Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 11 Fréttir Skýrsla starfshóps um endurskoðun á útvarpslögum: Ríkisútvarpið hverfi alveg af aug- lýsingamarkaði á þremur árum „Það er ýmislegt sem ég get vel tekið undir í tillögum starfshóps menntamálaráðherra um endur- skoðun á útvarpslögum, m.a. það að Menningarsjóður útvarpsstöðva verði lagður niður. Ég hef nokkrum sinnum flutt frumvarp á þingi um það og það er nú hjá menntamála- nefnd, nákvæmlega eins og ráð- herra vill útfæra það, þannig að hann gæti veitt því brautargengi strax,“ segir Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, alþingismaður Þjóð- vaka, en hún hefur átt sæti í Út- varpsráði um árabil. Starfshópur sem Bjöm Bjamason menntamálaráðherra skipaði til að endurskoða útvarpslög skilaði skýrslu í lok síðustu viku. Formað- ur hópsins var Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður Útvarps- ráðs, en ásamt honum vom í hópn- um tómas Ingi Olrich alþingismað- ur, Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Sýnar, og Ásdís Halla Bragadóttir, aðstoðarmaður menntamálaráð- herra. Eitt hið róttækasta í tillögum hópsins er að mælt er með því að Ríkisútvarpið hverfi alveg af aug- lýsingamarkaði í áföngum á þremur árum og skapi þannig aukið svig- rúm fyrir einkarekna ljósvakamiðla til að stunda innlenda dagskrár- gerð. Einu undantekningarnar frá þessu eru tilkynningar sem varða öryggi landsmanna, almannaheill, dánar- og afmælistilkynningar, til- kynningar um fundi og árnaðarósk- ir á hátíðisdögum. Kostun sjónvarps- og út- varpsefnis lögð niður Lagt er til að kostun sjónvarps- og útvarpsefnis verði lögð niður hið fyrsta og stofnuninni bannað að afla tekna með því móti enda samrýmist það ekki sérstöðu Ríkisútvarpsins og aðstæðum á ljósvakamarkaði. Lagt er til að Ríkisútvarpið verði áfram rekið sem fyrirtæki í eigu ríkisins og starfsemin verði í fullu samræmi við lögbundið hlutverk þess. Þá skuli kveða nánar í lögum á um að Ríkisútvarpið leggi sér- staka rækt við innlenda dagskrár- gerð, bæði með því að senda út eig- ið efni og efni sem er aðkeypt. Til að Ríkisútvarpið nái að sinna þessu vel er talið nauðsynlegt að innri kostnaður og verkkaupasamningar við sjálfstæða framleiðendur verði hvorttveggja fært í fastar skorður og dagskrárgerð verði í fullu sam- ræmi við við útboðsstefnu rikisins. Lagt er til að Útvarpsráð verði lagt niður en í þess stað skipuð fimm manna rekstrarstjórn. Þá er einnig lagt til að núverandi afnota- gjöld og innheimta verði aflögð. Þess í stað verði tekinn upp nefskattur sem innheimtur verður af öllum landsmönnum sem náð hafa 16 ára aldri, svo og öllum lögaðilum. -SÁ Hjartastöð í Neskaupstað? DV; Eskifiröi: „Það var auglýst endurhæfmgamám- skeið fyrir hjartasjúklinga og mun fleiri sóttu um en pláss var fyrir. Eru þeir þar af leiðandi á biðlista. En sökum áhugans stendur tii að halda aftur námskeið inn- an skamms, enda þörfin vissulega fyrir hendi,“ sagði Aðalsteinn Valdimarsson, skipstjóri á Eskifirði, við fréttamann DV. Aðalsteinn var einn þeirra sem sótti námskeiðið sem var haldiö í Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstaö nýlega og stóð í 4 vikur. Níu Austfirðingar tóku þátt í því. í Félagi hjartasjúklinga á Austfjörð- um eru um 130 manns og er Aðalsteinn varaformaður félagsins. Hann segist vonast til að slík námskeið verði fram- vegis fastur Uður í starfsemi sjúkrahúss- ins. Þar verði hjartastöð sem mundi létta á heilbrigðiskerfmu annars staðar á landinu. Um 500 manns bíða nú eftir plássi á Reykjalundi. „Félag okkar vill styðja starfsemi sem þessa og hefur ákveðiö að gefa sjúkra- húsinu þrekhjól og sjónvarpsskermi fyr- ir hjartalínurit. Þar er fyrir hendi sund- laug, tækjasalur og slökunarherbergi og með því að festa námskeið sem þessi í sessi fæst betri nýting á sjúkrahúsinu. Það er afar mikilvægt að fólk fari i skoð- un, fylgist vel með heilsu sinni þó að ekkert virðist ama að. Námskeiðin hjálpa fólki að byggja upp heilsuna," sagði Aðalsteinn. Þeir sem skipulögðu námskeiðið og veittu þvi forstöðu voru Magnús Ás- mundsson, læknir á Neskaupstað, og Bjöm Magnússon, læknir á Reykja- lundi, og nutu þeir aðstoðar sjúkraliða við sjúkrahúsið. -ETh. Samtök gegn nauðungarsköttun: Vilja að RUV verði óháður og sjálfstæð- ur fjölmiðill Samtök gegn nauðungarsköttun fagna þeirri umræðu sem fram er komin um málefni RÚV í kjölfar nefndarálits um málefni þess ný- verið. Hins vegar er tekið undir gagn- rýni útvarpsstjóra, sr. Heimis Steinssonar, þar sem hann segir að ef auglýsingatekjur fjölmiðOs- ins verði teknar af honum muni sjálfstæði hans skerðast verulega. Samtökin vilja að RÚV verði al- gerlega óháð og sjálfstætt sem aðr- ir fjölmiðlar á íslandi og það ger- ist best með því að: afnema nauð- ungaráskriftina sem fylgir við- tækjaeign samkvæmt núverandi lögum, setja skýr ákvæði í lög sem tryggi jafnræði fjölmiöla með almennum leikreglum þar sem enginn hafi þvUík forréttindi sem RÚV hefur með nauðungaráskrift- inni og setja skýr fyrirmæli í lög þar sem segi að enginn fjölmiðill verði rekinn af Alþingi og ríkis- stjórn svo sem nú er eða með nef- skatti á almenning. Samtökin telja að RÚV ætti að vera betur en aðrir fjölmiölar í stakk búið tU að spjara sig á hin- um frjálsa markaði vegna reynslu sinnar. -ÞK Stafræn klukka AM/FM útvarp með 4 hátölurum Fjarstýrð opnun á bensínloki Fjarstýrð opnun á farangursrými Rafstýrðar rúðuvindur (framan) Tveggja hraða þurrkur með biðrofa og rúðusprautu Afturrúðuhitari Heilir hjólkoppar Samlitir stuðarar Öflugri ökuljós Hallastillt framsæti í sleða Hallastilling á setu hjá ökumanni og bakstuðningur Stillanleg hæð öryggisbelta við framsæti Miðstokkur með geymslu fyrir kassettur Alklætt farangursrými Inniljós Hvers vegna yfir 2500 íslendingar hafa talið Hyundai besta kostinn! Gerið eigin samanburð, þið komist eflaust að sömu niðurstöðu. ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 BHINN SlMI: 553 1236 Það er vandi að velja sér nýjan bíl og það krefst talsverðrar fyrirhafnar að bera saman kosti mis- munandi bíla. Á þeim fjórum árum sem Hyundai bílar hafa verið á íslenska bílamarkaðinum, hafa yfir 2500 íslendingar eignast Hyundai. Með öðrum orðum komist að þeirri niðurstöðu að Hyundai sé besti kosturinn að teknu tilliti til allra þátta. Verð frá 949.000 kr. á götuna <&> HYunoni til framtíðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.