópu. í deilunum um Jan Mayen kom í ljós, að íslendingar voru famir að linast. Nýi samningurinn sýnir, að enn hefur ástandið versn- að. Ekki er lengur neitt bein í nefi íslenzkra ráðamanna, er þeir heyra erkibiskups boðskap í Noregi. Jónas Kristjánsson „Þannig tækju þeir fyrst og fremst stúdentspróf sem ætluðu sér í frekara bóknám . . . “ segir Snjólfur m. greininni. - Nemendur í HÍ á leið í próf. Breytum menntakerfinu Það er nokkuð útbreidd skoðun að gera þurfi miklar breytingar á íslenska menntakerfinu þótt menn greini á um hvaða breytingar það ættu að vera. í kjölfar nefndarálits sem kom fram í fyrra var mikið rætt um að fækka árunum í grunnskóla úr 10 í 9 en lengja sam- tímis skólaárið úr 9 mánuðum í 10. Slík breyting hefur bæði kosti og galla en það er misjafnt hvað hún hentar fólki vel. Því var hún að vonum umdeild. Ein af ástæðum þess að lagt var til að stytta grunnskólann er að stúdentar eru eldri hér á landi en í nágrannalöndunum. Á íslandi taka nemendur stúdentspróf árið sem þeir veröa 20 ára en víðast annars staðar ári fyrr og jafnvel tveimur árum fyrr. Æskilegt er að við aðlögum okkur umheiminum í þessum efnum en stytting skyldu- náms er ekki góð leið að því marki því menntun verður sífellt mikil- vægari. Tillaga um breytingu Tekið verði upp nýtt fyrirkomu- lag þannig að nám til stúdents- prófs verði þrjú ár í stað fjögurra nú án þess að draga að ráði úr kröfum um þekkingu og færni stúdenta frá því sem nú er. Yfir- ferð verði því aukin nokkuð í 8. til 10. bekk í grunnskóla og í fram- haldsskólum, hjá þeim sem kjósa að fara á fullum hraða í gegnum skólakerfið. Þeir sem vilja eða þurfa lengri tíma en þrjú ár geta nýtt kosti áfangakerfísins til þess. Samhliða þessum breytingum þarf að auka möguleika nemenda á að leggja áherslu á verknám, bæði í 8. til 10. bekk grunnskóla og Kjallarinn Snjólfur Ólafsson dósent í Háskóla íslands í framhaldsskólum. Efla þarf aðra valkosti í framhaldsskólum og bjóða upp á margar tveggja, þriggja og fjögurra ára námsbraut- ir - bæði verklegt og bóklegt nám. Þannig tækju þeir fyrst og fremst stúdentspróf sem ætluðu séi' í frekara bóknám og þeir sem líta á stúdentspróf sem lokapróf. Til að unnt væri að auka yfir- ferðina mætti lengja bæði skóla- daginn og skólaárið, en ekki rr ið. Skólaárið mætti lengja um e viku í hvorn enda, sem yrði yngri nemendum að töluvei leyti varið utanhúss. I 9. og bekk myndu þeir sem les áherslu á bóknám verja miklu þessum tíma í hefðbundnu nán Kostir við breytinguna Þær breytingar sem eru kyr ar hér hafa marga kosti en ekki rúm til að gera grein fyrir þc hér nema að litlu leyti. Nefna að nemendur byrja fyrr í hásk og koma því fyrr út á vinnuma aðinn sem hefur síaukna þörf i ir háskólamenntun. Breytingari stuðla einnig að því að nemen< velji nám við sitt hæfi, þar s sterkar hliðar þeirra fá að nj sín, og því mun tími þeirra nýt betur. Þar sem nemendur verða aðe 3 ár í hinum heföbundnu menr skólum og á bóknámsbrautum f brautaskóla getur hver skóli sii fleiri nemendum í hverjum gangi án þess að kostnaður auk Því fela tillögur þessar í sér spa að samfara bættu menntakerfi. Snjólfur Ólafss „Efla þarf aðra valkosti í framhaldsskólum og bjóða upp á margar tveggja, þriggja og fjögurra ára námsbrautir - bæði verklegt og bóklegt nám.“ Skoðanir annarra Menningarhlutverk RUV? „Sannleikurinn er sá að brýnt er að endurskoða stöðu RÚV í breyttu fjölmiðlasamfélagi, og ef þau sjónarmið sem útvarpsstjóri hefur viðrað - að menn- ingarhlutverk RÚV sé að halda öllu eins og það hef- ur verið - verða ofan á, er þess skammt að bíða að menningargildi útvarpsins felist í því að vera stjórn- sýslu- og stofnanalegur safngripur.“ BG í Tímanum 7. maí. Þáttaskil í deilum um fiskveiðirétt „Mestu hagsmunir okkar íslendinga í sambandi við norsk-íslenzka síldarstofninn eru þeir, að takast megi að byggja stofninn upp á ný, þannig að hann gangi yfir hafið til íslands. Þeir hagsmunir voru í mikilli hættu, þegar útlit var fyrir, að veiðar yrðu að geðþótta hverrar þjóðar fyrir sig . . . Samningurinn um síldveiðarnar getur, ef rétt er á haldið, valdið þáttaskilum í deilum okkar og annarra þjóða uj fiskveiðiréttindi í Norður-Atlantshafi. Nú skipt: máli, að fylgja þessum árangri eftir og gera út ui þau deilumál, sem óleyst eru.“ Úr forystugrein Mbl. 7. ma Óljós varðstaða „Rikisútvarpið virðist undanfarin ár hafa átt ei markmið umfram önnur: að þenjast út. Það hefi sprengt sig úr öllum eðlilegum stærðarhlutföllun Niðurstaðan er einhvers konar óskapnaður; hverni gat öðruvísi farið þegar enginn virðist hafa ha rænu á að hugleiða hvernig stofnunin ætti að va> éða til hvers ... Með árunum hefur hins vegar sífel orðið óljósara um hvað er staðinn vörður. Lögboði hlutverk Ríkisútvarpsins er að framleiða og send út menningarlegt íslenskt dagskrárefni - það er hi margívitnaða sérstaða stofnunarinnar og án henn; er erfitt að sjá að hún eigi neinn tilverurétt." Úr forystugrein Alþbl. 7. ma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.