Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Qupperneq 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ1996
Fréttir________________________________________________________________________pv
Giftusamleg björgun skipshafnarinnar á Sæborgu GK 457:
Það var mikið lan að
við vorum svo nærri
- segir Ásgrímur Ingólfsson, skipstjóri á Jónu Eðvalds SF
Það voru tiifinningaþrungnir end-
urfundir á Reykjavikurílugvelli síð-
degis í gær þegar aðstandendur skip-
brotsmannanna 11 af Sæborgu GK 457
tóku á móti ástvinum sínum en Sæ-
borgin sökk i hafið um 165 milur
norðaustur af Norðfjarðarhorni í
fyrradag. Allir skipverjarnir, 11 tals-
ins, komust af.
„Þetta fór mjög giftusamlega, það
má segja það,“ segir Hrólfur Gunn-
arsson, skipstjóri á Sæborgu. Hrólfur
sagði í samtali við DV við komuna til
Reykjavíkur í gærkvöldi að allt hefði
hjálpast að við björgun skipshafnar-
innar. Veður hefði verið mjög gott,
allur öryggis-, samskipta-, og björgun-
arbúnaður hefði reynst í fullkomnu
lagi og mannskapurinn fumlaus.
„Þá áttun við ekki von á skipum
svona nærri eins og Jóna Eðvalds
reyndist svo vera, þannig að hún kom
að okkur miklu fyrr en við áttum von
á,“ sagði Hrólfur. Aðspurður um
hugsanlega ástæðu þess að skipið
sökk sagðist hann ekki átta sig á
henni og úr þessu yrði erfitt að ganga
óyggjandi úr skugga um hana þar
sem Sæborgin hvfldi nú á 2.000 metra
dýpi.
Hrólfur segir að þeir hafi verið ný-
Það voru tilfinningaþrungnir endurfundir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær þegar fjölskyldur og venslafólk skip-
brotsmannanna af Sæborgu GK 457 heimtu ástvini sína úr helju. Hér heilsar Arnar Már Örlygsson Elínu Maríu Óla-
dóttur, eiginkonu sinni, og litla syni sínum, Orlygi Erni.
byrjaðir á sUdinni og nánast aUur
kvóti skipsins þvi enn óveiddur.
Skipbrotsmenn af Sæborgu GK 457 um borö í Jónu Eðvalds SF á Hornafirði í gærdag.
Lengst til vinstri stendur Hróifur Gunnarsson, skipstjóri á Sæborgu, og heidur í hönd Ás-
gríms Ingólfssonar, skipstjóra á Jónu Eðvalds. DV-mynd Jóna Imsland
Skipverjarnir á Sæborgu bera aUir
mikið lof á skipstjórann og segja að
viðbrögð hans öU hafi ein-
kennst af fumleysi og yfir-
vegun og aUar aðgerðir
hans verið hárréttar. Þeg-
ar slagsíða kom á skipið
og það byrjaði síðan að
sökkva að framan hefði
hann gefið skipun um að
yfirgefa það en það hefði
síðan sýnt sig að vera hár-
rétt ákvörðun þvi að frá
því að það byrjaði að haUa
og þar tU það hvarf í djúp-
ið hefðu ekki liðið nema
um 20 mínútur.
Ásgrímur Ingólfsson er
skipstjóri á Jónu Eðvalds
DV-mynd ÞOK
sem bjargaði skipbrotsmönnunum og
flutti þá til lands. Ásgrímur er korn-
nnpiir maftnr hp nvfpkinn vift slHn-
stjórninni á Jónu Eðvalds. Hann fékk
tUkynningu um skipstapann 10 mín-
útur fyrir kl. 12 á miðnætti en þá var
Jóna Eðvalds stödd í um 15 mUna
fjarlægð frá þeim stað þar sem Sæ-
borgin sökk og var stefnan strax tek-
in þangað. „Það var mikið lán að við
vorum svona nærri og að veðrið var
jafngott og raun ber vitni,“ segir Ás-
grímur. Hann segir að þeir hafi svo
komið auga á björgunarbátana þegar
þeir áttu um þrjár og hálfa sjómílu
ófama og síðan náð talstöðvarsam-
bandi við skipbrotsmenn þegar þeir
áttu eina og hálfa mUu ófarna.
Skipbrotsmenn voru í tveimur
gúmmíbjörgunarbátum en auk þess
höfðu þeir með sér gúmmíbát af Zo-
diac gerð. Allir voru þeir í flotgöllum
og þurrir og óhraktir. Skipbrotsmenn
áttu ekki von á neinu skipi tU sín
svona snemma en töldu að næstu
skip væru í 50-60 mílna fjarlægð og
voru því að vonum ánægðir þegar
þeir heyrðu vélarhljóðið í Jónu Eð-
valds nálgast.
Aðspurður hvernig tUflnning það
væri að bjarga 11 mönnum úr sjávar-
háska sagði Ásgrímur skipstjóri að
hún væri mjög góð og að hann teldi
sig lánsaman að hafa fengið að reyna
hað -SÁ
Myndin er af Sæborgu meöan skipiö hét Sæborg RE 20.
Dagfari
Hamingja aö hætti Halims
Væru íslendingar að því spurðir
á hvern þeir legga mesta fæð þarf
vart að efast um niðurstöðuna. Þá
vafasömu nafnbót fengi án efa
Tyrkinn Halim Al. Sopiha Hansen,
fyrrum eiginkona Halims, hefur átt
í einkastríði við hann árum saman
eftir að hann rændi frá henni dætr-
um þeirra tveimur. Þetta stríð hef-
ur breyst frá því að vera stríð einn-
ar konu gegn karli í það að verða
barátta heillar þjóðar fyrir því að
fá réttlætinu fuUnægt.
íslendingar hafa fylgst með bar-
áttu Sophiu árum saman og stutt
hana dyggilega, hvort sem er sið-
ferðilega eða fjárhagslega. Þrátt
fyrir þetta hefur baráttan verið
sorglega vonlaus. Stjórnvöld hafa
haft nokkur afskipti af málinu en
ekki hert baráttu sína fyrr en und-
ir það síðasta. Betur má þó ef duga
skal.
Tyrknesk stjórnvöld hafa á eng-
an hátt tekið á Halim þrátt fyrir
endurtekin brot á mannréttindum
Sophiu og dætranna. Hún fær eng-
in samskipti að hafa við bömin og
þau ekki við hana. í þvi skjóli ger-
ist Halim sífellt hortugri. Hafa
menn þó kynnst ýmsu frá hans
hendi. Sophiu var dæmdur um-
gengnisréttur viö dæturnar en
þann rétt hefur Halim hundsað al-
gerlega. Litlar líkur eru á að breyt-
ing verði á því nema tyrknesk
stjórnvöld hysji upp um sig bux-
urnar og taki á þrjótnum Halim.
Fjölmiðlar hafa fylgst náið með
þessu máli árum saman og sam-
skiptin við Halim verið með ýms-
um hætti. Annað veifið næst í
Halim og þá kemur fram að hann
er ráðinn í því að hundsa úrskurði
dómstóla. Hann fer í felur ef hon-
um sýnist svo og þarlendum yfir-
völdum dettur ekki í hug að leita.
Telji Halim íjölmiðla ganga of
nærri sér beitir hann ofbeldi og
fantabrögðum. Þess er að minnast
er blaðamaður DV myndaði Halim
við heimili hans þá réðst hann á
hann vopnaður og eyðilagði
myndavélina. Það er ekki við
mann að eiga. Lýsing sumra tyrk-
neskra fjölmiðla á Halim er því rétt
eins og fram kom um helgina. Þar
segir að faðirinn í þessari forræðis-
deilu sé eins og djöfullinn sjálfur.
Þessi lýsing frjálslyndra fjöl-
miðla á þó ekki upp á pallborðið
hjá bókstafstrúarmönnum. í einu
blaða þeirra sagði að nú væru syst-
urnar loksins hamingjusamar.
Hamingjan sú felst í þvi að faðir-
inn elur þær upp í ofsatrú, hörku
og kúgun. Hann rændi börnunum
frá móður sinni og meinar þeim æ
síðan að hitta hana. íslenskur
læknir sem skoðaði stúlkurnar fyr-
ir fjórum árum hefur látið í ljósi
grun um að stúlkurnar hafi verið
kynferðislega misnotaðar. Auk
þess er á kreiki orðrómur um að
faðirinn hyggist gifta stúlkurnar
áður en þær komast af bamasaldri.
Það er því ekki að efa að það er
mikil hamingja að fá að alast upp
við þessar aðstæður.
Hamingja að hætti Halims virð-
ist líka vera fólgin í því að láta
flytja sig í réttarhöld í smárútu
með fjölda slæðuklæddra stúlkna
og láta hræða sig til frásagnar og
ósannsögli um sinn hag fyrir rétt-
inum.
íslensk yfirvöld þurfa heldur bet-
ur að taka sig saman í andlitinu og
frelsa stúlkurnar úr greipum þessa
ofstopa- og ofsatrúarmanns. Það
þarf að frelsa þær til þess að þær
fái að kynnast því á ný hvað ham-
ingja er.
Allt það uppistand sem orðið hef-
ur í þessu máli skaðar samband ís-
lands og Tyrklands. Tyrknesk yfir-
völd hafa hlíft fantinum Halim
þrátt fyrir alþjóðlegar skuldbind-
ingar um að virða mannréttindi.
Allt þetta fer illa í íslenska alþýðu
sem þó getur litið að gert annað en
að styrkja Sophiu í baráttunni.
Sophia hefur tapað dýrmætum
tíma með börnum sínum. Haldi
það þóf áfram sem verið hefur er
hættan sú að málið tapist endan-
lega á tíma. Stúlkurnar eru komn-
ar á unglingsár. Fari málið fyrir
mannréttindadómstól tekur það
langan tíma. Krafan er því sú og
eina ráðið að íslensk stjórnvöld
beiti sér af alefli í samningum og
samræðum við tyrknesk stjórn-
völd. Málið verður ekki leyst nema
til þess komi.
Hamingjan er ekki hjá Halim.
Það fann Sophia og við það ástand
hafa dæturnar mátt búa nauðugar.
Mál er að linni.
Dagfari