Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 8
Utlönd FOSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 Stuttar fréttir dv ^ Talning utankjörfundaratkvæða í ísrael hófst í morgun: Utilokað að Peresi takist að halda velli Fátt virðist nú geta komið i veg fyrir að hægrimaðurinn Benjamin Netanyahu standi uppi sem sigur- vegarinn í kosningunum um næsta forsætisráðherra ísraels þegar taln- ingu utankjörfundaratkvæða lýkur. Netanyahu er andvígur friðarsamn- ingum ísraels við arabaþjóðirnar sem byggja á þvi að láta af hendi hernumin landsvæði i skiptum fyr- ir frið. Yfirkjörstjórnin í ísrael hóf taln- ingu liðlega 140 þúsund utankjör- fundaratkvæða í morgun en þau eru frá hermönnum, sjúklingum, föng- um og öðrum sem ekki komust á kjörstað á miðvikudag þegar kosið var. Þegar talningu kjörfundarat- kvæða lauk í gær var Netanyahu með 50,3 prósent atkvæða en Símon Peres forsætisráðherra með 49,6 prósent. Netanyahu var með tæp- lega 22 þúsund fleiri atkvæði og þarf Peres að fá 60 prósent atkvæð- anna sem eftir er að telja til að eiga möguleika á að halda stöðu sinni. Stjórnmálaskýrendur telja afar ólík- iegt að honum takist það, þar sem flestir ungir hermenn kjósa hægri- flokkana. Arabaþjóðunum, sem hafa gert friðarsamninga við fráfarandi stjórn Verkamannaflokksjns, líst Benjamin Netanyahu, næsti forsætisráðherra Israels, og Sarah, eiginkona hans, voru syngjandi sæl og glöð í gær þegar þau sátu fyrir hjá Ijósmyndurum í hótelsvftu sinni í Tel Aviv. Netanyahu hefur ekki enn viljað tjá sig opinber- lega um kosningaúrslitín. ekki meira en svo á að harðlínu- stjórn undir forustu Likud-banda- lagsins taki við. Arabaleiðtogar VELSKOLIISLANDS Innritun á haustönn 1996 Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám verða að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 10. júní nk. Kennsla fer fram eftir áfangakerfi. Neméndur sem hafa stundað nám við aðra skóla fá nám/itt metið að svo miklu leyti sem það fellur að námi í Vélskóla íslands. Inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi eða sé orðinn 18 ára. Námið er byggt upp sem þrepanám með stighækkandi réttindum. 1. stig vélavörður tekur 1 námsönn. 2. stig vélstjóri tekur 4 námsannir. 3. stig vélstjóri tekur 7 námsannir. 4. stig vélfræðingur tekur 10 námsannir. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans kl. 8.00-16.00 alla virka dága. Sími 551-9755, fax 552-3760. Póstfang: Vélskóli fslands Sjómannaskólanum v/Háteigsveg, 105 Reykjavík. hafa þó verið varkárir í yfirlýsing- um sínum þar sem þeir vilja bíða endanlegra úrslita. Sigur Netanyahus setur einnig strik í reikninginn í Washington þar sem stjórnvöld höfðu gert sér yonir um að friðarsamningar milli ísraels og Sýrlands ýrðu í höfn fyr- Ir forsetakosningarnar bandarísku í Símamynd Reuter nóvember. . Netanyahu verður að mynda sam- steypustjórn með trúarlegum flokk- um gyðinga og með flokki rúss- neskra innflytjenda sem gekk vel i þingkosningunum, sem voru sam- hliða forsætisráðherrakosningun- um, á kostnað bæði Likud og Verka- mannaflokksins. Reuter Niöurskurður fiskveiöiflota Evrópu: Bretar reiðast Bretar brugðust afar illa við áformum Evrópusambandsins þess efnis að samanlagður fiskveiðifloti aðildarríkjanna yrði skorinn niður um 40 prósent á næstu sex árum. Emma Bonino, sjávarútvegsstjóri ESB, sagði Breta vera langt á eftir í úreldingu flskveiðiflota síns og yrðu að taka sig á. Tony Baldry, sjávarútvegsráð- herra Breta, sagði breska sjómenn hafa verið mjög reiða vegna yfirlýs- inga Emmu Bonino og hvernig þær voru orðaðar. Sagði hann fáránlegt að stimpla Breta sem „slæmu strák- ana" og Spánverja „góðu strákana" í þessu sambandi en mörg spænsk fiskiskip sigldu undir breskum fana. Reiði Baldrys kemur sem viðbót við orðaskak Breta og Evrópusam- bandsins þar sem rifist hefur verið um bann við útflutningi bresks nautakjöts vegna kúariðu, fiskveið- ar og ungbarnamjólk. Þó „hörku- stefna" Johns Majors forsætisráð- herra gagnvart Evrópusambandinu sé hópi íhaldsmanna að skapi þá hefur hún ekki fengið þann hljóm- grunn meðal kjósenda sem Major vonaðist til. í siðustu skoðanakönn- un sögðust einungis 26 prósent að- spurðra ánægð með frammistóðu hans meðan 54 prósent ætla að kjósa Verkamannaflokkinn í þing- kosningum að ári. Reuter Tveir á leið „yfir" Yörvöld í Suöur-Kóreu sögðu að tveir norður-kóreskir menn, vísindamaður og handritshöf- undur, væra á leið til landsins frá Hong Kong og hygðust þeir biðja um pólitískt hæli. Uppræta vopnasmygl Utanríkisráðuneytið í Banda- ríkjunum vonast til að fá að- stoð Kínverja við að uppræta kínverskan vopnasmyglhóp sem talið er að starfi þar vestra. Clinton dalar Nýjar skoð- anakannanir um fylgi for- setaframbjóð- enda sýna að forusta Bills Clintons for- seta á Bob Dole hefur minnkað um 16 prósentustig eftir sakfelling- arnar i Whitewater-málinu. Myrtu laumufarþega Taívanskur skipstjóri og sex yfirmenn á skipi hans eru sak- aðir um að hafa myrt þrjá rúm- enska laumufarþega á hafi úti. Þeir koma fyrir rétt í Nova Scotia í dag en eiga yfir höfði sér að verða fluttir til Rúmen- íu. Aukið atvinnuleysi Atvinnuleysi jókst mjög í Japan í aprU, fór úr 3,1 pró- senti í 3,4. Kom það sérstaklega niður á konum. Gera ef navopn Bandaríkjamenn segja að framleiðsla efnavopna sé fyrir- huguð í Líbýu, þrátt fyrir að eftirlitsmenn Egypta hafi ekki fundið nein merki um slíkt. Kynnir umbótaáætlun Búist er við að Borís Jelts- ín Rússlands- forseti kynni í dag áætlun sína um þjóð- félagsumbæt- ur. A áætlun- in að gilda fram til alda- móta. Réttað um þjóðarmorð Mennirnir sem taldir eru ábyrgir fyrir og að hafa tekið þátt í morðum á allt að milfjón manns í Rúanda komu fyrir al- þjóðlegan stríðsglæpadómstól í Tansaníu. Hvítir unnu Þjóðarflokkur hvítra vann yf- irburðasigur í kosningum í Höfðaborg í Suður-Afríku. Reuter í * UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíö 6, Reykjavík, sem hér segir, á eft- _____irfarandi eignum:_____ Álftahólar 8, íbúð á 2. hæð C, merkt 0203, og bflskúr, þingl. eig. Matthías Hansson, gerðarbeiðandi Ríkisút- varpið, þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 10.00. __________________ Bleikjukvísl 11, efri hæð + bflskúr, þingl. eig. Hrefna Gunnlaugsdóttir, gerðarbeiðendur Almenna lögfræði- stofan ehf. og Gjaldheimtan í Reykja- vík, þriðjudaginn 4. júm' 1996 kl. 10.00. _____________________ Blöndubakki 16, íbúð á 3. hæð t.v., þingl. eig. Halldóra B. Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 4. júm' 1996 kl. 10.00. Bragagata 31, íbúð á 1. "hæð ehl. 12,5%, þingl. eig. Kristín Sigurrós Jónasdóttir, gerðarbeiðandi Fjárfest- ingarfélag íslands, þriðjudaginn 4. júni 1996 kl. 10.00. Brávallagata 12, kjallari m.m., þingl. eig. Sverrir Kjartansson, gerðarbeið- andi Gjaldheimtan í Reykjavflc, þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 10.00. Brekkusel 13, þingl. eig. Sigtryggur Stefánsson, gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík og Tollstjóra- skrifstofa, þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 10.00._______________________ Eyktarás 19, þingl. eig. Axel Axels- son, gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 10.00. Fannafold 68, íbúð á 1. hæð, merkt 0101, þingl. eig. Axel E. Gunnlaugs- son og Margrét Guðný Hannesdóttir, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 10.00. Flugskóli og verksmiðjuhús á Reykja- víkurflugvelli, þingl. eig. Helgi Jóns- son, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Landsbanki fslands, þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 10.00. Grýtubakki 26, íbúð á 3. hæð t.v., þingl. eig. Ásthildur Kristjánsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 10.00. Háberg 6, þingl. eig. Birgir Sigurðs- son og Hildur Loftsdóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður verkamanna og Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðju- daginn 4. júní 1996 kl. 10.00._______ Háteigsvegur 23, hluti, þingl. eig. Már Rögnvaldsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudag- inn 4. júní 1996 kl. 10.00.__________ Hólaberg 20, þingl. eig. Rafn Gests- son, gerðarbeiðendur Byggingarsjóð- ur verkamanna, og Húsasmiðjan hf., þriðjudaginn 4. júm' 1996 kl. 10.00. Hólastekkur 1, þingl. eig. Freyja Har- aldsdóttir, gerðarbeiðandi Lands- banki íslands, þriðjudaginn 4. júm' 1996 kl. 10.00.___________________ Hrísateigur 8, íbúð á jarðhæð, þingl. eig. Agnar Páll Ómarsson, gerðar- beiðandi tollstjórinn í Reykjavík, þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 10.00. Hverfisgata 91, 40% hluti, þingl. eig. Óskar Jakob Þórisson, gerðarbeið- andi Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 10.00. Krummahólar 4, hluti í íbúð á 1. hæð f.m.m., þingl. eig. Guðmundur Stefán Maríasson, gerðarbeiðandi. Gjald- heimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 10.00._______________ Melbær 6, þingl. eig. Magnús Jónsson og Sigrún Krtútsdóttir, gerðarbeið- andi Tollstjóraskrifstofa, þriðjudag- inn 4. júní 1996 kl. 13.30.__________ Vesturströnd 4, Seltjarnarnesi, þingl. eig. G.Þ. Ólafsson ehf., gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Landsbanki Islands, lógfræðideild, Lífeyrissjóður matreiðslumanna, Líf- eyrissjóður rafiðnaðarmanna, þriðju- daginn 4. júru' 1996 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfar- andi eignum verður háö á þeim sjálfum sem hér segir: Gnoðarvogur 16, íbúð á 4. hæð t.v., þingl. eig. Reykjavíkurborg, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður Austurlands, þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 14.00. Háteigsvegur 23, íbúð 0202, 2. hæð, austurendi, þingl. eig. Guðbjörg Baldursdóttir, gerðarbeiðandi Bygg- ingarfélag verkamanna svf., þriðju- daginn 4. júni 1996 kl. 16.30._______ Holtsgata 20, risíbúð, þingl. eig. Jón Ingi Hannesson, • gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudag- inn 4. júm' 1996 kl. 15.30.__________ Laugalækur 25, þingl. eig. Ólafur Ein- ar Jóhannsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Gjald- heimtan í Reykjavík og Sparisjóður Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 4. júní 1996 kl. 14.30.___________________ Maríubakki 20, 3. hæð t.h., þingl. eig. Jón Árni Einarsson og Auður Frið- riksdóttir, gerðarbeiðandi Jónatan Sveinsson, þriðjudaginn 4. júm' 1996 kl. 14.00. _______________ SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.