Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1996, Blaðsíða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 Kristján hefur sitt álit á hvernig forseti íslands á að vera. Litlir karakter- ar og hallelúja- manneskjur „Ég hef lesið viðtöl við tvo þeirra, þetta var óttalegt væl og þeir eru óskaplega litlir karakt- erar. Þetta eru hallelúja-mann- eskjur, ég held að þeir ættu að fara í kirkju og setja á sig krag- ana. Kristján Jóhannsson, i Tímanum, um forsetaframbjóðendur. Ummæli Beðið eftir verkunum Hæstvirtum ráðherra er nokk- uð í mun að sýna fram á að sjálf- ur geti hann gert samninga." Ossur Skarphéðinsson, á Alþingi, um Halldór Ásgrímsson. Leiksýning í Ósló „Ferðin til Óslóar var leiksýn- ing.“ Steingrímur J. Sigfússon, á Alþingi. Laxveiði er ekki dýr „Gegnumsneitt er laxveiði í raun ekki mjög dýr.“ Friðrik Þ. Stefánsson, í DV. Ekki treystandi Orðum þessa ráðherra menntamála er bara ekki treyst- andi.“ Halldór Þorgeirsson, framkvæmda- stjóri Umba, í Tímanum. Innrásin í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni er mesta hern- aðarinnrás sögunnar. Mestu innrásirnar Mesta innrás hernaðarsögunn- ar var landtaka bandamanna á strönd Normandí í Frakklandi á svokölluðum D-degi, þann 6. júní 1944. Fyrstu þrjá daga innrásar- innar var flutt á land 185.000 manna lið og 20.000 farartæki með 745 skipum í 38 skipalestum og 4066 lendingarprömmum. 347 tundurduflaslæðarar voru til að- stoðar. Úr lofti voru sendir 18.000 fallhlífarhermenn úr 1087 flugvélum. Innrásarherinn, alls 42 herdeildir, naut stuðnings 13.175 flugvéla. Á einum mánuði var flutt til Normandí 1.100.000 manns, 200.000 faratæki og 750.000 tonn af vistum. Næstfjöl- mennasta innrásin var innrás bandamanna á Sikiley í sömu styrjöld 10.-12. júlí 1943. 181.000 hermenn tóku land á þessum þremur dögum. Blessuð veröldin Mannskæðasta umsátrið Mannskæðasta umsátur sög- unnar var 880 daga umsátur þýska hersins um Leningrad (St. Pétursborg) frá 30. ágúst 1941 til 27. janúar 1944. Eftir því sem næst verður komist munu 1,3 til 1,5 millj. varnarliða og borgara hafa látið líflð. Lengsta umsátur sem um getur í mannkynssög- unni var um Azotus (Ashod) í ísrael. Rigning sunnanlands og vestan Yfir Austurlandi er enn þá minnkandi 1028 mb. minnkandi hæð. Suðvestur í hafi er ört vaxandi lægð sem hreyfast mun allhratt í norðnorðausturátt. Á landinu er vaxandi suðaustan- Veðrið í dag og sunnanátt, allhvöss eða hvöss, með rigningu sunnanlands og vest- an þegar líður á daginn. Heldur hægari sunnanátt og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 1 tU 8 stig, hlýjast sunnanlands. Á höfuðborgarsvæðinu er vax- andi suðaustanátt, stinningskaldi eða allhvasst og rigning þegar líður á daginn. Heldur hægari sunnan- og suðvestanátt og skúrir í nótt og í fyrramálið. Hiti 5 til 7 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.16 Sólarupprás á morgun: 4.32 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.25 Árdegisflóð á morgun: 10.58 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 4 Akurnes alskýjað 1 Bergsstaóir skýjað 4 Bolungarvík alskýjað 0 Egilsstaðir skýjað -0 Keflavíkurflugv. rigning 5 Kirkjubkl. slydda 0 Raufarhöfn skýjaö -1 Reykjavík alskýjað 5 Stórhöföi úrkoma í grennd 5 Helsinki léttskýjaö 4 Kaupmannah. léttskýjað 7 Ósló skýjaó 4 Stokkhólmur léttskýjaó 7 Þórshöfn skýjað 1 Amsterdam léttskýjaö 7 Barcelona léttskýjað 13 Chicago alskýjaó 9 Frankfurt alskýjað 9 Glasgow léttskýjaó 2 Hamborg léttskýjað 5 London léttskýjaó 4 Los Angeles heiöskírt 17 Lúxemborg skýjað 7 París þokumóóa 11 Róm lágþokublettir 14 Mallorca hálfskýjaö 15 New York alskýjaö 8 Nice skýjað 15 Nuuk hálfskýjaó 4 Orlando heiðskírt 21 Vín skýjað 15 Washington rigning 11 Winnipeg heiöskírt 7 Guðmundur Þorkelsson, járnsmiður og bjargvættur: Undrandi á hegðun mannsins Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að bjarga fólki úr klandri. Það er allavega reynsla Guðmundar Þorkelssonar sem síð- astliðinn sunnudagsmorgun tók upp í bíl sinn unga stúlku sem var í mikilli geðshræringu og sagði kærasta sinn hafa lamið sig og væri hann á eftir henni og hótaði henni öllu illu. Það skipti engum togum, kærastinn kom á bíl sínum og keyrði á bU Guðmundar, ekki einu sinni heldur nokkrum sinn- um og stórskemmdi bílinn og tognaði Guðmundur á hálsi og baki: „Ég var fyrst og fremst undr- Maður dagsins andi á hegðun mannsins. Þegar ég kom að var stúlkan baðandi út höndum og ég sá strax að hún var illa á sig komin. Þegar ég byrja að tala við hana kemur kærastinn á bU sínum og það skiptir engum togum, hann keyrir beint á mig. Ég tel eftir á að ég hafi gert rétt í að fara ekki af stað heldur láta hann um að keyra á bílinn hvað eftir annað. Hefði ég farið af stað Guðmundur Þorkelsson. / hefði orðið úr eltingarleikur og hann hefði keyrt á okkur á ferð. Ég hefði aldrei farið að keyra eins og einhver rallökumaður, enda hef ég enga kunnáttu til þess.“ Guðmundur Þorkelsson segist ekkert vera andlega eftir sig eftir þessa reynslu og ber engan kala tU mannsins: „Ég vorkenni honum. Þessi maður er varla hæfur til aö ganga laus. BUlinn minn er mikið skemmdur en tryggingar eru allar í lagi svo ég ætti að fá þetta allt bætt. Sjálfur meiddist ég ekki fyrr en við síðasta höggið sem var á hlið bUsins." Guðmundur var á leið út 1 Kópavogshöfn þar sem hann á bát sem hann hefur verið að undirbúa fyrir sölu. „Ég var á leiðinni að höfninni og var ég búinn að stefna gröfu á staðinn sem ætlaði að draga bátinn á land fyrir mig og inn í hús. Þetta er bátur sem ég og mágur minn smíðuðum okkur til gamans og vorum við í ellefu ár að smíða bátinn sem er súðbyrðingur og í sérflokki. Við ætluðum að gera bátinn út í hjáverkum en frá því við byrjuðum að smíða hann og þar til nú hafa aðstæður breyst það mikið í smábátaútgerð að það borgar sig ekki fyrir þá sem eru í annarri vinnu að standa í þessu.“ Guðmundur er járnsmiður og starfar hjá Landvélum hf. Eigin- kona hans er Erla Sæunn Guð- mundsdóttir og eiga þau níu böm. Um áhugaál sagði Guömundur að mikill tími hefði farið í smíði báts- ins, sem hefði verið stórt áhuga- mál, og einnig hefði hann veriö að koma sér upp sumarbústað en það væri tímafrekt. -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1507: Lastabæli Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi Janet Pasehl er bandarískur listamaður sem sýnir f Galierf Sævars Karls. Verk úr viði, taui, pappír, ljósmyndum og límbandi Um síðustu helgi var opnuð sýning á verkum eftir banda- risku listakonuna Janet Pasehl í Gallerí Sævars Karls. Listakon- an sem hlaut listmenntun sína í Central Connecticut State Uni- versity, hefur áður sýnt hér á Sýningar landi í Ganginum fyrir tveimur árum. Á sýningunni em verk úr ýmsum efnum, svo sem viði, taui, pappír, ljósmyndum og lím- bandi. í verkum Janet má greina áhrif frá minimallist en þau not- uð á persónulegan og nýjan hátt, það er hún notar sér aðferðir og „reglur" stefnunnar eins og henni hentar. Einnig má sjá bregða fýrir votti af gerningi í sumum verka hennar, stundum í formi ijósmyndar af listamann- inum í ákveðinni stöðu eða að framkvæma einhverja athöfn og er myndin þá hluti af verki, gjarnan skúlptúr. Bridge í þessu spiladæmi er ákveðin symmetría eða speglun, ef svo má að orði komast. Skiptingin er mikil og því meiri líkindi til að barist sé um samninginn í lengstu lög. Skoð- um fyrst aðeins sagnirnar, suður gjafari og enginn á hættu: * 6 *» 9762 ♦ KG732 * G74 Suður Vestur Norður Austur 1* 1*» dobl 2» 44 5*» pass pass 5* p/h Vestri fannst hönd sín aðeins of sterk til þess að stökkva beint í fjög- ur hjörtu og ákvað að fara rólegar í sakirnar með því að segja aðeins eitt hjarta. Sú sögn gerði norðri auðveldar um vik með að dobla (nei- kvætt dobl sem lofar spaða) en fjög- ur hjörtu hefðu verið erfiðari við- fangs fyrir norður. Suður sótti spaðalitinn alla leið upp á fimmta sagnstig og hefði staðið þann samn- ing ef ekki hefði setið hugmyndarík- ur varnarspilari í sæti vesturs. Vestur lagði niður laufásinn í upp- hafi og spilaði siöan hjartafjarkan- um. Austur var vakandi og setti ní- una og þegar hann var búinn að jafna sig á því að hún átti slaginn var einfalt mál að gefa félaga stungu í lauflitnum. Víkjum þá aftur að ' symmetríunni í spilinu. Gegn fimm hjörtum vesturs er það keimlík vörn sem banar samningnum. Þar verður að taka fyrsta slaginn á tígulásinn og spila norðri inn á spaða til að fá stungu í litnum. ísak Örn Sigurðsson ♦ 842 *» ÁKDG1054 -f 64 * Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.