Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Page 9
JjV MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 hús og garðar 25 I garðyrkjunám á fimmtugsaldri Hjá garðyrkjudeOd Reykjavíkur- borgar í Laugardalnum vinna tvær konur sem skelltu sér í Garðyrkju- skóla ríkisins komnar á fimmtugs- aldurinn. Ingunn Óskarsdóttir vinn- ur í Grasagarðinum en hún útskrif- aðist sem garðyrkjufræðingur vorið 1992. Kolbrún Finnsdóttir útskrifað- ist tveimur árum seinna en hún vinnur í Ræktunarstöð Reykjavík- ur. Áhugi á ræktun Ingunn og Kolbrún eiga margt sameiginlegt, báðar eru fæddar 1947 Ingunn Óskarsdóttir vinnur í Grasa- garöinum í Laugardal. Hér er veriö aö færa til plöntur, úr uppeldisreit í beö. og verða þvi fimmtugar á næsta ári. Og það sem meira er - þær voru saman í bekk í Laugarnesskóla og höföu ekki sést í um 30 ár þegar þær sáust aftur fyrir nokkrum árum í Laugardalnum. Báðar voru þær búnar að vinna skrifstofuvinnu í yfír 20 ár þegar þær drifu sig í skólann. Það tók þó fáein ár að taka þá ákvörðun að fara aftur í skóla. Löngun til þess að sjá eitthvað eftir sig og taka til hend- inni réð vali á námi. Ingunn rifjar upp að hún hafi haft áhuga á ræktun allt frá barnæsku og því var ekki um nema eitt að Kolbrún Finnsdóttir vinnur í rækt- unarstöö Reykjavíkurborgar í Laug- ardal. Hér er hún aö fylgjast meö plöntum sem fara í skólagarðana eftir stuttan tíma. ræða þegar ákvörðun um skóla- göngu var tekin. Kolbrún hefur mikinn áhuga á sköpun á ýmsum sviðum og sótti um í Myndlista- og handíðaskólan- um, komst í inntökupróf en ekki inn og þá var það bara garðyrkjan sem kom til greina. r I heimavist Garðyrkjuskólinn, sem er að Reykjum í Ölfusi, er tveir vetur auk verknámstíma. Ingunn tók hluta af sínu verknámi í Skógræktinni í Fossvogi þar sem henni líkaði mjög vel, en vann sumarið ’91 í Grasa- garðinum og svo eftir að hún út- skrifaðist. Kolbrún tók allan sinn verknáms- tíma í Ræktunarstöðinni og hefur verið þar síðan hún útskrifaðist. Báðar voru þær í heimavist og eru sammála um að gamall draum- ur hafi ræst þar. Þeim líkaði vel að vera i heimavist, enda báðar búnar að koma upp sínum börnum, en þó var alltaf farið heim um helgar. Báðar féllu þær vel inn í nemenda- hópinn og líkaði mjög vel að vera í garðy rkj uskólanum. Á ráttri hillu Ingunn og Kolbrún eru algerlega sammála um að þær séu komnar á rétta hillu í lífinu. í þeirri vinnu sem þær eru núna njóti þær sín til fulls. Vinnan sé mjög fjölbreytt auk þess sem maður hættir aldrei að læra, alltaf er eitthvað nýtt og í raun byrji lærdómurinn í garðyrkju fyrst eftir að úr skólanum sé komið, skólinn sé meiri undirbúningur undir það sem koma skal. Oft þurfa garðyrkjumenn að vinna úti í roki og rigningu og setja þær stöllur það ekki fyrir sig, telja það bara hressandi. Að lokum hvetja þær alla sem eru að spá í að drífa sig í skóla að gera það. Hvort heldur um garðyrkju eða eitthvað annað er að ræða. Það er aldrei of seint að færa sig á réttu hilluna lífinu. Viltufegra heimilið þitt eða sumarhúsið ? ♦ Ef svo er þá eigum við mikið og breitt úrval vandaðra húsgagna á mjög hagstæðu verði. í hverri viku koma nýjar húsgagna- sendingar með það nýjasta nýja. Verið velkomin í stærstu húsgagna- verslun landsins. Venö glerskápur 33.730,- HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöföi 20-112 Rvik - S:587 1199 á tNboðs'werðS meðan birgðir endast. JXÖGÍns lcr.r 19.900L- Ofíugir Plógar, herfi og fjöidii annarra jarðvinnslutæUja til leigu eða sölu á verði sem hentar öllum wmmi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.