Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjðri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórí: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreiflng: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, s!mi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á máriuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. r Oviss framtíð risaveldis Kjósa verður á ný milli Jeltsíns Rússlandsforseta og Zjúganovs, leiðtoga kommúnista. Þegar talningu um 98 prósenta atkvæða í kosningunum i Rússlandi á sunnu- dag var lokið hafði Jeltsin naumt forskot á aðalkeppinaut sinn. Jeltsín var með 34,8 prósent en Zjúganov 32,1 pró- sent. í þriðja sæti var Alexander Lebed, fyrrverandi hers- höfðingi, með tæplega 15 prósent. Aðrir frambjóðendur fengu mun minna fylgi. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið milli tveggja efstu manna. Forsetakosningarnar í Rússl- andi eru afar þýðingarmiklar og merkur áfangi á þym- um stráðri lýðræðisbraut hins víðfeðma ríkis. Það að kosningamar fóru vel fram, að mati eftirlitsmanna, er ákveðinn sigur því hefðin er ekki fyrir hendi. Gert er ráð fyrir að síðari hluti kosninganna fari fram fljótlega í júlí. Það má því búast við snarpri kosningabaráttu í Rússl- andi næstu vikur. Þar keppa þeir Jeltsín og Zjúganov um fylgi annarra frambjóðenda, einkum fylgi Lebeds, sem hefur sterka stöðu. í þeirri baráttu takast á þeir sem að- hyllast frekari lýðræðisþróun í Rússlandi og fylgja forset- anum og hins vegar Zjúganov og fylgismenn, kommúist- ar sem vilja afturhvarf til fortíðar. Vesturlönd hafa leynt og ljóst stutt Jeltsín í von um að framhald verði á þeirri þróun sem hófst með falli Sovét- ríkjanna. Þar mega menn ekki til þess hugsa að að kommúnistar komist aftur til valda. Þegnar Sovétríkj- anna bjuggu við kúgun og ófrelsi. Stefna þess stórveldis var fjandsamleg og hættuleg Vesturlöndum. Hinu er ekki að neita að falli Sovétríkjanna fylgdi upp- lausn og agaleysi. Efnahagslíf fór úr böndunum og verð- bólga hefur verið gríðarleg. Meirihluti almennings býr við bág kjör en nýrik yfirstétt veit ekki aura sinna tal. Tíðni glæpa hefur stóraukist. Vegna þessa ástands hefur kommúnistum vaxið fiskur um hrygg á nýjan leik. Zjúganov hefur nýtt sér upplausnarástandið og fengið menn til þess að gleyma hatrinu á kommúnistastjórnina sem ríkti í Sovétríkjunum fyrir fall þeirra. Breytingin frá miðstýringu efnahagslífsins yfir í markaðsbúskap hefur verið sársaukafull og Zjúganov sækir meðal annars fylgi til þeirra sem hafa orðið útundan í þeirri þróun. Staða Jeltsíns var talin vonlítil fyrr á árinu. Hann stóð í óvinsælum stríðsrekstri sem kostaði miklar mannfórn- ir. Hann var heilsutæpur og og magnaðar drykkjusögur fóru af honum. Trúðslæti og ölvun á erlendri grundu urðu ekki til þess að auka tiltrúna. En á seinni stigum kosningabaráttunnar hefur hann sýnt styrk og er nú að uppskera í samræmi við það. Ekki er að efa að á þeim dögum sem nú fara í hönd munu þeir Jeltsín og Zjúganov bjóða Lebed gull og græna skóga í þeirri von að ná til sín því mikla fylgi sem stend- ur á bak við hann. Það er því sýnt að staða Lebeds verð- ur styrk í Kreml þegar upp verður staðið. Það tafl sem framundan er snýr og að frambjóðendunum Javlenskí, leiðtoga Jabloko-flokksins, sem fékk um 7 prósent og þjóðemissinnanum Zhírínovskí sem fékk um 6 prósent. Þótt Rússlandsforseti hafi þráfaldlega misstigið sig vita menn hvar þeir hafa hann. Það sama verður ekki sagt um harðlínumanninn og kommúistann Zjúganov. Nái hann kjöri verður klukkunni snúið til baka með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Því er stuðningur Vesturlanda við Jeltsín mikilvægur. Því aðeins að lýðræði nái fótfestu í Rússlandi verða samskipti risaveldisins í austri og ann- arra rikja með eðlilegum hætti. Komandi júlíkosningar skipta því sköpum. Jónas Haraldsson .Ui'rjr' „Dómarinn segir einnig aö húsnæöiskerfiö sé svo flókiö aö ekki sé hægt fyrir venjuiegt fólk aö skilja þaö,“ seg ir Jón m.a. í greininni. vrrr':í:Á' ■ áSt* i Sovésk húsnæðisstefna Efri deild þjóðar- innar virðist oft lít- ið vita um lífshætti og afkomu neðri deildarinnar og hafa lítinn áhuga á að vita það. Ráða- menn koma því oft af fjöllum þegar birtist skýrsla eða frétt sem ekki rím- ar við rútínubullið í þeim sjálfum. Þetta á t.d. við um „félagslega hús- næðiskerfið" sem nú er hrunið um allt land vegna vit- lausrar stjórnunar og stendur á brauð- fótum hér á borgar- svæðinu. Kjallarinn Jón Kjartansson frá Pálmholti, form. Leigjendasamtakanna Vitlausir út- reikningar 21. maí sl. kvað Héraðsdómur upp þann dóm að hús- næðisnefnd Reykjavíkur skyldi greiða konu tæpar 3 milljónir kr. í skaðabætur auk vaxta, dráttar- vaxta, málskostnaðar auka vegna vitlausra á verðmæti verka- mannaíbúðar við Þóru- fell sem konan flutti úr eftir 20 ára búsetu. Hér er ekki rúm til að rekja forsendur dómsins í smáatriðum en m.a. voru löngu greidd lán framreiknuð, auk reikniliða sem engin skýring fylgdi. Áður en málið fór til dóms hafði konan reynt að leita réttar síns með öðrum hætti. Fyrst skrifaði hún húsnæðisnefnd en því bréfi var ekki svar- að. Þá leitaði hún til fé- lagsmálaráðuneytis sem vísaði málinu til Hús- næðisstofnunar sem ber „Hér er ekki rúm til aö rekja forsendur dómsins í smáatriðum en m.a. voru löngu greidd lán framreikn- uö, auk reikniliða sem engin skýring fylgdi.“ og virðis- skv. lögum að úrskurða í deilu útreikninga sem þessari. Lögfræðingur Hús- næðisstofnunar segir í bréfi að „útreikningurinn hafi verið réttur miðað við þær reglur sem farið hafi verið eftir“. Hvorki Húsnæð- isstofnun né húsnæðismálastjórn kváðu upp úrskurð i málinu og beiðni lögmanns konunnar þar um var ekki svarað. Dómarinn segir einnig að húsnæðiskerfið sé svo flókið að ekki sé hægt fyrir venjulegt fólk að skilja það, konan hafi enga ráðgjöf fengið og öll at- riði reiknuð af nefndinni einni. Fordæmisgildi Þetta er að vísu héraðsdómur og málinu verður áfrýjað en það sýn- ist þó skipta litlu máli því staðfesti Hæstiréttur dóm þennan hefur hann fordæmisgildi fyrir aðra. Hnekki Hæstiréttur hins vegar dómnum og sýkni nefndina er búið að viðurkenna vinnureglur sem ólíklegt er að fólk sætti sig við. Þá skal því ekki gleymt að 3 fulltrúar af 7 í húsnæðisnefnd eru tilnefndir af verkalýðsfélögum og hver er ábyrgð þeirra? Fyrst og fremst sýnir þó dómurinn fárán- leika þessa dýrasta húsnæðiskerf- is í heimi sem löngu er hætt að gegna hlutverki sínu en virðist lifa sjálfstæðu kommissarlífi að sovéskri fyrirmynd. Jón Kjartansson frá Pálmholti Skoðanir annarra Vill opna Bessastaði „Guðrún Katrin Þorbergsdóttir, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, hefur sett fram snjalla og at- hyglisverða hugmynd um að opna Bessastaði fyrir almenning. Hún vill að á ákveðnum tímum geti fólk komið og skoðað Bessastaðastofu og fornminjarnar sem fundist hafa á forsetasetrinu. í útlöndum er fólki sumstaðar kleift að heimsækja hallir og híbýli fyrirfólks, og er skemmst að minnast að Elísabet II Englandsdrottning opnaði Buckinghamhöll við góð- ar undirtektir." Úr forystugrein Alþýðublaðsins 14. júní. Aukinn réttur þjóðaratkvæðis „Á landsfundi Þjóðvaka sem haldinn var 8. júní sl. var áréttuð stefna flokksins um að gera þurfi grund- vallarbreytingar á stjórnskipun landsins með aukn- um rétti til þjóðaratkvæðis, jöfnun atkvæða og raun- verulegum aðskilnaði löggjafar- og framkvæmda- valds, t.d. að ráðherra viki af þingi eða komið verði á beinni kosningu til framkvæmdavaldsins." Jóhanna Sigurðardóttir í Mbl. 14. júní. í sjógangi framvindunnar „Fyrir tveimur árum beið nýrra stjómenda í Reykjavík risavaxið verkefni, sem var að byggja upp afla þá innviði borgarkerfisins sem fúnað höfðu vegna vanrækslusynda sjálfstæðismanna næstu árin þar á undan. Reykjavík var orðin að eins konar fjár- hagslegri og starfslegri Kolbeinsey, sem stöðugt molnaði úr í sjógangi framvindunnar og beið þess að sökkva endanlega í sæ óstjórnar og skuldaklafans." Úr forystugrein Tímans 14. júní. V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.