Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 JLlV i» %0s oggarðar______________________________________ Sumarblómaker og körfur: Sumarblóm njóta gífurlegra vin- sælda og ekki furða þar sem þau standa með blóm allt sumarið og gleðja gesti og gangandi. Blokkarí- búar eru stöðugt að færast í aukana með notkun svalakassa og einnig eru hengikörfur hvers konar að verða nokkuö vinsælar hér á landi sem og annars staðar. Ýmsar gerðir af kerum, allt frá steyptum blóma- kerum til gamalla hjólbarða, eru einnig notuð undir sumarblóm. Ekki of margar tegundir Notkun ýmissa hengiblóma er mikil í alla kassa, ker og körfur. Fallegt er að sjá þar sem t.d. blómin hreinlega flæða niður og hefur notk- un brúðarauga (Lobelia) alltaf verið mikil í þeinrtilgangi. Sumum hættir við að blanda of mörgum tegundum saman, það eru jú svo mörg falleg blóm til. Yfirleitt er einfaldleikinn fallegastur, 2-3 teg- undir í hvert ker er alveg hámark, en ef um mörg ker er að ræða er Oft er einfaldleikinn fallegastur. Hér hefur tveimur litum af stjúpum verið plantaö í svalakassa. ekkert að því að þau séu ekki eins. I ker og körfur ætti að velja tegund sem er hærri til að hafa í miðjunni og láta svo lægri teg- undir koma næst og enda við jaðrana með hengiplöntum. Gætið þess bara að troða ekki of mörg- um plöntum í hvert ker, kassa eða körfu því blómin njóta sín ekki ef þau fá ekki sitt vaxtarrými, verða teygð og ljót. Gætið þess að vökva blóm sem eru í pottum, ker- um, kössum og körfum daglega. Lítill jarðvegur um- lykur þessi blóm og útgufunin og þurrk- urinn er mikill. Oft eru þau í skjóli fyr- ir regni þannig að vökva þarf þau þó rigni. Vikuleg áburðargjöf hressir svo enn meira upp á blómin en gætið þess þó að gefa ekki of mikinn áburð. I LIFINU okroi Síðumúla 31, sími 55-33706. Plexigler fyrir garðstofuna. Makrolon fyrir gróðurhúsið og svalirnar. Það er hlýtt og notalegt innan við tvöfalt Plexiglerið. Þú slakar á og færð brúnt og hraustlegt útlit. Notkun karfa hefur aukist undanfarin ár. Hér hafa nokkrar körfur verið fest- ar í handrið og skreyta innkomuna í garðinn. Stór garðyrkjusýning í Kaupmannahöfn í ár er Kaupmannahöfn menning- arborg Evrópu og er óvenjumikið um dýrðir þar af þeim sökum. Garð- yrkjuáhugafólk fær svo sannarlega eitthvað við sitt hæíl en 1. þessa mánaðar var opnuð stór garðyrkju- sýning í Valbyparken og stendur hún til 31. ágúst. Ekki bara forfallnir Stórar garðyrkjusýningar eru fyr- ir alla sem kunna að meta fegurð. Ekki hara fyrir forfallið garðáhuga- fólk og fólk með mikla kunnáttu. Hinn almenni garðeigandi getur bæði fengið hugmyndir og svo er það einfaldlega bara mjög skemmti- leg upplifun að fara á stórar garð- yrkjusýningar. í Valbyparken verða 17 þema- garðar. Meðal þeirra má nefna ávaxtagarð, rósagarð, sígrænan garð, blómstrandi sumargarð, vatnagarð og garð fyrir fatlaða, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir þá sem ætla að sjá sýning- una er innkeyrsla að Valbyparken frá Hammelstrupvej og með strætó er hægt að taka leiðir nr. 3 og 16. T Stórar garðyrkjusýningar eru skemmtilegar fyrir alla þá sem einhvern áhuga hafa. Þessi mynd er tekin á Floriade, stórri garðyrkjusýningu sem haldin er í Hollandi 10. hvert ár og sýnir hluta af túlípanabeðunum sem voru þar til sýnis 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.