Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ1996 41 Merming Frá uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks á nýju leikriti eftir Jón Ormar Ormsson, Sumarið fyrir stríð. Á Sæluviku: Sumarið ffyrir strið Sæluvika Skagfirðinga er víðfræg fyrir hvers kyns menningaruppákomur og skemmtanir. Leikfélag Sauðárkróks lætur ekki sitt eftir liggja og setur upp glænýtt íslenskt verk sem sérstaklega var skrifað til þess að minnast 120 ára leikstarfsemi á Króknum. Það er skemmst frá því að segja að með þessu verki tekst Jóni Ormari Ormssyni, höfundi Sumarsins fyr- ir stríð, einstaklega vel að skapa stemningu og tlðaranda fjórða ára- tugarins um leið og hann segir áhugaverða sögu og leiðir fram á sviðið skemmtilegar og litríkar per- sónur. Textinn er lipurlega skrifað- ur og húmorinn hittir í mark. í grófum dráttum segir þar frá tíma sem í endurliti kann að virðast erfiður en átti þó sínar glöðu og björtu hliðar. Faðmlag kreppunnar er kannski eitt- hvað farið að linast hér heima en úti í Evrópu eru ófriðarblikur á lofti. Mæðuveiki herjar á bústofn bænda og sumir grípa til þess á tímum áfengisbanns og brugga eilítið í laumi, svona til að hafa eitthvað hjartastyrkjandi við höndina. Fjölskyldan á Skerðingsstöðum er í miðpunkti. Frú Hlaðgerður er bústólpi og veitir ekki af því að Jósafat bónda hennar lætur ýmislegt annað betur en bústörf- in. Sonur þeirra, Guðmundur, þarf að gera upp við sig hvort hann tekur við búi eða fer suður eins og marg- ir jafnaldrar hans. Það er margt um að vera um sumarið og uppgripa- vinna hjá sumum í brúarvinnu og á síld. En verka- fólkið lætur ekki lengur bjóða sér hvað sem er og kaupfélagsstjórinn er ekki lengur alráður. Þó að söguefnið sé bundið vissum stað og tíma fel- ast í frásögninni ýmis sannindi um mannleg sam- skipti, vonir og framtíðarplön sem eiga sér miklu víð- ari skírskotun. Enn eru að eiga sér stað miklar breyt- ingar í sveit og bæ ekki síður en þá og unga fólkið í dag stendur frammi fyrir mörgum af sömu spurning- unum eins og vegavinnustrákarnir í leikritinu. Sýningin er mannmörg og myndarlega að öllu stað- ið. Leikmynd er unnin í samvinnu hópsins og leysir á einfaldan hátt það sem leysa þarf. Mikið er lagt upp úr búningum sem lýsa út af fyrir sig tísku og tíðar- anda og hlýtur það að teljast afrek að útbúa þá alla. Mestu skiptir þó almenn leikgleði og óvenjulega snöfurleg framganga þátttakenda miðað við það að hér er um áhugafólk að ræða. Og það þarf ekki að spyrja að hæfileik- um Skagfirðinga til að bresta í söng við aðskiljanleg tækifæri og gera það með glans. Edda Guðmundsdóttir leikstjóri á sannarlega heiður skilinn fyrir að stýra þessum hóp af festu og öryggi og tónlistarstjór- inn, Rögnvaldur Valbergsson, á líka stóran hlut að máli, því að söngatriði eru fjölmörg og skemmilega útsett. Leikendur standa sig margir með miklum ágætum og það var sérstaklega gaman að sjá unga fólkið sem skilaði sínu með prýði ekkert síður en þeir reyndari. Það sópaði að Halldóru Helgadóttur í hlutverki Hlaðgerðar og ekki var Einar Þorbergsson síðri sem Jósafat. Þó að Jón Þór Bjarnason hefði ekkert gert á sviðinu annað en dansa síðasta (vanga)dansinn þá hefði það nægt til að að festa frammistöðu hans í minni. Agnar Gunnarsson var þéttur á velli, bæði sem séra Bjartur og eins í hlutverki kaupfélagsstjór- ans, og Guðbrandur J. Guðbrandsson fór á kostum sem Konráð meðhjálpari. Aðstandendur LS geta verið ánægðir með þessa metnaðarfullu og bráðskemmtilegu sýningu. Leikfélag Sauðárkróks sýnir: Sumarið fyrir stríð Höfundur: Jón Ormar Ormsson Höfundar söngtexta: Ársæll Guðmundsson, Björn Björnsson og NN Leikstjóri: Edda Guðmundsdóttir Lýsing: Páll Arnar Ólafsson Stjórnandi tónlistar: Rögnvaldur Valbergsson Leiklist Auður Eydal Aftur ErkiTíð-tónlistarhátíð íslenska tónlistarhátíðin ErkiTíð hófst á Sóloni íslandusi sl. sunnu- dag. Alls verða á hátíðinni sex tón- leikar og er aðalstef þeirra íslensk og erlend samtímatónlist. Á tónleik- unum á sunnudaginn var léku þeir Kolbeinn Bjarnason, Guðni Franz- son og Gerrit Schuil. Fyrst heyrð- um við Guðna spinna á ástralska þjóðarhljóðfærið didjeridu og eins og búast mátti við var það magnað- ur seiður. Kolbeinn og Gerrit fluttu Three Pieces from Chu-U eftir Kazuo Fukushima frá árinu 1961 og bar það verk sterk einkenni jap- anskrar þjóðartónlistar, auk nýj- ustu strauma í mið- evrópskri tón- list á sjöunda áratugnum. Þeir fé- lagar Kolbeinn og Gerrit fóru frá- bærlega með verkið. Sveinn Lúðvík Björnsson átti næsta verk, Gárur fyrir einleiksklarínett, og var það einnig mjög vel flutt af Guðna Franzsyni. Nachtmusik fyrir píanó var n. k. spuni Gerrits eftir myndverkum Steinunnar Þórarinsdóttur. Voru þetta draumkennd-' ar stemningar með mótífi sem kom aftur og aftur og var það bæði vel og skemmtilega gert hjá Gerrit. Daninn Bent Sörensen, sá er nýlega voru veitt Tón- skáldaverðlaun Norðurlandaráðs, átti síðan einleiks- verk fyrir klarínett sem kallast The Songs of the Decaýing Gardens frá árinu 1992. Guðni lék þetta íhugula og fremur tregablandna verk af sannfæring- arkrafti og geysivel. Þuríður Jónsdóttir heitir ungur tón- smiður sem nú býr á Ítalíu. Eftir hana var frumflutt verkið Pes frá árinu 1993, fyrir flautu, klarínett og píanó. Verkið ber nokkur einkenni ítalskrar samtímatónlistar svo sem eðlilegt má teljast en er kunnáttu- samlega samsett og var það ekkert minna en frábærlega vel flutt af hljóðfæraleikurum kvöldsins. Tónleikunum lauk síðan með því að Guðni lék N.Y. Counterpoint frá ár- inu 1985 eftir bandaríska tónskáldið Steve Reich. Verkið er skrifað fyrir hvorki meira né minna en 11 klarí- nettur og lék Guðni eina þeirra með tónbandinu sem hann hafði þegar leikið hinar 10 inn á. Þessi minimal- músik virkaði furðuvel og hitti í mark í flutningi listamannsins Guðna Franzsonar. Tónleikar ErkiTíðar eru allir í þess- ari viku á Sóloni íslandusi og lýkur hátíðinni á laugardag með söngtón- leikum. Flytjendur eru nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík, Caput-hópurinn og mið- vikudaginn 8. maí verða raftónleikar, þar sem m.a. verður flutt verk eftir sérstakan gest hátíðarinnar, William Harper frá Bandaríkjunum. Boðið er upp á pallborðsumræður eftir hverja tón- leika og er fólk eindregið hvatt til þess að heyra og taka þátt í því sem unga fólkið hefur fram að færa á þessari skemmtilegu ErkiTíð. Guðni Franzson. Tónlist Áskell Másson Leikhús Tilkynningar Hreinsunarátak á vori Nú stendur yfir á Suðurlandi sameig- inlegt vorhreinsiátak sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana og íbúa á Suður- landi sem samþykkt var á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) að stuðla að. Tilgangurinn með átakinu Hreinsunarátak á vori er að sjálfsögðu betra og hreinna Suður- land. Námskeið Myndlistarkonan Ríkey Ingimundar- dóttir mun áforma að halda nokkur tveggja daga helgarnámskeið á næstu vikum i meðferð olíulita ef næg þátt- taka fæst. Upplýsingar í síma 552 3218 og 562 3218. Safhaðarstarf Árbæjarkirkja: Félagsstarf aldraðra. Opið hús í dag kl. 13.30-16. Handa- vinna og spil. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Áskirkja: Samverustund fyrir for- eldra ungra barna i dag kl. 13.30-15.30. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Starf fyrir 13-14 ára unglinga kl. 20. Bústaðakirkja: Félagsstarf aldraðra. Opið hús kl. 13.30-16.30. Dómkirkjan Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Fella- og Hólakirkja: Helgistund í Gerðubergi fimmtudaginn kl. 10.30. Hallgrfmskirkja: Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Kolbrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ KL. 20.00: KVÁSARVALSINN eftir Jónas Árnason 8. sýn. fid. 9/5, brún kort gilda, 9. sýn. id. 18/5, bleik kort gilda. HIÐ UÓSA MAN eftir íslandsklukku Halldórs Laxness í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur Ld. 11/5, föd. 17/5, föd. 24/5. ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Föd. 10/5, aukasýning. Allra síðasta sýningi! Tveir miðar á verði eins! Samstarfsverkefnl við Leikfélag Reykjavíkur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. Föd. 10/5, laus sæti, Id. 11/5, laus sæti, sud.12/5, föst. 17/5, Id. 18/5. Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30. BAR PAR eftir Jim Cartwright Föd. 10/5, kl. 23.00, uppselt, aukasýningar sud. 12/5, Id. 18/5, síðustu sýningar! Höfundasmiðja L.R. Laugardaginn 11. maí kl. 16.00. Allsnægtaborðið _ Leikrit eftit Elísabetu Jökulsdöttur. Miðaverð 500 kr. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13- 17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. * sí ÞJÓDLEIKHÚSID STORA SVIÐIÐ KL. 20.00: ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Á morgun nokkur sæti laus, 60. sýn. föd. 10/5, örfá sæti laus, Id. 18/5, nokkur sæti laus, sud. 19/5. SEM YÐUR ÞÓKNAST eftir William Shakespeare 5. sýn. Id. 11/5, nokkur sæti iaus, 6. sýn. mid. 15/5, 7. sýn. fid. 16/5. TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur. sud. 12/5, síðasta sýning. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 11/5 kl. 14.00, nokkur sæti laus, 60. sýn. sd. 12/5 kl. 14.00, nokkur sæti laus, Id. 18/5 kl. 14.00, sud. 19/5 kl. 14.00. Ath. fáar sýningar eftir. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30. KIRKJUGARÐSKLÚBBURINN eftir ívan Menchell Ld. 11/5, sd. 12/5, mid. 15/5, fid. 16/5, föd. 17/5. Síðustu sýningar! SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.30 HAMINGJURÁNIÐ söngleikur eftir Bengt Ahlfors Ld. 11/5, nokkur sæti laus, sud. 12/5, mvd. 15/5., fid. 16/5, föd. 17/5. Gjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Háteigskirkja: Foreldramorgnar kl. 10. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Kópavogskirkja: Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 17.30. Langholtskirkja: Foreldramorgnar kl. 10. Kirkjustarf aldraðra: Samveru- stund kl. 13-17. Akstur fyrir þá sem þurfa. Spilað, léttar leikfimiæfmgar. Dagblaðalestur, kórsöngur, ritningar- lestur, bæn. Kaflíveitingar. Aftansöng- ur kl. 18. Neskirkja: Kvenfélag Neskirkju hefur opið hús í dag kl. 13-17 í safnaðar- heimili kirkjunnar. Kínversk leikfimi, kaffi og spjall. Fótsnyrting á sama tíma. Litli kórinn æfir kl. 16.15. Um- sjón Inga Backman og Reynir Jónas- son. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynisson. Seljakirkja: Fyrirbænir og íhugun í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni, sími 567 0110. Fundur í Æskulýðsfélaginu Sela kl. 20. Seltjarnarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbæn- ir. Léttur hádegisverður í safnaðar- heimilinu. DANMORK KAUPMANNAHÖFN Takmarkaóur sætafjöld 9.900 HVORA LEIÐ MEÐ FLUGVALLASKATTI Sala: Wihlborg Rejser, Danmörk sími: 00-45-3888-4214 Fax: 00-45-3888-4215

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.