Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 Spurningin Hvað myndir þú gera ef þú ynnir tiu milljónir í happ- drætti? Ragnheiður Sveinsdóttir sjúkra- þjálfari: Njóta lífsins bara. Fríða Björk Sveinsdóttir verslun- armaður: Stofna fyrirtæki. Sævar Baldursson verslunarmað- ur: Ég myndi gefa helminginn inn- an fjölskyldunnar og gleðja hana. Hinn helminginn myndi ég nota fyr- ir sjálfan mig, ég þarf ekki nema fimm. Soffía Eiríksdóttir fræðinemi: Flytja til og lifa þar í leti. hjúkrunar- Bahamaeyja Guðrún Sigríður Ölafsdóttir hjúkrunarfræðingur: Ég hugsa að ég myndi fá taugaáfall. Lesendur Innflutningurinn er verðbólgan að vakna? Konráð Friðfinnsson skrifar: Innflutningur til landsins hefur nú aukist á síðustu mánuðum. Vissulega ánægjuleg tíðindi sem slík. Hæstvirtur forsætisráðherra benti einmitt á þessa hluti í ræðu er hann hélt á fundi Verslunarráðsins, að því er mig minnir. - Af orðum hans mátti ráða að hann hefði vilj- að vekja menn til umhugsunar um hvort ekki væri rétt að fara sér hægt þarna. Málið er einfalt; verði þenslan of mikil í samfélaginu vegna innflutn- ingsins getur þrýstingurinn sem af hlýst raskað svefnró verðbólgunn- ar, sem þá fer á stjá til að skekkja hvaðeina í samfélaginu. Við þekkj- um vel mátt verðbólgunnar frá fyrri árum. Þess vegna verða menn að vera samstiga nú ef ekki á illa að fara. Batinn er sem sé ekki lengur eitthvað sem koma mun í framtíð- inni, heldur er hann áþreifanlegur. Og spurningin er ávallt sú sama: Hvernig viljum við notfæra okkur þá staðreynd? Ég tel að hvers kyns bata, sem verður i þjóðfélögum, eigi að brúka til hagsbóta fyrir hinn almenna mann, en ekki t.d. til óþarfa bygg- ingarframkvæmda, svo ég nefni eitt- hvað. Og við getum aukið kaup- máttinn með ýmsu móti. Uppsveifl- una nú á með öðrum orðum ekki að færa neinum á silfurfati sem elds- neyti fyrir verðbólguna. Ávallt eru til menn sem vilja hagnast á þessu ástandi, en gróði sem á þann hátt næst, er ekki til langframa. Og ég er mótfallinn því að hér verði lögð braut fyrir þannig þankagang. Sannleikurinn er sá að allir tapa á verðbólgunni. Einnig hinir efna- meiri. Gróði allra landsmanna ligg- ur því í að henni sé haldið í dvala, Beint samband er á milli aukins aöflutnings og þenslu í landinu, segir m.a. í bréfi Konráðs. og ýmislegt er á sig leggjandi til að ná því takmarki. Það hefur þó tekist í sex ár. Sem fyrr ræður þjóðin sjálf hvað gert er í þessu efhi. Vilji hún til að mynda sprengja sig á ein- hverju kaupæði verður svo að vera. Hyggist fólk svo láta tímann og batann vinna á sinn hátt verða hlut- irnir líka viðráðanlegri. í dag eru á lofti teikn sem þarf að gaumgæfa og því miður getur mað- ur ekki annað sagt en að beint sam- band sé á milli aukins aðflutnings og þenslu í landinu, þenslu sem auðvelt er að missa tökin á. Þessum hlutum á verkalýðshreyfingin að huga að, því að hér er um brýnt hagsmunamál að ræða fyrir um- bjóðendur hennar. - í stað þess að berjast endalaust við réttkjörna valdhafa. Hafa skal það er sannara reynist Helena Sigfúsdóttir skrifstofu- maður: Ætli ég myndi ekki gefa mestallt. Georg Bæringsson skrifar: Fólki hér vestur á ísafirði var skemmt þegar það las í Timanum á dögunum að þær fregnir hefðu bor- ist frá kosningamiðstöð Guðrúnar Pétursdóttur í Reykjavík að hún hefði „snarfyllt fundarsal Stjórn- sýsluhússins á ísafirði, rétt eins og Pétur Kr. Hafstein haföi áður gert". Þetta eru undarlegar fréttir fyrir ísfirðinga - og fráleitt sannar. Hið sanna í málinu er að um 50 manns komu á opinn fund Guðrúnar Pét- ursdóttur á ísafirði, en hins vegar voru um 300 manns á fundi Péturs Kr. Hafstein þann 1. maí síðastlið- inn. Sá fundur var gríðarlega vel heppnaður - mikil stemning og ánægja. Pétur Kr. Hafstein flutti þar mjög góða ræðu og fjölmargir tóku til máls og lýstu stuðningi við fram- boð hans. Fundur Guðrúnar hins vegar var engan veginn eins vel heppnaður, enda mun færri fundar- gestir. Það verður að gera þá kröfu til kosningaskrifstofu stuðningsmanna frambjóðenda að þeir láti fjölmiðl- um í té réttar upplýsingar og skreyti sig ekki stolnum fjöðrum. Því vil ég beina þeim tilmælum til stuðningsmanna Guðrúnar Péturs- dóttur að þeir gefi réttar upplýsing- ar í framtíðinni, þannig að almenn- ingur geti treyst því að þær séu rétt- ar. - Annað er ekki sæmandi for- setaframbjóðanda. Langholtsdeilan gengur aftur Kristján Sigurðsson skrifar: Langholtsdeilan gengur nú aftur með skýrari formerkjum en áður. Aðalsafnaðarfundur í Langholts- sókn skorar á kirkjumálaráðherra að taka til greina skriflegar yfirlýs- ingar um að leysa sóknarprestinn frá störfum. Ekki orð um biskups- málið eða áskorun til kirkjumála- ráðherra að aðhafast eitfhvað í því vegna kæru á hendur honum um kynferðislega áreitni. - Ekki heldur orð um það mál frá prófastinum, Ragnari Fjalari, sem sagðist álíta að afar erfitt yrði fyrir kirkjuyfirvöld (hver sem þau nú eru i hans huga í þessu tilfelli!) að komast hjá því að „grípa til aðgerða"! Já, nú á aldeilis BJglIM Wónusta allan sólarhríngi Góðverk safnaðarbarna Langholtssóknar árið 1996? i sima 5000 ffíílli kl. 14 og 16 að grípa til aðgerða gegn séra Flóka Kristinssyni. Segja honum upp störfum og helst að gera hann at- vinnulausan. Þetta er góðverk safn- aðarbarna Langholtssóknar árið 1996. Mikil mildi ásamt festu þeirra sem valdið telja sig hafa. - Með aö- stoð kirkjuyfirvalda að sjálfsögðu. Og svo eru það kvensurnar tvær, söngkonan og starfskona sóknar- nefndarinnar sem sögðu af sér sam- kvæmt úrskurði setts biskups í Langholtsdeilunni. Auðvitað eru þær ekki ánægðar, og því verður að telja þær frumkvöðla að áskorun- inni um brottvikningu séra Flóka (þótt tillagan hafi komið frá söng- konunni, konu organistans). Þetta mál er nú orðið eitt viðamesta hneykslið í kirkjusógu okkar á síð- ari tímum, og er mál að linni. Því linnir þó ekki með því að þvinga séra Flóka frá embætti. Sú aðgerð magnar deilurnar. Á meðan bisk- upsmálið er óleyst verður ekki tek- ið mark á títtnefndum „kirkjuyfir- völdum" í samhengi við lönguvit- leysuna í Langholtssókn. Gandhí-viður- kenning Sigurður Björnsson hringdi: Tveir frambjððendanna tfl for- setakjörs, Ólafur Ragnar Gríms- son og Ástþór Magnússon, hafa hlotið viðurkenningu frá Gand- hi-stofnun fyrir að stuðla að friði og mannbætandi aðgerðum. Nú hefur Ólafur Ragnar upplýst að ekki sé um sömu stofnun að ræða, önnur sé í Bandaríkjun- um, hin á Indlandi og það sé hin raunverulega Gandhi-stofnun. Ástþór hefur þó vinninginn enn sem komið er því hann og forseti Bandarikjanna hafa báðir hlotið viðurkenningu frá Gandhi-stofn- un. Hvor stofnunin er meira „ekta"? Enn eitt „f lug- flippið" Pétur Árnason hringdi: Mér þykir einum of mikið hvernig hægt er að koma hér upp hverju „flugflippinu" á fæt- ur öðru til að flytja farþega til og frá íslandi. Nú eru það svokall- aðar „Bingóferðir" sem fella nið- ur auglýstar ferðir, og það í ann- að sinn'- bæði frá Kaupmanna- höfn og frá íslandi. Eru virkilega engin yflrvöld hér sem fylgjast með framkvæmd nýrra sam- gönguaðila sem festa hér rætur? - Við viljum frelsi í samgönguin, en aðilar verða að hafa efni á að halda rekstrinum gangandi. Gestaboð forsetans Jóhanna Jóhannsd. skrifar: Það var fróðlegur listi sem Mbl. birti sl. miðvikudag yfir gesti forseta íslands i kvöldverð- arboði til heiðurs forseta írlands á Hótel Sögu. - Ég styð heilshug- ar slikan virðingarvott sem for- seti íslands sýnir erlendum gest- um okkar, en ekki hvernig að þessum boðum er staðið. Það er t.d. ótækt að fylla gestalistann með fyrrverandi þessum og hin- um fyrrverandi embættismönn- um ráðuneyta. Hvaða erindi eiga þeir? Eða fyrrverandi frúr ráð- herra? Hins vegar mættu vera fleiri af athafnamönnum og for- ¦stöðumönnum stofnana, og minna af starfsfólki ýmissa emb- ætta og mökum þeirra. Vanhæfhi er aðalsmerkið Nanna skrifar: Nú er það vanhæfnin sem gildir. Yfirkjörstjórnarformaður lýsir sig vanhæfan gagnvart Ólafi Ragnari Grímssyni, og nú er að fara af stað slík runa nafha sem kann að teljast vanhæf vegna skyldleika, fyrrum sam- starfs eða kunningsskapar við forsetaframbjóðendur að kannski verður að taka forseta- kjör út' af dagskrá að sinni. Ég tel vanhæfnina vera orðna aðals- merki væntanlegra forsetakosn- inga og vonast til að embættið sem slíkt verði lagt niður í nú- verandi mynd og það sameinað embætti forsætisráðherra. Kosningaspá til forsetakjörs Egill Jónsson skrifar: Ég held að mikið eigi eftir að breytast í kosningaspám til for- setakjörs. Eftir síðustu uppá- komu og yfirlýsingar formanns yfirkjörstjórnar tel ég að það verki sem bakslag hjá bæði Ólafi Ragnari Grímssyni og einnig Pétri Kr. Hafstein. Þau atkvæði renni til Guðrúnar Ágnarsdóttur sem fólk líti á sem óháðasta frambjóðandann og þann sem komi best fyrir í framsögn og framgöngu. Og nú spái menn í hvert stefnir um niðurstöðuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.